Myndlist vikunnar: LOSTASTUNDIN í Kunstschlager

 

1. Hvað er í gangi?

Kunstschlager fagnar komu sumarsins með seðjandi sumarsýningu, gestir geta komið og hitað sig upp fyrir þennan tíma ástarinnar.

2. Hver var kveikjan að þessari sýningu?

Löngun okkar til að draga fram nýjar hliðar á myndlistarmönnum sem fólk hefur ekki séð áður með því að lokka af þeim myndir sem hafa legið neðst í skúffum eða fá þá til að halda á ný mið – lostamið.

postkort-fram3. Hverjir eru að sýna?

Hér eru ungir og gamlir, þekktir og nýjir. T.d Baldvin Einarsson, Dagrún Aðalsteinsdóttir, Helgi Þórsson, Kristín Ómarsdóttir, Karí Ósk Ege, Ísak Óli, Steingrímur Eyfjörð, Sigtryggur Berg, Þorvaldur Jónsson, Þórarinn Ingi Jónsson, Þórdís Erla Zoega.

4. Er þessi sýning bönnuð börnum?

Já og það er best að skilja tepruskapinn líka eftir heima.

5. Hver er Gamli Sfinxinn?

Gamli Sfinxinn er útgáfa sem gefur út myndlistartengd efni af ýmsu tagi, samhliða sýningunni kom út erótíska myndritið Lostastundin, ætlað er til einkanota.

Að Gamla Sfinxinum standa Guðlaug Mía Eyþórsdóttir og Kristín Karólína Helgadóttir.

6. Hvað er svo á döfinni hjá Gamla?

Í sumar kemur út vísindaskáldsaga eftir myndlistarmann og nýr Salon vasi, Salon serían er hvorki bók né tímarit heldur vasi sem inniheldur tíu árituð verk eftir tíu listamenn og er gefin út í 100 eintaka upplagi. Ýmislegt fleira er á leiðinni, fylgist með!

10262065_461564813986994_4958170552081646681_n

gamlisfinxinn.com

Facebook.com/gamlisfinxinn