Endurtekið efni

Hver ætli besta leiðin sé til að tjá einhverjum það að maður elski hann ekki lengur. Ætli best sé að koma orðunum frá sér sem fyrst, ljúka óþægilegheitunum af og leiða hugann annað. Jæja, ég hafði nánast ekkert gaman af Passíusálmum Einars Kárasonar. Mér finnst formúlan: Mörg sjónarhorn, fyrsta persóna, sífelldar skoðanir; ekkert spennandi og […]

Frjómagn erginnar

‒ Um Greitt í liljum eftir Elías Knör

Greitt í liljum er önnur ljóðabók Elíasar Knörr (Knarrar?) sem út kemur á íslensku. Opinberlega mun Elías heita Portela að eftirnafni, upprunninn í Galisíu á Spáni þar sem hann hóf sinn skáldferil. Fyrri bók hans á íslensku, Sjóarann með morgunhestana undir kjólnum, frá árinu 2010, hefur undirritaður því miður ekki lesið en semsagt: hér höfum […]

Sósíalismi 21. aldarinnar verður tækni-útópía

Sjálfvirknivæðing mun á næstu árum og áratugum taka yfir æ fleiri störf verkafólks, gervigreind og sífellt flóknari sjálfvirk vélmenni munu gera fjölda starfsstétta óþarfar. Þetta óttast verkalýðshreyfingar og verkamannaflokkar víða um heim og hafa í mörgum tilfellum tekið afstöðu gegn þróuninni – en kannski eiga þessir hópar þvert á móti að fagna henni. Það er […]

Úr ferðasögu rimar á hjóli þjáningarinnar

Líkamsmálið í bókinni Ég er hér, eftir Soffíu Bjarnadóttur, lítur ekki út fyrir að vera kryptískt, þvert á móti gefur allt fas textans til kynna að merking allra mynda blasi við. En þegar taugaveiklaður karlmaður les: ég munda fallegasta vopnið það hættulegasta – þá stendur hann frammi fyrir óþægilegum efa: á hún við pennann, tungumálið, […]

Íslandi allt! Ísland über alles! 

Um skáldsöguna Eyland eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur.

I: Helvítis raunveruleikinn Við erum bundin hvort öðru með þúsund ólíkum tengingum; orðum röddum, snertingu, texta, blóði, söng, strengjum, vegum, þráðlausum, skilaboðum. Stundum aðeins við að sjá sömu sólina skríða yfir himininn, hlusta á sama lagið í útvarpi, raula sama textann fyrir munni okkur, annars hugar, á meðan við vöskum upp diskana eftir kvöldmatinn. Þetta […]

Skítapleis Alabama

S-Town er heiti nýrra útvarpsþátta sem gefnir voru út þann 28. mars síðastliðinn í Bandaríkjunum. S-ið stendur að sjálfsögðu fyrir „shit“ – Shit Town, skítapleis. Þættirnir koma úr smiðju þáttargerðarfólks This American Life og Serial, þeir slógu undir eins í gegn og ruku efst á lista yfir hlaðvarpsþætti vestan hafs. Reyndar er merkilegt að þessum árangri […]

Neindin er tómleg

Í Samdrykkjunni eftir Platón er að finna gamla kenningu um eðli ástarinnar. Gríska kómedíuleikskáldið Aristófanes segir frá því að eitt sinn hafi manneskjan verið ólöguleg vera með fjórar fætur, fjórar hendur og tvö andlit. Veran var „heil“, hún naut lífsins og gat spriklað um veröldina fremur áhyggjulaus. Þegar verurnar fylltust drambi og töldu sig vera […]

Handan fyrirgefningar

Við meltum þennan einfalda en öfluga sannleika og súpum úr vatnsflösku sem ég fiska upp úr bakpokanum (104) „The story we related is unique“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir í lok TED-fyrirlesturs hennar og Tom Stranger um ferlið sem hófst þegar Tom nauðgaði henni í herberginu hennar eftir jólaballið 1996 og „lauk“ með vikulöngum endurfundum í […]

Að gefast ekki upp. Gegn bönkunum.

Íslandsbanki átti internetið á mánudaginn síðasta – nánar tiltekið stóðu þeir að baki auglýsingaherferðinni sem allir voru að tala um. Þeir brýndu fyrir okkur að gefast ekki upp þótt það væri verið að mola velferðar- og húsnæðiskerfið að innan, heldur bara að herða okkur upp og búa í tjaldi í Öskjuhlíðinni í nokkur ár á […]

Við erum öll hafmeyjur

Áður en ég las ljóðabókina Gárur eftir Elfi Sunnu Baldursdóttur varð mér hugsað um hafmeyjur. Á forsíðu bókarinnar má finna ýmis fyrirbæri úr fjöruborðinu; kuðung, ígulker og fjöður ásamt ál sem virðist vera að reyna að lauma sér burt. Út um fyrirbærin stingast svo mennskir fætur og hinni hefðbundnu goðsögn um konuna með fisksporðin og […]

Í hlýnandi veröld er verst að lifa

Um ljóðabók Magnúsar Sigurðssonar Veröld hlý og góð.  Dimma gefur út og er verkið eitt af ófáum ljóðabókum sem forlagið hefir gefið út undanfarið. Verkið telur 71 síðu og inniheldur 36 ljóð og prósa. Vorir trumpuðu tímar Það er auðvitað deginum ljósara þeim sem ekki eru trumpaðir á geði að heimurinn stendur fyrir margvíslegum vanda.  […]

„Lífið á það til að gera leiksoppa úr okkur öllum“

Þrettán ástæður eftir Jay Asher

Þetta segir fólk stundum. Kannski ekki á þennan hátt, með þessum orðum, en oftar en ekki þykist fólk vita að lífið hafi eitthvað persónulega á móti þeim. Allt sem miður fer er útskýrt með einhverjum óræðum setningum um kosmíska hlutdrægni. Það er ekki í eðli veruleikans eða lífsins að velja eða skipa mönnum í fylkingar. […]

Djass af sígildum meiði

Mánudjass @ Húrra er sjö laga djassplata tekin upp lifandi á Húrra við Tryggvagötu. Afrakstur tveggja ára gamals prógrams, þegar platan kom út, á Húrra þar sem hinir og þessir tónlistarmenn koma og spila djass með húsbandinu. Á plötunni leika Birgir Steinn Theodórsson á kontrabassa, Birkir Blær Ingólfsson á saxófón, Hrafnkell Gauti Sigurðsson á gítar, […]

Væntingar eða fordómar?

Hamingjan leit við og beit mig

Mér finnst ég einhvern veginn þurfa að taka fram að ég hef engan sérstakan áhuga á nútímaljóðlist, svo það sem eftir kemur er ekki skoðun einhvers sem er sérstaklega fróður á því sviði. Það er ekki vegna þess að mér finnist nútímaljóðlist léleg eða neitt þvíumlíkt – ég hef ekki kynnt mér hana nóg til þess […]

Ofursýningar austan Atlantsála: Edda – Jóhannesarpassían – Afturgöngur

Síðari marspistill um leikhús

Bandaríski leikhúsmaðurinn Robert Wilson hefur undanfarna áratugi sviðsett slík ógrynni sýninga um heim allan að vart verður tölu á komið. Snemma í mars frumsýndi Det Norske Teatret í Osló Eddu, uppfærslu Wilsons á útleggingu Jons Fosse á norrænni goðafræði, en textann sækir Fosse í ýmis Eddukvæði; í Völuspá og Hávamál að ógleymdri Þrymskviðu, Eddu Snorra […]

Óskiljanleg upphefð: Um Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa

Öll verðlaun verða að eiga sér prófíl – einhvern karakter sem skilur þau frá öðrum verðlaunum, einhverja fagurfræðilega afstöðu – og Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar falla að manni sýnist iðulega í skaut hnyttnasta skáldi landsins. Þar drottnar húmorinn, svo að segja – í öllu falli er sigurvegarinn oftast nær mjög hnyttinn og árið 2016 var engin undantekning þegar […]

Guð slekkur ljósið, en Guð er ekki til!

Um Perurnar í íbúðinni minni eftir Kött Grá Pje

Bjartur gefur út og telur verkið 96 síður.Guð er dauður segir dauðvona barn gömlum manni með skugga í buxum á spítala á meðan trú á æðri tilvistarstig er haldið uppi af kommúnista er horfir á kafbáta á götum úti með grænmetisætu sér við hlið. Og grænmetisætan er á því að gömul kona, sem skilur ekkert […]

Á ystu nöf: Pabbi prófessor

Pabbi prófessor er önnur skáldsaga Gunnars Helgasonar um Stellu Erlingsdóttur og fjölskyldu. Sú fyrri Mamma klikk hlaut góðar viðtökur þegar hún kom út. Áður hefur Gunnar ritað bækur um fótboltastrákinn Jón Jónsson og fleiri barnabækur og unnið verðlaun fyrir. Eins er hann þekktur leikari og svo fyrir barnaefni sem hann vann með Felixi Bergssyni. Pabbi […]

Gáttatif – upp úr hafsjó bókaflórunnar

Hefur þú heyrt um hjartagalla sem nefnist Gáttatif? Samkvæmt vísindavefnum er Gáttatif rafleiðnitruflun í leiðslukerfi hjartans. Gáttatif getur verið einkennalaust en einkennin eru helst skert úthald, hjartsláttatruflanir og jafnvel einkenni hjartabilunar, en sjúklingar með hjartabilun þola gáttatif mjög illa. En þetta veit ég bara vegna þess að amma mín þjáist af þessu. (Ætli þetta sé […]

Hægbreytilegur Glass

og tindrandi Víkingur

Örfá orð um nýjasta geisladisk Víkings Heiðars Ólafssonar, Philip Glass: Piano Works, en hann inniheldur tíu af tuttugu etýðum Philips Glass, tónverkið Glassworks: Openings, auk þess sem Strengjakvartettinn Siggi og CFCF flytja strengjaútsetningar á fjórum etýðum. Philip Glass var alltof lengi á leiðinni til mín, en í dag er eins og hann hafi alltaf verið […]

Þórbergur og hinn frjói ungi andi

Marspistill um leikhús

Goðsagnir eru þess eðlis að erfitt getur orðið að leggja á þær trúnað séu þær lagðar á mælistokk rökhyggju og raunsæis. Samt gerist það einstaka sinnum að listir bregða á goðsögur alls óvæntu ljósi sem verður til þess að hugur manns gengur sögninni á vald og flýgur handan allra hversdagslegra raka. Sú saga að Jesús […]

Orð í tíma töluð

Um skáldsöguna Bjargræði eftir Hermann Stefánsson

Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi gefur út. Telur sagan 300 blaðsíður. Hægt að viðhafa mörg orð um nýjustu skáldsögu Hermanns Stefánssonar. Enda er sagan sjálf orðmörg. Verður þó stemmt stigu við orðafjölda.  Best fer nefnilega á því að fólk taki sér þessa bók í hönd og lesi. Helst upphátt. Saga þessi á erindi við vora tíma. […]

Að tigna vörtuna í kontrast

 – Garðaleiðir eftir Skarphéðinn Bergþóruson

Spurningarnar sem koma yfirleitt upp í huga mér þegar ég les ljóðabækur eru (ekki endilega alltaf þessar og ekki endilega alltaf í þessari röð): Hvað vill bókin segja mér, ef þá nokkuð? Hvernig myndi ég lýsa stemningunni í bókinni? Hverju líkist þessi texti (og hvernig er hann ólíkur því sem hann líkist)? Hvað gerir textinn […]

Góður félagi

Það er erfitt fyrir mig að viðurkenna það en, ég hef aldrei áður lesið bók eftir Gyrði Elíasson. Ég reyndi að lesa Gangandi íkorna á sínum tíma en hún höfðaði lítt til míns 16 ára sjálfs. Seinna gerði ég mér grein fyrir því að ég þyrfti að gefa Gyrði annan séns en ég hafði mig […]

Rétt mynd vann Óskarinn

Moonlight

Það er ekki oft sem maður er sammála akademíunni þegar kemur að vali á bestu mynd ársins. Raunar held ég að það sé óhætt að segja að það eigi við um langflesta kvikmyndanörda. Það hefur nánast verið árleg hefð að bölva henni og meðalmennskunni sem hún ákveður að verðlauna með stærstu og frægustu verðlaunum kvikmyndabransans, […]

Vantar upp á

Gímaldin gaf út tvær plötur á síðasta ári, fyrst var það metalplatan Blóðlegur Fróðleikur og seinna á árinu gaf hann út að mestu minimalíska elektróníska vefplötu er nefnist Eurovision Ré C Ktúr 2012 – 2016. Seinni platan er til umfjöllunar hér. Á henni eru átta lög, 24 mínútur að lengd og Gísli Magnússon gefur út […]

Óþelló 14–2 Jón Viðar

Ég fór bálreiður af Óþelló um daginn og alla leiðina heim kraumaði í mér löngun til að skrifa langa grein um þessa metnaðarfullu uppsetningu Vesturports – og um fordæmalausan, fáránlegan, kjánalegan, rætinn, tilgangslausan og innihaldsrýran pistil Jóns Viðars Jónssonar. Ég meina, Jón Viðar notar tækifærið í alllöngu ranti sínu til að takast persónulega á við […]

Ljóð muna rödd; Rödd man ljóð

Velkomin! Fáið ykkur sæti, breiðið yfir ykkur teppin og slakið á. Sjá! Tjöldin opnast og það er ekkert nema myrkur á sviðinu. En þá kviknar ljós og þið eruð að horfa inn í íslenskutíma hjá Ragnhildi Richter í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún er að biðja nemendur um að klippa út orð og setningar úr blöðum […]

Dæmigerð þroskasaga

Unglingabókin Sölvasaga unglings eftir Arnar Má Arngrímsson kom út árið 2015. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem og Bókmenntaverðlauna Norðulandaráðs sem Arnar vann. Þetta er hans fyrsta skáldsaga. Sögur útgáfa gefur út. Í stuttu máli sagt þá fjallar bókin um Sölva sem hefur nýlokið 10. bekk grunnskóla með afskaplega slökum árangri. Foreldrar hans telja […]

Nítján sögur

Nítján víddir

Í sögum sínum hefur Steinar Bragi oft leitast við að afbaka heiminn, taka það sem er uppi á borðum flesta daga, það sem allir hafa reynt og séð, og komið því vel fyrir í bakgrunninum. Það sem er í forgrunni er það sem ekki er uppi á borðum. Í nýjustu bók sinni segir höfundur, á […]

Göfgandi sársauki einverunnar, ástarsorg og vísindi

Febrúarpistill um leikhús

Kómedíuleikhúsið á Ísafirði, atvinnuleikhús Vestfjarða, hefur undanfarnar vikur verið í heimsókn í Þjóðleikhúsinu. Minnsta og fámennasta leikhús landsins drap semsé á dyr þess virðulegasta leikhúss sem við eigum og sýndi þar Gísla á Uppsölum, leiksýningu sem Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson hafa samið og byggja textann að langmestu leyti á rituðu máli sem […]

Límonaði er ljóðaverk – drottningin Bey hefur talað

Allt frá árinu 1981 hefur meðvitund mín verið sósuð í tónlist, til að byrja með í syntapoppinu frá Ultravox og Human Leage, síðar í poppmaukinu frá Rick Astley og álíka Stock/Aitken/Waterman-verksmiðjum og enn síðar í tilfinningaþrungnu nýbylgjunni frá Depeche Mode og The Cure. Síðar tók við slatti af pönki, enn síðar djass, klassík og nýklassík. […]

Ken Loach sker upp herör

I, Daniel Blake

Það hlýtur að teljast undarlegt hversu þögul listin hefur verið um þær gríðarlegu miklu og neikvæðu breytingar sem nýfrjálshyggjan hefur haft í för með sér síðustu áratugi. Að einhverju leyti er þetta skiljanlegt. Hugmyndafræðin er vissulega lúmskt fyrirbæri, skilvirkt verkfæri til að girða fyrir gagnrýni og útiloka önnur sjónarhorn. Breytingarnar hafa líka gerst hægt, yfir […]

Ambátt – Flugufen – rýni

Pælingin á bak við live ambient tónlist er frábær, það minnir mig á Portishead, Air og sumt Radiohead stuff og fleira skemmtilegt svo ég bar miklar væntingar til þessarar plötu. Pan Thorarensen þekki ég bara af góðu grúvi og slíkt býður hann líka upp á hér. Ambátt fær kudos frá mér fyrir vinyl framleiðsluna, love […]

Bert á milli í Harbinger – rýni

Bert á milli er samsýning Jóhönnu Kristbjargar Sigurðardóttur og Guðjóns Ketilssonar og jafnframt fyrsta sýningin í sýningarröð sem kalllast Eitt sett.  Fyrirhugaðar eru fleiri sýningar undir heitinu Eitt sett í Harbinger, sem er sýningarrými sem rekið er af listamönnum. Fyrir mér er Eitt sett tvær tegundir af fullunnum vörum sem pakkað var saman í plast […]

Þétt, þung og melódísk

Norsk-íslenska rokkhljómsveitin Golden Core gaf á dögunum út sína fyrstu breiðskífu sem þeir nefna Norwegian Stoner Machine. Hljómsveitin hefur verið að gera það gott í rokksenu Oslóar og hituðu m.a. upp fyrir Napalm Death þar síðasta sumar. Fyrir frammistöðu sína á þeim tónleikum gaf norski vængur Metal Hammer þeim 8/10. Það sem gerir þetta öllu […]

Hún langamma mín er bara byrjuð að ríða [1]

Um sjötíu og níu blaðsíðna skáldsöguna Tvöfalt gler eftir Halldóru Thoroddsen (1950) sem Sæmundur á Selfossi gaf út 2016 en var frumútgefin í tímaritröðinni 1005 árið 2015. Önnur verk Halldóru sem komið hafa út eru ljóðabækurnar Stofuljóð (1990), Hárfínar athugasemdir (1998) og Gangandi vegfarandi (2005) auk örsagnasafnsins 90 sýni úr minni mínu (2002). Var þessum […]

Sundrung í smásjá

Innsetning Shia LaBeouf, HE WILL NOT DIVIDE US, hófst fyrir utan hreyfimyndasafnið, Museum of the Moving Image, í Queens, New York borg, á innsetningardegi nýs forseta, 20. janúar, og er ætlað að standa þar næstu fjögur ár. Ég veit ekki hvort moldarflagið sem virðist liggja yfir blettinum fylgir sýningunni eða var þarna fyrir – en […]

Ofbeldi – fegurð og sannleikur

Seinni janúarpistill um leikhús

Heimurinn er fullur af góðu fólki sem fremur ill verk. Í einni skáldsagna sinna leggur Agatha Christie þessi orð í munn prívatspæjaranum Hercule Poirot, þeim einstaka og áhugaverða karakter sem er trúi ég uppspuni frá rótum. Poirot er höfundarverk maddömu Christie og hefur margsinnis verið endurskapaður í meðförum þeirra leikara sem farið hafa í hlutverk […]

Hinn umtalaði Óþelló

Fyrsti janúarpistill um leikhús

Þjóðleikhúsið bauð til hátíðasýningar á Óþelló eftir Svaninn frá Avon að kvöldi annars dags jóla. Frumsýningin var daginn fyrir Þorláksmessu svo örlítið var snúið upp á hefðina. Að minnsta kosti man ég ekki til þess að jólaleikritið í musterinu við Hverfisgötu hafi áður verið frumsýnt fyrir jól. Annar í jólum var ævinlega frumsýningardagur að því […]

Lífið er sorglega laust við mikilvægi

Aðeins um Skegg Raspútíns eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur

Óhætt er að slá því á föstu að samtíminn sveiflast öfganna á milli? Fjölmiðlar fræða okkur í sífellu um stríðs- og náttúruhörmungar með tilheyrandi sorg og dauða. Sorg og dauða sem erfitt er að kippa sér upp við vegna Stalínískrar tölulegrar nálgunnar sem ætíð er móðins. Fjölmiðlar fræða okkur um uggandi uppgang hægri öfgaafla, að múslimar ætli sér heimsyfirráð eða dauða og að Donald Trump ógni ekki bara heimsfriðnum, heldur ógni hann ekki síður klofum um helming mannkyns.

Við fáum veður af allslags heimssögulegum atburðum, stórum atburðum sem máski munu rata á spjöld sögunnar með tíð og tíma, enda sem neðanmálsgrein eða verða strokleðrinu að bráð.