Þar til ég var svona 18-19 ára ætlaði ég að verða gítarleikari. Það voru að vísu alltaf frekar „raunhæfir“ gítarleikaradraumar, snerust að mestu um að „eiga hljóðfærabúð og spila á gítar“ eða „kenna í tónlistarskóla og spila á gítar“. Ég var meira að segja að velta því fyrir mér á tímabili að gerast „fæðingarlæknir sem […]
Rýni
Ómöguleiki ódauðleikans: Uppfinning Morels
Jorge Luis Borges sagði um Uppfinningu Morels eftir Adolfo Bioy Casares, sem er nýkomin út í íslenskri þýðingu Hermanns Stefánssonar 1: „mér virðist ekki ónákvæmt og ekki ofmælt að segja að hún sé fullkomin.“ Undir þetta tók ekki minni maður en Octavio Paz. Þessi meðmæli ættu að vera nóg til að fá alla til að […]
83: I Never Loved a Man the Way I Loved You með Arethu Franklin
Ég hef ekki gert margar athugasemdir við uppröðunina á lista Rolling Stone, sem ég nota fyrst og fremst til að velja hvaða plötu ég á að hlusta á næst. Þetta á ekki að vera krítík á listann sem slíkan, enda er hann auðvitað svo gott sem úreltur, heldur umfjöllun um plöturnar sem lentu á honum. […]
Ekkert Sorrí neitt með það: Prins Póló og alls konar stuð
Fyrir margt löngu veitti góður maður mér aðgang að tónlistarforritinu Reason. Ég gat aldrei lært almennilega á forritið og það eina sem ég gat gert ágætlega var að búa til trommur og takta. Ég útbjó því allmarga þétta takta í góðu samstarfi við eigið innsæi og hugmyndarflug. Og velti um leið fyrir mér hvort einhvers […]
84: Lady Soul með Arethu Franklin
Það verður ekki beinlínis sagt að Aretha Franklin sé með litla og brothætta rödd sem þurfi sérstaklega að halda uppi með nýjustu tækni og vísindum, en það er magnað að hlusta á muninn á upprunalegu útgáfunni á „Chain of Fools“ – sem opnar þessa plötu – og endurhljóðblönduðu og óklipptu útgáfuna sem kemur sem bónusefni […]
85: Born in the USA með Bruce Springsteen
Ég var svolítið hikandi gagnvart þessari plötu. Annars vegar fíla ég ímynd Bruce Springsteens – fíla verkalýðsfílinginn. Sérstaklega á glamúrtímum. Við megum alveg við meiri rifnum gallabuxum, smurolíuputtum og heimaklippingum. Bruce Springsteen er einfaldlega legit, representing, keeping it real einsog það hét hjá tónlistarmönnum í geira þar sem slíkt skipti einu sinni máli. Hins vegar […]
86: Let it Be með Bítlunum
Það myndast önnur tegund af venslum – sem verða vel að merkja ekki fölsuð – þegar þjóð tekur upp á að endurskíra borgir eða lönd upp á sína eigin tungu. Kaupmannahöfn og Árósar standa en Lundúnir og Kænugarður eru á undanhaldi. Ætli Nýja Jórvík hafi nokkurn tímann verið annað en rembingur? Þessi venslamyndun á sér […]
Hér sé ljóð: Um Vísur eftir Birki Blæ Ingólfsson
Löngum hefir verið móðins að spá fyrir um dauða ljóðsins og hafa margir hlutast til við þann leik. Hafa og margvíslegar ástæður verið dregnar upp til að ýta stoðum undir slíkan málflutning. Hér skal fullkomlega ósagt látið hvort nokkuð sé til í slíkum málflutningi. En 25. ágúst síðastliðinn kom út fremur nýstárleg „ljóðabók“ eftir Birki […]
87: The Wall með Pink Floyd
Nú hljóma ég áreiðanlega dálítið einsog Sindri Eldon en þessi plata er án minnsta hugsanlega vafa ofhlaðnasta flúrrúnk sem ég hef á ævinni hlustað á. Ég er hreinlega miður mín eftir hlustunina. The Wall með Pink Floyd er „verk“ – einhvers konar rokkópera á kókaínstílum – sem veit ekki hvort það vill heldur vera óður […]
88: At Folsom Prison með Johnny Cash
Ég syng ekki alltaf opinberlega en þegar ég syng opinberlega þá syng ég Folsom Prison Blues. Það var eiginlega bara einu sinni, með Hallvarði Ásgeirssyni – sem söng að mig minnir San Quentin – á minningartónleikum um Johnny Cash rétt eftir að hann dó 2003. Aðrir sem komu fram voru Megas og Súkkat, Kimono, Rúnar […]
Við hugsum öll of mikið: Um París Norðursins
Kvikmyndin París Norðursins minnir á Hal Hartley myndir níunda áratugarins, fjallar á einhvern hátt um karlmenn í tilfinningalegri kreppu, viðkvæma karlmenn og hörundssára, karlmenn sem virðast jafnvel ekki hafa yfirsýn á grunngildin í lífinu og þess vegna ekki stefnu í lífinu. Við kynnumst aðstæðum þeirra í raun og veru ekki í gegnum lífið í þorpinu […]
89: Dusty in Memphis með Dusty Springfield
Dusty er fyrsta konan á topp 100 listanum. Fyrstu línurnar í fyrsta laginu eru því eðli málsins samkvæmt daðrandi: „Just a little lovin’ / early in the mornin’ / beats a cup of coffee / for startin’ off the day“ (raunar voru það vel að merkja hjón sem sömdu lagið og líklega ósanngjörn einföldun að popp kvenna snúist […]
Tónlist vikunnar: Pink Street Boys – móteitur við hey!mæði
Hæ, með því að smella hér (og hugsanlega gera eitthvað svona hægrismellsfiff) er hægt að sækja plötuna Trash from the Boys með hljómsveitinni Pink Street Boys. Það verður alveg hægt fram á næsta föstudag (eftir viku) – og það er heldur ekki þjófnaður eða neitt (umbeðnir gáfu þeir plötuna sjálfir til niðurhals, sem er lýsandi) – en ég myndi […]
90: Talking Book með Stevie Wonder
Þessa á ég á vínyl. Eða mamma á hana en ég er með hana í gíslingu í kassa uppi á lofti á Ísafirði. Þegar ég var svona 16-17 ára spilaði ég tvö laganna á henni mjög mikið – talsvert meira en hin. Maybe Your Baby og Superstition eru flottustu fönklög sem ég þekki, án nokkurs […]
91: Goodbye Yellow Brick Road með Elton John
Það er undarlegt – eða kannski er það ekkert undarlegt – hversu mikið af persónulegum minningum koma upp í hugann þegar ég hlusta á þessar plötur. Hvernig ég er alltaf orðinn sex ára aftur. Fimm ára. Níu ára. Hvernig þetta voru allt einu sinni eftirlætis tónlistarmennirnir mínir. Elton John er engin undantekning – kannski var hann […]
92: 20 Golden Greats með Buddy Holly
Á listanum sem ég hef farið eftir stendur að þessi plata sé með Buddy Holly. En þegar ég sló henni upp gat ég í fyrstu ekki betur séð en að hún væri með The Hollies – engin plata með þessu nafni er skráð á Buddy Holly á Spotify. Vinnutilgáta mín var lengst af sem sagt […]
Samtímalistin á hestbaki veruleikans
Upp er komin áhugaverð deila á Ítalíu út af nútímalistaverki, sem hefur verið til sýnis undanfarið í nútímalistasafninu MAXXI í Róm sem hluti af eigu safnsins. Um er að ræða verkið „Piggyback“ eða „Hestbakið“ eftir bandarísku bræðurna Jake og Dinos Chapman. Verkið er skúlptúr sem sýnir tvö nakin stúlkubörn í „Nike“ íþróttaskóm einum fata. Önnur […]
93: Sign ‘O’ the Times með Prince
Fyrsta upplifun mín af tónlist var pólitísk, faksjónal, klíkumyndun, pólarísering, einhvers konar ímyndar- og sjálfsmyndarsköpun. Ég var líklega 6 eða 7 ára og stóra systir mín sannfærði mig um að halda með Wham. Ég komst svo að því seinna að allir vinir mínir héldu með Duran Duran, og skipti um lið og tók þátt í […]
94: Bitches Brew með Miles Davis
Ég átti einu sinni tvíkynhneigða kærustu sem sagðist lesa Bukowski til að komast í samband við sinn innri kvenhatara. Mér verður stundum hugsað til þessa. Og þeirrar tilfinningalegu þarfar – hvort sem hún er ásköpuð eða eðli málsins samkvæm – að bölva heilu kynunum, og þá helst þeim sem maður laðast að kynferðislega, þeim kynjaverum […]
95: Green River með Creedence Clearwater Revival
Ég gæti mjög auðveldlega átt eftir að verða svona pabbi sem fær sér vodka í kók og hlustar hátt á John Fogerty á leiðinni á árshátíð, dillar sér og pússar leðurskóna. Ég hefði í það minnsta ekkert á móti því. Þetta er voða þægilegt no bullshit rock’n’roll og Fogerty hefur þann galdur á valdi sínu […]
96: Tommy með The Who
Platan – óperan, verkið – Tommy með The Who er svínslega metnaðarfull tilraun Pete Townshend til þess að konfrontera kynferðisofbeldi sem hann varð (hugsanlega) 1 fyrir í æsku – eins konar metaævisaga í tónum og textum þar sem gítarleik er skipt út fyrir kúlnaspil og rokkheiminum fyrir einhvers konar Lísuíundralandískum sósíal-realisma – sem nær epískum […]
Erfiða togstreitan í Mean Girls, Clueless, Legally Blonde. Í gegnum gleraugu tvíhyggjunnar.
Í grein sinni Hegelskur módelsmiður veltir Brynjar Jóhannesson fyrir sér díalektík líkama og hugar út frá togstreitu kvikmyndaáhorfandans. Áhorfandinn gerir sér grein fyrir bágri internet-einkunn; hann veit að Hollywood myndin fyrirsjáanlega mun ekki svala þorsta hugans vitsmunalega og því hlýtur hún að svala andstæðunni, líkamanum. Þetta er samsvarandi ástand og þegar hugurinn svignar undan líkamlegri […]
97: The Freewheelin’ Bob Dylan með Bob Dylan
Titillinn er svolítið einsog ef Jónsi í Sigur Rós gæfi út plötu sem héti Jónsi krúttar yfir sig. Platan er góð. Hvað á maður að segja? Þetta er Freewheelin’. How many roads og svona. Konan mín fékk lögin strax á heilann – mér er enn illt í hásininni og kemst ekki út að hlaupa, spilaði þetta […]
Þjóðarskáldsagan mikla á tuttugustu og fyrstu öld
Freedom og Sjálfstætt Fólk
Vegna stærðar og yfirburðarstöðu bandaríska heimsveldisins síðustu hálfa öld eða svo er auðvelt að gleyma því hversu ungt það er í raun. Þá miða ég ekki aðeins við undirritun Sjálfstæðisyfirlýsingarinnar árið 1776 heldur enn fremur ungt í menningarlegum skilningi. Einstök og einkennandi séramerísk menning – verk og raddir sem gætu aldrei hafa sprottið upp annars […]
Að hafa tíma fyrir hið háleita: Niður af Töfrafjallinu
Í sumum tilfellum keppist listin við að líkja eftir veruleikanum, á öðrum stundum að lyfta honum á annað plan, kjarna hann, snúa honum á haus, veita ný sjónarhorn. Ég á stundum erfitt með mig þegar ég nálgast sköpun annarra, hvernig eigi að meta hana og þá vill mælikvarðinn verða persónulegri, kannski byggður á tilfinningu og […]
98: This Year’s Model með Elvis Costello
Ég hef aldrei hlustað á Elvis Costello og ekki fundið til neinnar sérstakrar löngunar til að temja mér þann sið – ekki fundist ég verri fyrir að skilja ekki snilldina. Ég hef útskýrt það fyrir sjálfum mér þannig að þótt ég fái fró úr rómantísku þunglyndi þá gildi hið sama ekki um raunsæislegra fúllyndi – […]
99: There’s a Riot Goin’ On með Sly & The Family Stone
Groove er gróp og fönk er stankur. Stankmúsík er tónlist sem leitar sér að gróp til að setjast í – stankgrúppan vill hjakka í sama farinu, í besta skilningi þess orðtaks. Finna sér góða gróp og hreiðra um sig. Það er margt gott á plötunni There’s a Riot Goin’ On en líka ýmislegt sem er […]
100: In the Wee Small Hours með Frank Sinatra
Átakalaus. Litlaus. Ég spurði son minn í aftursætinu hvað honum þætti og hann sagði: þetta er ekki góð músík. Dóttir mín fór að gráta (það gerði hlustunina vel að merkja ekki bærilegri). Konan mín sagði að kannski þyrfti maður að sjá hann syngja þetta til að átta sig á sjarmanum. Horfa í þessi stóru bláu […]
Moodysson kemur þér í gott skap
Vi är bäst!
Vi är bäst! er fyrsta mynd Moodyssons síðan árið 2009 en þá gaf hann frá sér myndina Mammut sem fékk blendnar viðtökur. Nafn Moodyssons vekur líklega enn í dag upp óþægilegar minningar vegna myndanna Lilya 4-Ever (2002) og Ett hål i mitt hjärta (2004), en þær eru, geri ég ráð fyrir, á listanum hjá fleirum […]
Skömm og heiður
Um Hamskiptin og Skugga sólkonungs
Fyrir skemmstu komu út tvær bækur sem segjast fjalla um hrunið en virðast báðar í reynd fjalla um góðærið. Hamskiptin eftir Inga Frey Vilhjálmsson og Skuggi sólkonungs eftir Ólaf Arnarson eru báðar ákæruskjöl og vilja færa fram rök fyrir því hverjum hrunið var að kenna. Í bók Ólafs birtist einn sökudólgur, Davíð Oddsson. Í Hamskiptunum er hins vegar bent á þig, það er Íslendinga yfirleitt, þjóðina eins og höfundur orðar það stundum.
Skjaldborg: ¡Vivan las Antipodas!
Victor Kossakovsky er heiðursgestur Skjaldborgarhátíðarinnar í ár
Skjaldborg er eitt af segulmögnum Vestfjarða þegar sumarvertíðin hefst og viðeigandi þegar sumarlangar nætur í ægifögru landslagi að fegurðarfíkillinn Kossakovsky sé aðalgestur hátíðarinnar. Það var ekki laust við að hin háleita fegurðarumræða og ofurrómantík sem tröllríður listþönkum landans fengi sinn skerf beint í æð á opnunarmynd hátíðarinnar, ¡Vivan las Antipodas! eftir Kossakovsky. Þessi mynd hans […]
Regnbogabörn íslenska meðaljónsins
Um Óskasteina í Borgarleikhúsinu.
Ég hef verið aðdáandi Ragnars Bragasonar frá því að ég horfði fyrst á Næturvaktina. Í kjölfarið fylgdu þáttaraðirnar Dagvaktin og Fangavaktin og svo loks kvikmyndin Bjarnfreðarson. Þættirnir mörkuðu nýja tíma í íslenskri sjónvarpsþáttagerð bæði hvað varðar gæði og efnistök. Í þáttunum sáum við hæfni Ragnars til að búa til fjölskrúðugt perónugallerí þar sem litaflóran spannaði gjörvallan regnboga íslenska meðaljónsins. Persónur þáttana eru íslenskar erkitýpur. Flest gátum við speglað okkur í einhverri persónu þáttana, eða í það minnsta sáum við þar einhvern (einn eða fleiri) sem við þekktum úr okkar eigin lífi.
Það er lyginni líkast þegar konseptið ber sannleikann ofurliði
Það er alltaf verið að ljúga að manni og manni finnst það misalvarlegt, stundum sækist maður jafnvel eftir því að veruleikanum sé hliðrað aðeins ef það er þannig sem maður sjálfur getur litið soldið betur út. Þetta er rosalega djúp sýning, það er rosalega mikil rannsóknarvinna að baki, þetta er samstarfsverkefni þriggja landa, það eru vísanir í svo margt í þessari sýningu. Og var ég búinn að segja þér, að hún er rosalega djúp sko, ef þú skilur hana ekki, ekki vera reyna skilja hana, hún er svo djúp, þú bara átt að vera á andlegu ferðalagi sko, þú átt að upplifa og iðrast, endurfæðast sko. Jesús var þrjá daga í gröfinni sko, það er hvalurinn sko. Hindúar fundu sko sín æðstu trúarrit á hafsbotni sko, það er það sama. Skilurðu. Þetta er trúarleg reynsla. Þetta er trúarlegt.
Ekki reyna að skilja það. Textinn er allur úr AA-bókinni. Þetta er sko alvöru uppgjör.
Ferjan: Táknrænt ferðalag?
Ferjan Kristín Marja Baldursdóttir Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir Leikmynd: Vytautas Narbutas Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Hljóð: Baldvin Magnússon Tónlist: Hallur Ingólfsson Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Leikarar Hildur Berglind Arndal Katla Margrét Þorgeirsdóttir Halldór Gylfason Guðjón Davíð Karlsson Hilmar Guðjónsson Birgitta Birgisdóttir Anna Kristín Arngrímsdóttir Elva Ósk Ólafsdóttir Það er vissulega fólgið í auga þess […]
Æ! Vei! Vei!
– leyndardómurinn um Ai Weiwei og dularfullu vasana
Þann 3. apríl síðastliðinn opnaði yfirlitssýning á verkum kínverska andófsmannsins og listamannsins Ai Weiwei í Martin-Gropius-Bau í Berlín og stendur hún til 7. júlí næstkomandi. Í kynningartexta fyrir sýninguna, á heimasíðu Berliner Festspiele, segir meðal annars: „Þrátt fyrir alla þá ótrúlegu óvild sem honum hefur verið sýnd í heimalandi sínu ákvað Ai Weiwei að setja […]
Ofsi Hitlers og óforbetranleg stríðni
- um skáldsögurnar Look Who's Back eftir Timur Vermes og The Jewish Messiah eftir Arnon Grunberg
Skáldsagan Look Who’s Back (Er ist wieder da) eftir þýska rithöfundinn Timur Vermes hefst á því að Adolf Hitler vaknar í almenningsgarði í Berlín. Það er sumar og árið er 2011. Hann man síðast eftir sér í bönkernum. Í skamma stund er hann ringlaður yfir því hvað hafi gerst en kemst svo að þeirri niðurstöðu […]
Rigningarvatn
List er kapítal. Tjáning, innra líf og sköpun er kapítal. Samfélagskipan eins og við þekkjum hana byggist á verkaskiptingu sem byggist á arðráni og misskiptingu. Sú verkaskipting þar sem sérstakir listamenn eru starfandi, framleiðandi tjáningu, innra líf og sköpun, á meðan hinir djöflast í verksmiðjunni – byggist á arðráni og misskiptingu. Mýtan um listamanninn þrífst […]
Lágkúruleg illska nær og fjær
The Act of Killing og The Unknown Known
Heimildarmyndin The Act of Killing (Joshua Oppenheimer, 2012) hefur skiljanlega vakið mikla athygli. Flestir, þar á meðal undirritaður, fyllast óhug og furðu við áhorf hennar. Eru það þá sérstaklega „aðalpersónurnar“, með Anwar Congo fremstan í flokki, sem reynast óskiljanlegar í því hvernig þær hreykja sér af gjörðum sínum og virðast (allavega framan af) skorta alla […]
Skapandi goðsögn: 20.000 days on Earth
Guðfræðileg orðræða um nýja heimildamynd um Nick Cave
Höfundarverk tónlistarmannsins og kúltúrgoðsagnarinnar Nicks Cave er óneitanlega margslungið og víðfeðmt. Nýjasta púslið í heildarmyndina vekur upp mun fleiri spurningar en það svarar – enda heimildarmynd með nýstárlegu sniði sem felur í sér endursögn, editeringu og mythologiseringu, á hugarheimi sem er skapaður úr atburðum í lífi og innblásnum texta listamannsins um sjálfan sig. Það má […]
Jarðhnik og flekaskil í Hörpu
Tónlistarhátíðin Tectonics fór fram í þriðja sinn hér á landi dagana 10.-12. apríl sl. Listrænn stjórnandi og hugmyndasmiður hátíðarinnar er Ilan Volkov, en hann hefur jafnframt gegnt starfi aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands undanfarin ár. Líkt og áður var Sinfóníuhljómsveitin í lykilhlutverki á hátíðinni ásamt fjölda listamanna sem þar kom fram. Heiðursgestur hátíðarinnar í ár var bandaríska […]
Engill til bjargar: Prédikanir á föstu
Að taka föstutextana alvarlega er að íhuga föstuna með sínu trúarlega inntaki, þann aðdraganda að krossfestingu Krists sem gerir stöðu hans og fórn áþreifanlega í lífi hins trúaða. Við búum aftur á móti við hefðir og í sumum þeirra felast möguleikar á því að „koma sér hjá föstuboðskapnum“ – eins og raunin var í prédikun […]
Reykjavíkurdætur á Harlem
Einhvern tímann í byrjun árs 2012 skrifaði ég grein um ákveðna krísu sem mér fannst íslensk feminísk umræða vera í. Inntakið í greininni var það að kröfurnar sem verið var að setja fram væru of hófsamar – mér fannst eins og krafan væri að konur fengju bara hlutdeild í völdum karla: fengju að leika með […]
Smituð af hungri réttlætis: Prédikanir á föstu
„Gef öllum þeim sem hungra brauð þitt, en hungur réttlætis þeim sem nóg eiga brauð.“ – Úr suður-amerískum altarisgöngusálmi. Það er nokkur list – sér í lagi í prédikun – að skilja mál sitt eftir í því tómi að þeir sem hlýða velti þeim punktum sem fram voru settir í hófsemd og komist að eigin […]
Sjö aðra sér verri: Prédikanir á föstu
„Látið engan tæla ykkur með marklausum orðum því að vegna þessa kemur reiði Guðs yfir þá sem hlýða honum ekki.“ (Ef.5.7) Það má með sanni segja að textar föstunnar séu með þeim torveldari þegar kemur að verkefni prestsins að leggja út af, glaðsinna og bjartsýnn, sóknarbörnum sínum til upplyftingar og mannbætandi íhugunar. Guðspjall síðastliðins sunnudag […]
Hegelskur módelsmiður upphefur þrjár Hollywood kvikmyndir
Í stuttu máli: Bandarískur táningur kynnist föður sínum, breskum lávarði, og kennir honum og fleirum hvernig á að slaka á og skemmta sér. Hófsamur bandarískur búðarstarfsmaður á þrjár vikur eftir ólifaðar og ákveður að eyða öllum peningum sínum í lúxusferð til Sviss þar sem hann kennir ríka fólkinu (og stífum þýskum hótelstarfsmanni) að slaka á […]
„And on the Thousandth Night …“eftir Forced Entertainment
LIVE eða hugleiðing um sögur og Twitter færslur alnetsins í bland
Einu sinni fyrir langa löngu sátu sjö meðlimir Forced Entertainment á stólum í rauðum skikkjum með risastórar pappakórónur á sviði. Þau sátu í sex klukkustundir og sögðu sögur. Stopp. Fearful moments in the dark/a phone rings seven times #1000thLIVE Einu sinni fyrir langa löngu var verið að segja sögur sem voru flestar um kónga og […]
Erindi kanverskrar konu : Prédikanir á föstu
Við erum hastarlega slitin úr sambandi við mögulegan áhrifamátt prédikunar eins og hún verkar í heiminum þegar við kynnumst ekki erlendum straumum og stefnum. Það er nákvæmlega af sama meiði og að kynnast erlendum listum, leikhúsi, tónlist; það eflir okkur sem neytendur lista og þroskar. Fram að því að kvikmyndin Málmhaus leit dagsins ljós s.l. […]