Ljóðabókin Viljaverk í Palestínu er gefin út þann 22. júlí árið 2014. Sum ljóðanna í henni urðu til löngu fyrr og einhver þeirra hafa birst áður en flest þeirra eru þó ort fyrir þessa bók. Áskorunin sem skáldin fengu fyrir viku var að bregðast með einhverjum hætti við frægu ljóði Kristjáns frá Djúpalæk, Slysaskot í Palestínu. Tekið var fram að þau mættu sjálf túlka hvað fælist í „viðbragði“ – að það þyrfti ekki nauðsynlega að vera nýr texti og gæti þess vegna verið þýðing á hundgömlu kvæði, ef það passaði.
Eiríkur Örn Norðdahl
Skáldskapur vikunnar: Ljóðlist eftir Marianne Moore
Ég kann líka illa við hana: aðrir hlutir skipta meiru handan þessa fitls.
Þegar maður hins vegar les hana af fullkominni fyrirlitningu uppgötvar maður,
þrátt fyrir allt, stað þar sem hið ósvikna fær þrifist.
Hendur sem geta náð taki, augu
sem geta þanist, hár sem getur risið
gerist þess þörf, þessir hlutir skipta máli og ekki vegna þess að
hægt sé að þröngva upp á þá hástemmdri túlkun
Skáldskapur vikunnar: INNISTÆÐA Í PÚÐA // A SUBSTANCE IN A CUSHION
100 ár frá útgáfu Tender Buttons eftir Gertrude Stein
Að breytist litur er líklegt og munur afar lítill munur tilreiddur. Sykur er ekki grænmeti.
Sigg er nokkuð sem er það harðnar skilur eftir sig það sem verður mjúkt ef raunverulegur áhugi er fyrir hendi á nærveru jafn margra stúlkna og karla. Breytist þetta. Það sýnir að skíturinn er hreinn þegar hann er feikn.
Bókahátíð á Flateyri hefst í dag
Í dag verður sett Bókahátíð á Flateyri í fyrsta sinn. Hátíðin, sem fer fram víða á Flateyri, verður haldin í dag og á morgun og meðal þeirra sem koma fram eru Björk Þorgrímsdóttir, Bjarni Bernharður Bjarnason, Bjarki Karlsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Hörður Steingrímsson, Kristín Eiríksdóttir og Björn E. Hafberg. Frekari upplýsingar fást á bokahatid.is.
Ritstjórnarpistill: Að sitja fastur í streyminu
Ég hef átt kindil í fjögur ár. Það sér ekki á honum. Því miður, liggur mér við að segja, því ég er svoddan teknófíl að ég vildi gjarna fá að endurnýja hann bráðum. Skipta honum út fyrir nýjustu tækni. En hann eldist bara eiginlega ekki neitt, verður ekki seinvirkari einsog fartölvurnar mínar, spjaldtölvurnar og símarnir, […]
Starafugl gegn miðjumoði | RÚV
„Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl hefur hleypt af stokkunum nýju vefriti um menningarmál, Starafugl.is, sem hann vill að verði vettvangur fyrir góða og afdráttarlausa menningarumfjöllun. Eiríkur Örn sagði Morgunútvarpinu frá síðunni.“
Ritstjórnarpistill: Eina ástin sem skiptir máli
Starafugl lauk sínu fyrsta heila vikuflugi á laugardag með birtingu á færslu í flokki „tónlistar vikunnar“ – þar sem Haukur S. Magnússon velti því fyrir sér hvort að poppmúsík væri búin að missa bitið, hvort hún hneykslaði engan lengur, og rifjaði upp dauðateygjurnar, svo að segja, The Downward Spiral með Nine Inch Nails og heimildarmyndina […]
Ritstjórnarpistill: Opið bréf til gagnrýnenda
Kæru gagnrýnendur. Mig langar að biðja ykkur að vera afdráttarlaus í skrifum – ekki í þeim skilningi að þið eigið að vera dónaleg eða að allt þurfi annað hvort að hefja upp til skýjanna eða rakka niður í skítinn, heldur í þeim skilningi að þið gangist við hugsunum ykkar og tilfinningum gagnvart verkunum undanbragðalaust, sýnið […]
Ritstjórnarpistill: Mennskan, heimskan og fegurðin
Fyrir nokkrum árum bjó ég veturlangt í Västerås í Svíþjóð. Eitt af því sem vakti þá athygli mína, og ég áttaði mig síðar á að var í raun einkenni á fjölmennari þjóðum – jafnvel smáþjóðum einsog Svíþjóð – var hversu mikil umræða gat verið í kringum menninguna og hvernig fjölmiðlar nærðu hana, oft af meira […]
Hörmungar – ljóð
Að drukkna. Að drukkna í legi. Að drukkna í uppþvottalegi. Að drukkna í svefni. Að drukkna í uppþvottasvefni. Sofandi í uppþvottalegi. Móðuharðindin. Móðuharðindin. Að drukkna í móðuharðindum. Móður af harðindum. Að drukkna í móðuharðindum með lekanda og ilsig. Með lekanda, ilsig, lús og gyllinæð. Sofandi. Að drukkna sofandi í gyllinæð, vakandi í móðuharðindum og uppþvottalegi. […]
Ritlist – að finna sína rödd | Eiríkur Örn Norðdahl – Blogg
Vandamálið við frambærilegan texta, í einfaldasta og algengasta skilningi þess hugtaks – það er að segja þeim skilningi að textinn sé læsilegur, skýr og á réttu máli – er að þannig texti er oft líka þurr og ópersónulegur, og það jafnt þótt hann beiti öllum hugsanlegum tólum skáldskaparins til að búa til innileika, sé beinlínis að drukkna í vísunum og líkingum og persónusköpun og sviðsetningu og guð veit ekki hverju. Því það er eitthvað næstum því óheiðarlegt við texta sem er of lærður, of pródúseraður, of fínn og fágaður – orðið sem ég er að leita að er alveg áreiðanlega „tilgerðarlegt“.
via Ritlist – að finna sína rödd | Eiríkur Örn Norðdahl – Blogg.