Söguþráður Theseus Aþenuhertogi er í þann mund að giftst Hippólítu Amazónudrottningu þegar þrjár ekkjudrottningar biðja hann ásjár og aðstoðar við að heimta lík eiginmanna þeirra sem Creon Þebukonungur meinar þeim að jarða. Theseus fer þegar í stríð og hefur sigur. Meðal herfangs eru tveir ungir aðalsmenn, fóstbræðurnir Arcite og Palamon, sem er stungið í fangelsi. […]
