Enn fleiri dagar: Kolbrún Björt segir frá Edinborgarhátíðinni | REYKVÉLIN

Ég hata Fringe, ég hata Fringe, ég hata Fringe, ég hata Fringe…

Í tvo daga (10. og 11. ágúst) reyni ég að kyngja pirringnum og kæfa öskur (FARIÐ BURT!) á leið minni um borgina. Við kærastinn, staðráðin í því að sjá eitthvað skemmtilegt reynum að  komast hjá því að ákveða neitt og plönum að detta bara um sýningu. Förum út bæði kvöldin á líklega staði en allt sem er í boði lítur annaðhvort hrikalega út, kostar morðfjár eða er búið/ byrjar ekki fyrr en um 23.00. Í stað listrænna upplifanna finnum við kraðak og innilokunarkennd. Í stað spontant ævintýra fulla túrista.

via Enn fleiri dagar: Kolbrún Björt segir frá Edinborgarhátíðinni | REYKVÉLIN.