Skáldskapur vikunnar: Norðsumarnótt eftir Melittu Urbancic

Ég geng um upplýst óttubilið
út að sjó –
loginn sem opnar árdagsþilið
fær enga ró.

Grimmd hans, sem nú er gremju falin,
mér gárar blóð.
Öll dagsins trú er að kvöldi kalin,
í kvikri slóð.

En það sem í dag mitt hjarta hrærir
til huggunar,
er náttljósið sem brjóst mitt bærir
við bjartan mar.

Ljóðið er í þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar úr bókinni Frá hjara veraldar (Vom rand der Welt) sem kom nýlega út hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni.