Hinir vanþakklátu maurar


Maurahjörðin (borgararnir) leggja sig líma við að þjónusta drottninguna (ríkistjórnina – handhafa VALDSINS) og eru nefndir HINIR ÞAKKLÁTIR NEYTENDUR. Í hjörðinni er þó líka að finna HINA VANÞAKKLÁTU. Það eru maurar sem hafna drottningunni sem æðsta valdi og vilja skipta henni út fyrir aðra drottningu, sem þeir telja mun hæfari. Þeir vinna leynt og ljóst að því að ófræga drottninguna í eyru hinna mauranna, sem skella við skolleyrum – sjá ekki sólina fyrir drottningu sinni. Óánægðu maurarnir eru hinir mestu klaufar í andófi sínu. Þeim er ekki lagið að nota litla heilabúið sitt, finna ekki réttu orðin og falla í þá gryfju að ofnota gífuryrði, með þeim afleiðingum að orðin snúast upp í andhverfu sína og verða að fóðri fyrir ríkjandi drottningu.

Sá sem þetta skrifar hefur oft hugsað um hvað þurfi til svo andófsmaurarnir nái að knýja fram uppskipti á drottningum í ríkinu. Það er ljóst að engu fæst áorkað með tilviljunarkenndri orrahríð – að drottningin muni ekki verða hrakin úr bæli sínu nema andófið finni sér nýjan farveg.

SPURNING UM HVORT ANDÓFSMAURARNIR BÚI RAUNVERULEGA YFIR ÞVÍ BARÁTTUÞREKI SEM TIL ÞARF TIL AÐ BYLTA MAURARÍKINU?