Tónleikadómur: ATP Iceland 2014 | arnareggert.is

Næstur á svið var Kurt Vile og the Violators. Þar hitti ég norska kunningjakonu sem vonaði að þeir yrðu nú aðeins hressilegri en Spiritualized. Í bæklingnum stóð að Kurt þessi væri einn besti gítarleikari og söngvasmiður síðari ára og væri fæddur 1980. Ég get ekki sagt að þessir loðnu og síðhærðu menn hafi sannfært mig um þá staðhæfingu, lögin flutu um fullkomlega óáhugaverð án þess ég tæki eftir hvernig þau enduðu eða byrjuðu. Gárungarnir, eða Doktor Gunni í þessu tilfelli, vildi meina að þetta væri óttalegt væl og verð ég að vera sammála Doktornum þar.

Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir gerir upp ATP via Tónleikadómur: ATP Iceland 2014 | arnareggert.is.