Til þess að viðhalda lífi á þessum stað þarftu bara að rétta fram hendurnar með lófana upp spenna fingurna sleppa takinu og leyfa andrúmsloftinu að fylla upp í glufurnar.
Höfundur: Eiríkur Örn Norðdahl
Meira
Á mörkum mennskunnar Skáldsögunni Meira eftir tyrkneska rithöfundinn Hakan Günday verður kannski best lýst með orðinu „linnulaus“. Hún byrjar sem ein allsherjar skelfing – hinn níu ára gamli Gaza aðstoðar föður sinn Ahad við að smygla flóttamönnum til vesturlanda og fer með þá einsog níu ára drengir annars staðar leika sér með mauraþúfur – og […]
Uppreisn, andmenning og skandalar
Ritstjórn Skandala: Tanja Rasmussen, Aldís Dagmar Erlingsdóttir, Anton Sturla Antonsson, Jón Magnús Arnarsson, Karitas M. Bjarkadóttir, Oddný Þorvaldsdóttir og Ægir Þór Jähnke. Skandali er nafnið á nýju – eða réttara sagt væntanlegu – menningartímariti sem mun sérstaklega ætlað yngri eða nýrri höfundum og óhefðbundnum og framúrstefnulegum verkum. Tímaritið er á vegum sjö manns á aldrinum 18 […]
Ritstjórnarpistill: Bara kát
Starafugl snýr nú aftur úr sínu vetrarhíði eftir sex vikna hlé og hefur misst af fjörinu svo um munar. Gunnlaugur Blöndal gerði allt vitlaust með hátt í aldargömlum nektarmyndum í Seðlabankanum, Elli Grill, Barði í Bang Gang og Hatari eru að gera góðan leik í Eurovision – og sjálf keppnin er í senn umdeild vegna […]
Landslag er alltaf annarlegt
Hugmyndin að Gallerí Úthverfu var að maður gæti notið sýningana utan af götu vegna þess hvernig stór glugginn opnar allt sýningarrýmið fyrir vegfarendum. Það virkar síðan misvel, einsog allar góðar hugmyndir, en svínvirkar á sýningu rússnesku tvíburasystranna Mariu og Nataliu Petschatnikov „Learning to read Icelandic patterns …“ – að læra að lesa íslensk mynstur. Upplýst […]
Segðu ekki nei, segðu … nei, ég meina, segðu bara nei
Um kvikmyndina Lof mér að falla
Ég er klofinn í afstöðu minni. Nýjasta kvikmynd Baldvins Z og Birgis Arnar Steinarssonar Lof mér að falla gerir eitthvað mjög rétt. Hún snertir við fólki og sendir það grátandi út í nóttina; hún sýnir smælingjum heimsins samúð og segir mikilvægar sögur þeirra; hún er falleg, meira að segja þegar hún er ljót; hún ertir […]
Uppreisn á röngunni
Þættir úr náttúrusögu óeirðar Gallerí Úthverfa á Ísafirði 11.8-9.8, 2018 Óeirð í eintölu er ekki alveg sama orð og óeirðir í fleirtölu. Óeirð er ókyrrð, órói; en óeirðir eru uppþot og óspektir. Tvær óeirðir gera engar óeirðir heldur bara meiri óróa. Einhvern veginn minnir eintöluóeirðin líka meira á eirðarleysi en byltingu. Í sýningu Unnars Arnar, […]
Siðmenning spýtunnar (mótefni við glundroða)
Spýtu bregður Unndór Egill Jónsson Sýning í Gallerí Úthverfu á Ísafirði Opið 19. maí til 10. júní Vél er samkvæmt alfræðiorðabókinni Wikipediu tæki sem flytur orku – til dæmis ristavél eða vogarstöng eða bílvél en sennilega ekki stígvél, sem flytja enga orku ein og sér (og er fleirtöluvél – þau x-vélin). Vél Unndórs Egils Jónssonar samanstendur af […]
Óeirðir í leikfangalandi
um andsemítisma, Eurovision og Toy með Nettu Barzilai
Ísraelska söngkonan Netta vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva síðastliðin laugardag. Strax fyrir keppnina mátti skynja mikla og víðtæka andúð á þátttöku Ísraelsmanna – meiri en ég man eftir lengi, og skýrðist þá kannski af því að Netta þótti fljótlega sigurstrangleg. „Fíla lagið en fyrirlít landið“ skrifaði einn á Twitter. „Fuck Israel“, „Gangi öllum löndunum vel á […]
Matrix hittir Trainspotting: My Bed á rafgeymasýru
Um Sýndarrými Freyju Eilífar í Gallerí Úthverfu
Það þarf ekki mikið til að maður fari að hugsa um Tracey Emin. Það dugir að setja dýnu í gallerí. Dýnan er Tracey Emin það sem hlandskálin er Duchamp – það eru bara ómenntaðir plebbar sem míga án þess að hugsa til Marcels eða leggjast til hvílu án þess að hugsa til Tracey. Og það […]
Fallegustu staðir á Íslandi
Ég hef aldrei komið þangað án þess að fyllast auðmýkt gagnvart náttúrunni Það jafnast ekkert á við fallegan dag Þangað þurfa einfaldlega allir að fara Úr verki í vinnslu.
Þar sem kvíðinn á heima
Um fyrstu sex bækurnar í seríunni Tólf eftir Brynjar Jóhannesson
Ég er að gera þetta vitlaust. Ég geri alltaf allt vitlaust. Bækurnar tólf – í seríunni Tólf – eftir Brynjar Jóhannesson koma til mín allar í einum pakka. Umslagi með hörðu baki. Þær komu út ein í mánuði allt árið 2017 og maður átti að mjatla þeim ofan í sig, einni í einu, en nú liggja […]
Svartur köttur saumar hey
Í gegn um og til í Gallerí Úthverfu
Seint á laugardagskvöldið eftir opnun sýningarinnar Í gegn um og til þann 3. mars síðastliðinn sagði ég við listamanninn, Ástu Fanneyju Sigurðardóttur, sem var á heimleið eftir langa vakt á Ísafjarðargaleiðunni, að ég hefði tekið Gallerí Úthverfu í fóstur og ætlaði að skrifa um allt sem þar væri sýnt – ef ég missti ekki af sýningunni, […]
Með breytilegri brennivídd
Um sýningu Auðar Ómarsdóttur, Zoom
Listamenn gera sér jafnan efnivið úr sömu grunnþemunum eða geðhrifunum, sem birtast stundum sem andstæðupör – lífsgleðin vs. dauðinn, ringulreið vs. regla, hið hversdagslega vs. hið háleita og rómantíska, hið móralska vs. hið siðspillta – en kalla hvert til annars jafnvel þegar þeim er ekki sérstaklega þannig uppstillt. Lífsgleðin minnir alltaf á dauðann, reglan alltaf á […]
Stjörnustríð á gervihnattaöld
Í The Last Jedi er Rey komin að endimörkum alheimsins þar sem hún finnur Loga Geimgengil, sem hefur sagt skilið við máttinn, sökum hættunnar sem felst í að beita honum. Logi þjálfaði á sínum tíma Kylo Ren – eða Ben Solo, son Lilju og Hans – sem gekk í lið með myrkrahliðinni, og er sem sagt dálítið trámatíseraður fyrir vikið. Honum finnst lífið mjög erfitt. „I came here to die“, segir hann. (Er of seint að setja spoiler alert hérna? Ég ætla allavega ekkert að gæta mín.)
Nirvana fyrir drykkjumenn
Ko Un, dauðinn og hversdagurinn
Horfa á tunglið, segirðu? Gleyma fingrinum sem bendir á það, segirðu? Meiri þvermóðskan í þér! Tunglið og fingurinn, gleymdu þeim báðum eða láttu þetta eiga sig. (úr ljóðinu Tunglið, bls. 113) Ahemm. Afsakið útúrdúrinn: Á Íslandi hafa ungskáldin skipt sér í fylkingar – á aðra höndina er talað um „spíttskáld“ og og hina „strætóskáld“ – ekki […]
Bláa Hawaii: Eiríkur Örn Norðdahl
Ástir og ananas Ástir og ananas og leðurjakkar og litlir gítarar og litlir strákar sem eiga að taka við fyrirtækjum feðra sinna þegar feðra sinna verða gamlir og bíta hendurnar sem éta börnin sín og skyldmenni barna sinna ræki þau ekki skyldur sínar og taki ofan virðingu sína við rotnaðar kynslóðir réttritunarreglubræðra (Rím sagði einhver, […]
Dvergflóðhestar og ofbeldi
– um skáldsöguna Veisla í greninu eftir Juan Pablo Villalobos
Spurninguna sem sprettur úr hjarta skáldsögunnar Veisla í greninu (Fiesta en la madriguera) eftir Juan Pablo Villalobos mætti orða svona: hvað er ofbeldi? ef við kærðum okkur á annað borð um að umorða heilar skáldsögur 1, heilar spurningar í eina setningu, þrjú lítil orð. Svarið við spurningunni er auk þess að finna í bókinni, sem […]
Fólkið sem úthýsti nasistunum
Gautaborgardagbók: dagur 3
Bókamessunni er lokið og við ferðafélagarnir – ég og Hildur Knúts og hennar ektamaki – erum í lestinni á leiðinni til Stokkhólms. Fljótlega eftir að ég skrifaði dagbók gærdagsins var skellt í lás á bókamessunni um stundar sakir – ef ég hefði ekki snúið aftur úr mótmælenum þegar ég gerði það hefði ég hugsanlega lokast […]
Velkominn á Bókamessuna
Gautaborgardagbók: Dagur 2
Stemningin á Bókamessunni í Gautaborg er spes. Maður fær þau skilaboð hvaðanæva að að manni sé ekki óhætt að ferðast um borgina einn – sérstaklega ekki ef það sést á manni að maður sé ekki af norrænu kyni. Og samt eru allir svo ótrúlega óhultir hérna inni. Við bara lesum ljóð og tölum um bókmenntir […]
Með lest til Nasistan
Gautaborgardagbók: Dagur 1
Ég skrifaði dálitla fréttaskýringu eða pistil um deilurnar vegna Bókamessunnar í Gautaborg hér á vefinn í apríl síðastliðnum. Þar sagði ég frá þátttöku nýfasíska tímaritsins Nya Tider í bókamessunni og massífri sniðgöngu sænskra rithöfunda á messunni af þeim sökum. Síðan þá hefur margt gerst. Meðal annars er búið að skipuleggja stóra hliðardagskrá hér og þar um […]
Hin ótrúlega sannsögusýning
Fyrsta júní verður blásið til sannsöguráðstefnunnar NonfictionNOW í Háskólabíói með málstofu og sýningu kvikmyndarinnar Draumalandið, sem byggir á samnefndri bók Andra Snæs Magnasonar. Næstu daga á eftir verða málstofur í Háskóla Íslands þar sem fjallað verður um „sannsöguleg skrif í öllum sínum fjölbreytileika“, einsog segir í tilkynningu, auk sérstakra fyrirlestra í Silfurbergi í Hörpu og höfundakvölda með íslenskum […]
Ljóð um skýrar kröfur byltingarinnar
Við viljum ganga í Evrópusambandið eða ekki og Noreg eða ekki og kjósa um nýja stjórnarskrá eða ekki. Við viljum vera frjáls. Við viljum vera sjálfstæð. Við viljum vera reið og að á okkur sé tekið mark. Krafan er skýr og krafan er þessi: Við mótmælum Landspítalanum og flugsamgöngunum og jarðgöngunum. Við mótmælum Stöðvarfirði og […]
Fasistar á bókamessu
– Á annað hundrað sænskra rithöfunda sniðgengur Bókamessuna í Gautaborg
Á forsíðu sænska tímaritsins Nya Tider getur að líta (24. apríl, 2017) fréttir um sadisma og mannfyrirlitningu á yfirlitssýningu Marinu Abramovic í Moderna Museet, um samsæri mannréttindasamtaka og „manneskjusmyglara“ um að koma flóttamönnum til Evrópu, viðtal við hægriöfgamanninn Geert Wilders með fyrirsögninni „Við höfum verið nýlenduvædd“ og frétt um að til að mæta Jarðarstundinni – Earth Hour, […]
Óskiljanleg upphefð: Um Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa
Öll verðlaun verða að eiga sér prófíl – einhvern karakter sem skilur þau frá öðrum verðlaunum, einhverja fagurfræðilega afstöðu – og Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar falla að manni sýnist iðulega í skaut hnyttnasta skáldi landsins. Þar drottnar húmorinn, svo að segja – í öllu falli er sigurvegarinn oftast nær mjög hnyttinn og árið 2016 var engin undantekning þegar […]
Að tigna vörtuna í kontrast
– Garðaleiðir eftir Skarphéðinn Bergþóruson
Spurningarnar sem koma yfirleitt upp í huga mér þegar ég les ljóðabækur eru (ekki endilega alltaf þessar og ekki endilega alltaf í þessari röð): Hvað vill bókin segja mér, ef þá nokkuð? Hvernig myndi ég lýsa stemningunni í bókinni? Hverju líkist þessi texti (og hvernig er hann ólíkur því sem hann líkist)? Hvað gerir textinn […]
FUBAR: Sennilega besta danssýning menningarsögunnar
Ég fer sjaldan í leikhús af þeirri ástæðu einni að ég hef lítið búið í Reykjavík um ævina og flestar leiksýningar fara ekkert út fyrir borgarmörkin. Við erum bara ekki nógu oft í sama lífhvolfinu, ég og allar leiksýningarnar, og þetta kúltúrland er stundum dálítið allt á sama blettinum. Þar sem ég hef búið erlendis […]
Hið einstaka er illfáanlegt
Viðtal við Arngunni Árnadóttur, höfund Að heiman
Ein af áhugaverðari skáldsögum jólabókaflóðsins er skáldsagan Að heiman eftir Arngunni Árnadóttur. Þetta er fyrsta skáldsaga hennar – og sömuleiðis fyrsta skáldsagan sem forlagið Partus Press gefur út, og með því fororði að hér sé komin ein eftirtektarverðasta „frumraun íslenskra bókmennta á þessari öld“. Hvorki meira né minna. Starafugli lék eðli málsins samkvæmt forvitni á að […]
Gæskan má aldrei vera feik
viðtal við Sölva Björn Sigurðsson, höfund Blómsins
Fimmta skáldsaga Sölva Björns Sigurðssonar, Blómið, gerist á afmælisdegi athafnamannsins Benedikts Valkoff árið 2015. En kjarni hennar – eða hvatinn að baki flestum atburðum bókarinnar – er dularfullt hvarf systur hans, Margrétar, sem á sér stað nákvæmlega 33 árum fyrr. Á tæpum 300 blaðsíðum grefur Sölvi síðan dýpra og dýpra í þennan fjölskylduharmleik þar til mann […]
Skuld þýðandans
Erindi flutt á ráðstefnu ÞOT 30. september síðastliðinn
Kæru gestir. Ég hætti að þýða bækur árið 2009, fyrir sjö árum síðan, næstum upp á daginn. Það var haust, sonur minn var nýfæddur og ég hafði ekki sofið vikum saman. Ég var með tóma vasa og í tilvistarkreppu – vanur að vera fátækur en ekki vanur að vera fátækur og eiga barn – og […]
Bob Dylan, nóbelskáld
Það er ekki áhugavert að velta því fyrir sér hvort Bob Dylan sé góður tónlistarmaður eða ekki, hvort hann sé rödd kynslóðar eða ekki, hvort hann sé verður allrar viðurkenningar eða ekki. Augljóslega er ekkert mál að finna ótal dæmi um skáldskap frá honum sem virðist klaufalegur, sem og skáldskap sem hefur haft djúpstæð áhrif á […]
Ljóð um dóttur mína
Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Eiríkur Örn Norðdahl (f. 1978) er uppgjafa framúrstefnuskáld, útnárabúi og úrvinda skáldsagnahöfundur. Hann hefur gefið út fjölmargar ljóðabækur, þar á meðal Þjónn, það er fönix í öskubakkanum mínum! (2007) sem er án efa ein þyngsta ljóðabók aldarinnar (í grömmum talið). Hann […]
Endurbókun í Listasafni Ísafjarðar
Rætt við Gunnar Jónsson yfir myndlistarsýningu og hádegisverði
Safnahúsið á Ísafirði hýsir einsog nafnið gefur til kynna söfn en þó fyrst og fremst eitt safn: hið mikilfenglega héraðsbókasafn Ísafjarðarbæjar. En þar eru líka Héraðsskjalasafnið og ljósmyndasafn bæjarins. Í einum sal á annarri hæð hússins er svo að finna Listasafn Ísafjarðar. Í ár hefur meðal annars verið þar sýningin Vex eftir Ólöfu Dómhildi Jóhannsdóttur […]
Stórmennskubrjálæðingurinn er alltaf einn
Um Richard III (a one woman show) í Suðureyrarkirkju 11. ágúst 2016
RICHARD IIIAðalhlutverk: Emily Carding Önnur hlutverk: Gestir Aðlögun úr leikriti William Shakespeare: Kolbrún Björt Sigfúsdóttir og Emily Carding Leikstjórn: Kolbrún Björt Sigfúsdóttir Hver er andstæðan við post scriptum? Pre scriptum? Forskrift? Uppáskrift? Ávísun á lyf? Heitið á útúrdúr sem birtist áður en maður kemur sér að sjálfu efninu? Þetta er í öllu falli þess lags útúrdúr: […]
Ljóð um greint rými og fleiri stök
Þeim fjölgar sem keyra um á svifbrettum; þeim fjölgar sem kjósa almenningssamgöngur; þeim fjölgar sem ganga með múslimaslæður; þeim fjölgar sem borða á veitingastöðum þegar þeir nenna ekki að elda; þeim fjölgar sem æxlast, tímgast, stunda kynlíf og geta börn. Þróunin er augljós þeim sem vilja sjá hana. En það vilja ekki allir sjá hana. […]
Í klóm knæpunnar (Tram 83 og síðnýlendan)
Skáldsagan Tram 83 eftir kongómanninn Fiston Mwanza Mujila – sem ég las á sænsku – gerist mikið til inni á knæpunni sem bókin heitir eftir. „Borgarlandið“ þar sem knæpan er staðsett er námubær – borg eða land, höfundurinn segir að hún sé hvorugt og bæði. Aðalsöguhetjurnar eru rithöfundurinn og leikskáldið Lucien og vinur hans, braskarinn […]
Prince (1958-2016)
Það voru áreiðanlega 15 þúsund manns sem skildu okkur að – mannhafið fyrir framan mig og hann einsog pínulítill tindáti í móðu lengst, lengst í burtu – ég var lúinn og einn og drónið var endalaust, mannfjöldinn kannaðist bara við tón af og til, likk af og til, og þá fóru hrollstunur um hópinn. Og […]
Spurt er um staðsetningu (erindi flutt á AFÉS, Ísafirði, 2016)
Spurt er um staðsetningu. Hún er mælanleg á korti í breiddar- og lengdargráðum; 64 gráður eða 66, það er kalt úti, mínusgráður og okkur dreymir um hitann, en líklega kemur það út á eitt hvort manni er kalt á Lækjartorgi eða Silfurtorgi. * * * Einu sinni fyrir langa löngu þekkti ég hóp af frjóu […]
Hálfvolgur Kalli
Bækurnar um Kalla kalda eftir Filippus Gunnar Árnason með teikningum eftir Önnu Þorkelsdóttur eru orðnar þrjár talsins: Kalli kaldi og snjósleðinn, Kalli kaldi fer í búðina og Kalli kaldi og veiðiferðin. Allar bera þær undirtitilinn „Skemmtileg saga fyrir stráka og stelpur“. Í snjósleðabókinni ætla Kalli og vinur hans Bjarni að fara út að renna sér […]
Einsog hún hafi alltaf verið þarna
Um þjóðsöguna Sóla og sólin eftir Ólöfu Sverrisdóttur með myndskreytingum eftir Rio Burton
Sóla er eitt af börnum Grýlu en sker sig úr fjölskyldunni fyrir að þykja vænt um börn og vilja ekki hrekkja nokkurn mann. Hún er fædd á sumardaginn fyrsta og fékk nafnið af þeim sökum – en eitt árið lætur sólin ekki sjá sig á afmælisdaginn. Þá fer Sóla á stúfana eftir nöfnu sinni. Hún […]
Litamanifestóið: Alþýðusaga
Um Þegar litirnir fengu nóg eftir Drew Daywalt, með myndskreytingum eftir Oliver Jeffers
Söguþráðurinn er sirkabát svona: Daníel ætlar að fara að lita en þegar hann opnar litakassann sinn eru þar engir litir heldur bunki af bréfum. Bréfin eru frá litunum, sem eru farnir í verkfall. Kröfur þeirra eru ekki samræmdar – en þó mætti kannski segja að allir vilji þeir betri kjör, þótt hver þeirra skilgreini kjörin […]
Blekkingin um alsælu líkamans
Um Kroppurinn er kraftaverk eftir Sigrúnu Daníelsdóttur með myndskreytingum eftir Björk Bjarkadóttur
„Líkaminn er ekkert hús“, sagði sonur minn þegar ég spurði hann hvers vegna sér hefði ekki þótt Kroppurinn 1 er kraftaverk , eftir Sigrúnu Daníelsdóttur með myndskreytingum eftir Björk Bjarkadóttur, vera skemmtileg. Og fékkst ekkert til að útskýra það frekar. Líkaminn er bara ekkert hús. Nú skortir Aram Nóa ekki hugmyndaflug og er vel vanur […]
Lopapeysurómantík og grásleppuhobbí
Um Gummi fer á veiðar með afa eftir Dagbjörtu Ásgeirsdóttur með myndum eftir Karl Jóhann Jónsson
Gummi fer á veiðar með afa eftir Dagbjörtu Ásgeirsdóttur – með myndum eftir Karl Jóhann Jónsson – er fyrsta bókin af fjórum um Gumma og Rebba. Hún kom út árið 2012 en sú nýjasta, Gummi fer í fjallgöngu, kom út núna fyrir jólin. Í einhverjum skilningi er þetta kunnugleg saga, þótt ég geti ekki beinlínis sagt hvar ég hef heyrt hana áður. Gummi er lítill strákur sem er í sveit hjá ömmu sinni og afa. Í dag fær hann að fara til sjós í fyrsta sinn með afa sínum.
„Ekki vissi ég að þú værir í löggunni!“ – viðtal við Bryndísi Björgvinsdóttur
Á meðan ég les hana hugsa ég: Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttir er bók af því tagi sem gæti kannski bjargað heilli kynslóð frá ólæsi. Ekki bara er hún skemmtileg – bæði ha-ha skemmtileg og áhugaverð – heldur er líka nógu gott tempó í henni til að halda athyglisbrostnustu lesendum við efnið. Hún ætti auðvitað að […]
23 kenningar um Yahya Hassan
Síðasta vor fékk danska bókmenntatímaritið Kritik fjögur skáld til að rýna í bókina Yahya Hassan eftir Yahya Hassan, sem er nýkomin út á íslensku. Skáldin voru Ulf Karl Olov Nilsson, Athena Farrokhzad, Pedro Carmona-Alvarez og Eiríkur Örn Norðdahl. Dómur þess síðastnefnda, sem er einnig ritstjóri Starafugls, birtist hér einsog hann var prentaður, á ensku. Annar dómur – „frumsaminn á íslensku“ – mun birtast þegar líður á jólabókaflóðið.
Að útdeila réttlæti: Viðtal við Steinar Braga
Nýjasta skáldsaga Steinars Braga, Kata, á það ekki bara sameiginlegt með fyrri bók hans, Konum (2008), að ofbeldi gegn konum sé í forgrunni heldur er einsog þær verði að umræðusvelg sem lesendur þeytast í kringum lengi eftir að þeir lesa bækurnar – og raunar, í báðum tilvikum, nokkru áður en þær komu einu sinni út, […]
71: After the Gold Rush með Neil Young
Harvest var númer 78. Það er plata sem ég þekki miklu betur. Plata sem mér finnst frábær. Ég fór út að hlaupa með þessa í eyrunum áðan og hún fór að mestu framhjá mér – það er eitthvað hversdagslegt og þægilegt við hana, en ég get ekki sagt að hún hafi hreyft neitt við mér. […]
72: Purple Rain með Prince
Purple Rain hefst á eins konar predikun sem bráðnar út í eitíssmellinn Let’s Go Crazy – svo allt verður eitt, einsog í babtistakirkjum bandaríkjanna (eða réttara sagt, einsog þær kirkjur koma manni fyrir sjónir í bíómyndum), sviti, stuð, trú, harmur heimsins og líbídó: Dearly beloved, we have gathered here today To get through this thing called […]