Rappsveitin sendi frá sér sitt fyrsta myndband á dögunum við lagið No Love en í myndbandinu má sjá tvo rappara sveitarinnar í einkaþotu, þyrlu og í sérsmíðuðum bíl að kasta fimm þúsund króna seðlum upp í loftið.
„Við erum að vinna í kringum þessa R’n’B- og hiphop-stefnu,“ segir Cody. „Við viljum ekki vera með einhverja eina stefnu, við viljum bara skapa.“
Hlekkir
Er Ólafur Elíasson svar menningarelítunnar við vatnsrennibrautagörðum?
„Ólafur Elíasson vill greinilega veita fólki upplifun“ skrifar danski myndlistarmaðurinn Søren Storm Kristensen í Politiken í dag.
Í nýjustu verkum sínum hefur hann gengið svo langt í að hámarka upplifunina – kannski í raun og veru jafn langt og vatnsrennibrautagarðurinn Lalandia … ? Eru það ekki í raun og veru sömu prinsipp sem fylgt er í þessum tveimur upplifunarverkum?Náttúran flutt inn í hús og manni finnst einsog maður sé á staðnum. Maður getur að sjálfsögðu mælt í mót, því í þessu tilfelli er það hið óvænta og fókusinn á „náttúruna“ sem er til umfjöllunar. En er það svo mikilvægt, og hvað er það þá? Er það áhugavert eða fylgir því einhver mikilvæg yrðing?
Via Er Olafur Eliasson finkulturens svar på Lalandia? – Politiken.dk.
Vísir – Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð
„Þetta er tilraun til að koma ljóðum í þessa „one click away“-menningu sem er ráðandi í dag,“ segir ljóðskáldið Birkir Blær Ingólfsson en hans fyrsta ljóðabók, Vísur, kemur út í dag á fréttavef Vísis í samstarfi við forlagið Meðgönguljóð.
„Þetta virkar þannig að fólk getur sótt forrit sem skiptir út athugasemdakerfinu á Vísi fyrir ljóð úr bókinni,“ segir Birkir. „Ljóðin birtast koll af kolli undir fréttum þar til bókin klárast og þá eyðir forritið sér sjálft og kommentakerfið snýr aftur.“
Ekkja Steins Steinarrs segir frá I : Herðubreið
Eg varð strax veik fyrir Steini. Eg get ekki sagt, hvað það var sérstaklega, sem laðaði mig að honum, nema það hafi verið, hvernig hann talaði, bæði röddin og hvernig hann komst að orði. Hugsunarháttur hans var gerólíkur því, sem aðrir tömdu sér. Að kynnast Steini er eini viðburðurinn, sem nokkurntíma hefur komið fyrir mig í þessu lífi. Og síðan er eg gerbreytt. Það, sem gerðist áður, er fyrir mér eins og draumur.
Vilja lýsa Smáís gjaldþrota | RÚV
Stjórn Smáís, Samtaka myndrétthafa á Íslandi, hefur óskað eftir að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan er sögð vera brot fyrrverandi framkvæmdastjóra samtakanna, sem stjórnin segir hafa viðgengist í mörg ár.
Samtökin voru stofnuð 1992 til að gæta hagsmuna rétthafa kvikmynda- og sjónvarpsefnis á Íslandi. Að Smáís standa Ríkisútvarpið, 365 miðlar, Skjárinn, sem rekur Skjá einn, Samfélagið, sem rekur Sambíóin og útgáfufyrirtækin Sena og Myndform.
Dönsk listasýning gegn fordómum sökuð um rasisma – DV
Í gjörningnum sjá förðunarfræðingar um að farða þátttakendur á þann hátt að þeir virðast hafa annan húðlit, séu af öðrum kynþætti eða kyni. Svo geta þátttakendur gengið um meðal almennings og athugað hvort að viðhorf til þeirra og viðbrögð fólks séu öðruvísi en vanalega.
[…]
Gagnrýnendur segja aftur á móti að förðunin minni á svokallaða „blackface“ málningu, en slík andlitsmálning var notað á árum áður til að sýna svertingja í leikhúsum og öðrum skemmtunum, oftast á hátt sem byggði á niðurlægjandi staðalímyndum og fordómum.
Starfslaun listamanna
Við vekjum athygli á að opnað hefur verið fyrir umsóknir um starfslaun listamanna. Umsóknarfrestur rennur út 30.september. Sækja skal um listamannalaun á vefslóðinni www.listamannalaun.is sem leiðir umsækjanda beint inn á umsóknarsíðu listamannalauna hjá Rannís.
Viðskiptablaðið – Breiðholtið skreytt
Hér ætla ég ekki að dæma um ágæti verksins, enda hef ég ekki séð það í heild sinni með berum augum og er þess vegna ekki dómbær á það. Heldur ætla ég ekki að tjá mig um eina klisjukenndustu umræðu Íslands um að stuðningur hins opinbera við listir sé peningaeyðsla. Mér er mun frekar hugleikinn rótgróinn misskilningur varðandi myndlistina – að hún þjóni einungis hlutverki sem skraut, að hún sé bara til að fegra umhverfi sitt. Þá á ég ekki við að list eigi alltaf að vera í formi flókinna innsetninga, heldur á ég við að takist henni vel til þá er hlutverk hennar í því að fegra umhverfið oft það sem er áhrifaminnst í fari hennar. Í því ljósi er hægt að setja spurningamerki við það hvort stór útilistaverk séu endilega besta leiðin til að bæta listalíf Breiðholtsins.
Enn fleiri dagar: Kolbrún Björt segir frá Edinborgarhátíðinni | REYKVÉLIN
Ég hata Fringe, ég hata Fringe, ég hata Fringe, ég hata Fringe…
Í tvo daga (10. og 11. ágúst) reyni ég að kyngja pirringnum og kæfa öskur (FARIÐ BURT!) á leið minni um borgina. Við kærastinn, staðráðin í því að sjá eitthvað skemmtilegt reynum að komast hjá því að ákveða neitt og plönum að detta bara um sýningu. Förum út bæði kvöldin á líklega staði en allt sem er í boði lítur annaðhvort hrikalega út, kostar morðfjár eða er búið/ byrjar ekki fyrr en um 23.00. Í stað listrænna upplifanna finnum við kraðak og innilokunarkennd. Í stað spontant ævintýra fulla túrista.
via Enn fleiri dagar: Kolbrún Björt segir frá Edinborgarhátíðinni | REYKVÉLIN.
Hátíð í Edinborg – skýrsla : TMM
Árum saman hef ég vitað af leiklistarhátíðunum í Edinborg en aldrei farið enda mikið fyrirtæki. Í ár bar svo óstjórnlega vel í veiði að heimilisvinir fengu hús þar í borg í húsaskiptum á réttum tíma og buðu okkur gistingu sem annars er erfitt að fá í borginni á þeim tíma. Maður spurði sig náttúrlega hvers vegna Edinborgarbúar vildu flýja að heiman á þessum hátíðatíma en eiginlega vissum við svarið um það leyti sem við komum heim.
Því að það gengur ekkert venjulega mikið á þessar vikur í borginni. Íbúafjöldinn tvöfaldast og meðal gestanna eru fjöllistamenn af öllu tagi sem ekki láta sér nægja að sýna í þar til gerðum húsum heldur leika listir sínar á götum úti, hvar sem svolítið rými gefst. Á götunni sem er kölluð Royal Mile er hver hópurinn af öðrum að sýna sig og ekki verður þverfótað fyrir þúsundum ungmenna sem dreifa auglýsingablöðum til vegfarenda.
Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um Fringe via Hátíð í Edinborg – skýrsla : TMM.
Vísir – Pong spilaður á ljósahjálmi Hörpu
Borgarbúum býðst að spila tölvuleikinn sígilda Pong á ljósahjálmi Hörpu vikunna 23. til 31. ágúst, frá menningarnótt og til loka Reykjavík Dance Festival. Um er að ræða nýtt listaverk eftir Atla Bollason og Owen Hindley.
Í tilkynningu segir að þetta sé í fyrsta sinn sem Ólafur Elíasson, hönnuður glerhjúps Hörpu, leyfir öðrum listamönnum að eiga við ljósin í hjúpnum.
Vísir – Sniffer er þjáningarbróðir Ólivers Twist
„Sniffer er lánlaus karakter, þjáningarbróðir Ólivers Twist. Var ungur yfirgefinn af foreldrum sínum og eyddi æskuárunum einsamall á götunni í stefnulausri leit að næringu og ást. Hann er klofinn persónuleiki og það veldur honum ómældum erfiðleikum þegar hann reynir að finna sinn stað í tilverunni.“
Starafugl leitar að framkvæmdastjóra. Starfið felst peningaleit – selja auglýsingar, sækja um styrki – og annarri kaupsýslu, svo sem að greiða laun og fylla út í pappíra. Laun: umsemjanlegt hlutfall af fundnum peningum. Æskilegt er að viðkomandi hafi ástríðu fyrir menningarbyltingum. Umsóknir og ferilskrár sendist ritstjóra á eon@norddahl.org
Myndin af Anders Fogh | Friðarvefurinn
Listakonan á bak við verkið heitir hins vegar Simone Aaberg Kærn. Á heimasíðu hennar má sjá ýmis verk þar sem listakonan tekst á við grundvallarspurningar um stríð og frið. Undir yfirskriftinni Art in War lýsir hún reynslu sinni af átakasvæðum í Lýbíu og Afganistan. En hver er þá boðskapur listaverksins með Anders Fogh og herþotunni? Tjah, […]
Fimm verstu bókakápurnar | Books | theguardian.com
Guardian hefur valið fimm verstu bókakápur sögunnar.
via The five worst book covers ever | Books | theguardian.com.
Ljóðakvöld í Tjarnabíói – Bókmenntaborgin
Á kaffihúsinu í Tjarnarbíói verður haldið ljóðakvöld þriðjudaginn 12. ágúst kl. 18:30 og eru allir velkomnir.
Markmiðið er að koma saman og hlusta á ljóð, lesa upp ljóð, skrifa ljóð, skiptast á hugmyndum og láta sér líða vel. Míkrafóninn er opinn og geta allir sem vilja tekið þátt.
Dagur 8: Kolbrún Björt segir frá Edinborgarhátíðinni | REYKVÉLIN
Verkið er byggt upp af vitnisburðum á uppskálduðum réttarhöldum yfir Judith K. Maður hennar leiðir uppreisn gegn friðargæslu Sameinuðu þjóðanna í heimalandi þeirra í Afríku. Þegar hann er sprengdur í loft upp fellur það í skaut hennar að leiða andspyrnuna. Fjórir nýir leikarar lesa vitnisburðina dag hvern og vita ekki, líkt og áhorfendur, hvað gerist. Þetta er kostur og galli. Dramatík verksins fellur oft flöt vegna látlausra tilburða leikaranna en tilfinning fyrir formlegum réttarhöldum er sterk. Hvað söguna varðar þá er hún ágætlega skrifuð. Það kemur þó alltaf illa við mig þegar hvítir karlmenn frá vesturlöndum segja sögur af ættbálkum Afríku (og því sem þar telst heiður, réttlæti, etc). Það er einnig annkanalegt að vita af hvítum karlmanni skrifandi lýsingar svartrar ungrar þjónustu stúlku af því hvernig diplómatar nauðga henni.
via Dagur 8: Kolbrún Björt segir frá Edinborgarhátíðinni | REYKVÉLIN.
Afmælissöngurinn var alltaf ókeypis
Samkvæmt helstu sérfræðingum ku afmælissöngurinn „Hann/hún á afmæli í dag“ ekki hafa verið í höfundarrétti um nokkra hríð, þótt Warner/Chappell fyrirtækið hafi talið sig í rétti með að rukka fyrir notkun þess (þess vegna heyrist lagið t.d. svona sjaldan í bíómyndum – þess vegna syngur fólkið í sjónvarpinu alltaf „he’s a jolly good fellow“ í staðinn). […]
Vísir – Erna Ómars til Íslenska dansflokksins
Erna Ómarsdóttir hefur verið ráðin listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins og tekur þar við taumunum af Láru Stefánsdóttur.
Erna er einn virtasti dansari og danshöfundur Íslendinga, verk hennar hafa notið mikilla vinsælda og hún hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga. Erna mun leiða dansflokkinn á komandi leikári og verður lögð áhersla á frumsamin verk eftir íslenska og upprennandi danshöfunda.
Act Alone – Dagur 2 | REYKVÉLIN
Síðan er Jón Steingrímsson gerður að hálfgerðum dýrlingi, verkið er notað til að réttlæta allar gjörðir hans og jafnvel á fimmtugsaldri er maðurinn eins og saklaus skólastrákur. Það var engin ástæða til að kafa djúpt í ævi hans, McGuffin verksins er eldgosið og móðuharðindin, og það var engin ástæða til að fegra allar gjörðir hans. Maður spyr sig, var það virkilega góðverk hjá manninum að giftast ríkri ekkju og láta húðstrýkja tólf manns sem hvísluðu í sveitinni um tilhugalíf þeirra?
Snæbjörn Brynjarsson skrifar um Act Alone á Reykvélina via Act Alone – Dagur 2 | REYKVÉLIN.
Druslubækur og doðrantar: Litbrigði ástarinnar – um samkynhneigð í heimi múmínálfanna
Í sögunni um Þöngul og Þrasa er vöngum velt yfir samhenginu á milli fegurðar, verðmæta og eignaréttar, en þegar öllu er á botninn hvolft má túlka lausnina þannig að það sé ástin sem skipti langmestu máli. Tákn ástarinnar er rúbíninn sem falinn er í töskunni sem óttaslegnu smáverurnar drösla með sér hvert sem þær fara og Morrinn ágirnist og síðar Galdrakarlinn líka.
Erna Erlingsdóttir skrifar um Tove Jansson via Druslubækur og doðrantar: Litbrigði ástarinnar – um samkynhneigð í heimi múmínálfanna.
100 ár frá fæðingu Tove Jansson « Silfur Egils
Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af þessum fígúrum og heimi þeirra – hinum hjartahreina og hugprúða Múmínsnáða, hinum hugsandi en klaufska Múmínpabba, Múmínmömmu með veskið og kaffikönnuna – hún er jarðbundin og góðhjörtuð og heldur þessu öllu saman. Svo er Snúður með flökkueðli sitt, hin kaldhæðna og síkvika Mía, Hemúllinn með söfnunaráráttuna og hinn huglausi Snabbi.
Ofurhetjur og klámvædd æska | RÚV
Milos tekur gríðarlega áhættu með mynd sinni og gerir heiðarlega tilraun til að skapa kvikmynd sem nálgast kynlíf og klámvæðingu af næmni og nánd, en ekki bara til að sjokkera og selja. En engu að síður snerist umtalið að miklu leyti um nákvæmlega það, sem er kannski ómögulegt að forðast þegar söguefnið er svona djarft. Það er alltaf flókið að setja erfitt efni á svið til að fjalla gagnrýnið eða heiðarlega um það, án þess að hætta á að áhorfendur skynji það sem upphafningu en ekki ádeilu. Líklega fer það einfaldlega eftir persónulegri skynjun hvers áhorfanda fyrir sig. Minn ótti gagnvart myndinni reyndist þó nokkuð ástæðulaus, því þótt hún sé sannarlega yfirgengileg og dálítið erfið á köflum, þá þótti mér Milos nálgast bæði efnið og persónurnar á flókinn og frumlegan hátt sem ég átti einfaldlega ekki von á.
Gunnar Theódór Eggertsson skrifar um bíó via Ofurhetjur og klámvædd æska | RÚV.
Ef Baudelaire hefði verið í Stuðmönnum … – helgi-ingolfsson.blog.is
Vormánuðir síðastliðnir voru óvenjufrjóir í íslenskri bókaútgáfu. Þá komu m.a. út nóvellan Mörður eftir Bjarna Harðarson, skáldsagan Gosbrunnurinn eftir Guðmund Brynjólfsson og ágætar ljóðabækur á borð við Ástríði (eða Ástríður) eftir Bjarka Bjarnason, sem byggir á dagbókum Gísla Brynjúlfssonar frá fyrstu Hafnarárum hans, og Þýdd ljóð og smásögur eftir Tryggva V. Líndal, sem hefur m.a. að geyma fjölmargar ljóðaþýðingar úr verkum forn-grískra skálda. Sem og annar árgangur af ritröðinni 1005, sem fjallað mun um hér að neðan. Þótt lítið hafi verið fjallað um þessi verk af bókaskríbentum get ég fullyrt að um auðugan garð er að gresja.
Helgi Ingólfsson skrifar um 1005 via Ef Baudelaire hefði verið í Stuðmönnum … – helgi-ingolfsson.blog.is.
Druslubækur og doðrantar: Niður með þjóðríkið! Upp með bíóið! Spjallblogg um Mánastein Sjóns.
En það var samt ekki löngu eftir þetta sem Halldór Laxness sagði að nú hefði Reykjavík allt sem heimsborg þyrfti, „ekki aðeins háskóla og kvikmyndahús, heldur einnig fútboll og hómósexúalisma“. Þess má til gamans geta að Máni Steinn er einnig fæddur 23. apríl 1902 – ég varð ekkert lítið æst þegar útreikningar mínir leiddu mig að þeirri niðurstöðu. Hins vegar kemur fram að Máni Steinn er illa læs, og það er gaman að sjá kvikmyndum gert hærra undir höfði sem uppsprettu fantasíunnar og skáldskaparins. Maður er miklu vanari því að sjá bækur rómantíseraðar í bókum, það er kannski merki um sjálfhverfu rithöfundarins.
Kristín Svava Tómasdóttir og Guðrún Elsa Bragadóttir ræða Mánastein via Druslubækur og doðrantar: Niður með þjóðríkið! Upp með bíóið! Spjallblogg um Mánastein Sjóns..
Nýjar setningar: Göng til Gaza
Ég hafði verið að brjóta heilann um afstöðuljóðlist, um hverju hún áorkar, hvort hún áorkar nokkru yfirhöfuð og þá hvernig. Vegna Palestínu, aftur. Svörin virðast yfirleitt þau sömu: litlu, varla og góð spurning. Ég held að minnsta kosti að fullyrða megi að ákveðin tegund hennar virki ekki, sé strand, ef ekki dauð, nema þegar hún sé eftir fólkið sem verður fyrir misréttinu, í þessu tilviki Palestínumenn. En hvað ber að gera? Og hvað er afstaða? Ef marka má skáldin virðist það vera eitthvað á borð við „morð eru vond“.
Kári Páll Óskarsson skrifar via Nýjar setningar: Göng til Gaza.
Ragnar Þór um þýðendur
Raunar eru þýðingar á ýmsum verkum orðnar það gamlar að varla má búast við því að ungur lesandi ráði við að skilja þær á íslensku áður en hann er orðinn fær um að lesa þær á ensku. Mér dettur í hug 1984 eftir Orwell sem þýdd var á íslensku árið 1951. Orwell er allajafna einstaklega skýr höfundur sem ekki hleður upp óþarfa hindrunum milli meiningar og meðtöku. Íslenska þýðingin er langt frá því að vera skýr. Á hverju heimili undir eftirliti Stóra bróður er til dæmis flatskjár sem bæði er sjónvarp og myndavél. Orwell kallar skjáinn „telescreen“. Í íslensku heitir hann „firðtjald“.
Hátíð Sturlu Þórðarsonar | Bændablaðið
Í tilefni þess að í ár eru liðin 800 ár frá fæðingu Sturlu Þórðarsonar sagnaritara og skálds er íbúum Dalabyggðar og gestum þeirra hér með boðið til Sturluhátíðar.
Hátíðin fer fram í félagsheimilinu Tjarnarlundi í Saurbæ sunnudaginn 27. júlí og hefst kl. 13:30. Í lok hátíðarinnar, um kl. 15:30, verður haldið að Staðarhóli þar sem Sturla bjó um árabil og er jarðsettur.
Nýjar þýðingar á Foucault | RÚV
Starafuglahvíslarinn Kristján Guðjónsson mætti í Víðsjá í gær til að ræða um nýútkomna rafbók með þýðingum á textum eftir franska heimspekinginn Michel Foucault, Foucault – þrír textar.
Dóttir mín, þjófsnauturinn : Herðubreið
Umræðan um þjófnað á höfundarréttarvörðu efni er þekkt.
Píratarnir segja (í einfölduðu máli): Það er svo auðvelt að stela efni. Allir eru að stela. Af því að það er hægt. Deal with it.
Aðrir andmæla og segja réttilega: Þjófnaður verður ekkert skárri þótt ekki þurfi að nota kúbein og þess vegna steli fleiri. Þjófur er þjófur er þjófur.
Alltílæ, segja Píratar, finnum lausn: Endurskilgreinum höfundarréttinn.
Enginn veit hvað sú hugmynd merkir í praxís, en hún minnir á aðra gamla tillögu, um að endurskilgreina eignarréttinn. Það var reynt í nokkrum samfélögum, með kunnum afleiðingum.
Karl Th. Birgisson skrifar um höfundarrétt á Herðubreið via Dóttir mín, þjófsnauturinn : Herðubreið.
Vísir – Bókasöfn án bóka
Rithöfundar eru mjög ósáttir við þann niðurskurð sem þeir þurfa nú að sæta og vilja sumir taka bækur sínar úr hillum bókasafna. Hlutverk bókasafna hefur breyst á síðustu árum, hlutverk þeirra sem menningarmiðstöðva hefur orðið meira en það eru þó bækurnar sem leggja grunn að bókasöfnum og ekki er hægt að hugsa sér söfnin bókarlaus. Það er mikilvægara í dag en oft áður að standa vörð um bókina og bóklestur, hvetja til aukins lesturs líkt og rithöfundar og bókasöfnin hafa gert undanfarið, bæði saman og sitt í hvoru lagi. Skýtur það skökku við að dregið sé úr framlagi til rithöfunda í landi þar sem höfuðborgin hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera útnefnd Bókmenntaborg Unesco, unnið er að stofnun Bókabæja fyrir austan fjall og stefnt á stærsta lestrarátak sem lagt hefur verið í á Íslandi næsta haust. Án rithöfunda og bókasafna hefði þetta ekki komið til því rithöfundarnir sjá okkur fyrir efnivið sem bókasöfnin hjálpa til að koma á framfæri og hvetja alla til að njóta.
Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna taka undir mótmæli við skerðingu bókasafnssjóðs via Vísir – Bókasöfn án bóka.
Vísir – “Hversu ógeðfellt og dónalegt má leikhús vera?“
„Ég held að það sé nútímaleikhúsi nauðsynlegt að vera ögrandi, lifandi, í samræðu við samtíma sinn og þjóðfélag. Og það er fátt betra fyrir Shakespeare og fyrir leikhúsið en að um það sé rifist og skoðanir séu skiptar,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri, sem frumsýndi Shakespeare verkið Ys og Þys útaf engu fyrr í þessum mánuði í ævafornu klaustri í Sviss á leiklistarhátíðinni í Wettingen.
Sýningin hefur vakið hörð viðbrögð en er jafnframt í sjötta sæti yfir áhugaverðustu sýningar í hinum þýskumælandi heimi auk þess sem gagnrýnendur hrifust mjög af sýningunni.
via Vísir – “Hversu ógeðfellt og dónalegt má leikhús vera?“.
Transmaðurinn Magnús og árið er 1706… | RÚV
Ný ópera Karólínu Eiríksdóttur, MagnusMaria, verður frumsýnd í Mariehamnstad á Álandseyjum 15. júlí næstkomandi.
Óperan byggir á sannsögulegum atburðum frá því í kringum aldamótin 1700 þegar Magnus Johansson, ungur tónlistarmaður frá Stokkhólmi, var færður fyrir dómstóla þegar í ljós kom að hann var í raun Maria Johansdottir, fædd á Álandseyjum en hafði klæðst karlmannsfötum um árabil, hvort tveggja til að fá laun í samræmi við karlmenn en þó fyrst og fremst vegna þess að hún upplifði sig fremur sem mann en konu.
Spjallað við Karolínu Eiríksdóttur í Víðsjá via Transmaðurinn Magnús og árið er 1706… | RÚV.
Gaman að þýða bækur um ólíka menningarheima – BB.is – Frétt
Þetta er ekki föst vinna heldur fæ ég verkefni af og til. Eins og ég sagði, þá er bókaútgáfa á Íslandi erfiður bransi, markaðurinn er svo lítill og ekki er grundvöllur fyrir að þýða nema rétt brot af þeim bókmenntum sem í boði eru, sem að mínu mati er mikil synd. Vanalega eru það metsölubækur frá öðrum löndum sem eru þýddar yfir á íslensku, en allt of lítið er þýtt af fagurbókmenntum, sem hafa kannski meira gildi, þó svo að þær seljist ekki allar vel.
Rætt við Herdísi Hübner, bókmenntaþýðanda, via BB.is – Frétt.
Tónleikadómur: ATP Iceland 2014 | arnareggert.is
Næstur á svið var Kurt Vile og the Violators. Þar hitti ég norska kunningjakonu sem vonaði að þeir yrðu nú aðeins hressilegri en Spiritualized. Í bæklingnum stóð að Kurt þessi væri einn besti gítarleikari og söngvasmiður síðari ára og væri fæddur 1980. Ég get ekki sagt að þessir loðnu og síðhærðu menn hafi sannfært mig um þá staðhæfingu, lögin flutu um fullkomlega óáhugaverð án þess ég tæki eftir hvernig þau enduðu eða byrjuðu. Gárungarnir, eða Doktor Gunni í þessu tilfelli, vildi meina að þetta væri óttalegt væl og verð ég að vera sammála Doktornum þar.
Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir gerir upp ATP via Tónleikadómur: ATP Iceland 2014 | arnareggert.is.
Vísir – Fjallar um kynferðislega opinskáar myndir
Umfjöllunarefni fyrirlestrarins er að bregða upp mynd af þeim „líkamlegu hvörfum“ sem greina má í bandarískum framúrstefnukvikmyndum á sjöunda áratugnum og beinir sjónum að nokkrum lykilkvikmyndum tímabilsins. Nýútkomið rit Osterweil, Flesh Cinema: The Corporeal Turn in American Avant-Garde Film kannar nýstárlega framsetningu líkamans í tilraunakvikmyndum sjöunda og áttunda áratugarins. Þar er beint sjónum að kynferðislega opinskáum kvikmyndum Andys Warhol, Jacks Smith, Barböru Rubin, Stans Brakhage, Carolee Schneemann og Yoko Ono.
Þar er einnig varpað ljósi á hvernig tilraunakvikmyndin breytti ekki aðeins bandarískri sjónmenningu, heldur einnig lífi höfunda þeirra. Flesh Cinema tengir þessar kvikmyndir við réttinda- og kynfrelsisbaráttu tímabilsins og kannar með hvaða hætti stjórnmála- og þjóðfélagsumræða ljær þeim stöðugt nýja merkingu.
Slæmt að greiðslurnar voru lækkaðar | RÚV
Pálína Magnúsdóttir, forstöðumaður Borgarbókasafns, segir slæmt að ríkið hafi lækkað greiðslurnar og telur best að hækka þær aftur. „Ég verð að segja það að þetta hlýtur að vera hluti af launakjörum rithöfunda að fá greiðslur úr þessum sjóði og tryggja það að allir geti þá haft aðgang að þessu lesefni.“
Pálína segir mikilvægt að allir hafi aðgang að lesefni sama hvernig fjárhag þeirra er ætlað. „Bókasöfn eru tæki til að jafna það aðgengi og jafna aðgengi að upplýsingum í landinu.“
Gagnrýni um bækur sem eru ekki til | Kvennablaðið
Þessi gagnrýni kom í hugann þegar ég las yfirlitsgrein Jóns Yngva Jóhannssonar um bókmenntaárið 2013 í síðasta tölublaði TMM. Þar er drepið á að Kristín Ómarsdóttir hafi verið meðal þeirra sem gáfu út hjá tímaritröðinni 1005 árið 2013. Þetta er meiriháttar uppgötvun hjá gagnrýnandanum í ljósi þess að enginn hjá 1005 kannast við þessa bók Kristínar, né hefur nokkur annar séð hana, annar en þá Jón Yngvi; sú hin mæta Kristín kom ekki með neinum hætti að útgáfunni.
Hermann Stefánsson skrifar um ótilkomna bók via Gagnrýni um bækur sem eru ekki til | Kvennablaðið.
Gagnrýni er ekki að rýna til gagns | Gneistinn
Eitt af því, sem einna tilfinnanlegastur skortur er á á íslandi, er það sem á útlendu máli kallast »krítík«. Það kveður jafnvel svo rammt að, að við eigum einu sinni ekki neitt orð yfir hugmyndina í málinu. Að »kríttsera« er eiginlega það, að láta sjer ekki nægja að skoða hlutina eins og þeir líta út á yfirborðinu, heldur leitast við að rýna í gegnum þá og gagnskoða, til þess að sjá hina innri eiginleika þeirra, bæði kosti og lesti. Það er með öðrum orðum að kafa í djúpið og sækja bæði gullið og sorann, greina það hvort frá öðru og breiða hvorttveggja út í dagsbirtunni, svo að allir, sem hafa ekki sjálfir tíma eða tækifæri til að vera að kafa, geti sjeð, hvað er gull og hvað er sori. Þetta virðist oss að mætti kalla á íslenzku gagnrýni og gagnrýninn þann mann, sem sýnt er um að gagnrýna hlutina.
Óli Gneisti rifjaði upp fyrr í ár grein Valtýs Guðmundssonar, þar sem orðið gagnrýni kemur inn í íslenska tungu, úr Eimreiðinni árið 1896 via Gagnrýni er ekki að rýna til gagns | Gneistinn.
Pressan – Játaðu það, þú lætur bara sem þér líki þessir hlutir
„Fagurbókmenntir“
Hver er uppáhaldsbókin þín í flokki fagurbókmennta? Þú veist að þú verður að segja „Hamlet“ eða „Sjálfstætt fólk“ en veist vel að raunverulega svarið er „engin“.
Via Pressan – Játaðu það, þú lætur bara sem þér líki þessir hlutir
Ungoo | The Reykjavik Grapevine
A mischievous eavesdropper on these conversations might have been amused by the venue they took place in. As far as the written word goes, Icelandic culture is, nowadays, mainly debated on Facebook. Our spiteful observer might find the press-enter-to-post type comments somewhat contradicting the enthusiastic defense of the local culture’s profundity. Surely a culture of reputed depths takes special care of its cultural media. Where would you look for the real debate? The really hardcore stuff, involving either a threatening dash of recently forged concepts or strikingly new sentences —or both?
Haukur Már Helgason skrifar um íslenska menningarsamræðu via Ungoo | The Reykjavik Grapevine.
Tónleikadómur: Neil Young í Laugardalshöll (ATP) | arnareggert.is
Fyrir utan Höllina voru jeppakarlarnir kátir og sáttir að sjá, sumir sögðu hann vera nú orðinn roskinn og aðrir skyldu ekkert í þessu grænmetiskjaftæði hans. Einum kunningja þótti verst að hafa ekki fengið að heyra Kanelstúlkuna en undirrituð var ansi sátt við Njál Unga. Megi hann halda áfram að rokka frjáls um ómuna tíð.
Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar um tónleika Neil Young via Tónleikadómur: Neil Young í Laugardalshöll (ATP) | arnareggert.is.
Ástarsaga fyrir lopatrefla | Ágúst Borgþór
Þetta er frjór texti, uppfullur af skapandi hugleiðingum, djúpum pælingum sem þó eru framsettar á léttan og lipran hátt. Ástarsaga fyrir hugsandi fólk væri einn af þeim frösum sem hægt hefði verið að nota hér sem fyrirsögn – og þó ekki, það væri í hrokafullum anda sem ekki passar við karakter bókarinnar. En ef þú ert Leonard Cohen aðdáandi muntu elska þessa bók og ef þú ert í leit að ástinni muntu kynnast hér góðum og viðkunnanlegum þjáningarbróður í aðalsöguhetjunni.
Ágúst Borgþór Sverrisson skrifar um Síðasta elskhugann eftir Val Gunnarsson via Blogg – DV.
Vísir – Út fyrir ramma
Á meðan þetta unga fólk er önnum kafið við að skapa sér vettvang á eigin forsendum og sinna hugðarefnum sínum bölsótast eldri kynslóðir út í allt sem nöfnum tjáir að nefna en þó aðallega alla þá sem ekki eru sammála þeim í einu og öllu. Hin goðsagnakennda ’68 kynslóð sem hingað til hefur verið litið á sem tákn uppreisnar gegn ríkjandi hugmyndum og ráðandi öflum er að sanna sig sem tuðandi íhaldskynslóð sem engu vill breyta. Hún dómínerar alla umræðu um list og menningu, og raunar nánast öll svið samfélagsins, með hroka besserwissersins sem alltaf hefur rétt fyrir sér og er smátt og smátt að verða dragbítur á nýsköpun og ferskar nálganir.