Smári McCarthy um Mayu Angelou

Í gær dó Maya Angelou, 86 ára gömul. Hún var kona sem barðist alla ævi sinni gegn mismunun. Vegna ótta annarra á hinu óþekkta fæddist hún, sem blökkukona í suðurríkjum Bandaríkjanna, inn í samfélag þar sem sumir máttu en aðrir ekki. Þessi aðgreining, sem var til komin vegna mannvonsku og fáfræði, ýtti undir fátækt, sem svo leiddi af sér glæpi.

Þegar hún var sjö ára gömul var henni nauðgað af kærasta móður sinnar. Hún sagði frá ódæðinu, sem varð til þess að æstur skríll drap nauðgarann. Hún öðlaðist við þetta sinn eiginn ótta – ótta við að orð hennar gætu haft alvarleg áhrif – og þagði hún því í sex ár þar á eftir.

via Umræða – Blogg – DV.