Transmaðurinn Magnús og árið er 1706… | RÚV

Ný ópera Karólínu Eiríksdóttur, MagnusMaria, verður frumsýnd í Mariehamnstad á Álandseyjum 15. júlí næstkomandi.

Óperan byggir á sannsögulegum atburðum frá því í kringum aldamótin 1700 þegar Magnus Johansson, ungur tónlistarmaður frá Stokkhólmi, var færður fyrir dómstóla þegar í ljós kom að hann var í raun Maria Johansdottir, fædd á Álandseyjum en hafði klæðst karlmannsfötum um árabil, hvort tveggja til að fá laun í samræmi við karlmenn en þó fyrst og fremst vegna þess að hún upplifði sig fremur sem mann en konu.

Spjallað við Karolínu Eiríksdóttur í Víðsjá via Transmaðurinn Magnús og árið er 1706… | RÚV.