Nýjar myndir af Sölva Fannari

Einsog sjá má hefur blörrun verið aflétt af Starafugli. Til þess að svo mætti vera þurfti meðal annars að fjarlægja umdeilda mynd af Sölva Fannari Viðarssyni úr umfjöllun um gjörninga hans – þótt enn sé það afstaða ritstjórnar Starafugls að sú myndbirting eigi rétt á sér, hún teljist til tilvitnunar í listaverk sem hafi verið […]

Afmælissöngurinn var alltaf ókeypis

Samkvæmt helstu sérfræðingum ku afmælissöngurinn „Hann/hún á afmæli í dag“ ekki hafa verið í höfundarrétti um nokkra hríð, þótt Warner/Chappell fyrirtækið hafi talið sig í rétti með að rukka fyrir notkun þess (þess vegna heyrist lagið t.d. svona sjaldan í bíómyndum – þess vegna syngur fólkið í sjónvarpinu alltaf „he’s a jolly good fellow“ í staðinn). […]

Dóttir mín, þjófsnauturinn : Herðubreið

Umræðan um þjófnað á höfundarréttarvörðu efni er þekkt.

Píratarnir segja (í einfölduðu máli): Það er svo auðvelt að stela efni. Allir eru að stela. Af því að það er hægt. Deal with it.

Aðrir andmæla og segja réttilega: Þjófnaður verður ekkert skárri þótt ekki þurfi að nota kúbein og þess vegna steli fleiri. Þjófur er þjófur er þjófur.

Alltílæ, segja Píratar, finnum lausn: Endurskilgreinum höfundarréttinn.

Enginn veit hvað sú hugmynd merkir í praxís, en hún minnir á aðra gamla tillögu, um að endurskilgreina eignarréttinn. Það var reynt í nokkrum samfélögum, með kunnum afleiðingum.

Karl Th. Birgisson skrifar um höfundarrétt á Herðubreið via Dóttir mín, þjófsnauturinn : Herðubreið.

Ritstjórnarpistill: Opnun

Höfundur hefur engan rétt, aðeins skyldur Jean-Luc Godard Líkt og allir vita sem á annað borð reka nefið hér inn var Starafugl nýlega kærður fyrir myndbirtingu án leyfis, þegar birt var mynd Ásgeirs Ásgeirssonar af athafnaskáldinu Sölva Fannari, sem áður hafði birst með ljóðum hans og fleiri myndum á félagsmiðlum, í gagnabönkum og fjölmiðlum. Um […]

Ritstjórnarpistill: Lokun

Á menningarvefum birtast myndir. Þessar myndir eru alla jafna af því tagi að telja megi til kynningarefnis listamanna eða liststofnana. Stundum eru það einfaldlega myndir af höfundum eða umfjöllunarefnum og stundum af listaverkum þeirra. Í gær barst Starafugli kröfubréf frá samtökunum Myndstef þar sem fullyrt var að ljósmynd hefði verið birt í leyfisleysi á vefnum […]

Marxistar deila um útgáfurétt – DV

„Undanfarnar vikur hafa útgáfufyrirtækið Lawrence & Wishart og vefsíðan Marxists.org deilt um útgáfurétt á verkum þýsku heimspekinganna Karl Marx og Friedrich Engels.

Lawrence & Wishart, sem er lítil bresk bókaútgáfa með sterk tengsl við kommúnistahreyfinguna þar í landi, bað vefsíðuna um að taka niður allt höfundarréttarvarið efni af síðunni og gáfu þeim frest til 30. apríl – daginn fyrir alþjóðlegan baráttudag verkafólks.“

via Marxistar deila um útgáfurétt – DV.

Penguin hótar að kæra listamann fyrir paródíu

Bókin Go to the Gallery eftir bresku satíristana og systkinin Miriam og Ezra Elia er í senn vinaleg paródía á hinar frægu bresku barnabækur um systkinin Peter og Jane, sem kenna börnum eitt og annað um heiminn og tungumálið, og grimmileg paródía á listheiminn. Hún var gefin út með aðstoð Kickstarter fjármögnunar og seldist fyrsta […]