Að elta frelsið fram af bjargi

- Um Grænmetisætuna eftir Han Kang

Í angistarfullum orðum argentíska játningaskáldsins Alejöndru Pizarnik birtist ákveðið raddleysi. Rödd hennar á sér ekki heima í okkar mannlega umhverfi, heldur í útjaðrinum, með dýrunum og öllum hinum. Þesskonar raddleysi lýsir einkar vel stöðu konunnar, samkvæmt Simone de Beauvoir, og hvernig notkun á karllægu tungumáli hefur orðið til þess að klofnun verður í sjálfi kvenna. Hið ráðandi sjálf, er mótað af samfélagslegum gildum og eftirvæntingum, fölskum röddum og raddleysi, hið víkjandi sjálf er frjálst, villt og hefur sína eigin rödd. Rödd sem er þeirra og aðeins þeirra.

Fólkið sem úthýsti nasistunum

Gautaborgardagbók: dagur 3

Bókamessunni er lokið og við ferðafélagarnir – ég og Hildur Knúts og hennar ektamaki – erum í lestinni á leiðinni til Stokkhólms. Fljótlega eftir að ég skrifaði dagbók gærdagsins var skellt í lás á bókamessunni um stundar sakir – ef ég hefði ekki snúið aftur úr mótmælenum þegar ég gerði það hefði ég hugsanlega lokast […]

Velkominn á Bókamessuna

Gautaborgardagbók: Dagur 2

Stemningin á Bókamessunni í Gautaborg er spes. Maður fær þau skilaboð hvaðanæva að að manni sé ekki óhætt að ferðast um borgina einn – sérstaklega ekki ef það sést á manni að maður sé ekki af norrænu kyni. Og samt eru allir svo ótrúlega óhultir hérna inni. Við bara lesum ljóð og tölum um bókmenntir […]

Með lest til Nasistan

Gautaborgardagbók: Dagur 1

Ég skrifaði dálitla fréttaskýringu eða pistil um deilurnar vegna Bókamessunnar í Gautaborg hér á vefinn í apríl síðastliðnum. Þar sagði ég frá þátttöku nýfasíska tímaritsins Nya Tider í bókamessunni og massífri sniðgöngu sænskra rithöfunda á messunni af þeim sökum. Síðan þá hefur margt gerst. Meðal annars er búið að skipuleggja stóra hliðardagskrá hér og þar um […]

Krúnuleikar

Henry VI

Fyrsta tilraun Shakespeares til að færa Englandssöguna í leikrænan búning eru þrjú leikrit um valdatíð Hinriks sjötta. Í framhaldinu kom svo fyrsta óumdeilda meistaraverkið, The Tragedy of Richard III, sem hangir með þríleiknum bæði ritunartímalega og í krónólógík efnisins en er að mörgu öðru leyti annars lags leikrit. Saman eru þessi verk stundum kölluð „fyrri […]

Tímaglas og tíminn er

Tíminn er sandur í gleri og lekur í gegnum ofurmjótt mitti, eitt sandkorn í einu. Tímaglas og tíminn er vatn sem rennur frá munnholi í gegnum háls, gegnum barka, gegnum maga, gegnum garnir og út um þvagfæri, út í kosmósið. Tímaglas og tíminn er tími sem líður í gegnum óendanlega stutt augnablik nútíðar. Tímaglas og […]

Literatúr og laxeldi

Nú rífast menn um fiskeldi. Fyrir rúmum áratug var rifist um álver. Hvort tveggja átti að bjarga landsbyggðinni. Álverin björguðu engu og ég hef mínar efasemdir um að fiskeldið geri það. Álverin voru reist á Íslandi vegna þess að þau voru hætt að skila arði í Ameríku. Á Íslandi gátu auðmenn komist hjá allskyns kostnaði […]

Þunnt loft — og þungt

Um heimildamyndina Out of Thin Air eftir Dylan Howitt

Fyrir rúmu ári síðan sat Hörður nokkur Jóhannesson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í hljóðveri Síðdegisútvarps Rásar 2, hvar hann reytti af sér heilt bókfell af bragðlausum klisjum og frösum, lét út úr sér hverja þreyttu staðreyndarvilluna á fætur annarri hvað varðar rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Þessi athöfn fór friðsamlega fram, Herði svo gott sem að vandræðalausu, án þess […]

Er þetta góð bók?

Saga af hjónabandi eftir norska rithöfundinn Geir Gulliksen var tilnefnd til tveggja norskra bókmenntaverðlauna árið 2015 og til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs ári seinna. Það ætti að benda til þess að bókin sé góð. En er bókin góð? Við skulum geyma þá spurningu aðeins. Mig langar aðeins til að velta því upp hvort hún stendur undir því […]

Glataður gauksungi

Edmund Ironside

Hvað skrifaði Shakespeare mörg leikrit? Það er nú það. Í fyrstu heildarútgáfunni (F) eru 36 verk. Tvö til viðbótar (Pericles og The Two Noble Kinsmen) hafa lengi notið nokkuð almennrar viðurkenningar sem samvinnuverkefni þar sem okkar maður á umtalsverðan hluta. Kinsmen samt ekki nógu mikillar til að Helgi Hálfdanarson hefði það með í sinni heildarþýðingu. […]

Áferðarfallegt andvarp

Um Skýjafar eftir Jónu Kristjönu Hólmgeirsdóttur

Frá því ég man eftir mér hef ég dregist að afgerandi tjáningu. Listamenn með kreppta hnefa, gnístandi tönnum, oft bókstaflega öskrandi um upplifun sína á mannlegu ástandi. Með tímanum mildaðist ég í pjúrítanískri afstöðu minni. Eftir stendur samt að sú sköpun sem ég sækist helst í er sú sem virðist verða til í sjúklega hreinskilnu, […]

Sigurður Pálsson

Smámunir III Nóttin er til þess að gráta í Til þess að brosa í Hnerra og hiksta í Til þess að slangra og dræv’ útí buskann í Nóttin er til þess að gráta í Til þess að röfla í Hakka í sig pulsur í Til þess að hugsa og speglast í rúðum í Nóttin er […]

Sérstöðuþverstæðan

(Þjóðar)sálin hans Jóns míns eftir Birki Blæ

Ég sat í stofunni minni með þessa bók í höndunum og vissi ekkert hver þessi tiltölulega nýbakaði höfundur var. Á sama tíma birtist nýr fréttamaður á skjánum að taka viðtöl við þingmenn um nýjustu afglöp valdhafanna og vandræðaganginn við að drepa umræðum um þau á dreif. Og viti menn: þessir tveir nýju menn voru sami […]

Kassavanin snjáldurmús

THE TAMING OF THE SHREW

Arden-útgáfan  af verkum Shakespeares eru nokkurskonar „Industry Standard“. Þar er leit að hinum fullkomnasta texta eilífðarverkefni, um leið og búið er að prenta hefst vinnan við næstu útgáfu (þriðja umferð er langt komin núna). Fræðin í kringum leikritin eru einatt fyrirferðarmeiri en þau sjálf, enda í mörg horn að líta. Það þarf að spá í […]

Ýmis konar hrollur

um ljóðasafn Jóns úr Vör

Undirritaður er ekki nærri því eins vel lesinn og hann vildi, og þá aldeilis fjarri því að vera eins vel lesinn og hann vildi láta aðra halda! Það kemur því vel á vondan að þurfa að gera þá játningu í upphafi að Jón úr Vör er eitt þeirra skálda sem ég hef þekkt lengi af […]

Tíminn drepinn

Hugleiðingar um bóksöluhrun, fantasíur, glæpasögur og fagurbókmenntir

Átök eru í aðsigi. Eða hvað? Undanfarnar vikur hef ég lesið hálfkveðnar vísur eftir íslenska rithöfunda og annað bókmenntafólk um hvað valdi hinu svokallaða hruni í bóksölu á Íslandi eftir að því var flaggað að hún hefur dregist saman um þriðjung. Höfundar úr ólíkum kreðsum hafa hnýtt hver í annan og gert tilraun til að […]

Skortir kraft heildarinnar

Um Safnljóð 2006-2016 eftir Gísla Þór Ólafsson

Árið 2003 kvað skáldið Gísli Þór Ólafsson sér hljóðs í Lesbók Morgunblaðsins með ljóðinu „Ást á Norðurpólnum“. Í ljóðinu er spaugileg sviðsetning þar sem brugðið er upp mynd af elskendum sem njóta ásta á Norðurpólnum í engu nema vettlingum. Það er samt ekki sviðsetningin sem slík sem gerir ljóðið eftirminnilegt, heldur sjónarhornaskiptin þegar ljóðmælandinn spyr: […]

Ætli allir finni frið í súrrealískri hljóðkúlu?

Ég sat inni í Hofi, á 1862 bistro, að fylgjast með gjörningi. Á Akureyri stóð yfir gjörningahátíð sem ber hið áhugaverða og margræða heiti „A!“. Fyrir þessu góða móti menningar og mannmergðar standa mörg góð félög á Akureyri ásamt einni alþjóðlegri leiklistarhátíð, Reykvískri danshátíð, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og Listhúsinu á Ólafsfirði. Sá gjörningur sem ég […]

Fjórir skotnir krakkar

The Two Gentlemen of Verona

Ég setti mér fyrir lesverkefni. Að lesa öll verk Shakespeares, leikrit og ljóð, nokkurnvegin í líklegri ritunartímaröð. Já og horfa á kvikmyndagerðir eða kvikmyndaðar sviðsetningar þeirra.  Langflest leikritanna hef ég lesið áður, ýmist á frummálinu eða íslensku. Mörg hef ég séð og tveimur leikstýrt. Ljóðin þekkti ég lítið sem ekkert. Síðan skrifa ég eitthvað smávegis […]

,
Gísli Hvanndal

Hægt og rólega / Despacito

Æ Fonsi, DY Ó, ó, ó nei, ó nei, ó, já Diridiridiridaddy Af stað Já, þú veist að ég er búinn að vera að horfa á þig Ég verð að dansa við þig í lok dags DY: Ég sá augnatillit þitt vera að kalla á mig Vísaðu mér veginn til þín strax Ó þú, þú […]

Jóhamar: Dauði & djöfull

Þjóðskáld undirheimanna, Jóhamar, hefur sent frá sér Dauða & djöful, stutta en innihaldsríka sjálfsævisögu um andrúmsloft bernskunnar sem kristallast í lykt af steiktum lauk. Bernska sem birtist sem afstaða manns, hlutskipti í heiminum, útkast; sýn. Bókin, sem hefur engan útgefanda, engan útgáfustað, hefst á nokkrum ljóðum. Myndauðgi þessara ljóða setja mann strax úr jafnvægi, eða […]

Ingi Björn Guðnason

Þetta herbergi

Herbergið sem ég gekk inn í var draumur um þetta herbergi. Án efa voru allir þessir fætur á sófanum mínir. Sporöskjulaga portrettið af hundi var æskumynd af mér. Sumt glitrar, sumt er þaggað niður Við höfðum makkarónur í hádeginu alla daga nema sunnudaga, þegar lítil kornhæna var framreidd handa okkur. Hversvegna segi ég þér frá […]

Bang, bang: Byssuhasar í Breiðholti og skrímsli gengur laust

Um Nýja Breiðholt eftir Kristján Atla

„Reyjavík er ekki lengur lítil saklaus borg/ með ljósum prýddar götur, hrein og falleg torg.“ Þannig söng Bubbi Morthes í laginu „Hvað er töff við það í snöru að hanga“ sem kom út á plötunni Allar áttir árið 1996. Hann á sannlega kollgátuna blessaður. Í Reykjavík þrífast sannlega glæpir. Líkast til er og auðsótt mál […]

Neonbiblían: Hin bókin hans John Kennedy Toole

Nýverið kom út bókin Neonbiblían (e. The Neon Bible) eftir John Kennedy Toole í þýðingu Ugga Jónssonar. Bókin var skrifuð árið 1954 en kom ekki út fyrr en 1989, en þá voru 20 ár liðin frá láti höfundarins. Það má færa rök fyrir því að tilverugrundvöllur Neonbiblíunnar hafi verið sá að hér var komin önnur […]

Út fyrir rammann

Gyða Valtýsdóttir gaf út á síðasta ári geisladiskinn Epicycle sem hefur verið vel tekið. Hún vann íslensku tónlistarverðlaunin í opnum flokki fyrir vikið. Platan inniheldur nálganir Gyðu á níu verkum frá því sem mætti kalla hinn klassíska geira. Allt frá elstu skrifuðu laglínu sem þekkt er til framúrstefnu verka Harry Partch. Gyðu til aðstoðar er […]

Víst er Stofuhiti ljóðabók

Viðtal við Berg Ebba um Stofuhita

Það er fökkt að byrja viðtal á því að andmæla þér – en mér finnst ekki svo fráleitt að kalla þetta ljóðabók. Þetta er ekki hefðbundin ljóðabók en einhverskonar ljóðræn essaya, kannski? Ég held að munurinn á hefðbundnum ljóðum og þessari bók, sé að þér gefst meira rými til að segja hið augljósa. Einsog til […]

Hinir vanþakklátu maurar

Maurahjörðin (borgararnir) leggja sig líma við að þjónusta drottninguna (ríkistjórnina – handhafa VALDSINS) og eru nefndir HINIR ÞAKKLÁTIR NEYTENDUR. Í hjörðinni er þó líka að finna HINA VANÞAKKLÁTU. Það eru maurar sem hafna drottningunni sem æðsta valdi og vilja skipta henni út fyrir aðra drottningu, sem þeir telja mun hæfari. Þeir vinna leynt og ljóst […]

Hin ótrúlega sannsögusýning

Fyrsta júní verður blásið til sannsöguráðstefnunnar NonfictionNOW í Háskólabíói með málstofu og sýningu kvikmyndarinnar Draumalandið, sem byggir á samnefndri bók Andra Snæs Magnasonar. Næstu daga á eftir verða málstofur í Háskóla Íslands þar sem fjallað verður um „sannsöguleg skrif í öllum sínum fjölbreytileika“, einsog segir í tilkynningu, auk sérstakra fyrirlestra í Silfurbergi í Hörpu og höfundakvölda með íslenskum […]

Átakalítil en vel skrifuð nostalgía

Draumar á þvottasnúru eftir Þorvald S. Helgason

Ég stend fyrir framan húsið og horfi á stéttina. Velti því fyrir mér hvort orðin séu þarna enn. Ef ég ætti að reyna að finna orð til að lýsa ljóðabókinni Draumar á þvottasnúru að þá skýtur tveimur orðum upp í hugann: Notaleg. Nostalgía. Ljóðin eru fremur átakalítil, þægileg, mjúk. Þar segir frá æsku ungs drengs […]

Lifi hinn skapandi kraftur í leikverkstæðum þjóðarinnar

Maípistill um leikhús

Lífvænt musteri við Hverfisgötu Það var verulegt ánægjuefni að verða vitni að kvikandi lífi á leiksviðinu í aðalsal Þjóðleikhússins í sýningum á þeim tveimur verkum sem þar voru frumsýnd þegar leið að lokum leikárs. Annað þeirra, Húsið, er fjörutíu ára gamalt leikrit eftir Guðmund Steinsson og hefur aldrei áður verið sett á svið; hitt var […]

Hvað er gagnrýni?

Gagnrýni, í grunninn, hefur það að markmiði að gera úttekt á höfundarverki — ræða efnismál þess, boðskap, stíl o.fl. Oftar en ekki spilar álit gagnrýnanda, tilfinningar hans í garð verksins og reynsluheimur hans inn í. Að því sögðu kemur ekki á óvart að engar tvær gagnrýnir séu alveg eins, þær geta jafnvel verið svo frábrugðnar að lesandi […]

Hér og nú og eilífðin

Um Flygildi eftir Móheiði Hlíf Geirlaugsdóttur

  ugla sat á kvisti átti börn og missti eitt, tvö, þrjú og það varst þú Hver á að byrja í leik, hver verður hann, og hver aldrei? Uglan ræður, ugla sem situr á kvisti. Og missir börn. Þessi þula eða úrtalningavísa sem krakkar nota til þess að velja þann sem fær að byrja leik […]

„Hún var útgerðarkona úr Stykkishólmi og fyrsta manneskjan með starfhæfa eiturkirtla.“

‒ Um Perurnar í íbúðinni minni eftir Kött Grá Pje

Framan á kápu bókarinnar er ritað stórum stöfum „textar“: eins almenn lýsing og hugsast getur, en um leið örlítið villandi, því miðað við almenna málvitund og fyrri störf höfundar gæti lesandi auðveldlega haldið að hér sé búið að taka saman og gefa út rapptexta herra Kötts. Það var jú í tónlist sem hann náði fyrst […]

Í hverju ertu? – María Hjálmtýsdóttir

Heimanám Juan og Roberto eru á leið yfir Río Grande frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Þeir eru komnir 4 metra frá suðurbakkanum, þar sem landamæravörður A stendur. Fjarlægð þeirra frá norðurbakkanum, þar sem landamæravörður B stendur, eru 3,7 metrar. Þar af leiðandi tilheyra þeir hvorki svæði landamæravarðar A né B. Juan er 48 kíló en Roberto […]

Belgía, tólf stig

Eitt það besta við það að hafa búið erlendis í næstum ellefu ár er að hafa algjörlega misst af allri Júróvisjóngeggjun klakans í nær allan þann tíma. En nú er ég undirbý flutning heim á ný þótti mér ágætt að taka að mér að skrifa nokkrar línur um komandi keppni. En fyrst ætla ég að […]

Endurtekið efni

Hver ætli besta leiðin sé til að tjá einhverjum það að maður elski hann ekki lengur. Ætli best sé að koma orðunum frá sér sem fyrst, ljúka óþægilegheitunum af og leiða hugann annað. Jæja, ég hafði nánast ekkert gaman af Passíusálmum Einars Kárasonar. Mér finnst formúlan: Mörg sjónarhorn, fyrsta persóna, sífelldar skoðanir; ekkert spennandi og […]

Ljóð eftir Sverri Norland

GARÐURINN MANNS maður verður að rækta garðinn sinn hafa trén svo tignarleg að þau teygi sig yfir í næstu garða og skyggi á útsýni nágrannanna fá meindýraeyði (þann dýrasta = blóðþyrstasta) svo maður losni við rottur leigja út herbergið í kjallaranum til að safna fyrir heitum potti og trampólíni snöggslá grasið spreða þykkum áburði á […]

Frjómagn erginnar

‒ Um Greitt í liljum eftir Elías Knör

Greitt í liljum er önnur ljóðabók Elíasar Knörr (Knarrar?) sem út kemur á íslensku. Opinberlega mun Elías heita Portela að eftirnafni, upprunninn í Galisíu á Spáni þar sem hann hóf sinn skáldferil. Fyrri bók hans á íslensku, Sjóarann með morgunhestana undir kjólnum, frá árinu 2010, hefur undirritaður því miður ekki lesið en semsagt: hér höfum […]