Skáldskapur vikunnar: INNISTÆÐA Í PÚÐA // A SUBSTANCE IN A CUSHION

100 ár frá útgáfu Tender Buttons eftir Gertrude Stein

Að breytist litur er líklegt og munur afar lítill munur tilreiddur. Sykur er ekki grænmeti. The change of color is likely and a difference a very little difference is prepared. Sugar is not a vegetable. Kaldrani er nokkuð sem er hann harðnar skilur eftir sig það sem verður mjúkt ef raunverulegur áhugi er fyrir hendi á nærveru jafn margra stúlkna og karla. Breytist þetta. Það sýnir að skíturinn er hreinn þegar hann er feikn. Callous is something that hardening leaves behind what will be soft if there is a genuine interest in there being present as many girls as men. Does this change. It shows that dirt is clean when there is a volume. Púði er með þetta ver. Ef við gefum okkur að þú viljir ekki skipta, gefum okkur að hann sé afar hreinn og það sé engin breyting á ytra útliti, gefum okkur að það sé reglufesta og búningur er það nokkru verra en ostra og skipti. Komið til að krydda það eru nokkur öfgafull nyt fyrir fjöður og baðmull. Er ekki miklu meiri gleði í borði og fleiri stólum og afar líklegri hringlögun og stað til að setja þá. A cushion has that cover. Supposing you do not like to change, supposing it is very clean that there is no change in appearance, supposing that there is regularity and a costume is that any the worse than an oyster and an exchange. Come to season that is there any extreme use in feather and cotton. Is there not much more joy in a table and more chairs and very likely roundness and a place to put them. Hringur úr fínum pappa og tækifæri til að sjá skúf. A circle of fine card board and a chance to see a tassel. Hvaða not hefur maður fyrir ofsafengna indælu ef engin ánægja fæst af að þreytast á henni. Spurningin kemur ekki fyrren það kemur tilvitnun. Í alls konar stað er toppur sem hylur og það er ánægjulegt í öllu falli það er vogun í að neita að trúa á þvætting. Það sýnir hvaða not eru í heilu stykki ef maður notar það og það er öfgafullt og afar líklegt að litlu hlutirnir væru dýrmætari en í öllu falli eru hér kostakaup og ef þau eru hér er best að fara með þau og ganga í þeim og sýna svo gáleysi og vera í þeim og vera svo gálaus vera gálaus og ákveðinn í að endurgjalda þakklæti. What is the use of a violent kind of delightfulness if there is no pleasure in not getting tired of it. The question does not come before there is a quotation. In any kind of place there is a top to covering and it is a pleasure at any rate there is some venturing in refusing to believe nonsense. It shows what use there is in a whole piece if one uses it and it is extreme and very likely the little things could be dearer but in any case there is a bargain and if there is the best thing to do is to take it away and wear it and then be reckless be reckless and resolved on returning gratitude. Ljósblátt og sami rauði með fjólubláu breytir. Það sýnir að það er ekki um að villast. Allur bleikur sýnir það og það er afar líklegt að það sé sanngjarnt. Afar líklegt að ekki finnist fínni sparigjöf. Nokkur aukning þýðir ógæfu og þetta er besti undirbúningurinn fyrir þrjá og fleiri til að vera saman. Dálítil ró er svo hversdagsleg og í öllu falli er sæta og svolítið af henni. Light blue and the same red with purple makes a change. It shows that there is no mistake. Any pink shows that and very likely it is reasonable. Very likely there should not be a finer fancy present. Some increase means a calamity and this is the best preparation for three and more being together. A little calm is so ordinary and in any case there is sweetness and some of that. Innsigli og eldspýtur og svanur og bergflétta og jakkaföt. A seal and matches and a swan and ivy and a suit. Skápur, skápur tengist ekki undir rúmið. Bryddingin ef hún er hvít og svört, bryddingin er með grænum þræði. Sjón heil sjón og dálítil stuna sem streðar gerir skrautband svo sætt og syngjandi skrautband og rauðan hlut ekki rúnnaðan hlut heldur hvítan hlut, rauðan hlut og hvítan hlut. A closet, a closet does not connect under the bed. The band if it is white and black, the band has a green string. A sight a whole sight and a little groan grinding makes a trimming such a sweet singing trimming and a red thing not a round thing but a white thing, a red thing and a white thing. Skömmin felst ekki í kæruleysinu eða einu sinni saumamennskunni hún sprettur úr aðferðinni. The disgrace is not in carelessness nor even in sewing it comes out out of the way. Hvernig er borðinn. Borðinn er allsendis ólíkur mustarði og er ekki einsog sami hlutur með röndum, hann er ekki einu sinni sárari en svo, hann er með dálítinn topp. What is the sash like. The sash is not like anything mustard it is not like a same thing that has stripes, it is not even more hurt than that, it has a little top.

_____
_____
 

Ljóðið er úr bókinni Viðkvæmir hnappar // Tender Buttons sem kom út um miðjan maí árið 1914, eða fyrir 100 árum síðan um þessar mundir. Bókin, sem var önnur bók Gertrude Stein, kom út hjá Claire Marie Editions, en á kostnað höfundar. Ljóðið birtist hér í þýðingu Eiríks Arnar Norðdahl en von er á bókinni allri síðar í ár eða snemma á næsta ári. Textar Gertrude Stein þóttu og þykja enn byltingarkenndir í afstöðu sinni til tungumálsins – og voru að mörgu leyti innblásnir af byltingum eins nánasta vinar Gertrude Stein, Pablo Picasso, í ríki málverksins, og mætti telja til kúbískra ljóða. Um verk hennar sagði bókmenntafræðingurinn Mark Schorer meðal annars: „Hún hefur metnað til bókmenntalegrar þjálni (e. plasticity) sem aðskildri frá narratífri framvindu og afleiðslu og þar með frá bókmenntalegri merkingu. Hún losa bókmenntirnar frá því að vera háðar tíma og binda þær frekar rúmi, að nota orðin fyrir sakir orðanna.“ 1

Þessa tækni nýtti hún til hins ítrasta í Viðkvæmum hnöppum og leyfði henni að flæða yfir í ósjálfráð skrif, röklaus, frásagnarlaus, fögur og frjáls. „Tender Buttons er bókmenntunum það sem kúbisminn er myndlistinni,“ skrifaði W.G. Rogers í When This You See Remember Me: Gertrude Stein in Person. „Bæði bókin og myndirnar birtast í samtíma okkar, tilheyra honum og eru órjúfanlegar frá honum. Sá einstaki eiginleiki þeirra sem jafnan er spottaður, ósamræmið, tvístrunin, þetta að stíga á baki hrossinu og ríða samtímis í allar áttir í einu, að sundra efni sínu niður í atómin, afskræmd sýn þeirra, þetta spratt ekki úr ímyndunarafli þeirra heldur var sótt í þá tíma sem þau lifðu. Ef að 20. öldin meikaði sens, þá gerðu Stein og Picasso það líka.“2

1. Gertrude Stein – Biography, The Poetry Foundation
2.Sama.