Samtímasaga – samtímasögur

Um skáldsöguna Vinkonur eftir Rögnu Sigurðardóttur

Skáldsagan Vinkonur kom út fyrr á þessu ári og fór umfjöllun um hana ekki hátt. Verkið verðskuldar meiri umfjöllun. Hver er höfundurinn? Fyrsta skáldsaga Rögnu Sigurðardóttur, Borg, kom út árið 1993 og þótti það frambærileg að hún var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þá var Ragna þrjátíu og eins árs að aldri og laut í lægra […]

Skuggar ásta, blóðs og hefndar

Miller í Þjóðleikhúsinu

Arthur Miller vann árum saman að leikriti sem hann kallaði Ítalska harmleikinn. Hugmyndin að verkinu kviknaði af veggjakroti, sem ítrekað blasti við augum hans þar sem hann skálmaði um götur Brooklyn og gekk yfir brúna til Manhattan vikum saman eftir að leikrit hans, Allir synir mínir, sló í gegn í New York. Sú hugsun, að […]

Sannar sögur í sjálfstæðum leikhúsum

Sjaldan hef ég orðið vitni að jafn samstilltum viðtökum áhorfenda að lokinni leiksýningu og þegar ljósin slokknuðu á sviðinu í Tjarmarbíói á fimmtudagskvöldið var næstum um leið og Halli, eiginmaður Sóleyjar Rósar, hafði í leikslok varpað fram spurningunni: Eru einhverjar spurningar? Enginn áhorfenda rétti upp hönd til að fá orðið og spyrja enda voru hendur […]

Hvernig finnur ræstitæknir til?

*** Fyrirvari: Stutta útgáfan af þessum leikdómi er svona: Sjaldan hefur leikverk haft jafnmikil áhrif á mig og Sóley Rós ræstitæknir gerði. Ef þú ætlar þér að sjá það vil ég mæla með því að þú hættir að lesa – það borgar sig nefnilega að vita sem minnst og láta sýninguna þannig koma aftan að þér.

Ertu matur eða kynlíf, mannætumódel eða Wendígó?

Ég biðst afsökunar fyrirfram. Í þessari grein mun ég fara ansi nákvæmlega í söguþráð nýjustu kvikmyndar Nicolas winding Refn, Neon Demon. Ég mun fara svo ítarlega í gegnum helstu hvörf og minni sögunnar að það er erfitt að ímynda sér að lesandinn hafi nokkra ánægju af kvikmyndinni eftir lesturinn. (Reyndar upplýsi einnig um endinn á […]

Endurbókun í Listasafni Ísafjarðar

Rætt við Gunnar Jónsson yfir myndlistarsýningu og hádegisverði

Safnahúsið á Ísafirði hýsir einsog nafnið gefur til kynna söfn en þó fyrst og fremst eitt safn: hið mikilfenglega héraðsbókasafn Ísafjarðarbæjar. En þar eru líka Héraðsskjalasafnið og ljósmyndasafn bæjarins. Í einum sal á annarri hæð hússins er svo að finna Listasafn Ísafjarðar. Í ár hefur meðal annars verið þar sýningin Vex eftir Ólöfu Dómhildi Jóhannsdóttur […]

Fall konungs: Reyfaraþríleikur Stephen King 

Mr. Mercedes, Finders Keepers og End of watch 

Á rúmlega fjörutíu ára ferli hefur Stephen King skrifað 50 bækur sem allar hafa orðið metsölubækur. Nánast alla sína höfundartíð hefur hann verið utangarðs hjá bandarísku bókmenntaelítunni. Sumir segja að ástæða þess séu vinsældir hans og umfjöllunarefni bóka hans. Að hann sé hreinlega ekki hægt að taka alvarlega sem höfund. Hann á sér óteljandi óvini […]

Ljóð Gyrðis rata víðar

Einhvern tímann sagði Þórarinn Eldjárn að ljóðið rataði til sinna. Ég skildi orð hans svo að fyrir ratvísi ljóðsins væru allar áhyggjur og þras út af dræmri sölu ljóðabóka sóun á tíma og andlegri orku. Nú hefur úrval ljóða Gyrðis Elíassonar ratað til þeirra unnenda póetíkur sem læsir eru á nýnorsku. Að því er mikill […]

Göngutúrinn: listform 21. aldarinnar

Um Everybody's Spectacular, seinni hluti

Göngutúrinn er listform 21. aldarinnar. Eða eitthvað í þá áttina gæti manni dottið í hug að lokinni Everybody´s spectacular þar sem þó nokkrar sýningar gengu einmitt út á að ganga. Þær voru þó nokkuð ólíkar, og þær tvær sem ég nefni hér og sá sama dag eiga fátt annað sameiginlegt en landfræðilega staðsetningu á Skólavörðuholtinu […]

Bandaríska nóttin

um míníseríunna The night of

Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin The Night of, sem er byggð á bresku sjónvarpsþáttaröðinni Criminal Justice, er eitthvað það albesta sjónvarpsefni sem undirritaður hefur séð lengi. Nú hef ég ekki séð Criminal Justice en mig grunar að fátt sé notað úr henni nema þá söguramminn og hugsanlega útlínur að persónum. Ástæða þess er einföld. Það er Richard Price […]

Hinn óáhugaverði hugarheimur kvenna

Um daginn var ég eitthvað að sóa lífi mínu í að skruna eirðarlaust niður Facebook-vegginn minn, eins og maður gerir, og rakst þá á athugasemd íslenskrar útvarpskonu við bloggfærslu íslensks bókaútgefanda, sem gaf áður út bækur á Íslandi en gefur nú út bækur í Danmörku, og sæg af háðslegum kommentum sem hlykkjuðust niður af skrifum […]

Ferskjan frelsar

- dálítið um narsissisma og hugmynd um hlutverk -

Lókal og Reykjavík Dance Festival sameinuðu eins og margir vita krafta sína í liðinni viku með hátíðinni Everybody is Spectacular. Skartaði hátíðin sem „headliner“ engri annarri en kanadísku performans rafpönk söngkonunni Peaches, sem hefur komið fram undir því nafni síðan hún flutti til Berlínar og að eigin sögn endurfæddist á svipuðum aldri og sjálfur frelsarinn […]

Ekkert fyrir Bylgjulestina: Blonde eftir Frank Ocean

Upp á síðkastið hefur verið dálítil mystík í loftinu þegar kemur að RnB og hip hop heiminum. Sumir tónlistarmenn hafa gefið út plötur hálfpartinn fyrirvaralaust, aðrir reyna að halda ídentiteti sínu leyndu og þar fram eftir götunum. Það er kannski óþarfi að rekja þá dularfullu atburðarás sem leiddi að útgáfu Blonde. Hún var löng og […]

Við erum öll Bojack

Bojack bojack bojack Horseman, hvar á ég að byrja hvar á ég að enda hvernig fylli ég þetta ekki af spillum, hversu óljós á ég að vera? Við erum öll Bojack, við erum öll breysk, öll höfum við eftirsjár og samvisku, þó að við reynum að fela hana einhverstaðar þar sem ekki sést til sólar. […]

Eitthvað skrýtið við hana: Ég elska lífið eftir Ólaf F. Magnússon

Ég verð að viðurkenna að ég varð fyrst nokkuð undrandi þegar ég heyrði að Ólafur F. Magnússon læknir og fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur væri að gefa út plötu en um leið forvitinn. Hann er ekki fyrsti stjórnmálamaðurinn til að sinna listagyðjunni að einhverjum mæli. Gunnar Thoroddsen þótti góður píanóleikari og lagahöfundur. Eins sendi Davíð Oddson frá […]

Spoilerlaus óður til níunda áratugarins

um sjónvarpsseríuna Stranger Things.

Það eru tveir listamenn, að mínu viti, sem hafa lengi haft nokkurs konar tangarhald á bandarískri þjóðarundirmeðvitund. Það  eru kvikmyndaleikstjórinn David Lynch og rithöfundurinn Stephen King. Báðir áttu erfitt uppdráttar í fyrstu, David Lynch gekk illa að fóta sig í Hollywood og Stephen King sló ekki almennilega í gegn fyrr en skáldsaga hans Carrie náði […]

Vittu til: Einn lángur sumarmorgunn

Mig langar að lýsa kynnum mínum af nýju plötunni hans Snorra Helgasonar, Vittu til. Ég hef ekki skrifað mikið um tónlist áður og því má segja að ég sé að fara út fyrir þægindarammann. Það segja allir að það sé hollt að fara út fyrir þægindarammann öðru hverju. Ég er hinsvegar gamall hundur og jafnvel […]

“engin kona ætti að ganga um óvopnuð” og fleiri frábærar setningar úr þessari mynd

PG-13 Ghostbusters

View post on imgur.com Hmmm…. Starafugl þarf á menningarumfjöllun að halda. Ég elska menningu.   Hvað er á þessum lista? eh tónlist, leikhús ble, myndlist ok sjónvarp er það ennþá eh? ok bíó! bingó bangó elska bíó hvað erum við með? Ghostbusters? og eh chambre bleu? ok ghostbusters… Ghostbusters!!! ég get það myndin sem ég […]

Stórmennskubrjálæðingurinn er alltaf einn

Um Richard III (a one woman show) í Suðureyrarkirkju 11. ágúst 2016

RICHARD IIIAðalhlutverk: Emily Carding Önnur hlutverk: Gestir Aðlögun úr leikriti William Shakespeare: Kolbrún Björt Sigfúsdóttir og Emily Carding Leikstjórn: Kolbrún Björt Sigfúsdóttir Hver er andstæðan við post scriptum? Pre scriptum? Forskrift? Uppáskrift? Ávísun á lyf? Heitið á útúrdúr sem birtist áður en maður kemur sér að sjálfu efninu? Þetta er í öllu falli þess lags útúrdúr: […]

Kristin heimssýn Terrence Malick

Knight of Cups

Ekkert er eðlilegra en að stórir leikstjórar – eða listamenn yfirhöfuð – veki upp blendnar tilfinningar. Þegar litið er yfir söguna er alltaf gaman að lesa um augljós meistaraverk sem hlutu enga náð fyrir augum almennings þess tíma. Le Sacre du printemps Stravinskys, Moby-Dick; Or The Whale Hermann Melvilles, eða 2001: A Space Odyssey Kubricks […]

Heimurinn sem hryllingur

Svartsýni í heimspeki og bókmenntum

Við spurningunni afhverju maður ætti að leggja stund á heimspeki eru ýmis góð og gild svör. Hægt væri að tína til ástæður eins og að ástundun heimspekinnar þjálfi gagnrýna hugsun sem er sérhverju lýðræðissamfélagi lífsnauðsynleg.[1] Einnig væri hægt að halda því fram að heimspekihefðin sé ein ríkasta og mikilvægasta hefð hugsunar í mannkynssögunni, sú sem […]

Orð eru ljóð eru orð

Orð eru ljóð eru orð umfjöllun um bók Stefáns Boga Sveinssonar, Brennur – eftir Þorgeir Tryggvason   Stefán Bogi Sveinsson treystir orðum.  Það er góður eiginleiki hjá ljóðskáldi. Þó að við (eða ég allavega) höfum mörg talsverða nautn af fimleikum og flugeldum í skáldskap þá er gott annað slagið að vera leitt fyrir sjónir hvers […]

Vesen að vera

Vesenis tesenis vera – um Viðrini veit ég mig vera óskilgreinda tegund bókmennta eftir Óttar Guðmundsson, Skrudda 2015  Áhugaverð – en undarleg Það er vissulega satt og rétt sem Óttar Guðmundsson geðlæknir tekur fram í upphafi bókarinnar um frænda sinn, Magnús Þór Jónsson – Megas – að sitt sýnist hverjum um túlkanir á ljóðum/textum hans […]

Risið uppúr beyglinu

um Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar Höfundur: Kristín Eiríksdóttir Leikstjóri: Ólafur Egill Egilsson Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Birgitta Birgisdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Valdimar Jóhannsson Tónlist: Högni Egilsson og Valdimar Jóhannsson Hljóð: Baldvin Magnússon Sögur kvennanna þriggja sem við kynnumst á sviðinu í Borgarleikhúsinu, í leikritinu […]

Ég leitaði einskis… og fann

Nokkur orð um Ég leitaði einskis … og fann eftir Hrafnkel Lárusson eftir Þorgeir Tryggvason Ljóðin í þessari fyrstu bók Hrafnkels Lárussonar eru afrakstur langs tímabils og bera þess einhver merki. Eins og höfundur rekur reyndar sjálfur í formála. Hann talar um að í þeim elstu sé „melankólískt tilfinningarót“ kveikja skáldskaparins, en „hugleiðingar um tilveruna“ […]

MAR: Ískaldur raunveruleiki

  Höfundar: Kári Viðarsson, Hallgrímur H. Helgason. Meðhöfundar: Birgir Óskarsson, Freydís Bjarnadóttir Leistjóri: Árni Grétar Jóhannsson Leikarar: Freydís Bjarnadóttir, Kári Viðarsson Hönnun hljóðmyndar: Ragnar Ingi Hrafnkelsson Hönnun sviðsmyndar: Kári Viðarsson Hönnun lýsingar: Friðþjófur Þorsteinsson, Robert Youngson Hönnun veggspjalds: Ragnheiður Þorgrímsdóttir Leiksýningin MAR sem sýnd er í Frystiklefanum Rifi um þessar mundir segir frá tveimur sjóslysum. […]

Nútíminn séður í gegnum grasský: Inherent Vice

Með nýjustu kvikmynd sinni, Inherent Vice, hefur Paul Thomas Anderson tekist það sem hingað til hefur verið talið ómögulegt: að laga samnefnda skáldsögu Thomas Pynchons að kvikmyndaforminu. Í sjálfu sér eru margar bækur sem taldar hafa verið óaðlaganlegar en urðu samt að ágætis kvikmyndum, til dæmis Naked Lunch William S. Burroughs og Watchmen Alan Moores. […]

Mynd í orð komið

Um LÓABORATORÍUM eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur

Á mynd ber að líta tvær unglingsstelpur sem staddar eru á þvottasvæði sundlaugar. Má ráða staðsetningu þeirra af grænum flísum í bakgrunni myndar sem og sakir þess að önnur þeirra heldur á handklæði og hin hefir sundgleraugu á höfði. Er æskulýðurinn nýkominn úr lauginni. Þar að auki ber að líta eldri konu með handklæði vafið um höfuð sér. Önnur stúlkan er rauðbirkin, með fremur sítt hár, freknótt með allnokkra undirhöku. Er holdarfar hennar eftir því í bústnara lagi. Hefir hún sérstakan útbúnað á tönnum sem hugsaður er til tannréttinga.

Flækjur kvenna

Um Gæðakonur eftir Steinunni Sigurðardóttur

Hvað er hægt að segja um Gæðakonur Steinunnar Sigurðardóttur? Jú að hún rennur vel þrátt fyrir að vera bæði í þriðju persónu og fyrstu allt í bland , þ.e. sögupersónan María segir frá en talar svo allt í einu um hana Maríu, sem er pínu skrítið en venst furðu hratt. Tungumálið er fagurt eins og […]

Hálfvolgur Kalli

Bækurnar um Kalla kalda eftir Filippus Gunnar Árnason með teikningum eftir Önnu Þorkelsdóttur eru orðnar þrjár talsins: Kalli kaldi og snjósleðinn, Kalli kaldi fer í búðina og Kalli kaldi og veiðiferðin. Allar bera þær undirtitilinn „Skemmtileg saga fyrir stráka og stelpur“. Í snjósleðabókinni ætla Kalli og vinur hans Bjarni að fara út að renna sér […]

Einsog hún hafi alltaf verið þarna

Um þjóðsöguna Sóla og sólin eftir Ólöfu Sverrisdóttur með myndskreytingum eftir Rio Burton

Sóla er eitt af börnum Grýlu en sker sig úr fjölskyldunni fyrir að þykja vænt um börn og vilja ekki hrekkja nokkurn mann. Hún er fædd á sumardaginn fyrsta og fékk nafnið af þeim sökum – en eitt árið lætur sólin ekki sjá sig á afmælisdaginn. Þá fer Sóla á stúfana eftir nöfnu sinni. Hún […]

Litamanifestóið: Alþýðusaga

Um Þegar litirnir fengu nóg eftir Drew Daywalt, með myndskreytingum eftir Oliver Jeffers

Söguþráðurinn er sirkabát svona: Daníel ætlar að fara að lita en þegar hann opnar litakassann sinn eru þar engir litir heldur bunki af bréfum. Bréfin eru frá litunum, sem eru farnir í verkfall. Kröfur þeirra eru ekki samræmdar – en þó mætti kannski segja að allir vilji þeir betri kjör, þótt hver þeirra skilgreini kjörin […]

Freyju saga: Djásn

Djásn, eftir Sif Sigmarsdóttur, er framhald af bókinni Múrnum sem kom út í fyrra en með henni lýkur Freyju sögu. Freyju saga gerist á Íslandi eftir rúmlega 100 ár. Á þessum hundrað árum hefur margt breyst á Íslandi. Í kringum árið 2033 hvarf strandlengja Íslands undir sjó og Íslendingar fluttu upp á miðhálendið, í kringum […]

Blekkingin um alsælu líkamans

Um Kroppurinn er kraftaverk eftir Sigrúnu Daníelsdóttur með myndskreytingum eftir Björk Bjarkadóttur

„Líkaminn er ekkert hús“, sagði sonur minn þegar ég spurði hann hvers vegna sér hefði ekki þótt Kroppurinn 1 er kraftaverk , eftir Sigrúnu Daníelsdóttur með myndskreytingum eftir Björk Bjarkadóttur, vera skemmtileg. Og fékkst ekkert til að útskýra það frekar. Líkaminn er bara ekkert hús. Nú skortir Aram Nóa ekki hugmyndaflug og er vel vanur […]

Nei eða já: Að vekja upp hina dauðu eða þegar órar verða að veruleika

Um Já eftir Bjarna Klemenz

Kringlan hefir frá árinu 1987 verið til þjónustu reiðubúin fyrir verslunargraða Íslendinga og ferðamenn og er hún „stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur. [Þar] […] eru yfir 180 fjölbreyttar verslanir, veitingastaðir og þjónustuaðilar. Í Kringlunni má finna allt frá bókasafni og kvikmyndahúsi að landsins bestu veitingastöðum og tískuvöruverslunum. […] Láttu fara vel um þig í hlýju og notalegu umhverfi þar sem þú finnur eitthvað við þitt hæfi!“

Ókomnar drunur: Um Drón eftir Halldór Armand

„Í fyrsta lagi eru þau … mjög smekkleg. Predator-drónið er mjög falleg hönnun, óaðfinnanlegt þannig séð. Alveg eins og þekkt vörumerki eða þýskir bílar eða gínur í gluggum alþjóðlegra verslunarkeðja – einhver sem kann sitt fag hefur verið ráðinn til að hanna þau, skilurðu mig?“ Drón. Drónar. Druntar. Flygildi. Mannleysur. Fjar- eða sjálfstýrð fljúgandi fjölmúlavíl sem […]

Má bjóða barninu þínu nammi? – um fantasíur; ævintýri og þvaður

Rýnirinn Arnaldur Máni Finnsson fjallar um handahafa Íslensku Barnabókaverðlaunanna, Leitina að Blóðey og Síðasta Galdrameistarann, sem tilnefnd er til íslensku Bókmenntaverðlaunanna í flokki barnabóka. Stimpillinn segir lítið til um gæðin  Það vill nú þannig til að við erum svag fyrir stimplum og dómum, stjörnum og gífuryrðum – þó sér í lagi um gæði bóka – og […]

Pólitískt leikhús fyrir börn – um Útlenska drenginn

Útlenski drengurinn í uppsetningu Glennu Leikrit: Þórarinn Leifsson Leikstjórn: Vigdís Jakobsdóttir Leikarar: Halldór Halldórsson (Dóri DNA), Þorsteinn Bachmann, Magnea Björk Valdimarsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir, Benedikt Karl Gröndal, Arndís Hrönn Egilsdóttir. Tónlist og hljóðmynd: Jónas Sigurðsson Leikmynda- og myndbandshöfundar: Helena Stefánsdóttir, Arnar Steinn Friðbjarnarson Búningar: Eva Signý Berger Ljósahönnun: Halldór Örn Óskarsson Á miðju síðasta ári […]

Seiðmögnuð distópía: Um Hrímland

Djákninn á Myrká,  Hungurleikarnir, The Matrix, Fringe, Dr. Faustus, Galdra-Loftur, Sjálfstætt fólk, Íslendingasögurnar, Neverwhere, þjóðsögurnar,  saga Íslands sjálf – allar en samt engin. Hrímland eftir Alexander Dan Vilhjálmsson er uppfull af tilvísunum en engu að síður með því ferskara og hugmyndaríkasta sem ég hef lesið lengi. Hér er rakin saga af landi sem er svo […]

On air: Lokadagur Reykjavík Dance Festival

Margir hefðu sagt að On air væri ekki danssýning því það var ekki beint dansað heldur spjallað inn í uppblásnu gegnsæju snjóhúsi. En þetta er póstmódernískur dans og það er hægt að dansa með samtölum og hversdagslegar hreyfingar í ákveðnu samhengi geta verið dans. Kannski er líka tímabært að hugtakið dans sé víkkað út og áhorfendur […]

Lopapeysurómantík og grásleppuhobbí

Um Gummi fer á veiðar með afa eftir Dagbjörtu Ásgeirsdóttur með myndum eftir Karl Jóhann Jónsson

Gummi fer á veiðar með afa eftir Dagbjörtu Ásgeirsdóttur – með myndum eftir Karl Jóhann Jónsson – er fyrsta bókin af fjórum um Gumma og Rebba. Hún kom út árið 2012 en sú nýjasta, Gummi fer í fjallgöngu, kom út núna fyrir jólin. Í einhverjum skilningi er þetta kunnugleg saga, þótt ég geti ekki beinlínis sagt hvar ég hef heyrt hana áður. Gummi er lítill strákur sem er í sveit hjá ömmu sinni og afa. Í dag fær hann að fara til sjós í fyrsta sinn með afa sínum.

Kebab, sundferðir og kóreógrafía: Dagur 3 á RDF

Í endurteknum þætti af Listaukanum sem var fluttur á Gufunni á mánudag, ræddu þau Karen María Jónsdóttir og Magnús Þór Þorbergsson við þáttastjórnanda um RDF. Þau fóru yfir fyrstu dagana og ræddu meðal annars um form hátíðarinnar. RDF hefur nefnilega gengist undir frekar stórtækar breytingar á síðustu árum og þá ekki bara þá fjórskiptingu sem […]