Ekkja Steins Steinarrs segir frá I : Herðubreið

Eg varð strax veik fyrir Steini. Eg get ekki sagt, hvað það var sérstaklega, sem laðaði mig að honum, nema það hafi verið, hvernig hann talaði, bæði röddin og hvernig hann komst að orði. Hugsunarháttur hans var gerólíkur því, sem aðrir tömdu sér. Að kynnast Steini er eini viðburðurinn, sem nokkurntíma hefur komið fyrir mig í þessu lífi. Og síðan er eg gerbreytt. Það, sem gerðist áður, er fyrir mér eins og draumur.

via Ekkja Steins Steinarrs segir frá I : Herðubreið.