Vísir – Erna Ómars til Íslenska dansflokksins

Erna Ómarsdóttir hefur verið ráðin listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins og tekur þar við taumunum af Láru Stefánsdóttur.

Erna er einn virtasti dansari og danshöfundur Íslendinga, verk hennar hafa notið mikilla vinsælda og hún hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga. Erna mun leiða dansflokkinn á komandi leikári og verður lögð áhersla á frumsamin verk eftir íslenska og upprennandi danshöfunda.

via Vísir – Erna Ómars til Íslenska dansflokksins.