Ljóð Gyrðis rata víðar

Einhvern tímann sagði Þórarinn Eldjárn að ljóðið rataði til sinna. Ég skildi orð hans svo að fyrir ratvísi ljóðsins væru allar áhyggjur og þras út af dræmri sölu ljóðabóka sóun á tíma og andlegri orku. Nú hefur úrval ljóða Gyrðis Elíassonar ratað til þeirra unnenda póetíkur sem læsir eru á nýnorsku. Að því er mikill ávinningur fyrir íslenskan skáldskap og væntanlega lesendur þýðinganna. Það er sitt af hverju líkt með íslensku og nýnorsku sem að grunni til er samræmt ritmál norskra mállýska. Í einfaldleika sínum er nýnorska samt snúnara tungumál en Íslendingi virðist við fyrstu sýn og það er ekkert áhlaupaverk að þýða og umyrkja ljóðlist úr einu máli á annað þegar tungurnar tvær sem unnið er með eru í senn svo líkar og frábrugðnar hvor annarri.

Oskar Vistdal, sem hér var sendikennari í norsku um árabil, tókst á hendur það verk að snúa völdum ljóðum Gyrðis á nýnorsku og komu þær þýðingar hans út á bók hjá Nordsjøforlaget fyrir fáeinum vikum. Oskar er vel mæltur á íslensku og þó enn betur læs; og hann er ekki nýgræðingur í því að fást við skáldskap Gyrðis. Hann hefur áður þýtt eftir hann þrjú prósaverk og fékk í fyrra norsku þýðingaverðlaunin, Bastianprisen, fyrir þýðingu sína á skáldsögu Gyrðis, Utsyn frå Sørglaset. Og nær samtímis og ljóðaúrvalið kom út hjá Nordsjöforlaget gaf Bokvennen út Koparåker eftir Gyrði en smásögurnar í þeirri bók hefur Oskar einnig þýtt.

Ég hef orðið þess heiðurs og ánægju aðnjótandi að fá að fylgjast með vinnu Oskars að þýðingum á skáldskap Gyrðis, mest þó og lengst ljóðaþýðingunum. Af þessum sökum er ég vanhæfur til þess að segja nokkuð um það hvernig til hefur tekist. Get samt ekki stillt mig um að vitna í umfjöllun Oddmund Hagen í Dag og Tid, en hann segir að það sé hrein unun að lesa nýnorskuna hans Oskar, enda einkennist hún af afburða næmi fyrir tungumálinu og fádæma orðaforða sem hann sæki stundum í eigin mállýsku ættaða úr Guðbrandsdal. Þessi færni Oskars nýtist að því er mér finnst afar vel við að koma fínstilltum ljóðstíl og frásagnarlist Gyrðis yfir í annan menningarheim. Það er þess vegna full ástæða fyrir alla þá fjölmörgu föstu lesendur Gyrðis sem læsir eru á nýnorsku að gefa gaum að þessari fögru útrás sem ekki tekur mið af kapítali heldur andlegum landvinningum skáldskapar og lesenda.

Nattdikt Næturljóð I natt er månen
ei oljelampe
som er
hengd på
ein mørkblå vegg
i eit eldgamalt hus
Í nótt er tunglið
olíulampi
sem hefur verið
hengdur á
dökkbláan vegg
í ævagömlu húsi
Stjernene er
spikarhol, og
det strøymer ljos
igjennom
Stjörnurnar eru
naglagöt, og
þar streymir ljós
í gegn
For attanfor
den tunne veggen
er ljoset
til alt
ljos
Því handan við
þunnan vegginn
er birta
allrar
birtu
[Fra Fantasifjellet, 1999] [Úr Hugarfjallið, 1999]

 

 

I djupet Í djúpinu Når vatna frys, held livet fram
under isen, endå dei fleste trur at liv
ikkje lenger finst der
Þegar vötnin leggur, heldur lífið áfram
undir ísnum, þó flestir haldi að ekkert
líf sé þar lengur
Når snøen fyk over glashella
sym småe fiskar under henne,
gjennom damskogen av tusenblad
med glinsande augo
i det fonnopplyste mørkret
Þegar snjórinn fýkur yfir glerhelluna
svamla litlir fiskar undir henni,
um síkjamaraskóginn,
með gljáandi augu
í fannlýstu rökkri
Alle netter
medan vi sov
Allar nætur
meðan við sofum
[Fra Nokre allmenne ord om den kolnande sola, 2009] [Úr Nokkur almenn orð um kulnun sólar, 2009]

Ljóð: Gyrðir Elíasson. Þýðingar: Oskar Vistdal.