Mynd: Hreinn Guðlaugsson; CC.

1. maí


1.maí hefur mátt þola góða og slæma daga
hefur mátt þola gott og vont fólk
sem hefur misnotað hann á alla kanta
hefur mátt þola öll veður
aldrei hef ég heyrt hann kvarta
alltaf hefur hann mætt ljósbjartur
með skær augun full af von
alveg sama hvað