Föstudagskvöldið 7, október lék Svavar Knútur tónleika í skemmu í White Memorial Conservation Center í Litchfield, Connecticut. Tónleikarnir voru skipulagðir af Gerri Griswold sem hefur áður haldið miklar Íslandshátíðir hér í fylkinu. Þær kallast Iceland Affair og meðal þeirra er tónlistarhátíðin Fire and Ice Music Festival. Hún rekur líka ferðaskrifstofuna Krummi Travel sem skipuleggur aðallega háklassaferðir fyrir […]
Ekki fólk, ekki zombíar heldur ömurleikinn einn
Zombíland – bókaumfjöllun Höfundur: Sørine Steenholdt Þýðandi: Heiðrún Ólafsdóttir Þar sem ég las fyrstu smásöguna „Zombí“ nýbúin að svæfa son minn, lá við að ég ældi af óhugnaði. Saga af móður sem snappar með slæmum afleiðingum. Zombíland lýsir einni tilfinningu: ömurleika. Bókin vakti fyrst athygli mína þar sem henni var lýst sem pólitískri ádeilu á […]
Þula ‒ jöklabréf
Peningar bragðast eins og aska. Ég bjó þar til nýlega undir jökli, eins og þú veist. Að vinna, ég þarf enn að borða. Úti í sveit, mögulega haldinn votti af útópískri þrá, löngun til að stíga út fyrir samfélagið, búa til nýtt samfélag einhvers staðar langt í burtu. Sem er auðvitað kjaftæði. Túristarnir vildu vita […]
Sturlaðir menn, sögulausir menn
Eru sturlaðir hryðjuverkamenn sturlaðir vegna þess að þeir eru „sögulausir“? Ég veit það ekki, en mig langar að velta því fyrir mér. Eftirfarandi brot las ég nýverið og það settist djúpt í mig: Sagt hefur verið að einn þátturinn sem greini okkur, sem dýr, frá öllum öðrum dýrum sé sú staðreynd að líf okkar verði að vera sögur, frásagnir, og þegar sögurnar okkar […]
Af gróteskum fávitum og góðum mönnum
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson sendi frá sér kverið Bréf, áeggjanir og hugleiðingar um lífsbrandarann síðastliðið vor. Ólafur, sem er fyrrum söngvari og helsti textasmiður hljómsveitarinnar Örkumls, hefur áður sent frá sér ljóðabókina Til dæmis undir höfundarnafninu Óguð. Hann hefur undanfarin ár fengist við skrif um bókmenntir og íslenskukennslu fyrir fullorðna. Hann er búsettur í Berlín, Þýskalandi. […]
Sjömorðasaga
Gagnrýni um skáldsöguna A brief history of seven killings eftir Marlon James
Eftir dálitla eftirgrennslan komst ég að því að skáldsagan A brief history of seven killings er skrifuð á Jamaica ensku. En ekki Jamaican Patois sem má heldur ekki rugla saman við rastafarískt orðafæri sem rithöfundurinn Marlon James beitir líka eilítið fyrir sig í skáldsögunni. Það þarf engan að undra hvers vegna hann er handhafi Booker […]
Ljóð eftir Halldór Laxness Halldórsson
PÍTSUDÍS Mig langar mikið að fá eina svona ljósbrúna konu. Helst frá Sýrlandi. Albanía kæmi einnig til greina. , Eða Afganistan eða Írak. Bara að hún sé feimin og að hún skammist sín og að hún sé fegin að vera farin þaðan. Alvöru flóttakona með bauga og áyggjur og sting í mjóbakinu og mig langar […]
Töfrarnir í myndum Tsai Ming-liang
Tsai Ming-liang er malasískur/kínverskur/tævanskur leikstjóri sem hefur hlotið verðlaun á helstu kvikmyndahátíðum heims. Meðal mynda hans eru Vive L’Amour (1994), What Time Is It There? (2001) og Stray Dogs (2013). Hér eru þrjár ástæður fyrir því að ég elska myndirnar hans: 1 Munið þið eftir atriðinu í Good Will Hunting þar sem Robin Williams segir […]
( Spaungin )
Í tilefni Lestrarhátíðar í Bókmenntaborg 2016 gerður þau Ásta Fanney Sigurðardóttir og Kött grá pje videóverkið (Spaungin). Verkið er á mörkum þess að geta talist ljóð, videoverk, handrit, heimildarmynd eða kvikmynd. En rót verksins er samspil orða og mynda.
Samtímasaga – samtímasögur
Um skáldsöguna Vinkonur eftir Rögnu Sigurðardóttur
Skáldsagan Vinkonur kom út fyrr á þessu ári og fór umfjöllun um hana ekki hátt. Verkið verðskuldar meiri umfjöllun. Hver er höfundurinn? Fyrsta skáldsaga Rögnu Sigurðardóttur, Borg, kom út árið 1993 og þótti það frambærileg að hún var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þá var Ragna þrjátíu og eins árs að aldri og laut í lægra […]
Ljóð eftir Ástu Fanneyju
Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Ásta Fanney Sigurðardóttir (f. 1987) er spaðaásinn í geri íslenskra ljóðskálda; hörpuleikari, kántrísöngkona og myndlistarkona. Hún hefur gefið út bækurnar Herra Hjúkket og Vísnabók með CD (ásamt öðrum) – von er á tveimur nýjum bókum frá Ástu síðar í vetur (eða […]
Skuggar ásta, blóðs og hefndar
Miller í Þjóðleikhúsinu
Arthur Miller vann árum saman að leikriti sem hann kallaði Ítalska harmleikinn. Hugmyndin að verkinu kviknaði af veggjakroti, sem ítrekað blasti við augum hans þar sem hann skálmaði um götur Brooklyn og gekk yfir brúna til Manhattan vikum saman eftir að leikrit hans, Allir synir mínir, sló í gegn í New York. Sú hugsun, að […]
Ljóð eftir Kristínu Eiríksdóttur
Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Kristín Eiríksdóttir (f. 1981) hefur verið Nýhilskáld, Bjartsskáld, Forlagsskáld, Þjóð- og Borgarleikhússkáld og alltaf fyrst og fremst sjálfssínskáld; ósambærileg rödd í íslenskri ljóðlist. Síðasta ljóðabók hennar (af fjórum hingað til) var meistaraverkið Kok (2014) sem var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Auk […]
Bootlegs: Ekki fyrir viðkvæma
Jess, þetta sound, þessi rödd og þetta old school thrash metal brings me back. Ein af mínum fyrstu plötum var einmitt samnefnd plata Bootlegs frá 1990. Platan Ekki fyrir viðkvæma byrjar með trukki, frá fyrstu mínutu er engin miskunn gefin. Bootlegs hafa algerlega sitt eigið sound og ólíkir öllu öðru sem gerist á senunni, laglínurnar, […]
Ljóð eftir Björk Þorgrímsdóttur
Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Björk Þorgrímsdóttir (f. 1984) skrifar myrkraverk og ávaxtahnetti. Hún hefur gefið út ljóðabókina Neindarkennd (2014) og prósaverkið Bananasól (2013) – sem hafa báðar vakið talsverða athygli í grasrótinni. Björk er menntuð í heimspeki Wittgensteins, ritlist og bókmenntum og hefur eytt síðustu […]
Nei – fundið ljóð
Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. lommi (f. 1983) er ærslabelgur á ekki ósvipaðan máta og tundurdufl eru flotholt. Hann hefur gefið út ljóðabækurnar Gengismunur (2010), Dr. Usli (2009) og Síðasta ljóðabók Sjóns (2008). Hann var eitt sinn meðlimur í ljóðahljómsveitinni Músífölsk (ásamt Emil Hjörvar Petersen), hefur […]
Sannar sögur í sjálfstæðum leikhúsum
Sjaldan hef ég orðið vitni að jafn samstilltum viðtökum áhorfenda að lokinni leiksýningu og þegar ljósin slokknuðu á sviðinu í Tjarmarbíói á fimmtudagskvöldið var næstum um leið og Halli, eiginmaður Sóleyjar Rósar, hafði í leikslok varpað fram spurningunni: Eru einhverjar spurningar? Enginn áhorfenda rétti upp hönd til að fá orðið og spyrja enda voru hendur […]
Hvernig finnur ræstitæknir til?
*** Fyrirvari: Stutta útgáfan af þessum leikdómi er svona: Sjaldan hefur leikverk haft jafnmikil áhrif á mig og Sóley Rós ræstitæknir gerði. Ef þú ætlar þér að sjá það vil ég mæla með því að þú hættir að lesa – það borgar sig nefnilega að vita sem minnst og láta sýninguna þannig koma aftan að þér.
Ljóð um dóttur mína
Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Eiríkur Örn Norðdahl (f. 1978) er uppgjafa framúrstefnuskáld, útnárabúi og úrvinda skáldsagnahöfundur. Hann hefur gefið út fjölmargar ljóðabækur, þar á meðal Þjónn, það er fönix í öskubakkanum mínum! (2007) sem er án efa ein þyngsta ljóðabók aldarinnar (í grömmum talið). Hann […]
Ertu matur eða kynlíf, mannætumódel eða Wendígó?
Ég biðst afsökunar fyrirfram. Í þessari grein mun ég fara ansi nákvæmlega í söguþráð nýjustu kvikmyndar Nicolas winding Refn, Neon Demon. Ég mun fara svo ítarlega í gegnum helstu hvörf og minni sögunnar að það er erfitt að ímynda sér að lesandinn hafi nokkra ánægju af kvikmyndinni eftir lesturinn. (Reyndar upplýsi einnig um endinn á […]
Ljóð eftir Kristínu Svövu
Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Kristín Svava (f. 1985) er sagnfræðingur og fyrrum póstberi úr vesturbænum. Hún hefur gefið út bækurnar Blótgælur (2007), Dr. Usli (2009) , Skrælingjasýningin (2011), Stormviðvörun (2015) og vinnur nú að ritsafni um klám. Nýlenduherrarnir Það gengu svo viðkunnanlegir Danir á undan […]
Tvö ljóð eftir Hallgrím Helgason
Hallgrímur Helgason (f. 1959) er rithöfundur, myndlistarmaður og pistlahöfundur. Eftir hann liggja fjölmargar skáldsögur, eitt ljóðasafn, íslensku bókmenntaverðlaunin 2001, örfá bönk í bifreið forsetisráðherra, fjölmargir pistlar sem birst hafa víða – og von er á nýrri ljóðabók eftir hann hjá Forlaginu í vetur. Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda […]
Endurbókun í Listasafni Ísafjarðar
Rætt við Gunnar Jónsson yfir myndlistarsýningu og hádegisverði
Safnahúsið á Ísafirði hýsir einsog nafnið gefur til kynna söfn en þó fyrst og fremst eitt safn: hið mikilfenglega héraðsbókasafn Ísafjarðarbæjar. En þar eru líka Héraðsskjalasafnið og ljósmyndasafn bæjarins. Í einum sal á annarri hæð hússins er svo að finna Listasafn Ísafjarðar. Í ár hefur meðal annars verið þar sýningin Vex eftir Ólöfu Dómhildi Jóhannsdóttur […]
Tvö ljóð eftir Soffíu Láru
Soffía Lára (f. 1993) vill almennt aðeins meira ógeð í ljóðum og ókeypis kakó í bönkum – og hefur verið kölluð vélbyssukjaftur af þeim sem hafa hlýtt á upplestra hennar. Eftir hana liggja ljóðabækurnar; Höfuðmyrkur (2013), Leiðirnar til himna (2014) og Fljúga hvítar kanínur (2016).
Fall konungs: Reyfaraþríleikur Stephen King
Mr. Mercedes, Finders Keepers og End of watch
Á rúmlega fjörutíu ára ferli hefur Stephen King skrifað 50 bækur sem allar hafa orðið metsölubækur. Nánast alla sína höfundartíð hefur hann verið utangarðs hjá bandarísku bókmenntaelítunni. Sumir segja að ástæða þess séu vinsældir hans og umfjöllunarefni bóka hans. Að hann sé hreinlega ekki hægt að taka alvarlega sem höfund. Hann á sér óteljandi óvini […]
Þrjú ljóð eftir Atla Sigþórsson
Atli Sigþórsson hefur getið sér gott orð sem rappari undir listamannsnafninu Kött Grá Pje.
Ljóð eftir Athenu Farrokzhzad
Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Heiðursgestur kvöldsins, Athena Farrokhzad (f. 1983), er sænskt ljóðskáld af írönskum uppruna. Ljóðabók hennar Hvítsvíta, sem er væntanleg á íslensku, vakti gríðarmikla athygli í heimalandi hennar, var tilnefnd til Augustpriset og fleiri verðlauna og hefur komið út víða um heim. Eiríkur […]
Hin heilaga tilraun – um Skordýr Benna Hemm Hemm
Ekkert verður af engu, og allskonar. Kannski er best að lesa þessa rýni með soundtrakki. En það skiptir ekki máli. Gildir einu. En ég get sagt ykkur það strax, hún er full af einhverju, trú á eitthvað; dulúð sköpunar og sjálfstrausti og auðmýkt, en kannski fyrst og fremst leik og drunga og leiðslu og hugsunarleysi, […]
Brostin, bugaður en máttugur: Skeleton Tree með Nick Cave and The Bad Seeds
Skeleton Tree er 16. hljóðversplata Nick Cave and the Bad Seeds. Hún er gefin út í skugga sviplegs fráfalls 15 ára sonar Nicks sem féll til bana í heimaborg Cave fjölskyldunnar, Bristol, á meðan upptökum plötunnar stóð. Ljóst er að öll lög höfðu verið samin og að mestu tekin upp og flestir textar höfðu verið […]
Mótordjákninn í París
Í umræður um búvörusamningana lagði Viðar Víkingsson nýverið til YouTube-hlekk á mynd sína, Tache blanche sur la nuque eða A White Spot in the back of the Head – eða, öllu heldur: Djákninn á Myrká. Myndin er um hálftíma löng, frá árinu 1979, á frönsku, og meðal leikara eru Sigurður Pálsson skáld og Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri. Djákninn úr þjóðsögunni fer um París á mótorfák með hyrndan hjálm, ungir kaþóliskir integristar verða honum að bana fyrir meint helgispjöll en Sigurður, í hlutverki transmiðils, nær sambandi við djáknann framliðinn svo hann muni hafa sig hægan. Oblátur eru líkami Krists, segja kaþólikkar, en hvað sem því líður eru þær auðvitað líka landbúnaðarafurð.
Ljóð Gyrðis rata víðar
Einhvern tímann sagði Þórarinn Eldjárn að ljóðið rataði til sinna. Ég skildi orð hans svo að fyrir ratvísi ljóðsins væru allar áhyggjur og þras út af dræmri sölu ljóðabóka sóun á tíma og andlegri orku. Nú hefur úrval ljóða Gyrðis Elíassonar ratað til þeirra unnenda póetíkur sem læsir eru á nýnorsku. Að því er mikill […]
Þrjú ljóð eftir Kára Pál
Ljóð úr bókinni Ekkert tekur enda eftir Kára Pál Óskarsson.Útgefandi er Deigma. Bókin er fáanleg í helstu bókaverslunum. (Myndljóðið að ofan er líka eftir Kára Pál) Það er alltaf einhver neðar í fæðukeðjunni. Eirgræna nú á öllu, einnig skýjum, birtubrigðum, plöntum, minningum, orðum. Of mikill orðaforði. Hunskastu. Annarlegar kvöldstundir í furðuheimum. Illa lyktandi kjallaraherbergi. Lexía […]
Göngutúrinn: listform 21. aldarinnar
Um Everybody's Spectacular, seinni hluti
Göngutúrinn er listform 21. aldarinnar. Eða eitthvað í þá áttina gæti manni dottið í hug að lokinni Everybody´s spectacular þar sem þó nokkrar sýningar gengu einmitt út á að ganga. Þær voru þó nokkuð ólíkar, og þær tvær sem ég nefni hér og sá sama dag eiga fátt annað sameiginlegt en landfræðilega staðsetningu á Skólavörðuholtinu […]
Lífleg og skemmtileg: Þröskuldur góðra vona
Þröskuldur góðra vona er fyrsta plata hljómsveitarinnar Óreglu. Hér er um að ræða jazzplötu sem stöku sinnum á sínar fönkuðu stundir. Eins kemur glettni nokkuð við sögu. Á skífunni eru ellefu lög, þrjú þeirra sungin. Óregla er ekki að feta nýjar slóðir hér. Heldur er leitað á mið Miles Davis og Charlie Mingus um hápunkta […]
Bandaríska nóttin
um míníseríunna The night of
Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin The Night of, sem er byggð á bresku sjónvarpsþáttaröðinni Criminal Justice, er eitthvað það albesta sjónvarpsefni sem undirritaður hefur séð lengi. Nú hef ég ekki séð Criminal Justice en mig grunar að fátt sé notað úr henni nema þá söguramminn og hugsanlega útlínur að persónum. Ástæða þess er einföld. Það er Richard Price […]
Kvöldsagan: Æðar í steini
Dísa gekk í fjörunni neðst í bænum og horfði út fjörðinn á sólina. Henni fannst gaman að labba þar þegar henni leiddist eða þegar hún vildi sleppa að heiman, eins og núna. Á meðan hún gekk um tíndi hún sprek í hrúgu sem hún lét fljóta út á sjóinn eða fleytti kerlingum. Síðan óð hún […]
Hinn óáhugaverði hugarheimur kvenna
Um daginn var ég eitthvað að sóa lífi mínu í að skruna eirðarlaust niður Facebook-vegginn minn, eins og maður gerir, og rakst þá á athugasemd íslenskrar útvarpskonu við bloggfærslu íslensks bókaútgefanda, sem gaf áður út bækur á Íslandi en gefur nú út bækur í Danmörku, og sæg af háðslegum kommentum sem hlykkjuðust niður af skrifum […]
Kortakaup og sexísviptir smartkórar
Septemberpistill um leikhús
Í einu ljóða Vilborgar Dagbjartsdóttur segir að það séu lítil börn með skólatöskur sem koma með haustið. Sá kveðskapur er síðan fyrir hálfri öld eða meira og þá var kortasala ekki orðin fastur liður í rekstri leikhúsanna. Þau tóku við af annars konar kerfi þar sem fólk gat keypt sér aðgöngumiða á leiksýningar á ýmsu […]
Edinburgh Fringe: Uppgjör 2 af 3 – Pólitísk heróp (út í tómið?)
Í þessum öðrum kafla um listahátíðina gríðarlegu, Edinburgh Fringe, er litið til pólitískra verka sem mér tókst að sjá þetta árið. Hvaða málefni mér eru mikilvæg verður ykkur nokkuð augljóst. Þau eru kannski ekki þau sömu og brenna á ykkur en þetta er minn pistill. Þannig er það bara. Til hvers er pólitískt leikhús? Er ekki […]
Stærðin skiptir máli
Ljóð úr bókinni Bréf, áeggjanir og hugleiðingar um lífsbrandarann eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson. Myndir bókarinnar eru eftir Sigtrygg Berg Sigmarsson og Morgan Betz (myndin sem fylgir hér er eftir Sigtrygg). Bókin fæst í öllum helstu bókaverslunum. Stærðin skiptir máli Eruð þér lítt vaxinn niður, bróðir? Látið eigi blekkjast af fagurgala móðurlegra fljóða er litið hafa […]
Einsleit en vex: Stages með Look, Orion
Hljómsveitin Look, Orion! er kvintett skipaður fjórum svíum og einum íslendingi og hefur höfuðstöðvar sínar í Uppsölum. Carl Nordqvist syngur, Jens Lindman og Samuel Johansson leika á gítar, Nils Melin spilar á bassa og Pétur Rafn Jónsson sér um trommur. Hér er um að ræða aðra EP plötu þeirra, Stages, og kom hún út í […]
Edinburgh Fringe: Uppgjör 1 af 3 – Ástin (er kannski sturlun)
Það er ekki hægt að sjá allt á stærsta listviðburði í heimi. En það er hægt að sjá fullt samt. Þó maður sé meira og minna ekki á landinu og með vesen. Hér er umfjöllun um það sem tókst að sjá, því hitt getur maður víst ekki tjáð sig um. Þó maður kannski vildi. Á […]
Ferskjan frelsar
- dálítið um narsissisma og hugmynd um hlutverk -
Lókal og Reykjavík Dance Festival sameinuðu eins og margir vita krafta sína í liðinni viku með hátíðinni Everybody is Spectacular. Skartaði hátíðin sem „headliner“ engri annarri en kanadísku performans rafpönk söngkonunni Peaches, sem hefur komið fram undir því nafni síðan hún flutti til Berlínar og að eigin sögn endurfæddist á svipuðum aldri og sjálfur frelsarinn […]
Hugvísindin og nýfrjálshyggja
In Defense of a Liberal Education & Undoing the Demos
Engum dylst að hugvísindin eiga undir högg að sækja í dag. Árásirnar á þau birtast á ýmsan hátt. Ef við tökum bara Danmörku sem dæmi, þar sem greinarhöfundur býr, hefur ríkistjórnin undanfarið staðið fyrir linnulausum niðurskurði á framlagi til hugvísindanna, sem hefur leitt til þess að mun færri nemendur eru teknir inn. Allt er þetta […]
Þrjú ljóð eftir Maríu Thelmu
Þrjú ljóð úr bókinni Skúmaskot eftir Maríu Thelmu SOS! Ég týndi sjálfsvirðingunni á djamminu og hana er hvergi að finna í óskilamunum. Billie Holiday Ég er gamaldags kasettutæki sem spilar bara þig og Gloomy Sunday á repeat 101 Reykjavík Samskipti ykkar eru eins og nýju hótelin í 101. Eftirlíking á því sem var og byggð […]
Af leikhúsi og leikhúsmisnotkun
Um sýningarnar Still Standing You og Stripp á Everybody´s Spectacular
Á sviðinu situr kona. „Þetta er Olga. Hún Olga, vill að þú vitir að þú megir horfa á hana,“ segir hin konan á sviðinu. Nokkurn veginn þannig byrjar sýningin Stripp, heimildarleikhús sem fjallar um þriggja mánaða reynslu íslenskrar leikkonu af nektardansi í Berlín og leikhúsmisnotkun. Það væri ekki fjarri lagi að segja að þetta leyfi, […]
Ekkert fyrir Bylgjulestina: Blonde eftir Frank Ocean
Upp á síðkastið hefur verið dálítil mystík í loftinu þegar kemur að RnB og hip hop heiminum. Sumir tónlistarmenn hafa gefið út plötur hálfpartinn fyrirvaralaust, aðrir reyna að halda ídentiteti sínu leyndu og þar fram eftir götunum. Það er kannski óþarfi að rekja þá dularfullu atburðarás sem leiddi að útgáfu Blonde. Hún var löng og […]
Við erum öll Bojack
Bojack bojack bojack Horseman, hvar á ég að byrja hvar á ég að enda hvernig fylli ég þetta ekki af spillum, hversu óljós á ég að vera? Við erum öll Bojack, við erum öll breysk, öll höfum við eftirsjár og samvisku, þó að við reynum að fela hana einhverstaðar þar sem ekki sést til sólar. […]
Eitthvað skrýtið við hana: Ég elska lífið eftir Ólaf F. Magnússon
Ég verð að viðurkenna að ég varð fyrst nokkuð undrandi þegar ég heyrði að Ólafur F. Magnússon læknir og fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur væri að gefa út plötu en um leið forvitinn. Hann er ekki fyrsti stjórnmálamaðurinn til að sinna listagyðjunni að einhverjum mæli. Gunnar Thoroddsen þótti góður píanóleikari og lagahöfundur. Eins sendi Davíð Oddson frá […]
Á hárri öldu hiphop senunnar: Vagg & Velta með Emmsjé Gauta
Fyrsta sem grípur mig er umslagið, ég er mjög ánægður með að hér virðist vera meira sett í CD umslagið heldur en margir tónlistarmenn hafa lagt í undanfarið. Ég er textamaður og finnst frábært að hér fylgja textarnir með. Hann bætir líka um betur og lætur fylgja með skemmtilegt lítið póster. Umslagið er vel unnið […]