Gagnrýni er ekki að rýna til gagns | Gneistinn

Eitt af því, sem einna tilfinnanlegastur skortur er á á íslandi, er það sem á útlendu máli kallast »krítík«. Það kveður jafnvel svo rammt að, að við eigum einu sinni ekki neitt orð yfir hugmyndina í málinu. Að »kríttsera« er eiginlega það, að láta sjer ekki nægja að skoða hlutina eins og þeir líta út á yfirborðinu, heldur leitast við að rýna í gegnum þá og gagnskoða, til þess að sjá hina innri eiginleika þeirra, bæði kosti og lesti. Það er með öðrum orðum að kafa í djúpið og sækja bæði gullið og sorann, greina það hvort frá öðru og breiða hvorttveggja út í dagsbirtunni, svo að allir, sem hafa ekki sjálfir tíma eða tækifæri til að vera að kafa, geti sjeð, hvað er gull og hvað er sori. Þetta virðist oss að mætti kalla á íslenzku gagnrýni og gagnrýninn þann mann, sem sýnt er um að gagnrýna hlutina.

Óli Gneisti rifjaði upp fyrr í ár grein Valtýs Guðmundssonar, þar sem orðið gagnrýni kemur inn í íslenska tungu, úr Eimreiðinni árið 1896 via Gagnrýni er ekki að rýna til gagns | Gneistinn.