Druslubækur og doðrantar: Litbrigði ástarinnar – um samkynhneigð í heimi múmínálfanna

Í sögunni um Þöngul og Þrasa er vöngum velt yfir samhenginu á milli fegurðar, verðmæta og eignaréttar, en þegar öllu er á botninn hvolft má túlka lausnina þannig að það sé ástin sem skipti langmestu máli. Tákn ástarinnar er rúbíninn sem falinn er í töskunni sem óttaslegnu smáverurnar drösla með sér hvert sem þær fara og Morrinn ágirnist og síðar Galdrakarlinn líka.

Erna Erlingsdóttir skrifar um Tove Jansson via Druslubækur og doðrantar: Litbrigði ástarinnar – um samkynhneigð í heimi múmínálfanna.