Fiskur af Himni eftir Hallgrím Helgason

Að lesa ljóð - Gagnrýnandinn, aðallega um sjálfan sig

Mér finnst ég bara geta skrifað um þessa bók þegar ég er pínu fullur. Verð svo miskunnarlaus og fæ harðar skoðanir; langar að meiða Hallgrím. Hitti hann bara einu sinni og það var mjög næs, skemmtilegur, viðkunnanlegur, klár náungi og ég pínu starstruck og heimskur.  (Hef aldrei fyrirgefið honum Suit&Tie dæmið.) Þegar ég er pínu […]

Fjórtán ára föstnuð

Ekki hefði ég getað giskað á að þegar ég yrði miðaldra yrði mitt helsta tómstundagaman að skrifa bókmenntaritgerðir. Eða kannski frekar „kjörbókaritgerðir“ eins og þessi bókmenntagrein hét þegar ég var í menntaskóla. Þar skrifaði ég bara eina svona ritgerð, um Kyrr kjör eftir Þórarin Eldjárn, og það með umtalsverðum harmkvælum. Í háskóla valdi ég ævinlega að taka próf frekar en skrifa ritgerðir eða vinna önnur slík verkefni. Og svona er nú komið fyrir mér.

Bláa Hawaii: Haukur

Dómar I. Kölnarvatn á maður ekki úr krananum drekka, segir Katharina á palli. Lestina setur hljóða, uns hún greikkar sporið og leggur München að baki. Ilmvatn, kvenmannsháls, sól leiða hugann til Hólmavíkur, þang, tíst, fjara vorið í Norðri hefur sinn sérstaka angan. II. Altari kirkjunnar í Köln þarf líka að þrífa. Svo Petra krýpur og […]

Bláa Hawaii: Bergþóra

Herr Fleischer vill vita meira um Flórída. Ég veit ekki hvað ég á að segja honum. Flórída heitir ekki Flórída í alvörunni. Flórída á of marga vini fyrir Facebook en enginn hringir í hana þegar hún á afmæli. Flórída varð fræg fyrir að hafa verið í rokkhljómsveit á áttunda áratugnum, fyrir að koma alltaf fram […]

Nirvana fyrir drykkjumenn

Ko Un, dauðinn og hversdagurinn

Horfa á tunglið, segirðu? Gleyma fingrinum sem bendir á það, segirðu? Meiri þvermóðskan í þér! Tunglið og fingurinn, gleymdu þeim báðum eða láttu þetta eiga sig. (úr ljóðinu Tunglið, bls. 113) Ahemm. Afsakið útúrdúrinn: Á Íslandi hafa ungskáldin skipt sér í fylkingar – á aðra höndina er talað um „spíttskáld“ og og hina „strætóskáld“ – ekki […]

Strákalegar rímur og  menning þeirra ungu

Gerviglingur þeirra JóaPé og Króla

Eftir bókstaflega B.O.B.U sem hristi upp í samfélagi Íslendinga í haustgráum hversdegi, sem gaf fyrirheit um að þrátt fyrir sumarlok geti enn verið sumar í hjarta og barnsleg gleði til að dansa við, var beðið í ofvæni eftir útkomu plötunnar Gerviglingur. Undirrituð ákvað að vaka eftir þeirri stundu þegar að hún yrði opinberuð á tónlistarveitunni […]

Á kolli mínum geymi ég gullið

Ríkarður II var fyrsta leikrit Shakespeares sem ég las. 

Þannig var að á unglingsárum mínum höfðu föðurforeldrar mínir fyrir sið að gefa okkur barnabörnunum peninga rétt fyrir jól og láta okkur sjálf um að velja frá þeim gjafir. Um svipað leyti og þau tóku upp á þessu var ég orðinn sá heiftarlegi lestrarhestur og grúskari sem ég hef verið allar götur síðan

Bláa Hawaii: Eiríkur Örn Norðdahl

Ástir og ananas Ástir og ananas og leðurjakkar og litlir gítarar og litlir strákar sem eiga að taka við fyrirtækjum feðra sinna þegar feðra sinna verða gamlir og bíta hendurnar sem éta börnin sín og skyldmenni barna sinna ræki þau ekki skyldur sínar og taki ofan virðingu sína við rotnaðar kynslóðir réttritunarreglubræðra (Rím sagði einhver, […]

Dýrmæt gjöf til íslenskra bókmenntaunnenda

Sögur frá Rússlandi

Ég er persónulega þeirrar skoðunar að hápunkt skáldsögunnar sem listforms sé að finna í nítjándu aldar raunsæinu. Þar vega auðvitað ensku- og frönsku bókmenntahefðirnar – höfundar eins og Dickens, James, Stendhal, Flaubert, Hugo, o.s.frv. – þyngst. Sökum einstakra sögulegra og menningarlegra aðstæðna og skilyrða sker rússneska hefðin sig þó töluvert frá evrópskum bókmenntum og býður […]

Bláa Hawaii: Brynjar Jóhannesson

rúmið hennar er bara rúm og drasl, við sjáum smokka og óléttupróf, túrtappa og naríur og vodkaflöskur og vodkaflöskur og sígarettupakka tóma sígarettupakka og hvað og hvað með það ég sukka rúmið mitt daglega segir hann segir hún daglega ættuð bara að sjá landabrúsana og orkudrykkjadósirnar og ef þú vissir ef þú bara vissir hvað […]

Hlýleg tilraunastarfsemi

Þann 10. október síðastliðin kom út ný plata frá Hafdísi Bjarnadóttur tónskáldi og gítarleikara. Sú ber heitið Já. Á plötunni er að finna tólf lög sem flest öll eiga sér einhverja sögu í ferli Hafdísar. Þar af leiðandi er að finna fjölda hljóðfæraleikara á plötunni sem, fyrir utan Hafdísi sjálfa, leika mest á tveimur til […]

Nasasjón:

Ferð til hinna og sagan af því

Um ferðasögu Halldórs Friðriks Þorsteinssonar, Rétt undir sólinni eftir. Folda gefur út. Folda virðist vera hluti af Crymogeu því þar er bókina að finna. Verkið telur 207 síður. Engar myndir skreyta bókina. Lesandi verður að notast við ímyndunaraflið.     Í septembermánuði 2013 er verðbréfasalinn, athafnamaðurinn og stofnandi H.F. verðbréfa, Halldór Friðrik Þorsteinsson, staddur einn […]

Inntökupróf í skóla lífsins

Er þýðing Helga Hálfdanarsonar á Love’s Labour’s Lost hans verstu glöp? Þá er ég auðvitað að meina þýðinguna á nafninu. Ástarglettur?! Hvað á það að þýða? Væri „Ástarbrall í óskilum“ ekki skárra? „Ástin sigrar ekki“? Eða kannski „Ástarþrautin þyngri?“ „Labour’s“ vísar víst til þrauta Herkúlesar segir formálinn, og Herkúles kemur allnokkuð við sögu hjá hinum […]

úr Hinni svörtu útsendingu

EINURÐ Þegar þú stígur út um dyrnar og á efstu tröppuna missirðu andann og þú hrekst aftur inn. Þú stígur aftur út og sagan endurtekur sig. Þú reynir nokkrum sinnum til viðbótar en kemst aldrei lengra út en í þriðju tröppu að ofan og ert í kjölfarið úrvinda. Þú hvílist um hríð á forstofugólfinu og […]

Dýpt og alvara: Fleet Foxes á Iceland Airwaves

Á laugardagskvöld lék bandaríska þjóðlagarokksveitin Fleet Foxes í Eldborgarsal Hörpu en tónleikarnir voru hluti af dagskrá Iceland Airwaves. Hljómsveitin sló í gegn með plötu samnefndri sveitinni árið 2008 en hljóðheimur hennar, útsetningar og lagasmíðar þóttu minna um margt á þjóðlagarokk sjöunda og áttunda áratugarins og var sveitin gjarna borin saman við Crosby, Still, Nash & […]

Októberbyltingin hundrað ára: túlkanir og þýðing í dag

Í tilefni hundrað ára afmælis rússnesku byltingarinnar hafa undanfarið, á heimsvísu, verið birtar greinar um þennan einstaka atburð mannkynssögunnar og mikilvægustu persónu hans: Lenín. Enda væri annað furðulegt, en hér er ekki einungis um að ræða fyrstu sósíalísku byltingu mannkynssögunnar heldur þann einstaka atburð sem hafði mest áhrif á gang tuttugustu aldarinnar – afleiðingar sem við finnum svo sannarlega fyrir og erum enn að vinna úr í dag. Á Íslandi hefur þó eitthvað minna farið fyrir umræðum um byltinguna, merkilega lítið að mati greinarhöfundar. Hver svo sem skýringin kann að vera á því þá ætla ég í eftirfarandi að minnast byltingarinnar á hundrað ára afmælinu með því að ræða hana, með sérstökum fókus á hinn umdeilda leiðtoga hennar Lenín.

Halinn og innrætið

Jöðrun og afmennskun í Tralla og Láka jarðálfi

Tralli er geysilega merkileg bók, einkum merkileg fyrir þær sakir að höfundi hennar Viktor Mall fannst hún eiga erindi við börn. Það fannst Vilbergi Júlíussyni þýðanda bókarinnar greinilega líka, en hann gerði sitt besta til að milda efnivið bókarinnar sem er heldur lítt dulbúinn rasismi. Þannig hefur Vilbergur til dæmis ákveðið að Tralli sé jarðálfur […]

Manst’ ekki eftir mér? 

Ef marka má það ritunartímatal sem ég styðst við í gegnumferð minni um leikrit Shakespeares er The Comedy of Errors fyrsta verkið sem frá honum kemur þegar leikhúsin voru opnuð á ný eftir að plágunni létti 1594. Í millitíðinni hafði Shakespeare lifað á lýríkinni, sett saman tvo vinsæla ljóðabálka, Venus and Adonis og The Rape […]

Úr Flórída

Þegar ég kom heim frá Treptow, var maðurinn C. vaknaður og beið mín í eldhúsinu. Teiknaði hreindýr með lekandi skotsár á milli augnanna. Ég horfði á hann og hugsaði um hreindýrasár, kínetíska orku og frumur sem muna, stjarfa, mundi þá allt í einu textann, lagið um sakúru, sakúru og samúræ sem er andvaka, kirsuberjablóm. Ég […]

Stuðmenn öreigans

Nýlega kom út fyrsta breiðskífa hinnar fornfrægu pönkhljómsveitar Mosa frænda, Óbreytt ástand. Mosi frændi, sem er sjálfsagt þekktust fyrir lagið Katla kalda, lá lengi í dái en reis upp að nýju fyrir einhverjum árum síðan. Hljómsveitina skipa Aðalsteinn Þórólfsson (bassi og rödd), Ármann Halldórsson (trommur og söngur), Björn Gunnlaugsson (gítar, trommur, rödd og munnharpa), Gunnar Ólafur […]

Allt sem ég man ekki: Lúmskt vönduð bók

Skáldsagan Allt sem ég man ekki eftir Jonas Hassen Khemiri kom út í fyrra í þýðingu Þórdísar Gísladóttur. Bókin kom fyrst út hérna í Svíþjóð árið 2015 og hlaut þá Augustpriset, sem eru virtustu bókmenntaverðalun Svíþjóðar og heita eftir Augusti nokkrum Strindberg. Það er nokkuð óhætt að segja að bókin hafi gert stormandi lukku útum […]

Minnkandi hjörtu í vaxandi myrkri

Um Velkomin til Ameríku eftir Lindu Boström Knausgård.

Sögupersóna bókarinnar Velkomin til Ameríku er stelpa á óræðum aldri. Í byrjun bókarinnar viðurkennir hún að það er langt síðan hún hafi hætt að tala. Jafnframt segir hún að áður en hún hætti að tala hafi hún logið. Hún lýgur að því er virðist að tilefnislausu. Þegar pabbi hennar deyr, eitthvað sem hún hafði óskað […]

Nokkur orð um kynferðisofbeldi

1593 og 4 var plágan á kreiki í London og yfirvöld lokuðu leikhúsunum trekk oní hvað. Leikhóparnir lögðust í leikferðir um dreifbýlið, oft með styttar og einfaldaðar útgáfur verkanna (sem sumar rötuðu seinna á prent, síðari tíma ritstjórum til armæðu og virðisauka), seldu handritin sín til útgefenda og leikskáldin leituðu á önnur mið. Shakespeare ákvað […]

Samlokan

„Fljót, myndin hefst klukkan átta,“ ýlfraði Jónas stressaður. „Eða viltu kannski líka borða mexíkóska söluvagninn?“ „Ha ha.“ Sólveig var orðin svo pökkuð að hún gat varla hreyft sig. Fimm enchiladas! Hún lötraði af stað á eftir Jónasi, leiðin að kvikmyndahúsinu var ekki sú fallegasta í New York, ótal flautandi og reykspúandi bílar þeyttust með leifturhraða […]

Ilmurinn

Hvernig lykta framboðin til þingkosninganna 2017?

Þingkosningar nálgast óðfluga — aðrar á 364 dögum — þær þriðju innan rétt rúms tímaramma ótruflaðs kjörtímabils — og hefur upptaktur síðustu vikna tæplega farið framhjá flestum þokkalega sjáandi, heyrandi og lesandi slandíngum: framboðsfundir, fréttir og fréttaskýringar, lögbönn og langir athugasemdahalar, stöðugar áminningar um nöfn og andlit frambjóðenda, auglýsingaflóð í sjónvarpi, útvarpi, blöðum og á […]

Dvergflóðhestar og ofbeldi

– um skáldsöguna Veisla í greninu eftir Juan Pablo Villalobos

Spurninguna sem sprettur úr hjarta skáldsögunnar Veisla í greninu (Fiesta en la madriguera) eftir Juan Pablo Villalobos mætti orða svona: hvað er ofbeldi? ef við kærðum okkur á annað borð um að umorða heilar skáldsögur 1, heilar spurningar í eina setningu, þrjú lítil orð. Svarið við spurningunni er auk þess að finna í bókinni, sem […]

Bubbi fyrir byrjendur og lengra komna

Um ljóðabækurnar Hreistur og Öskraðu gat á myrkrið eftir Bubba Morthens

Hreistur er önnur ljóðabók höfundar og inniheldur 69 ljóð á ótölusettum blaðsíðum. Hvert ljóð ber númer. Mál og menning gefur út. Öskraðu gat á myrkrið er einnig gefin út af Máli og menningu og inniheldur 33 númeruð ljóð á ótölusettum síðum. Þess má og til gamans geta að hér finnum við einnig ljóð eftir Bubba.

Heimspeki eymdarinnar

tilvistarkreppa og jaðarsetning í Bláu könnunni

Síðast tók ég fyrir Græna hattinn, sem í raun er sjálfstætt framhald á fyrri bók Alice Williamson um Bláu könnuna. Eins skelfileg og Græni hatturinnn er, þá er ljóst að Williamson hefur þurft að draga af sér þar enda hefur fyrri bók hennar þótt einum of óhugnanleg. Í lok Græna hattsins hefur lesandanum verið fengin […]

Hin líkamlega menning, rúnturinn og hláturmenning

Eitt af því sem er athyglisvert varðandi við næturlífsmenningu eða drykkjumenningu íslendinga er viðsnúningur borgaranna frá ýmsum gildum og reglum sem virðast tímabundið sett til hliðar meðan á skemmtuninni stendur. Í heimildamyndinni Rúntinum, sem tók mig 17 ár að vinna, var ég að fást við hugmyndir um fegurð og ljótleika, líkt og margir aðrir sem […]

CSI – Stratford

The Reign of King Edward III kom út nafnlaust árið 1596 og sextíu árum síðar komst sú hugmynd á prent að það væri talið eftir William Shakespeare. Æ síðan hefur verið japlað, jamlað og fuðað um málið en árið 2002 setti Royal Shakespeare Company verkið á svið og eignaði það sínum manni afdráttarlaust í kynningarefninu. […]

Túristi innan veggja verslunar

Flotað gólfið hefur verið lakkað svo glampar á það. Eins og fólki finnst gaman að minna mig á, er ég ekki hár til lofts og líður óþægilega í háreistu iðnaðarhúsinu með tröllvaxna innkaupakerru í höndunum. Mér finnst ég einfaldlega dvergvaxinn. Sem betur fer eru þeir fæstir sem líta stórir út við stýrið á risavöxnum kerrunum. […]

Öll ljóð eiga klisju yfir höfði sér

Viðtal við Fríðu Ísberg

Föstudaginn 13. síðastliðinn kom út fyrsta ljóðabók Fríðu Ísberg, Slitförin. Um Fríðu segir á heimasíðu forlags hennar:

„Fríða Ísberg lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, og grunnprófi í heimspeki og meistaraprófi í ritlist frá Háskóla Íslands. Fríða hefur áður birt ljóð í bókinni Ég er ekki að rétta upp hönd og í Tímariti Máls og Menningar. Hún skrifar bókagagnrýni fyrir Times Literary Supplement og var einn af ritstjórum Meðgöngumála, smásagnaseríu Partusar. Árið 2017 hlaut Fríða nýræktarstyrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta og þriðju verðlaun í Ljóðstaf Jóns úr Vör.“

Gömul svín valda

Sturluð staðreynd: Tólf ára skjaldsveinn í orrustunni á Bosworth-völlum hefði verið níræður árið 1573. Það er semsagt tæknilega mögulegt að níu ára gamall Shakespeare hafi heyrt sögur af falli Ríkarðs Plantagenet frá fyrstu hendi. Ákaflega ósennilegt auðvitað. En samt. Þetta er tímaramminn. 

Eins mætti hugsa sér að meðal áhorfenda á frumsýningunni (1594 eða þar um bil) hafi verið öldungar sem áttu afa sem börðust þar. Og hver veit – jafnvel barnabarn sir James Tyrrel þess sem líklega drap prinsana ungu í Lundúnaturni 1483.

Stór olíuskip

Snjór gerir borgina að eyðimörk. Nokkur fótspor. Týndur hundur gengur á milli húsa. Veikur maður liggur í rúmi og drekkur vatn en lifrin ræður ekki við andstyggilegar tilfinningar. Hundur gengur um borg. Hún var byggð í landslagi þar sem sólin rís aldrei upp fyrir sjóndeildarhringinn. Í íbúð manns liggja föt í hrúgum eins og ættingjar […]

Sviðsframkoma hversdagsins

um fegurðarsamkeppnir og ofurraunveruleikann

Núna þegar vertíð fegurðarsamkeppna á Íslandi er lokið, allavega í bili, og sigurvegarar hafa verið krýndir, sumir nýir – aðrir gamlir, þá sprettur ávallt upp sú spurning hvernig stendur á því að við í þessu samfélagi sífelldra framfara skulum ennþá halda slíkar keppnir sem stilla upp einstaklingum eftir ákveðinni formgerð. Tilgangur slíkra keppna er umdeildur […]

Jói og baunagrasið

Þetta er enskt ævintýri sem fyrst var fært í prent á átjándu öld en, eins og gjarnt er um ævintýri, er talið töluvert eldra. Freudísk/lacanísk greining á þessari sögu liggur svo lóðbeint við að ég er hissa á að Sigmund hafi ekki sjálfur skrifað heila bók um efnið (ef hann gerði það, vinsamlegast látið mig […]

I Hold Your Hand in Mine

Uppfærsla Royal Shakespeare Company á Titus Andronicus 1987 er eftirminnilegasta Shakespearesýning sem ég hef ekki séð. Ég skal útskýra. Sumarið ‘87 hélt ég með hópi ungra leikhúsvillinga í alþjóðlegar leikhúsbúðir í Stratford Upon-Avon. Þar dvöldum við í viku tíma; spunnum, djömmuðum og æfðum okkur með allrar Evrópu kvikindum sem líkt var ástatt um. Að sjálfsögðu […]

Tvö ljóð eftir Fríðu Ísberg

AUGNSVIPUR augnsvipur reiddar til höggs og bráðum ætti að heyrast í þeim hviss hviss bíddu aðeins lengur það eru fjögur skref í kaffipásu fjögur skref fyrir mínútukarlinn tvö hundruð fyrir Sekúndu stofan er of björt fyrir janúarmorgun svefninn nuggast ekki úr kennaranum fyrr en hún áttar sig á stírunum pískur í lofti einhver hefur tússað […]

Skáldin eru ekkert að æpa á hvert annað

viðtal við Brynjar Jóhannesson

upp úr kjallara hleyp ég framhjá ljóslausum staurum, sinubruni í lungunum og alheimurinn riðar þótt ég viti ekki af því, kaffibragðið á tungunni er upprifju­n á kossi, hitna í andlitinu fyrir hornið hleyp ég niður barnlausan vagn hleyp upp upp götuna og hólinn læt mig falla og upp sólin kemur upp og ég riða með […]

Tungumál Vetrarbræðra

Snjór. Kalk. Hvítt. Autt. Tómt. Náma. Myrkur. Ljós. Emil selur heimabrugg. Glugg glugg. Maður dettur niður. Það vantar eitthvað í líf Emils. Í hjartanu, þar sem ástin á að vera, er stór, hvít eyða. Stórt, hvítt herbergi fullt af kalksteini. Stórt, tómt og hvítt. Það eru engir gluggar í þessu hvíta herbergi og þess vegna […]