Dagur 8: Kolbrún Björt segir frá Edinborgarhátíðinni | REYKVÉLIN

Verkið er byggt upp af vitnisburðum á uppskálduðum réttarhöldum yfir Judith K. Maður hennar leiðir uppreisn gegn friðargæslu Sameinuðu þjóðanna í heimalandi þeirra í Afríku.  Þegar hann er sprengdur í loft upp fellur það í skaut hennar að leiða andspyrnuna. Fjórir nýir leikarar lesa vitnisburðina dag hvern og vita ekki, líkt og áhorfendur, hvað gerist. Þetta er kostur og galli. Dramatík verksins fellur oft flöt vegna látlausra tilburða leikaranna en tilfinning fyrir formlegum réttarhöldum er sterk. Hvað söguna varðar þá er hún ágætlega skrifuð. Það kemur þó alltaf illa við mig þegar hvítir karlmenn frá vesturlöndum segja sögur af ættbálkum Afríku (og því sem þar telst heiður, réttlæti, etc). Það er einnig annkanalegt að vita af hvítum karlmanni skrifandi lýsingar svartrar ungrar þjónustu stúlku af því hvernig diplómatar nauðga henni.

via Dagur 8: Kolbrún Björt segir frá Edinborgarhátíðinni | REYKVÉLIN.