Lífshlaup Ömmu sem kallaði ekki allt ömmu sína

Hér verður fjallað lítillega um minningabókina: Amma: Draumar í lit. Verkið er eftir blaðakonuna Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur (1979). Stundin gefur út. Verkið telur 89 síður. Augljóst er að hlutum var öðruvísi farið á Íslandi í eina tíð. Slíkt ætti hverri heilvita konu og meðalgreindum manni að vera ljóst. Raunar þarf ekki að fara langt aftur […]

Þegar hláturinn fjarar út

Akkúrat um leið og ég hendi mér inn í djúpa rannsókn á cultoral iconinu Sex and the City berst mér póstur um leikverk sem þarf að gagnrýna. Ég vel verkið Insomnia eftir leikhópinn Stertabendu án þess að vita neitt um efni þess. Það eina sem ég veit er að vinkona mín vildi ólm sjá það […]

Fínt byrjendaverk

Ég get ekki sagt að ég hafi vitað nein deili á GDRN og tók að mér að skrifa um fyrstu plötu hennar Hvað ef til þess að ögra sjálfum mér. Neyða sjálfan mig til að víkka sjóndeildarhringinn og hlusta á tónlist sem ég hlusta ekki á að öllu jöfnu. Kannski heyra og kunna að meta […]

Ferðalag vitundar

Um ljóðabókina Skollaeyru

Skollaeyru eftir Guðrúnu Brjánsdóttur kom út hjá Gini ljónsins árið 2017. Framan á bókakápu er ritað „Gin ljónsins 001“. Þetta er sem sagt fyrsta og, enn sem komið er, eina bókin sem Ginið gefur út, en ég geri ráð fyrir að ætlunin sé (hafi verið?) að þetta sé jafnframt fyrsta bókin í seríu. Þá ef […]

Sokkin skip. Kæfandi þögn.

 – um Vistarverur eftir Hauk Ingvarsson

1. Vistarverur, önnur ljóðabók Hauks Ingvarssonar, hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar núna í haust. Bókin er 80 blaðsíður og skiptist í tvo hluta: „Allt sekkur“ og „Hrundar borgir“. 13 ljóð í þeim fyrri, 17 í þeim seinni.  En þetta er ekki jafneinfalt og það hljómar.  Því inn á milli birtast myndljóð þar sem endurtekið er unnið […]

Rétt bráðum hreyfir hún höfuðið

Úr smásagnasafninu Ég hef séð svona áður

Ég þarf að deila herbergi með Tobba. Ég er ósáttur við það. Túrar útheimta mikla samveru, við gerum nánast allt saman: keyrum, sándtékkum, borðum, bíðum, blöðrum við fólkið, förum saman í morgunmat. Nóttin er eina von okkar um að fá að vera einir, þó að það sé bara rétt á meðan við sofum. Við biðjum […]

Landslag er alltaf annarlegt

Hugmyndin að Gallerí Úthverfu var að maður gæti notið sýningana utan af götu vegna þess hvernig stór glugginn opnar allt sýningarrýmið fyrir vegfarendum. Það virkar síðan misvel, einsog allar góðar hugmyndir, en svínvirkar á sýningu rússnesku tvíburasystranna Mariu og Nataliu Petschatnikov „Learning to read Icelandic patterns …“ – að læra að lesa íslensk mynstur. Upplýst […]

Hærri hversdagsstaðall

Um matreiðslubókina Beint í ofninn eftir Nönnu Rögnvaldardóttur

Með tilkomu internetsins gerbreyttist það magn af upplýsingum sem við höfum aðgang að. Við getum öll opnað næsta tæki við okkur og fundið upplýsingar um allt sem okkur hefur alltaf langað að vita. Ef vitum hvar við eigum að leita, það er að segja. Það mætti segja að Douglas Adams hafi verið forspár þegar hann […]

Sakti stendur fyrir sínu

Hér skal fjallað um nýjustu breiðskífu pönkhljómsveitarinnar Saktmóðigs. Áður hefur sveitin sent frá sér Ég á mér líf, Plötu og Guð, hann myndi gráta auk ýmissa styttri skífna. Hljómsveitina skipa þeir Daníel Viðar Elíasson trommuleikari, Davíð Ólafsson gítarleikari, Karl Óttar Pétursson söngvari, Ragnar Ríkharðsson gítarleikari og Stefán Jónsson bassaleikari. Þeir syngja allir kórinn í einu […]

Að lokum

Söguþráður Theseus Aþenuhertogi er í þann mund að giftst Hippólítu Amazónudrottningu þegar þrjár ekkjudrottningar biðja hann ásjár og aðstoðar við að heimta lík eiginmanna þeirra sem Creon Þebukonungur meinar þeim að jarða. Theseus fer þegar í stríð og hefur sigur. Meðal herfangs eru tveir ungir aðalsmenn, fóstbræðurnir Arcite og Palamon, sem er stungið í fangelsi. […]

Á ágætu flugi með hláturkitl í maganum

Um Fly Me to the Moon í Þjóðleikhúsinu

Ég hafði nánast gleymt hversu snjallt og vel skrifað handrit með litla sem enga umgjörð og góða leikara getur skapað frábært leikhús. Orðin of vön því að velja stóru sýningarnar þar sem öllu er tjaldað til; dansnúmerum, glimmeri og helst fallbyssu. Fly Me to the Moon í Þjóðleikhúsinu er í einfaldleika sínum gott leikrit. Grínleikrit […]

Það ert ekki þú, það er ég

Chamberlain It seems the marriage with his brother’s wife Has crept too near his conscience. SUFFOLK No, his conscience Has crept too near another lady. Söguþráður Henry VIII er nýkominn heim af friðarsáttmálaráðstefnu í Frakklandi og aðalsmenn færa fregnir þaðan þegar einn þeirra, hertoginn af Buckingham, er handtekinn og sakaður um landráð að undirlagi Wolsey, […]

Pólitík, prakkaraskapur og prumpuduft

Bókaflokkurinn um Doktor Proktor

Hvort það er lærð hegðun eða meðfædd að flissa yfir prumpi skal ekkert fullyrt um hér, enda virðulegt vefrit, né heldur verður rætt hvort það sé manni eðlislægt að komast yfir þetta fliss og þá vanþroskamerki að gera það ekki. Við látum duga að segja þetta: Fretflissið er jafn eðlilegt og ósjálfrátt og hver annar […]

Sérlundaðir furðufuglar á stakri grein sem sáu ekki móður sína kyssa jólasvein

Um minningaskáldsöguna Listamannalaun eftir Ólaf Gunnarsson. JPV gefur út. 221 síða.

Um Ólaf Gunnarsson (1948) má hafa mörg orð 1 . Hann er virkur rithöfundur. Fyrsta skáldsaga hans, Milljón prósent menn, kemur út þegar hann stendur á þrítugu. Fyrir skáldsögur sínar er hann þekktastur. Síðan skrifar hann smásögur, barnasögur og bækur almenns eðlis. Gerðar eru og leikgerðir upp úr verkum hans. Hans þekktasta verk er efalítið […]

„Já.“

- Um Hrafnaklukkur eftir Kristian Guttesen

Það er ef til vill ekki í samræmi við þá ímynd sem maður hefur af ferli skálda að segja að einhverjum fari fram með útgáfu sinnar elleftu bókar. Við eigum því kannski frekar að venjast, gerum jafnvel kröfu um, að eitt til tvö byrjendaverk verði til og að þar með hafi listamaðurinn slitið barnsskónum. Sé […]

Óreiða á sviði

Söguþráður Hertoginn Angelo og tvo sonu. Sá yngri, Henriquez, er flagari og villingur og þegar hann sendir vin sinn Julio til hirðarinnar að sækja fé til að kaupa hest fá Angelo go eldri bróðirinn, hinn göfugi Roderick, hann til að njósna um uppátæki svarta sauðarins. Henriquez er í óða önn að tæla unga sveitastúlku, Violante, […]

Guð býr í góðærinu, gorgeirnum og gortinu, þú mellu- og tíkarsonur

Um Kling Kling eftir Herra Hnetusmjör og Joe Frazier

Rapptónlist ku vera vinsælasta tónlistarformið á Íslandi þessa dagana. Tónlistarstefnan sú  sem á upphaf sitt á meðal blökkumanna á austurströnd Bandaríkjanna, nánar tiltekið í New York-borg hefir farið eins og eldur í sinu á Fróni síðustu ár. Hér verður þó saga rappsins á Íslandi ekki rakin heldur til gamans litið á einn texta þess listamanns […]

Móralíserandi markaðshyggja og dauði

Um leikritið Griðastað í Tjarnarbíó

Tjarnarbíó er í senn snobbað og auðmjúkt í framsetningu sinni gagnvart hinum óvönu leikhúsgestum. 1 Þar eru erindrekar hámenningarinnar hópaðir saman í hverju skúmaskoti. Skvaldrið er fágað og fjallar aðallega um bækur, mótíf og fleira háfleygt sem hinir óinnvígðu veigra sér að tjá sig um í miklum mæli. Undirritaður stendur því og hlerar. Dyrnar eru […]

Eybyggja saga

Atburðarás Á heimleið frá Túnis, þar sem hann gifti dóttur sína konungnum, lendir Alonso Napólíkóngur í sjávarháska og skip hans ferst við strendur lítillar eyjar. Allir komast þó af, og í raun ferst skipið ekkert, heldur var stormurinn sjónhverfing á vegum æðstráðanda skersins, Prosperos, fyrrum hertoga í Mílanó. Þangað komst hann með kornunga dóttur sína, […]

Ahoy-hoy!

Svavar Knútur sendi nýverið frá sér plötuna Ahoy! Side A og mun sú vera  fyrsta platan í stærra verki kölluðu Ahoy. Samverkamenn Svavars Knúts hér eru helstir Bassi Ólafsson á slagverk, hljóðgervla, Örn Ýmir Arason á bassa, Daníel Helgaso á gítara og Steingrímur Teague á pínaó og hljóðgervla. Allir syngja þeir bakraddir. Auk þeirra er […]

Ég líka

Nýverið kom út ljóðabókin Rof eftir Bubba Morthens. Er hún hluti af endurminningaljóðum höfundar. Áður hafa komið út Öskraðu gat á myrkrið (2015) og Hreistur (2017). Gert var skil á verkum þeim á Starafugli í fyrra. Útgefandi verksins er Mál og menning. Telur það sextíu og fjórar síður og inniheldur fimmtíu og níu mislöng ljóð. […]

Að trúa eigin órum

Atburðarás Leontes Sikileyjarkonungur verður sannfærður um að æskuvinur hans, Polinexes Bæheimskonungur eigi vingott við drottningu hans, Hermione, og sé m.a. faðir barnsins sem hún ber undir belti. Polinexes er búinn að vera gestur á Sikiley um nokkurra mánaða skeið en þegar Leontes skipar Camillo, hirðmanni sínum, að ráða honum bana, kýs Camillo frekar að aðvara […]

Yfirlætisleg ofhleðsla og bull

Um <3 eftir Þór Þorbergsson

Bókin <3 eftir Þór Þorbergsson byrjar á ljóðinu Manifestó sem er vissulega manifestó bókarinnar. Markmiðalýsing. Ljóðið byrjar svo: ég vil að þessi lestur rífi þig úr hversdeginum og dragi þig á skinninu út í stjörnuhimininn, klæði þig úr fötunum og fylli höfuð þitt af kirsuberjum, brenni augu þín á báli sprengistjarna, fylli þig af lífsunaði […]

Ættarmót

Atburðarás Kræst! Ok, nokkurnvegin svona: Þegar sagan hefst er Bretlandshirð í uppnámi. Innogen konungsdóttir hefur gifst munaðarlausum lágaðalsmanni, Posthumusi, en ekki Cloten, stjúpbróður sínum, syni seinni konu föður síns, Cymbeline konungi. Posthumus hefur verið gerður útlægur og Cloten hugsar sér gott til glóðarinnar, þó Innogen fyrirlíti hann. Jafnframt hefur drottningin áform um að myrða bæði […]

Segðu ekki nei, segðu … nei, ég meina, segðu bara nei

Um kvikmyndina Lof mér að falla

Ég er klofinn í afstöðu minni. Nýjasta kvikmynd Baldvins Z og Birgis Arnar Steinarssonar Lof mér að falla gerir eitthvað mjög rétt. Hún snertir við fólki og sendir það grátandi út í nóttina; hún sýnir smælingjum heimsins samúð og segir mikilvægar sögur þeirra; hún er falleg, meira að segja þegar hún er ljót; hún ertir […]

Kynusli og karnívalið

Um Rocky Horror í Borgarleikhúsinu 

Þegar hið stílhreina og skinheilaga kærustupar Brad og Janet drepur á bílnum sínum í myrkri sveit á leið sinni á einhvern mjög tilviljanakenndan fund með gömlum prófessor eiga þau ekki von á að öðlast skyndilega allt annað sjónarhorn á lífið. Ljósið sem þau sjá í myrkrinu leiðir þau nefnilega að hinum bersynduga lýð sem byggir […]

List hins ósveigjanlega

Atburðarás Það er brauðskortur í Róm og múgurinn æstur. Hann telur aðalinn hamstra hveiti og kennir stríðsgarpinum og þekktum lágstéttarhatara, Caiusi Martius, sérstaklega um stöðu mála. Þingmanninum Meneniusi tekst að róa liðið og í framhaldinu eru tveir lýðsstjórar kjörnir til að tala fyrir hönd fólksins. Nágrannaríki Volsca gerir innrás í ríki Rómverja og Caius fer […]

Til heiðurs Gainsbourg

Út er komin platan Unnur Sara syngur Gainsbourg. Á henni syngur Unnur Sara, eins og titillinn gefur til kynna, lög eftir hinn franska Serge Gainsbourg. Henni til fulltingis eru Alexandra Kjeld á kontrabassa, Halldór Eldjárn á trommur og slagverk og Daníel Helgason á gítar og kúbanskt tres. Upptökur fóru fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði 1. desember […]

Listin að fanga veðurkvíða

Um Allra veðra von – Samsýningu í Hafnarborg

Veðrið hefur verið á allra vörum þetta sumarið. Ekki aðeins veðurleysan sem átti sér stað á Íslandi í sumar heldur einnig öfgarnar í veðrinu sem birtist í skógareldum í Svíþjóð og 50 gráða hita í sunnanverðri Evrópu. Veðrið, loftslagið er að breytast og blikur er á lofti hversu lífvænleg plánetan verður næstu aldirnar. Skemmtilegt er frá því að segja að þema sýningarnar var ákveðið áður en þetta öfgakennda veðursumar átti sér stað.

Baráttan við ísinn

Um skáldsöguna Stormfuglar

Sjómannslíf, sjómannslíf, draumur hins djarfa manns, eingöngu ástir og ævintýr með sínum fræknu fiskimönnum sem við úfinn sjóinn fást í norðanbyl og stórsjó og björg að landi bera. Íslenskir sjómenn, sannir sjómenn sem láta sér ekkert fyrir brjósti brenna þótt suma langi heim til Maríu og það þrátt fyrir að vera uppspretta sæblautra drauma yngismeyja […]

Og svo …

Atburðarás Pericles Týrosprins fer í bónorðsför til Anthiochu. Þar þarf hann að leysa gátu konungs til að fá dóttur hans, en lausnin reynist vera blóðskammarsamband Antiochusar við prinsessuna. Pericles óttast um líf sitt og flýr heim, en stígur strax aftur á skipsfjöl enda von á hefndarleiðangri Antiochusar á hverri stundu. Hann bjargar íbúum Tarsus frá […]

Hávaði, húmor og mýkt

Ég ætla ekki að þykjast vera sérfræðingur um pönk, hvað þá áhugamaður um pönk. Ég er varla áhugasöm um tónlist. Ég er hins vegar ung kona á Íslandi og því finnst mér ég eiga fullt erindi til að spá og spekúlera í nýútkominni plötu feminísku pönkhljómsveitarinnar Hórmóna „Nananana Búbú“. Ég hafði ekki heyrt eitt einasta […]

Grái fiðringurinn

Atburðarás Anthony, Octavius og Leipidus stýra Rómarveldi eftir fall Júlíusar, Brútusar og Cassiusar. Anthony sér um austurhlutann og hefur sest að í Alexandríu og lifir þar í svallsælu með drottningunni Cleopötru, í óþökk Octaviusar. Þegar Pompey ógnar yfirráðum þrívaldanna yfir Miðjarðarhafinu og eiginkona Anthonys deyr hverfur hann heim til að jafna ágreininginn við félaga sína […]

Uppreisn á röngunni

Þættir úr náttúrusögu óeirðar Gallerí Úthverfa á Ísafirði 11.8-9.8, 2018 Óeirð í eintölu er ekki alveg sama orð og óeirðir í fleirtölu. Óeirð er ókyrrð, órói; en óeirðir eru uppþot og óspektir. Tvær óeirðir gera engar óeirðir heldur bara meiri óróa. Einhvern veginn minnir eintöluóeirðin líka meira á eirðarleysi en byltingu. Í sýningu Unnars Arnar, […]

Ritdómur um Pnín eftir Vladimir Nabokov 

Kynning Eitt af því yndislegasta við að vera manneskja er hæfnin til að þroskast. Þó getur verið sársaukafullt að taka út þroska, því að gleðin yfir því að hafa breyst til hins betra er gjarnan menguð með blygðun á hinu fyrra ástandi og gjammandi rödd hins vanþroskaða sjálfs bergmálar um alla ganga hugans og það […]

Moldarslóðar og óskastígar

Um ljóðabókina Leiðarvísir um þorp eftir Jónas Reyni Gunnarsson

Ég er hrifin af Leiðarvísi um þorp. Það tók mig langan tíma að lesa hana vegna anna. Síðasta vetur þegar ég fékk eintakið, orkuðu öll orð og hugmyndir annarra yfirþyrmandi á mig. Ég opnaði bókina, las fyrstu ljóðin og hélt að hér væri á ferð frekar týpísk niðurdrepandi bók um íslensk þorp, á borð við […]

Rýtingur framundan

Atburðarás Eftir að hafa hrundið innrás og uppreisn fær skoski þjánninn Macbeth skilaboð frá þremur dularfullum konum að hann hafi verið sæmdur nýrri þjánsnafnbót og muni í framhaldinu verða konungur. Skömmu síðar kemst hann að því að fyrri spádómurinn hefur þegar ræst. Fullur bjartsýni um framhaldið heyrir hann konunginn Duncan útnefna Malcolm, son sinn, ríkisarfa. […]

Verk Dostojevskí eru sjálfshjálparbækurnar sem nútíminn þarf á að halda

Hinir smánuðu og svívirtu

Það er sannur heiður að fjalla um þessa þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur og Gunnars Þorra Péturssonar sem Forlagið hefur nýlega gefið út. Ingibjörg gerði auðvitað íslenskri menningu ómetanlegt gagn á löngum ferli  með þýðingum sínum úr rússnesku – sem og eigin skáldskap. Þar má helstar nefna íslenskar þýðingar á öllum helstu meistaraverkum Dostojevskí. Eins og kunnugt […]

Galdurinn að baki því hvað ég er ótrúlega afkastamikill 

Fólk spyr mig stundum hvernig ég fari að því að vera svona ótrúlega afkastamikill. Leyndarmálið er … nei, fólk spyr mig reyndar aldrei að þessu. Því miður. Mig dauðlangar að svara þessari spurningu. Og nú langar mig, vegna fjölda áskorana, að ljóstra upp galdrinum.  Ég styðst við tvær meginreglur. Það fyrra er lögmálið um lágmarksfyrirhöfn. […]

Ljónshjartað og ég

Sannsögulega smásaga

Þegar Nelson Antonio Haedo Valdez var strákur vissi hann ekki að hann myndi ekki einu sinni, heldur tvisvar stela sigrinum af Argentínu á fótboltavellinum. Fyrra skiptið var þann níunda september 2009 á Defensores del Chaco vellinum í Asunción þegar Nelson, þá 26 ára, skoraði sigurmarkið á 27. mínútu. Seinna skiptið var þann þrettánda júní 2015 […]

Sögurík, innflutt, staðbundin, erlend áhrif – espressobarinn est. 2018

Egill Sæbjörnsson og Ívar Glói Gunnarsson ríða á vaðið í sérstakri sýningarröð Wind and Weather Window Gallery í tenglsum við listahátíð í Reykjavíkurbæ. Þeir félagar bjóða upp á rjúkandi kaffisopa í annexiu eða ferða-útibúi WWWG sem kallast Dragsúgur. Dragsúgur er hugarfóstur Kathy Clark, sýningarstjóra WWWG og er veigamikill hluti af sýningunni Leiðin heim sem er […]

Siðmenning spýtunnar (mótefni við glundroða)

Spýtu bregður Unndór Egill Jónsson Sýning í Gallerí Úthverfu á Ísafirði Opið 19. maí til 10. júní Vél er samkvæmt alfræðiorðabókinni Wikipediu tæki sem flytur orku – til dæmis ristavél eða vogarstöng eða bílvél en sennilega ekki stígvél, sem flytja enga orku ein og sér (og er fleirtöluvél – þau x-vélin). Vél Unndórs Egils Jónssonar samanstendur af […]

Jóhann Helgi Heiðdal

Liljur vallarins og fugl himinsins (brot)

Formáli Þetta litla rit (sem í ljósi aðstæðnanna sem það sprettur af, minnir mig á mitt fyrsta, eða öllu heldur hinu fyrra í mínu fyrsta: formálanum í Tvær uppbyggilegar ræður frá 1843, sem kom út beint á eftir Annaðhvort – Eða) vona ég að muni ná til „hins einstaka, sem ég með gleði og þakklæti kalla […]

Að rata út

Atburðarás Hin aldni konungur Lér ákveður að skipta ríki sínu milli dætra sinna þriggja. Þegar Cordelia, sú yngsta, neitar að útmála ást sína á honum við opinbera athöfn afneitar hann henni og skiptir hennar hluta milli eldri systranna, Goneril og Regan. Fljótlega skerst í odda milli konungsins og fylgdarliðs hans og dætranna tveggja, sem hann […]