Atburðarás Kræst! Ok, nokkurnvegin svona: Þegar sagan hefst er Bretlandshirð í uppnámi. Innogen konungsdóttir hefur gifst munaðarlausum lágaðalsmanni, Posthumusi, en ekki Cloten, stjúpbróður sínum, syni seinni konu föður síns, Cymbeline konungi. Posthumus hefur verið gerður útlægur og Cloten hugsar sér gott til glóðarinnar, þó Innogen fyrirlíti hann. Jafnframt hefur drottningin áform um að myrða bæði […]
Bókmenntir
Fökking Jónas Reynir: Stór olíuskip
Fökking Jónas Reynir gaf út tvær ljóðabækur á síðasta ári og eina skáldsögu! Ég óttast verulega að í umfjöllun minni muni leynast einhver gremja eða öfund ef ég viðurkenni ekki strax fyrir sjálfum mér hve ótrúlegt afrek mér þykir það, og hve mikið ég öfunda hann. Ég óttast samt líka að ég verði full jákvæður […]
Baráttan við ísinn
Um skáldsöguna Stormfuglar
Sjómannslíf, sjómannslíf, draumur hins djarfa manns, eingöngu ástir og ævintýr með sínum fræknu fiskimönnum sem við úfinn sjóinn fást í norðanbyl og stórsjó og björg að landi bera. Íslenskir sjómenn, sannir sjómenn sem láta sér ekkert fyrir brjósti brenna þótt suma langi heim til Maríu og það þrátt fyrir að vera uppspretta sæblautra drauma yngismeyja […]
Og svo …
Atburðarás Pericles Týrosprins fer í bónorðsför til Anthiochu. Þar þarf hann að leysa gátu konungs til að fá dóttur hans, en lausnin reynist vera blóðskammarsamband Antiochusar við prinsessuna. Pericles óttast um líf sitt og flýr heim, en stígur strax aftur á skipsfjöl enda von á hefndarleiðangri Antiochusar á hverri stundu. Hann bjargar íbúum Tarsus frá […]
Grái fiðringurinn
Atburðarás Anthony, Octavius og Leipidus stýra Rómarveldi eftir fall Júlíusar, Brútusar og Cassiusar. Anthony sér um austurhlutann og hefur sest að í Alexandríu og lifir þar í svallsælu með drottningunni Cleopötru, í óþökk Octaviusar. Þegar Pompey ógnar yfirráðum þrívaldanna yfir Miðjarðarhafinu og eiginkona Anthonys deyr hverfur hann heim til að jafna ágreininginn við félaga sína […]
Ritdómur um Pnín eftir Vladimir Nabokov
Kynning Eitt af því yndislegasta við að vera manneskja er hæfnin til að þroskast. Þó getur verið sársaukafullt að taka út þroska, því að gleðin yfir því að hafa breyst til hins betra er gjarnan menguð með blygðun á hinu fyrra ástandi og gjammandi rödd hins vanþroskaða sjálfs bergmálar um alla ganga hugans og það […]
Moldarslóðar og óskastígar
Um ljóðabókina Leiðarvísir um þorp eftir Jónas Reyni Gunnarsson
Ég er hrifin af Leiðarvísi um þorp. Það tók mig langan tíma að lesa hana vegna anna. Síðasta vetur þegar ég fékk eintakið, orkuðu öll orð og hugmyndir annarra yfirþyrmandi á mig. Ég opnaði bókina, las fyrstu ljóðin og hélt að hér væri á ferð frekar týpísk niðurdrepandi bók um íslensk þorp, á borð við […]
Rýtingur framundan
Atburðarás Eftir að hafa hrundið innrás og uppreisn fær skoski þjánninn Macbeth skilaboð frá þremur dularfullum konum að hann hafi verið sæmdur nýrri þjánsnafnbót og muni í framhaldinu verða konungur. Skömmu síðar kemst hann að því að fyrri spádómurinn hefur þegar ræst. Fullur bjartsýni um framhaldið heyrir hann konunginn Duncan útnefna Malcolm, son sinn, ríkisarfa. […]
Verk Dostojevskí eru sjálfshjálparbækurnar sem nútíminn þarf á að halda
Hinir smánuðu og svívirtu
Það er sannur heiður að fjalla um þessa þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur og Gunnars Þorra Péturssonar sem Forlagið hefur nýlega gefið út. Ingibjörg gerði auðvitað íslenskri menningu ómetanlegt gagn á löngum ferli með þýðingum sínum úr rússnesku – sem og eigin skáldskap. Þar má helstar nefna íslenskar þýðingar á öllum helstu meistaraverkum Dostojevskí. Eins og kunnugt […]
Að rata út
Atburðarás Hin aldni konungur Lér ákveður að skipta ríki sínu milli dætra sinna þriggja. Þegar Cordelia, sú yngsta, neitar að útmála ást sína á honum við opinbera athöfn afneitar hann henni og skiptir hennar hluta milli eldri systranna, Goneril og Regan. Fljótlega skerst í odda milli konungsins og fylgdarliðs hans og dætranna tveggja, sem hann […]
Klink & Bank
Atburðarás Timon er ríkur aþenskur aðalsmaður sem nýtur þess að halda vinum sínum veislur, gefa þeim rausnarlegar gjafir og leysa hvers manns vanda með peningum. En gjafmildi hans kostar sitt og hann hefur enga yfirsýn yfir skuldir sínar sem vaxa hratt og þegar lánadrottnar sækja að honum leitar hann til vinanna sem notið hafa gestrisni […]
Er hann sá rétti?
Atburðarás: Læknisdóttirin Helena hefur alist upp í skjóli hertogaynjunnar af Rousillion og elskar Bertram son hennar í laumi þrátt fyrir stéttamuninn. Konungurinn er dauðvona og Helena fer á fund hans með meðöl sem faðir hennar ánafnaði henni. Hún læknar hann og fær að launum að velja sér eiginmann úr röðum hirðmanna hans og velur auðvitað […]
Vestrænt frjálslyndi þvær hendur sínar
Um harðstjórn: Tuttugu lærdómar sem draga má af tuttugustu öldinni
Mál og menning gefur út bókina Um harðstjórn: Tuttugu lærdómar sem draga má af tuttugustu öldinni eftir Timothy Snyder í íslenskri þýðingu Guðmundar Andra Thorssonar. Ritið er athyglisvert fyrir margra hluta sakir, þrátt fyrir að vera stutt í sniðum og hraðlesið – ekki nema 153 síður í litlu broti. Það vakti mikla athygli þegar það […]
Hatur, glundroði og Guð
Þessa bók ætti að þýða á íslensku
Aðeins um skáldsögu þýsk-austurríska rithöfundarins Daniels Kehlmanns, Tyll, með það að augnamiði að vekja athygli á athyglisverðri skáldsögu og hvetja til íslenskrar þýðingar. Rowohlt Verlag gefur út. Verkið kom út í október á síðasta ári. 473 síður. Tyll hefir hlotið mikið lof. Sú er allajafna raunin þegar kemur að verkum Kehlmanns. Volker Wiedermann, sem skrifar […]
Heimferðir
Christine de Luca ljóð Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson valdi og íslenskaði Þegar ég neyti menningar núorðið, þá verð ég oftar en ekki pínulítið áhyggjufullur. Kvíðinn jafnvel. Hverju ætli sé verið að pranga inná mig núna? Verður þetta eitthvað? Verð ég ekki bara enn einu sinni fyrir vonbrigðum? Er þetta ekki bara sama gamla fjöldaframleidda draslið og […]
I go out of my mind (but) for you
Áður en ég hóf þennan heildarlestur voru Sonnetturnar það af ódramatískum verkum Shakespeares sem ég komst næst því að hafa lesið. Ég skal útskýra. Fyrir átta árum hafði Kristjana Arngrímsdóttir samband við mig og bað mig að semja lag fyrir sig. Ekki bara lag: tangó. Ég var auðvitað til í það, Kristjana er stórkostleg söngkona […]
Hönd D
Atburðarás Skerfarinn í London, Thomas More, getur sér gott orð þegar hann afstýrir allsherjaruppþoti og árásum innfæddra á hverfi innflytjenda og flóttamanna frá meginlandinu. Er aðlaður og gerður að „forsætisráðherra“ Hinriks áttunda fyrir framgönguna. Hann tekur á móti Erasmusi frá Rotterdam með léttu gríni og skemmtir borgarstjóranum í London með uppbyggilegri leiksýningu í kvöldverðarboði. Neitar […]
Ástarævintýri í Alþýðulýðveldinu
Um minningasöguna Ekki gleyma mér eftir Kristínu Jóhannsdóttur (1960). 270 blaðsíður. Bjartur gaf út 2017. Fyrir ekki svo löngu var heimurinn allfrábrugðinn því sem við eigum að venjast í dag. Heiminum var skipt upp í austur og vestur og tók skipting sú mið af ólíkum stjórnmálakerfum. Í einfölduðu máli af markaðskerfi sem dregur taum einkaeignarréttar […]
Stóridómur við Dóná
Atburðarás Hertoginn í Vínarborg felur hinum siðprúða Angelo stjórnartaumana en fer sjálfur huldu höfði í borginni til að sjá hvernig gengur. Angelo lætur verða sitt fyrsta verk að reyna að uppræta siðspillinguna í borginni og dustar m.a. rykið af dauðarefsingu fyrir barneignir utan hjónabands. Hinn ungi Claudio er sá fyrsti sem er dæmdur samkvæmt þeim. […]
Fimm stjörnu kenderí
Um ljóðakvöld Rauða skáldahússins: Dauðasyndirnar sjö
Eymd, volæði, og harðneskja lífsins eru það sem við sækjum í að fá að heyra um á ljóðakvöldum. Lélegt kynlíf og eiturlyf eru fín umfjöllunarefni til að létta aðeins stemninguna en alls ekki nauðsynleg. Kvöld tileinkað búningum, kynþokka og fullfrísku fólki að leika sér með rýmið er örugglega alveg fínt fyrir þá sem tengja eitthvað […]
Ást í Þistilfirði
Atburðarás Herforingi Feneyinga, Márinn Othello, giftist á laun ungri aðalskonu, Desdemonu. Einn af mönnum hans, merkisberinn Iago, leggur fæð á Márann af ýmsum ástæðum, m.a. vegna þess að annar hermaður, Cassio, hefur verið tekin fram fyrir hann í stöðuhækkunarröðinni en kannski ekki síst af því hann telur Márann hafa sængað hjá Emilíu, konu sinni. Honum […]
Uggur og andstyggð á Kanaríeyjum
Umfjöllun um bókina Uggur og andstyggð í Las Vegas
Það fyrsta sem ég er vanur að spyrja mig þegar einhver ný þýðing (á eldra verki) verður á vegi mínum er hversvegna er þetta að koma út núna? Hvert er erindi verksins við samtímann? Það er kannski ekki nema von að maður velti þessu fyrir sér þegar Uggur og andstyggð í Las Vegas er annars vegar. Bókin kom fyrst út árið 1971 og skapaði talsverðan usla. Gagnrýnendur vissu margir hverjir ekki hvað þeim átti að finnast en dómarnir urðu víst jákvæðari eftir því sem bókin varð vinsælli.
Þar sem kvíðinn á heima
Um fyrstu sex bækurnar í seríunni Tólf eftir Brynjar Jóhannesson
Ég er að gera þetta vitlaust. Ég geri alltaf allt vitlaust. Bækurnar tólf – í seríunni Tólf – eftir Brynjar Jóhannesson koma til mín allar í einum pakka. Umslagi með hörðu baki. Þær komu út ein í mánuði allt árið 2017 og maður átti að mjatla þeim ofan í sig, einni í einu, en nú liggja […]
Rómantíkin getur verið sjúk
Atburðarás Umsátur Grikkja um Tróju hefur staðið í sjö ár og allir að verða brjálaðir. Ekki síst Akkiles, sem er kominn í einhverskonar verkfall, húkir í tjaldi sínu með lagsmanni sínum og drepur tímann með því að hæðast að félögunum og bauki þeirra. Þegar Trójuprinsinn Hektor býðst til að ganga á hólm við hvern þann […]
Öfugsnáði
Öfugsnáði er nýjasta ljóðabók Braga Ólafssonar. Það sem hér fer á eftir er varla hægt að kalla ritdóm. Kannski fremur lestrarskýrslu eða lýsingu á lestrarupplifun. Frá því ég las bókina fyrst, skömmu eftir að hún kom út, hef ég lesið hana aftur og aftur og gripið í hana oftar en ég hef tölu á. En […]
Ábyggilegt kennslurit fyrir karlmenn
Ljóðabókin Ég er ekki að rétta upp hönd eftir Svikaskáld. Svikaskáldin eru: Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Þórdís Helgadóttir. Orðið svikaskáld kallar fram í hugann mótþróasegg sem sýnir í ræðu og riti að gildi annarra séu ekki hans eða hennar. Skáld sem ætlar sér að nýta það […]
Staffadjamm fer úr böndunum
Atburðarás Tvíburasystkinin Víólu og Sebastían frá Messínu rekur á land í Illyríu eftir skipbrot, og halda bæði að hitt hafi farist. Víóla ákveður að dulbúa sig sem karlmann og gerist hirðmaður Orsínós greifa, sem er við það að veslast upp af ást til Ólivíu, ungrar aðalskonu í nágrenninu sem vill ekki hlusta á neinar kvonbænir, […]
Tveir hlægilegir tindar, umskipti og lágur látlaus skellur
Klukkutíma fyrir sýningu er skrúðklætt fólk þegar farið að flykkjast inn um dyrnar og fá afhenta miða. Dökkbláir frakkar, jakkar og dökklitir kjólar í bland við fínan skófatnað. Ég sit afsíðis, glugga í bók um japanska ömurð og fylgist með. „Erum við nokkuð fyrst?“ spyr vantrúuð miðaldra kona, sem ég ímynda mér að sé móðir […]
Þegar við brotnum
Vorið 1988 fékk ég tvo menntaskólavini mína, þá Ólaf Jóhann Sigurðsson og Sigurð Jóhannesson, með mér í pínu fráleitan leiðangur. Við/Siggi keyrðum frá Akureyri til Reykjavíkur, fórum í leikhús og keyrðum svo aftur til baka um nóttina. Ástæðan: Við/ég vildum ekki missa af Hamlet.
Þetta er þannig leikrit.
Amma þín var ekki beygla
1971 fengu konur í Sviss kosningarétt. Með því varð Sviss síðasta land Evrópu til að veita konum réttindi þessi. Á Íslandi var þetta skref stigið 1915 er konur fertugar og eldri fengu kosningarrétt. Þrátt fyrir þennan rétt urðu ekki margar konur alþingiskonur. Á árunum 1916 til 1978 sátu tíu konur á Alþingi. Sú tíunda var Jóhanna Sigurðardóttir. „Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð borgarstjóri í Reykjavík árið 1994 höfðu aðeins tvær konur stýrt kaupstöðum á Íslandi“. (bls. 143, Ármann Jakobsson)
Keisarinn og heimspekingurinn (eða hræsnarinn?)
Um mildina
Lærdómsrit Bókmenntafélagsins gaf út fyrir jól þýðingu á öðru lykilriti fornaldarheimspekinnar. Slíkar þýðingar eru alltaf tilefni til fagnaðar, en áður hafa auðvitað birst þýðingar á einhverjum stærstu ritum fjölmargra klassískra heimspekinga og hugsuða: Platon, Aristóteles, Þeófrastos, Cicero, Tacitus, o.fl. Þessar þýðingar, ásamt ítarlegum og vönduðum inngöngum sem setja verkið í samhengi fyrir nútímalesendur, er ómetanlegt […]
Sex in the Forest
AtburðarásÍ hertogadæmi einu eru tveir óhamingjusamir unglingar. Orlando er kúgaður af eldri bróður sínum og Rosalind syrgir útlagann föður sinn, en býr í skjóli Selíu vinkonu sinnar, dóttur hertogans sem rændi föður Rosalindar völdum og hrakti hann út í skóg. Orlando og Rosalind hittast og fella hugi saman. Grimmd bróður og valdaræningja keyrir um þverbak […]
Tekst á flug og grípur lesandann með sér
Um Sögu Ástu eftir Jón Kalman Stefánsson
Það sem þarf til þess að bókabransinn lifi er að einhverjir lesi bækur. Á þessum hraðskreiðu tímum netheima, samfélagsmiðla og tækniframfara þarf til þess grípandi bækur sem halda lesendum við efnið. Það er kannski þess vegna sem glæpasögur tröllríða öllu um þessar mundir. Glæpasögur, að minnsta kosti ef eitthvað er varið í þær, grípa lesandann, […]
Gotnesk suðurríkjasaga í Miðvestrinu (eða sjúkari útgáfa af Rambó?)
Three Billboards Outside Ebbing, Missouri
Skiptar skoðanir eru um nýjustu mynd Martin McDonagh. Móttökurnar eru nokkuð aðrar en þetta írska leikritaskáld á að venjast, en síðustu myndir hans In Bruges (2008) og Seven Psychopaths (2012) fengu heilmikið lof gagnrýnenda (voru þó aðeins blendnari tilfinningar gagnvart þeirri síðari). Þær voru hins vegar nokkuð vanmetnar, fengu ekki það mikla almenna athygli og […]
Langur tími í pólitík
Atburðarás Júlíus Caesar er einráður í Róm, á borði en ekki í orði. Ekki enn. Brútus, Kassíus og nokkrir fleiri vilja koma í veg fyrir að hann verði krýndur konungur, nokkuð sem nánustu fylgismenn Júlíusar, á borð við Markús Antóníus, eru alveg til í. Lýðræðisvinirnr ráða Sesar af dögum, en Markús æsir Rómarbúa gegn þeim […]
Eins konar ljóð, eins konar skáldsaga
Um Elínu, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur (1981) sem út kom 2017. JPV útgáfa gefur út. 182 síður. Sagan sem hér er tekin til umfjöllunar telst vera önnur skáldsaga Kristínar Eiríksdóttur. Sú fyrri, Hvítfeld-fjölskyldusaga, kom út árið 2012 og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Það verk sem hér er til umfjöllunar gerði gott betur. Kristín hefir einkum […]
Trúnó
Atburðarás Hinn ungi konungur Hinrik fimmti ákveður að leggja undir sig Frakkland sem hann telur sig eiga réttmætt tilkall til. Hann er drifinn áfram af frýjunarorðum Frakkaprins, sem hæðist að vandræðaunglingsfortíð konungsins, og af sinni eigin þörf til að sanna sig. Eftir að hafa afhjúpað svikara í innsta hring siglir herinn yfir sundið og eftir […]
Skyldu sorgirnar verða eyrnamerktar?
Slitförin er ekki auðveld bók, hvorki aflestrar né að umfjöllunarefni. Jafnvel titilinn mætti skilja á tvenna vegu: slitför henda margar konur eftir barnsburð, órækur vitnisburður um líkamlega áreynslu meðgöngunnar. En leiðin til sátta þar sem ekki er gróið um heilt eftir sár fortíðar getur sömuleiðis verið slítandi, eins konar slitför. Þannig verða slitför móðurinnar táknræn […]
Fituskömmunarþríleikurinn
Samhengi skiptir máli. Það á ágætlega við um The Merry Wives of Windsor, sem skipar ekkert sérlega virðulegan sess í höfundaverki Shakespeares. Forvitnilegan þó, samhengisins vegna, að tvennu leyti.
Í fyrsta lagi er það tilurðarsagan og ritunartíminn. Hún fór snemma á kreik, þjóðsagan um að skáldið hafi skrifað verkið að kröfu Englandsdrottningar, sem var víst alls ekki búin að fá nóg af Falstaff eftir tvö leikrit og bað um eitt til, þar sem feiti riddarinn væri ástfanginn. Afraksturinn á að hafa verið þetta verk, sem heitir reyndar Falstaff, and the Merry Wives of Windsor í fyrstu prentuðu útgáfu.
Helvítis erfðasyndin
Um minningabókina Syndafallið eftir Mikael Torfason. Sögur útgáfa gefur út. 254 síður. Sú minningabók sem hér er til umfjöllunar spannar tímabilið 1979 til ársins 2017. Tekur hún við af hinni fyrri, Týnd í Paradís, frá árinu 2015. Sú hverfist um fyrstu æviár höfundarins Mikaels Torfasonar sem fæddist árið 1974. Hefir höfundur og sögumaður verkanna kunngjört […]
Bónusljóð – endurunnin útgáfa!
Bónusljóð, ein mest selda ljóðabók allra tíma á Íslandi, hefur nú loksins verið aukin, endurunnin, endurskoðuð og endurprentuð til samræmis við ströngustu kröfur neytenda og alþjóðlegra staðla um gæði ljóðmetis. Úr kynningartexta Það mætti segja mér að Bónusljóð hafi verið helvíti sniðug þegar þau komu fyrst út árið 1996. Bónusljóð. Gefin út af Bónus. Seld […]
Að afhlaupnum hornum
Í uppfærslu Gregory Doran á fyrra leikritinu um Hinrik fjórða lætur hann krónprinsinn löðrunga dómstjóra (Lord Chief Justice) nokkurn sem kemur inn á krána, þar sem þeir Falstaff sitja að sumbli, í leit að ránsfeng. Þetta er skrítið augnablik. Ekkert í texta leikritsins styður þessa athöfn, viðbrögð og eftirmál verða engin. Skýringuna er að finna í framhaldsleikritinu. Þar er þessi löðrungur mikið umtalaður, og reyndar fangelsun prinsins fyrir þetta brot gegn valdstjórninni. Fangelsun sem sér engan stað í fyrra leikritinu.
Blaut bók og bragðlausir réttir
Vatnsstígur er stutt þvergata við Hverfisgötu sem ég gisti á síðast þegar ég heimsótti Reykjavík, en það er líka ljóðabók eftir Tryggva Stein Sturluson. Ég varð ekki var við neina beina tengingu við götuna sjálfa samt, það er frekar að ljóðmælandi leyfi vatninu að móta sína stíga, þetta er nefnilega blaut bók. Blaut í þeirri […]
Reitt skáld, beitt með köflum
Haugabrim – Ljóð eftir Stefán Sigurðsson Orðastaður ehf gefur út. Ég verð að viðurkenna að þegar ég byrjaði að lesa ljóðabókina Haugabrim varð ég svo pirruð á stílnum að ég lét hana frá mér í fússi tvisvar með velgju yfir yfirdrifnu myndmálinu og tilgerðinni. Ég átti erfitt með að halda þræði í orðbylnum sem virtist […]
Við lifum enn í þögulli örvæntingu
Walden
Í frægu verki sínu Heimspeki sem lífsmáti setur franski heimspekingurinn Pierre Hadot fram áhugaverða greiningu sína á heimspeki í fornöld. Í stuttu máli er greining hans sú að heimspekihefðin sem á uppruna sinn hjá Sókratesi hafi falist í athöfn sem snerist fyrst og fremst um andleg málefni sjálfsins. Heimspekiástundun var þannig æfingar og leiðir til […]
Funny ‘cause it’s old
Árið er 1403. Hinrik Plantagenet er búinn að komast að því að hásæti eru svolítið eins og piparkökur, þau eru ekki sérlega væn þeim sem hafa stolið þeim. Hann á slatta af óvinum, og er auk þess farinn að sjá óvini í vinum sínum, þeim sem hjálpuðu honum til valda á sínum tíma. Snemma leikrits ofbýður nokkrum þeirra og þeir ákveða að steypa valdaræningjanum af stóli. Þar fer fremstur í flokki ungur og vígfimur ofláti, Henry „Hotspur“ Percy, en aðrir í innsta koppi eru faðir hans og bróðir, sem og velski höfðinginn Glendower og tengdasonur hans, sem sjálfur getur reyndar gert kröfu til krúnunnar sem afkomandi Játvarðs þriðja.
Lítil þúfa, þungt hlass
Örninn og fálkinn eftir Val Gunnarsson Mál og menning gefur út Viðvörun: Hér er að finna spilla um þemu og söguþráðinn í heild en ekki um atburðarrás bókarinnar beint. Það er orðið þekkt stef í fantasíum að nota nasista til illra verka. Oft er það til að gera grín að hernaði eða í það minnsta […]
Dauð hóra?
For man is a giddy thing, and this is my conclusion 5.4.106 Atburðarás: Hópur hermanna snýr heim úr stríði og þiggur gistingu hjá Leonato, aðalsmanni í Messína. Þeirra á meðal er hinn ungi Claudio sem fær strax augastað á Hero, dóttur Leonatos, og piparsveinnninn Benedict sem endurnýjar kynni sín við Beatrice, frænku þeirra feðgina, en […]
Gíraffi, krókódíll og önd-kanína koma arkandi inn í Kringluna, með hjörtun full af söknuði og þrá eða ekki: Um Pínulitla kenopsíu
Ég vil byrja á að segja að ég er hrifinn af bókinni Pínulítil kenopsía: Varúð, hér leynast krókódílar, eftir Jóhönnu Maríu Einarsdóttur. Mér finnst hún góð. Þá er það frá og við getum vikið að öllu hinu, sem er öllu óljósara, til dæmis hvað er svona gott við hana. Blaðamenn á ráfi um Kringluna Þegar […]