Snjónum kyngdi niður. Yfirleitt fylgdu hvassir vindar slíkum snjóþunga en þetta kvöld var stillt og hljóðlátt, svo snjórinn hrannaðist þögult upp í blauta og þunga skafla. Fjörðurinn hafði þegar verið einangraður í heilan mánuð sem var ekki svo skrítið á þessum tíma árs, enda var hann umlukinn bröttum fjöllum sem meira að segja á sumrin voru snævi þakin. Tindar þeirra gnæfðu yfir allt og hver svo sem leit upp í átt til þeirra fann hversu smáar og ómerkilegar manneskjurnar bjuggu þennan fjörð voru.
Skáldskapur
Skáldskapur vikunnar: Sjálfshugul gögn eftir Donato Mancini
Í þýðingu Kristínar Svövu Tómasdóttur
Muna að vera varkárari í upphafi og afhjúpa frekar smám saman það sem ætlunin er að skýra hér. – Marquis de Sade La réponse est le malheur de la question. – Maurice Blanchot Hver er formgerð spurningarinnar? „Það sem við vissum þegar við vorum þú veist hvar?“ (S. Rodefer) Hefur þú yndi af fallegri ljóðlist? […]
Skáldskapur vikunnar: Idjót eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur
Það er idjót sem eltir mig alla daga, það geiflar sig og grípur hnífapör á lofti klifrar hljóðlega í gardínum, enginn sér það nema ég og tafarlaust, til að forðast misskilning: ég elska idjótið mitt hata það samt þegar það sefur eða hermir eftir mér af rótblindri hæðni, slíkt gerist (oft), en hann er […]
Skáldskapur vikunnar: Kraftaverkið Tammy eftir Feliz Lucia Molina
í þýðingu Kristínar Svövu Tómasdóttur, sem einnig skrifar ferðasögu
Síðasta sumar lagði ég leið mína í fyrsta skipti til vesturstrandar Bandaríkjanna, ásamt vinkonu minni Guðrúnu Elsu Bragadóttur sem stúderar bókmenntafræði þar vestra. Við pöntuðum okkur flug til hinnar mjög svo fyrirheitnu borgar San Francisco og hugðumst dvelja þar í rúma viku. Þegar við höfðum samband við tengiliði okkar á svæðinu, ljóðskáldin Alli Warren og […]
Skáldskapur vikunnar: Hver er það sem elskar Saraudon?
Á twitter getur þú fundið ýmsa einstaklinga tjá sig um hin ýmsu málefni á opinberum vettvangi. Þar eru rithöfundar að röfla um þjóðfélagsmál, Gísli Marteinn að tala um borgarmál, unglingar að tala um sín vandamál, ljóðskáld að birta af sér fyllerísmyndir á instagram, fótboltaáhugamenn að tala um messi eða eitthvað og fleira… ég er ekki að followa helminginn af þessu fólki en í þessu mannhafi þá er einn japanskur maður sem sker sig úr fjöldanum.
Skáldskapur vikunnar: Allir fara
Smásaga eftir Michael Marshall Smith í þýðingu Hjörvars Péturssonar
Ég sá mann í gær. Ég var á leið heim í gegnum óræktina með Matta og Jóa og við sögðum Jóa að hann væri vitlaus af því að hann hafði séð þessa risastóru kónguló og hann hélt að þetta væri svarta ekkjan eða eitthvað þegar þetta var bara, kónguló sko, og ég sá manninn.
Við gengum niður eftir í áttina að blokkinni og hlógum og ég leit óvart upp og þessi karl var þarna við endann á götunni, hann var stór og kom gangandi í átt til okkar. Við fórum út af götunni áður en hann mætti okkur og svo gleymdi ég honum.
Skáldskapur vikunnar: Stundarfró eftir Orra Harðarson
Arinbjörn Hvalfjörð er efnilegasta skáld Íslands. En hversu lengi getur hann skákað í því skjólinu? Fimm árum eftir sína fyrstu bók er hann engu nær um næstu skref í tilverunni. Sérhver dagur er leikinn af fingrum fram og þverrandi fimi. En í unglingsstúlku norður á Akureyri sér hann mögulega eitthvað til að byggja á. Framtíð, ef til vill.
Stundarfró er fyrsta skáldsaga Orra Harðarsonar. Hún kemur út hjá Sögum og er væntanleg í búðir í næstu viku. Starafugl býður upp á brot úr bókinni.
Skáldskapur vikunnar: Rigning eftir Valgerði Þóroddsdóttur
Hún kom að nóttu.
Þung í myrkrinu
við gluggann, hún virtist
guðdómleg
svaraði:
„ég hvísla.“
Skáldskapur vikunnar: Hún er reið eftir Maju Lee Langvad
HÚN ER REIÐ við blóðfjölskyldu sína vegna þess að þau hringja alltaf samdægurs þegar þau vilja hittast. Það væri ágætt ef þau gætu í það minnsta hringt einum degi fyrr. Hún er reið að samskiptin við blóðfjölskyldu hennar skuli öll vera á þeirra forsendum. Og það eru þau, í öllu falli að hennar mati. Hún […]
Skáldskapur vikunnar: Kauði eftir Bjarka Karlsson
Afi minn á Rauði
er ribbaldi og kauði
honum fylgir holdsveiki og herpes og dauði
sitt af hvoru tagi með sykri og brauði
suður á bæjum handjárnar hann Auði
heimasætan signir sig:
taktu mig afi, taktu mig
taktu mig upp til skýja
þar sem amma þæfir sokk á þeldökkan Svía
Skáldskapur vikunnar: Níðhöggur
Brot úr þriðja bindi Sögu eftirlifenda eftir Emil Hjörvar Petersen
Níðhöggur (sýnishorn) til niðurhals: Hér er er gripið niður í tvo kafla um miðbik bókarinnar, án þess þó að megin atburðarásinni sé spillt. Saga eftirlifenda III: Níðhöggur, lokabók þríleiksins, er væntanleg í október næstkomandi. Forsíðumynd Níðhöggs teiknaði Sigmundur Breiðfjörð. Fyrri tvær bækur þríleiksins eru:
Skáldskapur vikunnar: Úr Saltvatnaskilum
Við tók einhver hlýjasti vetur í manna minnum. Með öðrum orðum: það rigndi. Flesta daga fossaði vatnsflaumurinn eftir götunum og rennbleytti allt sem fyrir varð áður en hann hvarf ofan í göturæsin og þaðan aftur til sjávar. Allt virtist hafa lagst á eitt um að drekkja ísbjörnum heimsins – og mér með, það hvarflaði að […]
Skáldskapur vikunnar: Rómantísku hundarnir eftir Roberto Bolaño
Á þessum tíma var ég orðinn tvítugur og klikkaður. Ég hafði tapað landi en ég hafði unnið draum. Og þar sem ég hafði drauminn þurfti ég ekki á öðru að halda. Hvorki að vinna né biðja til guðs né að læra í morgunsárinu við hliðina á rómantísku hundunum. Og draumurinn bjó í tómi andans. […]
Viljaverk í Palestínu: Aðfararorð
Ljóðabókin Viljaverk í Palestínu er gefin út þann 22. júlí árið 2014. Sum ljóðanna í henni urðu til löngu fyrr og einhver þeirra hafa birst áður en flest þeirra eru þó ort fyrir þessa bók. Áskorunin sem skáldin fengu fyrir viku var að bregðast með einhverjum hætti við frægu ljóði Kristjáns frá Djúpalæk, Slysaskot í Palestínu. Tekið var fram að þau mættu sjálf túlka hvað fælist í „viðbragði“ – að það þyrfti ekki nauðsynlega að vera nýr texti og gæti þess vegna verið þýðing á hundgömlu kvæði, ef það passaði.
Skáldskapur vikunnar: „E-mail“
Smásaga eftir Sindra Freysson
Kæri E.
Albéres var næstum hamingjusamur þegar hann vaknaði þennan fagra maímorgun við hljóð regndropa sem féllu á þakið einsog hamrað væri á ritvél. Sólin strokaði út allan texta regnsins hálftíma síðar. Í veðurblíðunni kristallaðist allt hið besta sem hægt var að finna í Frakklandi á þessum árstíma.
Já, næstum hamingjusamur – eins hamingjusamur raunar og gagnrýnandi getur yfirhöfuð orðið. Eina sem raskaði ró hans var þegar hann leit yfir á spanskgrænt þakið handan götunnar og kom auga á rytjulega kráku …
Skáldskapur vikunnar: Ljóðlist eftir Marianne Moore
Ég kann líka illa við hana: aðrir hlutir skipta meiru handan þessa fitls.
Þegar maður hins vegar les hana af fullkominni fyrirlitningu uppgötvar maður,
þrátt fyrir allt, stað þar sem hið ósvikna fær þrifist.
Hendur sem geta náð taki, augu
sem geta þanist, hár sem getur risið
gerist þess þörf, þessir hlutir skipta máli og ekki vegna þess að
hægt sé að þröngva upp á þá hástemmdri túlkun
Skáldskapur vikunnar: PLASTBLÓM eftir Yahya Hassan
Í ÍBÚÐINNI SEM ÉG KVEIKTI Í
BORÐUÐUM VIÐ ALLTAF Á GÓLFINU
PABBI SVAF Á DÝNU Í STOFUNNI
SYSTKINI MÍN ÞAU SEM ÞÁ VORU FÆDD
DREIFÐUST ÚT UM ALLA ÍBÚÐ
EITT VIÐ TÖLVUNA EITT SKRÍÐANDI Á GÓLFINU
OG EITT HJÁ MÖMMU Í ELDHÚSINU
EF ÞÚ HELDUR ÁFRAM AÐ PIRRA SYSTKINI ÞÍN
ÞÁ BRENNI ÉG ÞIG
SAGÐI MAMMA OG OTAÐI KVEIKJARANUM HANS PABBA
Skáldskapur vikunnar: Ólíkar gerðir ferðablætis
1) að vera ævintýramaðurinn er draumurinn sem afþreyingin nærir okkur á
í draumnum erum við einstök því við erum Indiana Jones
við kýlum á það og sjá: bílfarmar af Indiana Jones aka um framandi hættuför (núna klaki)
Skáldskapur vikunnar: Úr Þunglyndisljóðum eftir Sternberg
Þýðing: Kári Páll Óskarsson
allt verður bara verra
maður getur leyft sér
að vona
en
allt verður bara verra
sama hvað ég geri
veldur útkoman
vonbrigðum
Skáldskapur vikunnar: The Man with the Beautiful Eyes
The Man with the Beautiful Eyes eftir Charles Bukowski. Myndband: Jonathan Hodgson.
Skáldskapur vikunnar: INNISTÆÐA Í PÚÐA // A SUBSTANCE IN A CUSHION
100 ár frá útgáfu Tender Buttons eftir Gertrude Stein
Að breytist litur er líklegt og munur afar lítill munur tilreiddur. Sykur er ekki grænmeti.
Sigg er nokkuð sem er það harðnar skilur eftir sig það sem verður mjúkt ef raunverulegur áhugi er fyrir hendi á nærveru jafn margra stúlkna og karla. Breytist þetta. Það sýnir að skíturinn er hreinn þegar hann er feikn.
Skáldskapur vikunnar: Ljóðavéfréttin
Sachiko Murakami og angela rawlings segja frá FIGURE
Lesandinn mætir á FIGURE og er boðið að spyrja spurningar – það er að segja, að leggja til meðvitund um hugðarefni á gefinni stundu. Næst velur lesandinn einn af þremur stokkum. Í hverjum stokki eru frá 78 upp í 120 spil sem eru „stokkuð“ með slembiferli. Lesandinn velur síðan lögn – hvernig spilin eru lögð niður. Þegar hér er komið sögu eru spilin afhjúpuð. Upprunalegu spurninguna má nota sem titil á bókmenntaverk og spilin mynda í senn spádóm við spurningunni sem og tiltekin nýjan bókmenntatexta.
Skáldskapur vikunnar: Eldar
– smásaga eftir Steinar Braga
Þau voru að sofna þegar hann fann lyktina af reyknum. Einar lá hreyfingarlaus og þefaði út í loftið.
„Finnurðu lyktina?“ spurði hann.
„Lykt?“ Lúsía lokaði bókinni og virti hann fyrir sér.
„Lykt af reyk.“
Skáldskapur vikunnar: Dagatal kvenfélagsins eftir Evu Rún Snorradóttur
Sæll og blessaður kæri hringjandi. Ég skil ekkert í mér að vera ekki við. Ætli ég sé ekki að bisast eitthvað í húsverkum eða ég hef dottað yfir sjónvarpinu. Leggðu bara inn skilaboð, ég hef nýlega lært að hlusta á þau. Margbless! Góða kvöldið, þetta er grafíski hönnuðurinn hér, ég vildi bara halda þér upplýstri […]
Skáldskapur vikunnar: Svala Ósk eftir Þórdísi Gísladóttur
Svala Ósk býr í risíbúð á Melunum með eiginmanninum Jóhanni. Hún vinnur á Elliheimilinu Grund en Jóhann er sölumaður hjá heildsölu sem selur hreinlætisvörur til fyrirtækja og stofnana. Svala Ósk skráði sig í Samfylkinguna til að geta kosið Dag B. Eggertsson í prófkjöri. Henni finnst hann svo traustvekjandi og ábyggilegur. Hún sá Dag einu sinni […]