Jóhann Helgi Heiðdal

Við erum samtímafólk maí ’68

Mig langar að byrja á að spyrja mjög einfaldrar spurningar: hvers vegna er allt þetta tilstand í kringum maí ’68 – greinar, útvarpsþættir, umræður og atburðir af öllu tagi – fjörutíu árum eftir atburðinn? Það var ekkert slíkt í kringum þrítugs- eða tvítugsafmælið. Fyrsta svarið er svartsýnt. Við getum nú minnst maí ’68 vegna þess […]

Vélmenni sem peð – jarðað peð    

Drottningarfórn      (stundum verða leikirnir lífið sjálft)

Og ég var vélmenni sem var peð sem fórnaði sér fyrir drottningu og hélt svo áfram að æsa sig á hliðarlínunni sagði alla hluti umbúðarlaust og kóngafólkið hékk á skákborðinu með vandlætingarsvip og krosslagðar hendur, yfirlæti í svip – í tóni ef það ávarpaði okkur, lýðinn yfir höfuð því almenningur (sem er bara tölur á […]

1. maí

1.maí hefur mátt þola góða og slæma daga hefur mátt þola gott og vont fólk sem hefur misnotað hann á alla kanta hefur mátt þola öll veður aldrei hef ég heyrt hann kvarta alltaf hefur hann mætt ljósbjartur með skær augun full af von alveg sama hvað

Takekki

Hlustist gjarnan í hátölurum eða heyrnatólum. Upphaflega unnið fyrir sýninguna HÁVAÐI II sem opnaði þann 17. júní 2015 í sýningarýminu Ekkisens í Reykjavík. Endurunnið tæpum tveimur árum seinna. Tileinkað Jakobínu Sigurðardóttur (1918-1994).

Kaldakol, brot í lok bókar

Skyndilega heyrðist skært öskur á næsta borði. Kona í dumbrauðum samkvæmiskjól strunsaði út á svalir og fleiri tipluðu í humátt á eftir. Stuttu síðar kom svartklæddur þjónn hlaupandi með slökkvitæki og gerði sig líklegan til að sprauta froðu yfir borðið en hætti við þegar í ljós kom að sökudólgurinn var geitungur sem hafði drekkt sorgum […]

Feðrafúga

Feðurnir fara úr húsi fyrir allar aldir um aldir alda Hafa varla sést í aldaraðir ekki fyrr en þeir birtast aldurhnignir – langt fyrir aldur fram Grönvold Hafstein Hjaltested Norðfjörð Nordgulen og hvað þeir nú heita og lenda hinum megin við götuna – á Grundinni góðu Feðurnir stíga ölduna færandi varninginn heim langt fyrir allar […]

Síðkapítalisminn: Að endurheimta líf sitt – skynsemi og lógík

Mig langar hér að draga upp mynd af því hvernig síðkap­ít­al­ism­inn hefur áhrif á mál­far, hugsun og til­finn­ing­ar. Með­vit­und um þetta efni er nauð­syn­leg ekki aðeins vegna þess að lýð­ræðið er í hættu heldur einnig vel­ferð­ar­kerfið og grund­vallar mann­rétt­indi. Mik­il­vægt er að taka fram að hér er ekki verið að gagn­rýna kap­ít­al­isma – ein­ungis nýfrjálsa […]

ótitlað

við erum þetta unga fólk sem neitum að bera harm okkar í hljóði hrópum hann frekar út í eilífðina fyrir okkur og ykkur sem komuð á undan lifum samt á kósý krakkavíni og kókómjólk (úr höfrum) grátum jafnvel grenjum það er í lagi segjum síðan nei þetta er ekki í lagi þegar það á við […]

Allt sama lagið

I’m singing a borrowed tune, that I took from The Rolling Stones söng Neil Young draugfullur á plötunni Tonight’s The Night. Lagið sem hann tók ófrjálsri hendi var lagið Lady Jane af plötunni Aftermath. Stónsararnir hafa aldrei sagt neitt um stuldinn og Neil sjálfur hefur ekki látið neitt uppi um af hverju hann gerði þetta […]

Kæri vinur – við hjá Starafugli ætlum að fagna alþjóðlegum baráttudegi verkamanna, 1. maí, einsog sönnum verkamönnum sæmir: með því að stappfylla vefinn af listaverkum, greinum, lögum, ljóðum, myndum og öðru viðeigandi efni. Efnið má vera birt eða óbirt, þýtt eða frumsamið, hvaða eðlis sem er, það má vísa beint eða óbeint í verkalýðsbaráttuna, sósíalismann, réttlætið, jafnréttið, samstöðuna og/eða fegurðina. Einnig leitum við að ábendingum um aðra verkalýðslist – t.d. bara lögum af youtube, viðtölum eða öðru slíku sem hægt er að endurbirta. Ef þú lumar á einhverju slíku – og vilt taka þátt í veislunni – geturðu sent það á eon@norddahl.org. Þú mátt líka gjarna láta boðið ganga. Með byltingarkveðjum frá ritstjórn.

Hönd D

Atburðarás Skerfarinn í London, Thomas More, getur sér gott orð þegar hann afstýrir allsherjaruppþoti og árásum innfæddra á hverfi innflytjenda og flóttamanna frá meginlandinu. Er aðlaður og gerður að „forsætisráðherra“ Hinriks áttunda fyrir framgönguna. Hann tekur á móti Erasmusi frá Rotterdam með léttu gríni og skemmtir borgarstjóranum í London með uppbyggilegri leiksýningu í kvöldverðarboði. Neitar […]

Ástarævintýri í Alþýðulýðveldinu

Um minningasöguna Ekki gleyma mér eftir Kristínu Jóhannsdóttur (1960). 270 blaðsíður. Bjartur gaf út 2017. Fyrir ekki svo löngu var heimurinn allfrábrugðinn því sem við eigum að venjast í dag. Heiminum var skipt upp í austur og vestur og tók skipting sú mið af ólíkum stjórnmálakerfum. Í einfölduðu máli af markaðskerfi sem dregur taum einkaeignarréttar […]

Afsakið, gert hefur verið hlé á allri dagskrá af því að núna er núna

Um nýjustu plötu Jóa Pé og Króla

ATH. Þessa plötu er best að hlusta á í blússandi botni í bílnum á leið þinni frá fyrra sjálfi og gömlu tímabili. Með öðrum orðum, frá öllu því sem gefur þér ekki neitt lengur í framtíð né nútíð. Það verður að segjast að listamennirnir Jói Pé og Króli eiga mikið lof skilið fyrir að vera […]

Fantasía vs. raunveruleiki

The Florida Project

Með Tangerine fyrir tveimur árum fangaði Sean Baker athygli mína og gott betur. Með The Florida Project er hann orðinn einn áhugaverðasti leikstjóri sem ég veit um í dag. Einn af þeim sem ég fylgist náið með og bíð spenntur eftir næstu mynd frá. Myndin var tvímælalaust ein af þeim allra bestu sem komu út […]

Stóridómur við Dóná

Atburðarás Hertoginn í Vínarborg felur hinum siðprúða Angelo stjórnartaumana en fer sjálfur huldu höfði í borginni til að sjá hvernig gengur. Angelo lætur verða sitt fyrsta verk að reyna að uppræta siðspillinguna í borginni og dustar m.a. rykið af dauðarefsingu fyrir barneignir utan hjónabands. Hinn ungi Claudio er sá fyrsti sem er dæmdur samkvæmt þeim. […]

Bubbi á friðarstóli

Bubbi, Bubbi Morthens! Það er ekkert smá að taka að sér að skrifa um Bubba Morthens. Maðurinn er fyrsti uppáhaldstónlistarmaðurinn minn og um hríð var svefnherbergi æskuheimili míns betrekkt með úrklippum um Bubba úr dagblöðum landsins. Hver einasta ný plata var keypt um leið og maður náði að öngla saman aurnum til að kaupa hana. […]

Hvað er þetta? Af hverju?

Upphaf allra viðburða skal, ef gott skal heita, vera bið. Með því á ég við að viðkomandi sé mættur tímanlega og sýni með því virðingu fyrir atburðinum sem mætt er á. Einnig gefur það mér — svo ég skjóti innpersónulegri athugasemd — nokkrar mínútur til að pústa og róa hjartsláttinn sem ávallt gerir vart við […]

Fimm stjörnu kenderí

Um ljóðakvöld Rauða skáldahússins: Dauðasyndirnar sjö

Eymd, volæði, og harðneskja lífsins eru það sem við sækjum í að fá að heyra um á ljóðakvöldum. Lélegt kynlíf og eiturlyf eru fín umfjöllunarefni til að létta aðeins stemninguna en alls ekki nauðsynleg. Kvöld tileinkað búningum, kynþokka og fullfrísku fólki að leika sér með rýmið er örugglega alveg fínt fyrir þá sem tengja eitthvað […]

Ást í Þistilfirði

Atburðarás Herforingi Feneyinga, Márinn Othello, giftist á laun ungri aðalskonu, Desdemonu. Einn af mönnum hans, merkisberinn Iago, leggur fæð á Márann af ýmsum ástæðum, m.a. vegna þess að annar hermaður, Cassio, hefur verið tekin fram fyrir hann í stöðuhækkunarröðinni en kannski ekki síst af því hann telur Márann hafa sængað hjá Emilíu, konu sinni. Honum […]

Uggur og andstyggð á Kanaríeyjum

Umfjöllun um bókina Uggur og andstyggð í Las Vegas

Það fyrsta sem ég er vanur að spyrja mig þegar einhver ný þýðing (á eldra verki) verður á vegi mínum er hversvegna er þetta að koma út núna? Hvert er erindi verksins við samtímann? Það er kannski ekki nema von að maður velti þessu fyrir sér þegar Uggur og andstyggð í Las Vegas er annars vegar. Bókin kom fyrst út árið 1971 og skapaði talsverðan usla. Gagnrýnendur vissu margir hverjir ekki hvað þeim átti að finnast en dómarnir urðu víst jákvæðari eftir því sem bókin varð vinsælli. 

Að vanda til verka

Um Mannasiði eftir Maríu Reyndal

Páskamynd RÚV, Mannasiðir eftir Maríu Reyndal, hefur vakið mikla athygli enda á hún brýnt erindi við samtímann. Hún smellpassar inn í þá umræðu um kynbundið ofbeldi sem hefur verið ríkjandi í samfélaginu undanfarið. Myndin, sem sýnd var í tveimur hlutum, fjallar um menntaskólastrák sem er sakaður um að hafa nauðgað skólasystur sinni og áhrif þess […]

Þar sem kvíðinn á heima

Um fyrstu sex bækurnar í seríunni Tólf eftir Brynjar Jóhannesson

Ég er að gera þetta vitlaust. Ég geri alltaf allt vitlaust. Bækurnar tólf – í seríunni Tólf – eftir Brynjar Jóhannesson koma til mín allar í einum pakka. Umslagi með hörðu baki. Þær komu út ein í mánuði allt árið 2017 og maður átti að mjatla þeim ofan í sig, einni í einu, en nú liggja […]

Rómantíkin getur verið sjúk

Atburðarás Umsátur Grikkja um Tróju hefur staðið í sjö ár og allir að verða brjálaðir. Ekki síst Akkiles, sem er kominn í einhverskonar verkfall, húkir í tjaldi sínu með lagsmanni sínum og drepur tímann með því að hæðast að félögunum og bauki þeirra. Þegar Trójuprinsinn Hektor býðst til að ganga á hólm við hvern þann […]

Draugaþræðir snilligáfunnar

„En stjarna myndarinnar, eins og alltaf í myndum Paul Thomas Anderson, er leikstjórinn og handritshöfundurinn sjálfur,“ sagði Dan Webster kollegi minn alveg kaldhæðnislaust um myndina Phantom Thread. Án þess að átta sig á að myndin er fyrst og fremst að henda gaman að þessari skrítnu hugmynd okkar um snillinginn – og það gerir gamanið bara […]

Öfugsnáði

Öfugsnáði er nýjasta ljóðabók Braga Ólafssonar. Það sem hér fer á eftir er varla hægt að kalla ritdóm. Kannski fremur lestrarskýrslu eða lýsingu á lestrarupplifun. Frá því ég las bókina fyrst, skömmu eftir að hún kom út, hef ég lesið hana aftur og aftur og gripið í hana oftar en ég hef tölu á. En […]

Hvaðan kom þessi limur?

um sýninguna Léttfeti (Harðkjarna baun) í Window Gallery

Hér er ég á rölti niður Hverfisgötuna í Reykjavík. Hvað sé ég? Jahérna. Rúmteppi samtímans! Út að Hverfisgötu vísar gluggi sem síðustu fimm árin hefur verið vettvangur sýningahalds undir merkjum rongindow Gallery. Þann 1. mars sl. opnaði þar sýning með málverkum og innsetningu eftir Davíð Örn Halldórsson. Alla jafnan málar Davíð með hefðbundnum praktískum vinnuaðferðum, […]

Ábyggilegt kennslurit fyrir karlmenn

Ljóðabókin Ég er ekki að rétta upp hönd eftir Svikaskáld. Svikaskáldin eru: Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Þórdís Helgadóttir. Orðið svikaskáld kallar fram í hugann mótþróasegg sem sýnir í ræðu og riti að gildi annarra séu ekki hans eða hennar. Skáld sem ætlar sér að nýta það […]

Staffadjamm fer úr böndunum

Atburðarás Tvíburasystkinin Víólu og Sebastían frá Messínu rekur á land í Illyríu eftir skipbrot, og halda bæði að hitt hafi farist. Víóla ákveður að dulbúa sig sem karlmann og gerist hirðmaður Orsínós greifa, sem er við það að veslast upp af ást til Ólivíu, ungrar aðalskonu í nágrenninu sem vill ekki hlusta á neinar kvonbænir, […]

Ég þarf engan stjörnukíki

Ég held með söngvaskáldum. Fyrir mér er það göfugasta og fallegasta leiðin að tónlistarsköpun. Að semja sönglög og flytja þau sjálf(ur). Það kemst næst því að syngja eins og fuglarnir syngja. Og er það ekki viðmiðið: hin platónska frummynd (tón)listarinnar? Þetta er í grunninn rómantísk afstaða. Þetta er heldur ekkert svona einfalt. Þar sem ég […]

Svartur köttur saumar hey

Í gegn um og til í Gallerí Úthverfu

Seint á laugardagskvöldið eftir opnun sýningarinnar Í gegn um og til þann 3. mars síðastliðinn sagði ég við listamanninn, Ástu Fanneyju Sigurðardóttur, sem var á heimleið eftir langa vakt á Ísafjarðargaleiðunni, að ég hefði tekið Gallerí Úthverfu í fóstur og ætlaði að skrifa um allt sem þar væri sýnt – ef ég missti ekki af sýningunni, […]

Þegar við brotnum

Vorið 1988 fékk ég tvo menntaskólavini mína, þá Ólaf Jóhann Sigurðsson og Sigurð Jóhannesson, með mér í pínu fráleitan leiðangur. Við/Siggi keyrðum frá Akureyri til Reykjavíkur, fórum í leikhús og keyrðum svo aftur til baka um nóttina. Ástæðan: Við/ég vildum ekki missa af Hamlet.

Þetta er þannig leikrit.

Amma þín var ekki beygla

1971 fengu konur í Sviss kosningarétt. Með því varð Sviss síðasta land Evrópu til að veita konum réttindi þessi. Á Íslandi var þetta skref stigið 1915 er konur fertugar og eldri fengu kosningarrétt. Þrátt fyrir þennan rétt urðu ekki margar konur alþingiskonur. Á árunum 1916 til 1978 sátu tíu konur á Alþingi. Sú tíunda var Jóhanna Sigurðardóttir. „Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð borgarstjóri í Reykjavík árið 1994 höfðu aðeins tvær konur stýrt kaupstöðum á Íslandi“. (bls. 143, Ármann Jakobsson)

Keisarinn og heimspekingurinn (eða hræsnarinn?)

Um mildina

Lærdómsrit Bókmenntafélagsins gaf út fyrir jól þýðingu á öðru lykilriti fornaldarheimspekinnar. Slíkar þýðingar eru alltaf tilefni til fagnaðar, en áður hafa auðvitað birst þýðingar á einhverjum stærstu ritum fjölmargra klassískra heimspekinga og hugsuða: Platon, Aristóteles, Þeófrastos, Cicero, Tacitus, o.fl. Þessar þýðingar, ásamt ítarlegum og vönduðum inngöngum sem setja verkið í samhengi fyrir nútímalesendur, er ómetanlegt […]

Sex in the Forest

AtburðarásÍ hertogadæmi einu eru tveir óhamingjusamir unglingar. Orlando er kúgaður af eldri bróður sínum og Rosalind syrgir útlagann föður sinn, en býr í skjóli Selíu vinkonu sinnar, dóttur hertogans sem rændi föður Rosalindar völdum og hrakti hann út í skóg. Orlando og Rosalind hittast og fella hugi saman. Grimmd bróður og valdaræningja keyrir um þverbak […]

Tekst á flug og grípur lesandann með sér

Um Sögu Ástu eftir Jón Kalman Stefánsson

Það sem þarf til þess að bókabransinn lifi er að einhverjir lesi bækur. Á þessum hraðskreiðu tímum netheima, samfélagsmiðla og tækniframfara þarf til þess grípandi bækur sem halda lesendum við efnið. Það er kannski þess vegna sem glæpasögur tröllríða öllu um þessar mundir. Glæpasögur, að minnsta kosti ef eitthvað er varið í þær, grípa lesandann, […]

Gotnesk suðurríkjasaga í Miðvestrinu (eða sjúkari útgáfa af Rambó?)

Three Billboards Outside Ebbing, Missouri

Skiptar skoðanir eru um nýjustu mynd Martin McDonagh. Móttökurnar eru nokkuð aðrar en þetta írska leikritaskáld á að venjast, en síðustu myndir hans In Bruges (2008) og Seven Psychopaths (2012) fengu heilmikið lof gagnrýnenda (voru þó aðeins blendnari tilfinningar gagnvart þeirri síðari). Þær voru hins vegar nokkuð vanmetnar, fengu ekki það mikla almenna athygli og […]

Fín skemmtun

Í fyrra kom út platan Hefnið okkar með rappdúóinu Úlfur Úlfur. Hljómsveitin er skipuð Arnari Frey Frostasyni og Helga Sæmundi Guðmundssyni. Á plötunni eru tólf lög. Kannski er ég ekki rétti maðurinn til þess að skrifa rýni um rapptónlist. Þó ég hafi hlustað eitthvað á rapp síðan ég heyrði fyrst í Beastie Boys og Run […]

Langur tími í pólitík

Atburðarás Júlíus Caesar er einráður í Róm, á borði en ekki í orði. Ekki enn. Brútus, Kassíus og nokkrir fleiri vilja koma í veg fyrir að hann verði krýndur konungur, nokkuð sem nánustu fylgismenn Júlíusar, á borð við Markús Antóníus, eru alveg til í. Lýðræðisvinirnr ráða Sesar af dögum, en Markús æsir Rómarbúa gegn þeim […]

Eins konar ljóð, eins konar skáldsaga

Um Elínu, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur (1981) sem út kom 2017. JPV útgáfa gefur út. 182 síður. Sagan sem hér er tekin til umfjöllunar telst vera önnur skáldsaga Kristínar Eiríksdóttur. Sú fyrri, Hvítfeld-fjölskyldusaga, kom út árið 2012 og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Það verk sem hér er til umfjöllunar gerði gott betur. Kristín hefir einkum […]

Krakkar, myndiði hakakross

Framleiðendurnir í uppsetningu Nemendamótsfélags Verzlunarskóla Íslands

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Um daginn fékk ég tölvupóst þess efnis að nemendamótsfélag Verzlunarskóla Íslands vildi fá gagnrýnendur á sýningu sem það eru að setja upp. Ég horfði í spurn um stund á nafn þessa félags áður en ég áttaði mig á því að Nemó er stytting á nafni nefndar sem hljómar eins og […]