Skáldskapur vikunnar: INNISTÆÐA Í PÚÐA // A SUBSTANCE IN A CUSHION

100 ár frá útgáfu Tender Buttons eftir Gertrude Stein

Að breytist litur er líklegt og munur afar lítill munur tilreiddur. Sykur er ekki grænmeti.

Sigg er nokkuð sem er það harðnar skilur eftir sig það sem verður mjúkt ef raunverulegur áhugi er fyrir hendi á nærveru jafn margra stúlkna og karla. Breytist þetta. Það sýnir að skíturinn er hreinn þegar hann er feikn.

Vísir – Menningarsjokkið sterkur þáttur

„Hún yrkir um upplifun sína af því að koma frá Vínarborg til Íslands fyrir miðja síðustu öld og því verður ekki neitað að sterkur þáttur í skáldskapnum er menningarsjokkið sem hún hefur orðið fyrir við þá flutninga. Hún var gyðingur og kom í rauninni nauðbeygð hingað á flótta undan nasistum þannig að það er margs konar tregi í þessum ljóðum, bæði söknuður eftir heimalandinu og þeirri menningu sem var búið að drepa úti í Evrópu og fólkinu sem hún þurfti að skilja við. Móðir hennar varð til dæmis eftir úti í Austurríki og var síðar flutt í fangabúðir nasista.“

Sölvi Björn Sigurðsson ræðir um Melittu Urbancic via Vísir – Menningarsjokkið sterkur þáttur.