Um ljóðabókina Dvalið við dauðalindir eftir Valdimar Tómasson. JPV gefur út og kom bókin út fyrr á þessu ári. Er þetta þriðja ljóðabók höfundar. Áður hafa komið út Enn sefur vatnið (2007) og Sonnettugeigur (2013). Umrætt verk lætur ekki mikið yfir sér, ekki frekar en tala dauðsfalla á blaði kann að gera. Verkið telur þrjátíu […]
Rýni
Fiskur af Himni eftir Hallgrím Helgason
Að lesa ljóð - Gagnrýnandinn, aðallega um sjálfan sig
Mér finnst ég bara geta skrifað um þessa bók þegar ég er pínu fullur. Verð svo miskunnarlaus og fæ harðar skoðanir; langar að meiða Hallgrím. Hitti hann bara einu sinni og það var mjög næs, skemmtilegur, viðkunnanlegur, klár náungi og ég pínu starstruck og heimskur. (Hef aldrei fyrirgefið honum Suit&Tie dæmið.) Þegar ég er pínu […]
Fjórtán ára föstnuð
Ekki hefði ég getað giskað á að þegar ég yrði miðaldra yrði mitt helsta tómstundagaman að skrifa bókmenntaritgerðir. Eða kannski frekar „kjörbókaritgerðir“ eins og þessi bókmenntagrein hét þegar ég var í menntaskóla. Þar skrifaði ég bara eina svona ritgerð, um Kyrr kjör eftir Þórarin Eldjárn, og það með umtalsverðum harmkvælum. Í háskóla valdi ég ævinlega að taka próf frekar en skrifa ritgerðir eða vinna önnur slík verkefni. Og svona er nú komið fyrir mér.
Nirvana fyrir drykkjumenn
Ko Un, dauðinn og hversdagurinn
Horfa á tunglið, segirðu? Gleyma fingrinum sem bendir á það, segirðu? Meiri þvermóðskan í þér! Tunglið og fingurinn, gleymdu þeim báðum eða láttu þetta eiga sig. (úr ljóðinu Tunglið, bls. 113) Ahemm. Afsakið útúrdúrinn: Á Íslandi hafa ungskáldin skipt sér í fylkingar – á aðra höndina er talað um „spíttskáld“ og og hina „strætóskáld“ – ekki […]
Strákalegar rímur og menning þeirra ungu
Gerviglingur þeirra JóaPé og Króla
Eftir bókstaflega B.O.B.U sem hristi upp í samfélagi Íslendinga í haustgráum hversdegi, sem gaf fyrirheit um að þrátt fyrir sumarlok geti enn verið sumar í hjarta og barnsleg gleði til að dansa við, var beðið í ofvæni eftir útkomu plötunnar Gerviglingur. Undirrituð ákvað að vaka eftir þeirri stundu þegar að hún yrði opinberuð á tónlistarveitunni […]
Hold Your Own eftir Kate Tempest (2014)
Hold Your Own, ljóðabókin eftir Kate Tempest, sem best er þekkt úr bresku rappsenunni, er merkileg fyrir margar sakir. Þar er tekist á við allmargt, með bakland í klassík, í mýtum. Rauði þráðurinn í gegnum bókina er sagan af Tiresiasi, stráki sem sér snáka í skóginum eðla sig, stíar þeim í sundur og breytist í […]
Á kolli mínum geymi ég gullið
Ríkarður II var fyrsta leikrit Shakespeares sem ég las.
Þannig var að á unglingsárum mínum höfðu föðurforeldrar mínir fyrir sið að gefa okkur barnabörnunum peninga rétt fyrir jól og láta okkur sjálf um að velja frá þeim gjafir. Um svipað leyti og þau tóku upp á þessu var ég orðinn sá heiftarlegi lestrarhestur og grúskari sem ég hef verið allar götur síðan
Dýrmæt gjöf til íslenskra bókmenntaunnenda
Sögur frá Rússlandi
Ég er persónulega þeirrar skoðunar að hápunkt skáldsögunnar sem listforms sé að finna í nítjándu aldar raunsæinu. Þar vega auðvitað ensku- og frönsku bókmenntahefðirnar – höfundar eins og Dickens, James, Stendhal, Flaubert, Hugo, o.s.frv. – þyngst. Sökum einstakra sögulegra og menningarlegra aðstæðna og skilyrða sker rússneska hefðin sig þó töluvert frá evrópskum bókmenntum og býður […]
Hlýleg tilraunastarfsemi
Þann 10. október síðastliðin kom út ný plata frá Hafdísi Bjarnadóttur tónskáldi og gítarleikara. Sú ber heitið Já. Á plötunni er að finna tólf lög sem flest öll eiga sér einhverja sögu í ferli Hafdísar. Þar af leiðandi er að finna fjölda hljóðfæraleikara á plötunni sem, fyrir utan Hafdísi sjálfa, leika mest á tveimur til […]
Nasasjón:
Ferð til hinna og sagan af því
Um ferðasögu Halldórs Friðriks Þorsteinssonar, Rétt undir sólinni eftir. Folda gefur út. Folda virðist vera hluti af Crymogeu því þar er bókina að finna. Verkið telur 207 síður. Engar myndir skreyta bókina. Lesandi verður að notast við ímyndunaraflið. Í septembermánuði 2013 er verðbréfasalinn, athafnamaðurinn og stofnandi H.F. verðbréfa, Halldór Friðrik Þorsteinsson, staddur einn […]
Inntökupróf í skóla lífsins
Er þýðing Helga Hálfdanarsonar á Love’s Labour’s Lost hans verstu glöp? Þá er ég auðvitað að meina þýðinguna á nafninu. Ástarglettur?! Hvað á það að þýða? Væri „Ástarbrall í óskilum“ ekki skárra? „Ástin sigrar ekki“? Eða kannski „Ástarþrautin þyngri?“ „Labour’s“ vísar víst til þrauta Herkúlesar segir formálinn, og Herkúles kemur allnokkuð við sögu hjá hinum […]
Dýpt og alvara: Fleet Foxes á Iceland Airwaves
Á laugardagskvöld lék bandaríska þjóðlagarokksveitin Fleet Foxes í Eldborgarsal Hörpu en tónleikarnir voru hluti af dagskrá Iceland Airwaves. Hljómsveitin sló í gegn með plötu samnefndri sveitinni árið 2008 en hljóðheimur hennar, útsetningar og lagasmíðar þóttu minna um margt á þjóðlagarokk sjöunda og áttunda áratugarins og var sveitin gjarna borin saman við Crosby, Still, Nash & […]
Ekki þið, hálfvitarnir ykkar
Um Hvítsvítu eftir Athenu Farrokhzad
Einu sinni þegar ég var ungur og reiður, ákvað ég að rífa niður eftirprent af Mattisse verki úr stigaganginum þar sem ég bjó. Ég var eflaust búinn að ákveða að hann hefði gerst sekur um að mála frekar myndir og dytta að rósum en að berjast gegn nasistum með list sinni. Ég hef réttlætt ódæðið […]
Manst’ ekki eftir mér?
Ef marka má það ritunartímatal sem ég styðst við í gegnumferð minni um leikrit Shakespeares er The Comedy of Errors fyrsta verkið sem frá honum kemur þegar leikhúsin voru opnuð á ný eftir að plágunni létti 1594. Í millitíðinni hafði Shakespeare lifað á lýríkinni, sett saman tvo vinsæla ljóðabálka, Venus and Adonis og The Rape […]
Stuðmenn öreigans
Nýlega kom út fyrsta breiðskífa hinnar fornfrægu pönkhljómsveitar Mosa frænda, Óbreytt ástand. Mosi frændi, sem er sjálfsagt þekktust fyrir lagið Katla kalda, lá lengi í dái en reis upp að nýju fyrir einhverjum árum síðan. Hljómsveitina skipa Aðalsteinn Þórólfsson (bassi og rödd), Ármann Halldórsson (trommur og söngur), Björn Gunnlaugsson (gítar, trommur, rödd og munnharpa), Gunnar Ólafur […]
Allt sem ég man ekki: Lúmskt vönduð bók
Skáldsagan Allt sem ég man ekki eftir Jonas Hassen Khemiri kom út í fyrra í þýðingu Þórdísar Gísladóttur. Bókin kom fyrst út hérna í Svíþjóð árið 2015 og hlaut þá Augustpriset, sem eru virtustu bókmenntaverðalun Svíþjóðar og heita eftir Augusti nokkrum Strindberg. Það er nokkuð óhætt að segja að bókin hafi gert stormandi lukku útum […]
Nokkur orð um kynferðisofbeldi
1593 og 4 var plágan á kreiki í London og yfirvöld lokuðu leikhúsunum trekk oní hvað. Leikhóparnir lögðust í leikferðir um dreifbýlið, oft með styttar og einfaldaðar útgáfur verkanna (sem sumar rötuðu seinna á prent, síðari tíma ritstjórum til armæðu og virðisauka), seldu handritin sín til útgefenda og leikskáldin leituðu á önnur mið. Shakespeare ákvað […]
Dvergflóðhestar og ofbeldi
– um skáldsöguna Veisla í greninu eftir Juan Pablo Villalobos
Spurninguna sem sprettur úr hjarta skáldsögunnar Veisla í greninu (Fiesta en la madriguera) eftir Juan Pablo Villalobos mætti orða svona: hvað er ofbeldi? ef við kærðum okkur á annað borð um að umorða heilar skáldsögur 1, heilar spurningar í eina setningu, þrjú lítil orð. Svarið við spurningunni er auk þess að finna í bókinni, sem […]
Bubbi fyrir byrjendur og lengra komna
Um ljóðabækurnar Hreistur og Öskraðu gat á myrkrið eftir Bubba Morthens
Hreistur er önnur ljóðabók höfundar og inniheldur 69 ljóð á ótölusettum blaðsíðum. Hvert ljóð ber númer. Mál og menning gefur út. Öskraðu gat á myrkrið er einnig gefin út af Máli og menningu og inniheldur 33 númeruð ljóð á ótölusettum síðum. Þess má og til gamans geta að hér finnum við einnig ljóð eftir Bubba.
Christopher Nolan er ofmetnasti leikstjóri nútímakvikmynda
Dunkirk
Ég held ég sé ekkert að ýkja þegar ég segi að Dunkirk sé sú mynd og bíóupplifun sem olli mér hvað mestum vonbrigðum. Það þarf allavega að leita langt aftur svo ég muni eftir sambærilegu dæmi. Vonbrigði ráðast auðvitað af væntingum, eitthvað sem ég er oftast góður í að stilla mjög í hóf í tilfelli […]
Allífið, amstur og ástand mála
Um ljóðabókina Orðsendingar. Bókin er 64 síður og kom út 2017. Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi gefur út. I Skáldkonan Halldóra Thoroddsen (1950) hefir verið nokkuð iðin við kolann undanfarið enda kominn á þann aldur að nú er að hrökkva eða stökkva. Hún hefir augljóslega ákveðið að stökkva. Á síðasta ári kom út nóvellan Tvöfalt gler. […]
Tungumál Vetrarbræðra
Snjór. Kalk. Hvítt. Autt. Tómt. Náma. Myrkur. Ljós. Emil selur heimabrugg. Glugg glugg. Maður dettur niður. Það vantar eitthvað í líf Emils. Í hjartanu, þar sem ástin á að vera, er stór, hvít eyða. Stórt, hvítt herbergi fullt af kalksteini. Stórt, tómt og hvítt. Það eru engir gluggar í þessu hvíta herbergi og þess vegna […]
Að elta frelsið fram af bjargi
- Um Grænmetisætuna eftir Han Kang
Í angistarfullum orðum argentíska játningaskáldsins Alejöndru Pizarnik birtist ákveðið raddleysi. Rödd hennar á sér ekki heima í okkar mannlega umhverfi, heldur í útjaðrinum, með dýrunum og öllum hinum. Þesskonar raddleysi lýsir einkar vel stöðu konunnar, samkvæmt Simone de Beauvoir, og hvernig notkun á karllægu tungumáli hefur orðið til þess að klofnun verður í sjálfi kvenna. Hið ráðandi sjálf, er mótað af samfélagslegum gildum og eftirvæntingum, fölskum röddum og raddleysi, hið víkjandi sjálf er frjálst, villt og hefur sína eigin rödd. Rödd sem er þeirra og aðeins þeirra.
Krúnuleikar
Henry VI
Fyrsta tilraun Shakespeares til að færa Englandssöguna í leikrænan búning eru þrjú leikrit um valdatíð Hinriks sjötta. Í framhaldinu kom svo fyrsta óumdeilda meistaraverkið, The Tragedy of Richard III, sem hangir með þríleiknum bæði ritunartímalega og í krónólógík efnisins en er að mörgu öðru leyti annars lags leikrit. Saman eru þessi verk stundum kölluð „fyrri […]
Þunnt loft — og þungt
Um heimildamyndina Out of Thin Air eftir Dylan Howitt
Fyrir rúmu ári síðan sat Hörður nokkur Jóhannesson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í hljóðveri Síðdegisútvarps Rásar 2, hvar hann reytti af sér heilt bókfell af bragðlausum klisjum og frösum, lét út úr sér hverja þreyttu staðreyndarvilluna á fætur annarri hvað varðar rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Þessi athöfn fór friðsamlega fram, Herði svo gott sem að vandræðalausu, án þess […]
Er þetta góð bók?
Saga af hjónabandi eftir norska rithöfundinn Geir Gulliksen var tilnefnd til tveggja norskra bókmenntaverðlauna árið 2015 og til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs ári seinna. Það ætti að benda til þess að bókin sé góð. En er bókin góð? Við skulum geyma þá spurningu aðeins. Mig langar aðeins til að velta því upp hvort hún stendur undir því […]
Glataður gauksungi
Edmund Ironside
Hvað skrifaði Shakespeare mörg leikrit? Það er nú það. Í fyrstu heildarútgáfunni (F) eru 36 verk. Tvö til viðbótar (Pericles og The Two Noble Kinsmen) hafa lengi notið nokkuð almennrar viðurkenningar sem samvinnuverkefni þar sem okkar maður á umtalsverðan hluta. Kinsmen samt ekki nógu mikillar til að Helgi Hálfdanarson hefði það með í sinni heildarþýðingu. […]
Heilalaus rússíbanareið um merkingarþrungna satíru
Hann mætir augnaráði mínu, alvörugefinn og mér finnst á einhvern hátt eins og hann viti af hverju ég sitji í salnum. Það er eins og hann taki mig út, geri upp við sig hvaða dóm ég muni gefa sýningunni og lítur undan. Sýningin ber hið skrautlega heiti: „Framhjá rauða húsinu og niður stigann“. Samkvæmt undirtitli […]
Áferðarfallegt andvarp
Um Skýjafar eftir Jónu Kristjönu Hólmgeirsdóttur
Frá því ég man eftir mér hef ég dregist að afgerandi tjáningu. Listamenn með kreppta hnefa, gnístandi tönnum, oft bókstaflega öskrandi um upplifun sína á mannlegu ástandi. Með tímanum mildaðist ég í pjúrítanískri afstöðu minni. Eftir stendur samt að sú sköpun sem ég sækist helst í er sú sem virðist verða til í sjúklega hreinskilnu, […]
Sérstöðuþverstæðan
(Þjóðar)sálin hans Jóns míns eftir Birki Blæ
Ég sat í stofunni minni með þessa bók í höndunum og vissi ekkert hver þessi tiltölulega nýbakaði höfundur var. Á sama tíma birtist nýr fréttamaður á skjánum að taka viðtöl við þingmenn um nýjustu afglöp valdhafanna og vandræðaganginn við að drepa umræðum um þau á dreif. Og viti menn: þessir tveir nýju menn voru sami […]
Af litlum neista verður oft mikið bál svo og mál
Um skáldsöguna Móðurhug eftir Kára Tulinius. JPV gefur út. Verkið er 160 blaðsíður að lengd og kom út fyrr á þessu ári. Ástin er eins og sinueldur. Ástin er segulstál. Af litlum neista verður oft mikið bál. Ástin er eins og hvítigaldur, gagntekur líkama’ og sál. Af litlum neista verður oft mikið bál. Svo söng […]
Kassavanin snjáldurmús
THE TAMING OF THE SHREW
Arden-útgáfan af verkum Shakespeares eru nokkurskonar „Industry Standard“. Þar er leit að hinum fullkomnasta texta eilífðarverkefni, um leið og búið er að prenta hefst vinnan við næstu útgáfu (þriðja umferð er langt komin núna). Fræðin í kringum leikritin eru einatt fyrirferðarmeiri en þau sjálf, enda í mörg horn að líta. Það þarf að spá í […]
Ýmis konar hrollur
um ljóðasafn Jóns úr Vör
Undirritaður er ekki nærri því eins vel lesinn og hann vildi, og þá aldeilis fjarri því að vera eins vel lesinn og hann vildi láta aðra halda! Það kemur því vel á vondan að þurfa að gera þá játningu í upphafi að Jón úr Vör er eitt þeirra skálda sem ég hef þekkt lengi af […]
Skortir kraft heildarinnar
Um Safnljóð 2006-2016 eftir Gísla Þór Ólafsson
Árið 2003 kvað skáldið Gísli Þór Ólafsson sér hljóðs í Lesbók Morgunblaðsins með ljóðinu „Ást á Norðurpólnum“. Í ljóðinu er spaugileg sviðsetning þar sem brugðið er upp mynd af elskendum sem njóta ásta á Norðurpólnum í engu nema vettlingum. Það er samt ekki sviðsetningin sem slík sem gerir ljóðið eftirminnilegt, heldur sjónarhornaskiptin þegar ljóðmælandinn spyr: […]
Ætli allir finni frið í súrrealískri hljóðkúlu?
Ég sat inni í Hofi, á 1862 bistro, að fylgjast með gjörningi. Á Akureyri stóð yfir gjörningahátíð sem ber hið áhugaverða og margræða heiti „A!“. Fyrir þessu góða móti menningar og mannmergðar standa mörg góð félög á Akureyri ásamt einni alþjóðlegri leiklistarhátíð, Reykvískri danshátíð, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og Listhúsinu á Ólafsfirði. Sá gjörningur sem ég […]
Fjórir skotnir krakkar
The Two Gentlemen of Verona
Ég setti mér fyrir lesverkefni. Að lesa öll verk Shakespeares, leikrit og ljóð, nokkurnvegin í líklegri ritunartímaröð. Já og horfa á kvikmyndagerðir eða kvikmyndaðar sviðsetningar þeirra. Langflest leikritanna hef ég lesið áður, ýmist á frummálinu eða íslensku. Mörg hef ég séð og tveimur leikstýrt. Ljóðin þekkti ég lítið sem ekkert. Síðan skrifa ég eitthvað smávegis […]
Jóhamar: Dauði & djöfull
Þjóðskáld undirheimanna, Jóhamar, hefur sent frá sér Dauða & djöful, stutta en innihaldsríka sjálfsævisögu um andrúmsloft bernskunnar sem kristallast í lykt af steiktum lauk. Bernska sem birtist sem afstaða manns, hlutskipti í heiminum, útkast; sýn. Bókin, sem hefur engan útgefanda, engan útgáfustað, hefst á nokkrum ljóðum. Myndauðgi þessara ljóða setja mann strax úr jafnvægi, eða […]
Bang, bang: Byssuhasar í Breiðholti og skrímsli gengur laust
Um Nýja Breiðholt eftir Kristján Atla
„Reyjavík er ekki lengur lítil saklaus borg/ með ljósum prýddar götur, hrein og falleg torg.“ Þannig söng Bubbi Morthes í laginu „Hvað er töff við það í snöru að hanga“ sem kom út á plötunni Allar áttir árið 1996. Hann á sannlega kollgátuna blessaður. Í Reykjavík þrífast sannlega glæpir. Líkast til er og auðsótt mál […]
Neonbiblían: Hin bókin hans John Kennedy Toole
Nýverið kom út bókin Neonbiblían (e. The Neon Bible) eftir John Kennedy Toole í þýðingu Ugga Jónssonar. Bókin var skrifuð árið 1954 en kom ekki út fyrr en 1989, en þá voru 20 ár liðin frá láti höfundarins. Það má færa rök fyrir því að tilverugrundvöllur Neonbiblíunnar hafi verið sá að hér var komin önnur […]
Út fyrir rammann
Gyða Valtýsdóttir gaf út á síðasta ári geisladiskinn Epicycle sem hefur verið vel tekið. Hún vann íslensku tónlistarverðlaunin í opnum flokki fyrir vikið. Platan inniheldur nálganir Gyðu á níu verkum frá því sem mætti kalla hinn klassíska geira. Allt frá elstu skrifuðu laglínu sem þekkt er til framúrstefnu verka Harry Partch. Gyðu til aðstoðar er […]
Ameríski draumurinn í ljósi breska sósíalrealismans
American Honey
Ein af áhugaverðustu myndum síðasta árs var American Honey eftir bresku leikstýruna Andrea Arnold. Það er ekki beint hægt að segja að hún hafi ekki fengið næga athygli, en frá því að Fish Tank kom út bíða gagnrýnendur með eftirvæntingu eftir hverri nýrri mynd frá henni. American Honey fékk þó ekki einróma lof gagnrýnenda, þrátt […]
Átakalítil en vel skrifuð nostalgía
Draumar á þvottasnúru eftir Þorvald S. Helgason
Ég stend fyrir framan húsið og horfi á stéttina. Velti því fyrir mér hvort orðin séu þarna enn. Ef ég ætti að reyna að finna orð til að lýsa ljóðabókinni Draumar á þvottasnúru að þá skýtur tveimur orðum upp í hugann: Notaleg. Nostalgía. Ljóðin eru fremur átakalítil, þægileg, mjúk. Þar segir frá æsku ungs drengs […]
Lifi hinn skapandi kraftur í leikverkstæðum þjóðarinnar
Maípistill um leikhús
Lífvænt musteri við Hverfisgötu Það var verulegt ánægjuefni að verða vitni að kvikandi lífi á leiksviðinu í aðalsal Þjóðleikhússins í sýningum á þeim tveimur verkum sem þar voru frumsýnd þegar leið að lokum leikárs. Annað þeirra, Húsið, er fjörutíu ára gamalt leikrit eftir Guðmund Steinsson og hefur aldrei áður verið sett á svið; hitt var […]
Hvað er gagnrýni?
Gagnrýni, í grunninn, hefur það að markmiði að gera úttekt á höfundarverki — ræða efnismál þess, boðskap, stíl o.fl. Oftar en ekki spilar álit gagnrýnanda, tilfinningar hans í garð verksins og reynsluheimur hans inn í. Að því sögðu kemur ekki á óvart að engar tvær gagnrýnir séu alveg eins, þær geta jafnvel verið svo frábrugðnar að lesandi […]
Hér og nú og eilífðin
Um Flygildi eftir Móheiði Hlíf Geirlaugsdóttur
ugla sat á kvisti átti börn og missti eitt, tvö, þrjú og það varst þú Hver á að byrja í leik, hver verður hann, og hver aldrei? Uglan ræður, ugla sem situr á kvisti. Og missir börn. Þessi þula eða úrtalningavísa sem krakkar nota til þess að velja þann sem fær að byrja leik […]
Grípandi svipmyndir og léttvægar upptalningar
Um Sumartungl eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson
Mamma sagði alltaf að ég ætti ekki að lesa ljóðabækur spjaldanna á milli, maður bara dytti inn í þær svona hist og her. Kannski er það alveg rétt, hún hefur yfirleitt rétt fyrir sér. En ef maður er svona anal eins og ég og les þær síðu fyrir síðu, eitt ljóð á eftir öðru, þá […]
„Hún var útgerðarkona úr Stykkishólmi og fyrsta manneskjan með starfhæfa eiturkirtla.“
‒ Um Perurnar í íbúðinni minni eftir Kött Grá Pje
Framan á kápu bókarinnar er ritað stórum stöfum „textar“: eins almenn lýsing og hugsast getur, en um leið örlítið villandi, því miðað við almenna málvitund og fyrri störf höfundar gæti lesandi auðveldlega haldið að hér sé búið að taka saman og gefa út rapptexta herra Kötts. Það var jú í tónlist sem hann náði fyrst […]
„Lífið er fallegra þegar maður er þunnur“
Vaxtarverkir þúsaldarkynslóðarinnar
Það er skrýtið að vera ungur í dag. Við göngum um með tæki í vasanum sem geta veitt okkur alla heimsins þekkingu og komið okkur í snertingu við einstaklinga hinum megin á hnettinum með því bókstaflega að veifa fingri. Við getum tekið smálán og hoppað upp í næstu flugvél til Benidorm en berjumst samt við […]
Belgía, tólf stig
Eitt það besta við það að hafa búið erlendis í næstum ellefu ár er að hafa algjörlega misst af allri Júróvisjóngeggjun klakans í nær allan þann tíma. En nú er ég undirbý flutning heim á ný þótti mér ágætt að taka að mér að skrifa nokkrar línur um komandi keppni. En fyrst ætla ég að […]
Helgi Jónsson og Mein kampf unglingabókanna
Ég minnist þess tvisvar að hafa orðið virkilega pirraður og reiður við lestur unglingabóka, þeirrar annars stórkostlega vanmetnu bókmenntagreinar. Það væri máski ekki í frásögur færandi, nema vegna þess að þessi tvö skipti ásækja mig ítrekað þetta vorið. Í fyrra skiptið var ég þrettán ára og las í fyrsta skipti bók eftir Helga Jónsson. Ég […]