Ljóð og ekki ljóð á vefnum

Síðast þegar ég gaf út ljóðabók fannst mér hún ekki fá næga athygli og ákvað því með sjálfum mér að næst þegar handrit yrði klárt skyldi ég fá Gísla Martein Baldursson til að leggja nafn sitt við það og leika höfundinn. Ég ímyndaði mér að allt sem Gísli Marteinn legði nafn sitt við vekti sjálfkrafa […]

Haustaugu eftir Hannes Pétursson

Ég er búinn að liggja á þessari bók nokkuð lengi eða frá því í byrjun desember. Yfirleitt les ég ljóðabækur hægt og hef lýst því hér áður. Mér finnst vont að æða í gegnum þær. Ég vil frekar fá að melta þær á löngum tíma – sérstaklega bækur eins og þessa.  Það eru liðin tólf […]

Fastur í Ódessa

I Mér reyndist erfitt að lesa og meta efni þessarar bókar án þess að dauði Sigurðar Pálssonar litaði alla þá upplifun. Þessar sérstöku kringumstæður, að hið ástsæla skáld og þýðandi lést frá verkinu óloknu, veitir bókinni ósjálfrátt annan sess í huga Íslendings. Sölvi Björn Sigurðsson, sem lauk þýðingunni, ritar formála að bókinni sem fjallar í […]

Ferðalag vitundar

Um ljóðabókina Skollaeyru

Skollaeyru eftir Guðrúnu Brjánsdóttur kom út hjá Gini ljónsins árið 2017. Framan á bókakápu er ritað „Gin ljónsins 001“. Þetta er sem sagt fyrsta og, enn sem komið er, eina bókin sem Ginið gefur út, en ég geri ráð fyrir að ætlunin sé (hafi verið?) að þetta sé jafnframt fyrsta bókin í seríu. Þá ef […]

Sokkin skip. Kæfandi þögn.

 – um Vistarverur eftir Hauk Ingvarsson

1. Vistarverur, önnur ljóðabók Hauks Ingvarssonar, hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar núna í haust. Bókin er 80 blaðsíður og skiptist í tvo hluta: „Allt sekkur“ og „Hrundar borgir“. 13 ljóð í þeim fyrri, 17 í þeim seinni.  En þetta er ekki jafneinfalt og það hljómar.  Því inn á milli birtast myndljóð þar sem endurtekið er unnið […]

„Já.“

- Um Hrafnaklukkur eftir Kristian Guttesen

Það er ef til vill ekki í samræmi við þá ímynd sem maður hefur af ferli skálda að segja að einhverjum fari fram með útgáfu sinnar elleftu bókar. Við eigum því kannski frekar að venjast, gerum jafnvel kröfu um, að eitt til tvö byrjendaverk verði til og að þar með hafi listamaðurinn slitið barnsskónum. Sé […]

Ég líka

Nýverið kom út ljóðabókin Rof eftir Bubba Morthens. Er hún hluti af endurminningaljóðum höfundar. Áður hafa komið út Öskraðu gat á myrkrið (2015) og Hreistur (2017). Gert var skil á verkum þeim á Starafugli í fyrra. Útgefandi verksins er Mál og menning. Telur það sextíu og fjórar síður og inniheldur fimmtíu og níu mislöng ljóð. […]

Yfirlætisleg ofhleðsla og bull

Um <3 eftir Þór Þorbergsson

Bókin <3 eftir Þór Þorbergsson byrjar á ljóðinu Manifestó sem er vissulega manifestó bókarinnar. Markmiðalýsing. Ljóðið byrjar svo: ég vil að þessi lestur rífi þig úr hversdeginum og dragi þig á skinninu út í stjörnuhimininn, klæði þig úr fötunum og fylli höfuð þitt af kirsuberjum, brenni augu þín á báli sprengistjarna, fylli þig af lífsunaði […]

Moldarslóðar og óskastígar

Um ljóðabókina Leiðarvísir um þorp eftir Jónas Reyni Gunnarsson

Ég er hrifin af Leiðarvísi um þorp. Það tók mig langan tíma að lesa hana vegna anna. Síðasta vetur þegar ég fékk eintakið, orkuðu öll orð og hugmyndir annarra yfirþyrmandi á mig. Ég opnaði bókina, las fyrstu ljóðin og hélt að hér væri á ferð frekar týpísk niðurdrepandi bók um íslensk þorp, á borð við […]

Heimferðir

Christine de Luca ljóð Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson valdi og íslenskaði Þegar ég neyti menningar núorðið, þá verð ég oftar en ekki pínulítið áhyggjufullur. Kvíðinn jafnvel. Hverju ætli sé verið að pranga inná mig núna? Verður þetta eitthvað? Verð ég ekki bara enn einu sinni fyrir vonbrigðum? Er þetta ekki bara sama gamla fjöldaframleidda draslið og […]

I go out of my mind (but) for you

Áður en ég hóf þennan heildarlestur voru Sonnetturnar það af ódramatískum verkum Shakespeares sem ég komst næst því að hafa lesið.  Ég skal útskýra. Fyrir átta árum hafði Kristjana Arngrímsdóttir samband við mig og bað mig að semja lag fyrir sig. Ekki bara lag: tangó. Ég var auðvitað til í það, Kristjana er stórkostleg söngkona […]

Fimm stjörnu kenderí

Um ljóðakvöld Rauða skáldahússins: Dauðasyndirnar sjö

Eymd, volæði, og harðneskja lífsins eru það sem við sækjum í að fá að heyra um á ljóðakvöldum. Lélegt kynlíf og eiturlyf eru fín umfjöllunarefni til að létta aðeins stemninguna en alls ekki nauðsynleg. Kvöld tileinkað búningum, kynþokka og fullfrísku fólki að leika sér með rýmið er örugglega alveg fínt fyrir þá sem tengja eitthvað […]

Þar sem kvíðinn á heima

Um fyrstu sex bækurnar í seríunni Tólf eftir Brynjar Jóhannesson

Ég er að gera þetta vitlaust. Ég geri alltaf allt vitlaust. Bækurnar tólf – í seríunni Tólf – eftir Brynjar Jóhannesson koma til mín allar í einum pakka. Umslagi með hörðu baki. Þær komu út ein í mánuði allt árið 2017 og maður átti að mjatla þeim ofan í sig, einni í einu, en nú liggja […]

Öfugsnáði

Öfugsnáði er nýjasta ljóðabók Braga Ólafssonar. Það sem hér fer á eftir er varla hægt að kalla ritdóm. Kannski fremur lestrarskýrslu eða lýsingu á lestrarupplifun. Frá því ég las bókina fyrst, skömmu eftir að hún kom út, hef ég lesið hana aftur og aftur og gripið í hana oftar en ég hef tölu á. En […]

Ábyggilegt kennslurit fyrir karlmenn

Ljóðabókin Ég er ekki að rétta upp hönd eftir Svikaskáld. Svikaskáldin eru: Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Þórdís Helgadóttir. Orðið svikaskáld kallar fram í hugann mótþróasegg sem sýnir í ræðu og riti að gildi annarra séu ekki hans eða hennar. Skáld sem ætlar sér að nýta það […]

Skyldu sorgirnar verða eyrnamerktar?

Slitförin er ekki auðveld bók, hvorki aflestrar né að umfjöllunarefni. Jafnvel titilinn mætti skilja á tvenna vegu: slitför henda margar konur eftir barnsburð, órækur vitnisburður um líkamlega áreynslu meðgöngunnar. En leiðin til sátta þar sem ekki er gróið um heilt eftir sár fortíðar getur sömuleiðis verið slítandi, eins konar slitför. Þannig verða slitför móðurinnar táknræn […]

Bónusljóð – endurunnin útgáfa!

Bónusljóð, ein mest selda ljóðabók allra tíma á Íslandi, hefur nú loksins verið aukin, endurunnin, endurskoðuð og endurprentuð til samræmis við ströngustu kröfur neytenda og alþjóðlegra staðla um gæði ljóðmetis. Úr kynningartexta Það mætti segja mér að Bónusljóð hafi verið helvíti sniðug þegar þau komu fyrst út árið 1996. Bónusljóð. Gefin út af Bónus. Seld […]

Blaut bók og bragðlausir réttir

Vatnsstígur er stutt þvergata við Hverfisgötu sem ég gisti á síðast þegar ég heimsótti Reykjavík, en það er líka ljóðabók eftir Tryggva Stein Sturluson. Ég varð ekki var við neina beina tengingu við götuna sjálfa samt, það er frekar að ljóðmælandi leyfi vatninu að móta sína stíga, þetta er nefnilega blaut bók. Blaut í þeirri […]

Fiskur af Himni eftir Hallgrím Helgason

Að lesa ljóð - Gagnrýnandinn, aðallega um sjálfan sig

Mér finnst ég bara geta skrifað um þessa bók þegar ég er pínu fullur. Verð svo miskunnarlaus og fæ harðar skoðanir; langar að meiða Hallgrím. Hitti hann bara einu sinni og það var mjög næs, skemmtilegur, viðkunnanlegur, klár náungi og ég pínu starstruck og heimskur.  (Hef aldrei fyrirgefið honum Suit&Tie dæmið.) Þegar ég er pínu […]

Nirvana fyrir drykkjumenn

Ko Un, dauðinn og hversdagurinn

Horfa á tunglið, segirðu? Gleyma fingrinum sem bendir á það, segirðu? Meiri þvermóðskan í þér! Tunglið og fingurinn, gleymdu þeim báðum eða láttu þetta eiga sig. (úr ljóðinu Tunglið, bls. 113) Ahemm. Afsakið útúrdúrinn: Á Íslandi hafa ungskáldin skipt sér í fylkingar – á aðra höndina er talað um „spíttskáld“ og og hina „strætóskáld“ – ekki […]

Nokkur orð um kynferðisofbeldi

1593 og 4 var plágan á kreiki í London og yfirvöld lokuðu leikhúsunum trekk oní hvað. Leikhóparnir lögðust í leikferðir um dreifbýlið, oft með styttar og einfaldaðar útgáfur verkanna (sem sumar rötuðu seinna á prent, síðari tíma ritstjórum til armæðu og virðisauka), seldu handritin sín til útgefenda og leikskáldin leituðu á önnur mið. Shakespeare ákvað […]

Bubbi fyrir byrjendur og lengra komna

Um ljóðabækurnar Hreistur og Öskraðu gat á myrkrið eftir Bubba Morthens

Hreistur er önnur ljóðabók höfundar og inniheldur 69 ljóð á ótölusettum blaðsíðum. Hvert ljóð ber númer. Mál og menning gefur út. Öskraðu gat á myrkrið er einnig gefin út af Máli og menningu og inniheldur 33 númeruð ljóð á ótölusettum síðum. Þess má og til gamans geta að hér finnum við einnig ljóð eftir Bubba.

Áferðarfallegt andvarp

Um Skýjafar eftir Jónu Kristjönu Hólmgeirsdóttur

Frá því ég man eftir mér hef ég dregist að afgerandi tjáningu. Listamenn með kreppta hnefa, gnístandi tönnum, oft bókstaflega öskrandi um upplifun sína á mannlegu ástandi. Með tímanum mildaðist ég í pjúrítanískri afstöðu minni. Eftir stendur samt að sú sköpun sem ég sækist helst í er sú sem virðist verða til í sjúklega hreinskilnu, […]

Ýmis konar hrollur

um ljóðasafn Jóns úr Vör

Undirritaður er ekki nærri því eins vel lesinn og hann vildi, og þá aldeilis fjarri því að vera eins vel lesinn og hann vildi láta aðra halda! Það kemur því vel á vondan að þurfa að gera þá játningu í upphafi að Jón úr Vör er eitt þeirra skálda sem ég hef þekkt lengi af […]

Skortir kraft heildarinnar

Um Safnljóð 2006-2016 eftir Gísla Þór Ólafsson

Árið 2003 kvað skáldið Gísli Þór Ólafsson sér hljóðs í Lesbók Morgunblaðsins með ljóðinu „Ást á Norðurpólnum“. Í ljóðinu er spaugileg sviðsetning þar sem brugðið er upp mynd af elskendum sem njóta ásta á Norðurpólnum í engu nema vettlingum. Það er samt ekki sviðsetningin sem slík sem gerir ljóðið eftirminnilegt, heldur sjónarhornaskiptin þegar ljóðmælandinn spyr: […]

Jóhamar: Dauði & djöfull

Þjóðskáld undirheimanna, Jóhamar, hefur sent frá sér Dauða & djöful, stutta en innihaldsríka sjálfsævisögu um andrúmsloft bernskunnar sem kristallast í lykt af steiktum lauk. Bernska sem birtist sem afstaða manns, hlutskipti í heiminum, útkast; sýn. Bókin, sem hefur engan útgefanda, engan útgáfustað, hefst á nokkrum ljóðum. Myndauðgi þessara ljóða setja mann strax úr jafnvægi, eða […]

Hér og nú og eilífðin

Um Flygildi eftir Móheiði Hlíf Geirlaugsdóttur

  ugla sat á kvisti átti börn og missti eitt, tvö, þrjú og það varst þú Hver á að byrja í leik, hver verður hann, og hver aldrei? Uglan ræður, ugla sem situr á kvisti. Og missir börn. Þessi þula eða úrtalningavísa sem krakkar nota til þess að velja þann sem fær að byrja leik […]

„Hún var útgerðarkona úr Stykkishólmi og fyrsta manneskjan með starfhæfa eiturkirtla.“

‒ Um Perurnar í íbúðinni minni eftir Kött Grá Pje

Framan á kápu bókarinnar er ritað stórum stöfum „textar“: eins almenn lýsing og hugsast getur, en um leið örlítið villandi, því miðað við almenna málvitund og fyrri störf höfundar gæti lesandi auðveldlega haldið að hér sé búið að taka saman og gefa út rapptexta herra Kötts. Það var jú í tónlist sem hann náði fyrst […]

Frjómagn erginnar

‒ Um Greitt í liljum eftir Elías Knör

Greitt í liljum er önnur ljóðabók Elíasar Knörr (Knarrar?) sem út kemur á íslensku. Opinberlega mun Elías heita Portela að eftirnafni, upprunninn í Galisíu á Spáni þar sem hann hóf sinn skáldferil. Fyrri bók hans á íslensku, Sjóarann með morgunhestana undir kjólnum, frá árinu 2010, hefur undirritaður því miður ekki lesið en semsagt: hér höfum […]

Úr ferðasögu rimar á hjóli þjáningarinnar

Líkamsmálið í bókinni Ég er hér, eftir Soffíu Bjarnadóttur, lítur ekki út fyrir að vera kryptískt, þvert á móti gefur allt fas textans til kynna að merking allra mynda blasi við. En þegar taugaveiklaður karlmaður les: ég munda fallegasta vopnið það hættulegasta – þá stendur hann frammi fyrir óþægilegum efa: á hún við pennann, tungumálið, […]

Neindin er tómleg

Í Samdrykkjunni eftir Platón er að finna gamla kenningu um eðli ástarinnar. Gríska kómedíuleikskáldið Aristófanes segir frá því að eitt sinn hafi manneskjan verið ólöguleg vera með fjórar fætur, fjórar hendur og tvö andlit. Veran var „heil“, hún naut lífsins og gat spriklað um veröldina fremur áhyggjulaus. Þegar verurnar fylltust drambi og töldu sig vera […]

Við erum öll hafmeyjur

Áður en ég las ljóðabókina Gárur eftir Elfi Sunnu Baldursdóttur varð mér hugsað um hafmeyjur. Á forsíðu bókarinnar má finna ýmis fyrirbæri úr fjöruborðinu; kuðung, ígulker og fjöður ásamt ál sem virðist vera að reyna að lauma sér burt. Út um fyrirbærin stingast svo mennskir fætur og hinni hefðbundnu goðsögn um konuna með fisksporðin og […]

Í hlýnandi veröld er verst að lifa

Um ljóðabók Magnúsar Sigurðssonar Veröld hlý og góð.  Dimma gefur út og er verkið eitt af ófáum ljóðabókum sem forlagið hefir gefið út undanfarið. Verkið telur 71 síðu og inniheldur 36 ljóð og prósa. Vorir trumpuðu tímar Það er auðvitað deginum ljósara þeim sem ekki eru trumpaðir á geði að heimurinn stendur fyrir margvíslegum vanda.  […]

Væntingar eða fordómar?

Hamingjan leit við og beit mig

Mér finnst ég einhvern veginn þurfa að taka fram að ég hef engan sérstakan áhuga á nútímaljóðlist, svo það sem eftir kemur er ekki skoðun einhvers sem er sérstaklega fróður á því sviði. Það er ekki vegna þess að mér finnist nútímaljóðlist léleg eða neitt þvíumlíkt – ég hef ekki kynnt mér hana nóg til þess […]

Óskiljanleg upphefð: Um Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa

Öll verðlaun verða að eiga sér prófíl – einhvern karakter sem skilur þau frá öðrum verðlaunum, einhverja fagurfræðilega afstöðu – og Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar falla að manni sýnist iðulega í skaut hnyttnasta skáldi landsins. Þar drottnar húmorinn, svo að segja – í öllu falli er sigurvegarinn oftast nær mjög hnyttinn og árið 2016 var engin undantekning þegar […]

Guð slekkur ljósið, en Guð er ekki til!

Um Perurnar í íbúðinni minni eftir Kött Grá Pje

Bjartur gefur út og telur verkið 96 síður.Guð er dauður segir dauðvona barn gömlum manni með skugga í buxum á spítala á meðan trú á æðri tilvistarstig er haldið uppi af kommúnista er horfir á kafbáta á götum úti með grænmetisætu sér við hlið. Og grænmetisætan er á því að gömul kona, sem skilur ekkert […]

Gáttatif – upp úr hafsjó bókaflórunnar

Hefur þú heyrt um hjartagalla sem nefnist Gáttatif? Samkvæmt vísindavefnum er Gáttatif rafleiðnitruflun í leiðslukerfi hjartans. Gáttatif getur verið einkennalaust en einkennin eru helst skert úthald, hjartsláttatruflanir og jafnvel einkenni hjartabilunar, en sjúklingar með hjartabilun þola gáttatif mjög illa. En þetta veit ég bara vegna þess að amma mín þjáist af þessu. (Ætli þetta sé […]

Að tigna vörtuna í kontrast

 – Garðaleiðir eftir Skarphéðinn Bergþóruson

Spurningarnar sem koma yfirleitt upp í huga mér þegar ég les ljóðabækur eru (ekki endilega alltaf þessar og ekki endilega alltaf í þessari röð): Hvað vill bókin segja mér, ef þá nokkuð? Hvernig myndi ég lýsa stemningunni í bókinni? Hverju líkist þessi texti (og hvernig er hann ólíkur því sem hann líkist)? Hvað gerir textinn […]

Ljóð muna rödd; Rödd man ljóð

Velkomin! Fáið ykkur sæti, breiðið yfir ykkur teppin og slakið á. Sjá! Tjöldin opnast og það er ekkert nema myrkur á sviðinu. En þá kviknar ljós og þið eruð að horfa inn í íslenskutíma hjá Ragnhildi Richter í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún er að biðja nemendur um að klippa út orð og setningar úr blöðum […]