Samkvæmt helstu sérfræðingum ku afmælissöngurinn „Hann/hún á afmæli í dag“ ekki hafa verið í höfundarrétti um nokkra hríð, þótt Warner/Chappell fyrirtækið hafi talið sig í rétti með að rukka fyrir notkun þess (þess vegna heyrist lagið t.d. svona sjaldan í bíómyndum – þess vegna syngur fólkið í sjónvarpinu alltaf „he’s a jolly good fellow“ í staðinn). Því þrátt fyrir að um talsverðar upphæðir sé að ræða þá er ódýrara fyrir flesta að borga bara uppsett verð en að fara í mál.
Svo hefur það í það minnsta verið fram til þessa, því kvikmyndafyrirtæki sem vinnur að heimildamynd um lagið hefur nú safnað umtalsverðum sönnunargögnum sem sýna að lagið féll úr höfundarrétti fyrir tæplega hundrað árum síðan, hvað sem hver segir, og hefur stefnt Warner/Chappell með það að augnamiði að þeir greiði til baka þær hundruðir milljóna dollara sem fyrirtækið hefur rukkað fyrir notkun lagsins.
Meira um þetta á ensku á Boing Boing vefnum via Lawsuit: "Happy Birthday" is not in copyright, and Warner owes the world hundreds of millions for improperly collected royalties – Boing Boing.