Ofurhetjur og klámvædd æska | RÚV

Milos tekur gríðarlega áhættu með mynd sinni og gerir heiðarlega tilraun til að skapa kvikmynd sem nálgast kynlíf og klámvæðingu af næmni og nánd, en ekki bara til að sjokkera og selja. En engu að síður snerist umtalið að miklu leyti um nákvæmlega það, sem er kannski ómögulegt að forðast þegar söguefnið er svona djarft. Það er alltaf flókið að setja erfitt efni á svið til að fjalla gagnrýnið eða heiðarlega um það, án þess að hætta á að áhorfendur skynji það sem upphafningu en ekki ádeilu. Líklega fer það einfaldlega eftir persónulegri skynjun hvers áhorfanda fyrir sig. Minn ótti gagnvart myndinni reyndist þó nokkuð ástæðulaus, því þótt hún sé sannarlega yfirgengileg og dálítið erfið á köflum, þá þótti mér Milos nálgast bæði efnið og persónurnar á flókinn og frumlegan hátt sem ég átti einfaldlega ekki von á.

Gunnar Theódór Eggertsson skrifar um bíó via Ofurhetjur og klámvædd æska | RÚV.