Piero Manzoni – Merda d’artista, 1961 Paul McCarthy – Complex pile, 2007 Dieter Roth – Rabbit-shit-rabbit, 1972
Myndlist vikunnar
Myndlist vikunnar: Ana Mendieta
Ana Mendieta, myndlistarmaður, aktívisti og femínisti er með myndlist vikunnar að þessu sinni. Mendieta fæddist í Havana á Kúbu árið 1948 en flúði 12 ára gömul valdastjórn Fídels Kastrós með fjölskyldu sinni. Mendieta barðist fyrir réttindum kvenna í listheiminum og gekk árið 1978 til liðs við A.I.R. Gallery (Artist In Recidency), sýningarrými í New York […]
Myndlist vikunnar: Olivier de Sagazan
Performance by Oliver de Sagazan http://nefdesfous.free.fr
Fireworks for LA
Myndlistarmaðurinn Hekla Dögg Jónsdóttir er með síðustu myndlist vikunnar á árinu hjá Starafugli. Hekla Dögg (f. 1969) nam myndlist í California Institute of the Arts og útskrifaðist þaðan með MA gráðu árið 1999. Hún hefur sýnt verk sín innan sem utanlands og tekið að sér sýningarstjórn fyrir nokkrar sýningar sem og sinnt stöðu sem prófessor […]
Myndlistarbíó: Painter eftir Paul McCarthy
Myndlist vikunnar er notaleg eins og jólin eiga að vera. Ég vona að þið hafið fengið konfekt í jólagjöf því það passar vel með myndinni Painter (1995) eftir myndlistarmanninn Paul McCarthy. McCarthy fæst við ýmsa miðla í myndlist sinni og hefur verið tengdur við „Víenísku aktíónistana“ (e. Viennese actionism) en alfarið hafnað því með þeim rökum að hann hafi […]
Hvað viltu fá í jólagjöf?
Þótt fjárlagafrumvarpið elski ekki myndlist þá vilja þó flestir eiga fallega myndlist til að príða heimili sín. Því er tilvalið að skella sér á jólabasar fyrir jólin og finna eitthvað fallegt í jólapakkann. Myndlist vikunnar hjá Starafugli þessa vikuna er því tileinkuð jólunum. Hér á eftir verður stutt samantekt um girnilega jólabasara og fallega myndlist […]
Sýnir á dánarbeði: Freyja Eilíf sýnir í Betra Veður glugga galleríi
Þann 5. desember opnaði myndlistarmaðurinn Freyja Eilíf Logadóttir sýninguna Sýnir á dánarbeði í Betra Veður galleríi. Sýnir á dánarbeði er staðbundin innsetning og hljóðverk sem er unnin út frá nærdauða reynslum og sýnum á dánarbeði. Verkið er svar listakonunnar við spurningunni um líf eftir líkamsdauða. „Sýnir á dánarbeði er heiti yfir það fyrirbæri þegar mönnum […]
Myndlist vikunnar: Anna Ihle in SÍM
Myndlist vikunnar að þessu sinni er stutt viðtal við myndlistarkonuna Önnu Ihle sem sýnir í SÍM. Viðtalið, sem lesa má með að smella á fyrirsögnina hér að ofan, er á ensku.
Myndlist vikunnar: Hekla Björt og Geimdósin á Akureyri
Hvað er Geimdósin?
Geimdósin er grasrótargallerí á vinnustofunni minni þar sem að fólki býðst að sýna myndlist sem er í rauninni túlkun myndlistarmannsins á ljóðtextum eftir mig.
Myndlist vikunnar: Ekkisens í kjallaranum
Hvað er þetta Ekkisens? Ekkisens er gamaldags blótsyrði sem amma þín ætti að kannast við og einnig nýtt sýningarými í Reykjavík. Hvar er það til húsa? Ekkisens er staðsett í gömlu kjallarahúsnæði á Bergstaðastræti 25B. Hver sér um það? Ég sé um það, Freyja Eilíf Logadóttir. Ég er nýbökuð myndlistarkona úr LHÍ. Hvað eruð þið […]
Myndlist vikunnar: Nick Cave sýningarstjóri í safni fyrir mikilvægan skít!
Í tengslum við nýja heimildamynd um Nick Cave, 20.000 Days on Earth, var opnað vefsafnið Museum of Important Shit sem tileinkað er mikilvægu drasli. Hver sem er getur sent inn hlut og sögu hans og sótt um að setja í safnið.
Myndlist vikunnar: Mucho Grandi á menningarnótt
– viðtal við Dóru Hrund Gísladóttur
Hæ Dóra, hvað ertu að bauka? Akkúrat þessa stundina er ég að klippa kvikmynd sem ég tók upp um daginn ásamt Magnúsi Halli vini mínum og óperusöngvara. Hún er bara ein mínúta og svokallað „one-take“ svo það er ekki beint mikil klippivinna en það er samt alltaf eitthvað sem þarf að breyta og bæta. Svo […]
Myndlist vikunnar: How Not to be Seen
Myndlist vikunnar er tileinkuð listakonunni Hito Steyer fyrir leitina að ósýnileikanum. Í sýningunni How Not To Be Seen: A Fucking Didactic Educational Installation veltir hún fyrir sér hvernig á að hverfa á öld ofursýnileikans. Hægt er að horfa á myndband hér.
Myndlist vikunnar: Thijs Rijker
Myndlist vikunnar er tileinkuð listamanninum Thijs Rijker sem býr meðal annars til sjálfseyðandi vélar.
Myndlist vikunnar: Þorgerður Þórhallsdóttir í Kunstschlager
Þorgerður Þórhallsdóttir í Kunstschlager 14.06.2014 – 29.06.2014 Af hverju heitir sýningin þín Nobody will ever die? Þetta er brot úr setningunni „everything is as it should be, nothing will ever change, nobody will ever die“ sem er fengin úr endurminningabók eftir Vladímír Nabokov, Speak, Memory. Mér fannst þetta passa svo vel við tilfinningu sem ég […]
Myndlist vikunnar: Björk Viggósdóttir á LÚR og Salon Mutlu
Taboo er viðfangsefni hátíðarinnar í ár og það getur verið allskonar, eins og að vera einmana eða ganga berfætt á götum bæjarins. Fólkið í hópnum er frá mismunandi löndum svo það er mismunandi hvað er taboo í þeirra löndum.
Myndlist vikunnar: LOSTASTUNDIN í Kunstschlager
Kveikjan að sýningunni var löngun okkar til að draga fram nýjar hliðar á myndlistarmönnum sem fólk hefur ekki séð áður með því að lokka af þeim myndir sem hafa legið neðst í skúffum eða fá þá til að halda á ný mið – lostamið.
Kling & Bang og E.S.P. TV
=>Kolbeinn Hugi: SPASMS
Í dag 22.maí er opnun í Kling & Bang gallerý á fjórskiptu verki sem verður til í sköpunarferli fjögurra listamanna. Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Helgi Örn Pétursson og Rebekka Moran munu skapa list og áhorfendur geta fylgst með þeim, þróun sýningarinnar og samtal þeirra við E.S.P. TV listahópinn frá New York.
Myndlist vikunnar: Gustav Mesmer
Myndlist vikunnar er tileinkuð lista- og uppfinningamanninum Gustav Mesmer. Gustav hélt ótrauður áfram að reyna að fljúga allt sitt líf. Því miður náðist ekki að taka viðtal við hann.
Myndlist vikunnar: HARD-CORE
„HARD-CORE er list-segull eða „artist-magnet“, hugtak sem við bjuggum til, til þess að reyna að víkka þá skilgreiningu og möguleika sem koma að samstarfi listamanna og stofnanna. Eins og segull virkar þá er HARD-CORE þannig að það dregur að sér hugmyndir og skoðanir eða hrindir þeim frá sér.“
Myndlist vikunnar: Leikprufan, Gjöf til yðar hátign, Stjörnur
Gunnhildur Hauksdóttir & Kristín Ómarsdóttir gefa út bókverk
Þið eruð að gefa út bók núna, en þetta er líka sýning er það ekki? Já við erum sem sagt að gefa út bókverkið Leikprufan, Gjöf til yðar hátign, Stjörnur. Og þetta bókverk byggir á þremur sýningum sem við héldum saman. Það var sýnt í Winnipeg, Kanada, Reykjavík og á Írlandi. Hvernig sýningar voru þetta? […]
Myndlist vikunnar: Nikulás Stefán á Hlemmi
Hvað varstu að gera á Hlemmi?
Ég var með viðburð, þetta var í raun þensla á menningarfyrirbærinu l.a.r.p. í formi viðburðar. Við erum tveir með Viðburður hf, það er Oddur S. Báruson og ég, Nikulás Stefán Nikulásson og þetta er í rauninni fyrirtæki fyrst og fremst. Við tökum að okkur að vera með viðburði hér og þar. Helst á stöðum þar sem það eru einhverjir að bíða.
Myndlist vikunnar: Claudia Hausfeld í Gallerí Úthverfu
Claudia Hausfeld Sýning: The Stone is God but does not know it, and it is the not knowing that makes it a Stone Gallerí Úthverfa Aðalstræti 22 Ísafirði 22.03.14 – 13.04.14 Hver er titillinn á sýningunni þinni? Titillinn er á ensku The Stone is God but does not know it, and it is the not […]
Myndlist vikunnar: Artclick Daily
Brynjar Helgason og Ívar Glói Gunnarsson sjá um vefsíðuna www.artclickdaily.info Segðu mér, Brynjar Helgason, hvað er Art click Daily? Art click Daily er vefgallerí sem var stofnað fyrir um einu ári síðan og síðan þá hafa verið 7 sýningar. Þar er möguleiki fyrir hendi að sýning geti annað hvort verið opin í einhvern ákveðinn tíma […]
Myndlist vikunnar: Rebekka Moran í Gallery Þoku
Sýning: ROLLING REPEAT CYCLES AND TURNS Gallery Þoka 22.02.14 – 21.03.2014 Það er hérna planta sem hreyfist í hring, hvaða planta er þetta í þessum skúlptúr? Og af hverju eru að nota hana? Þetta er veltirunni, algeng flökkuplanta. Ég hef gaman af því hvað hún stendur fyrir, hún veltist um og skilur eftir fræ sín […]
Myndlist vikunnar: Sagað í Kunstschlager
Sindri Leifsson Sýning: Sagað Kunstschlager sýningarrými Rauðarárstíg 1 01.03.14 – 15.03.14 Hvað getur þú sagt mér um þessa sýningu? „Látum okkur sjá. Hún er um einhvers konar svona vinnuferli og kannski vinnuferli sem ég tek frá mismunandi stöðum. Þetta eru svona leifar af útskriftarsýningunni eða ekki leifar heldur framhald, það eru alltaf einhverjir punktar sem […]