Myndlist vikunnar: Hekla Björt og Geimdósin á Akureyri

Hvað er Geimdósin?

geimdos3

Sara Björg Bjarnadóttir

Geimdósin er grasrótargallerí á vinnustofunni minni þar sem að fólki býðst að sýna myndlist sem er í rauninni túlkun myndlistarmannsins á ljóðtextum eftir mig.

Pælingin á bak við þetta er ég er með bók í smíðum sem kemur vonandi út á næsta ári þar sem ég ætla sem sagt að gefa út ljóð í samtvinningi við myndlist og gjörningarlist og hvers kyns sköpun í raun og veru.

Hvar er þessi sýningarvinnustofa?

Í Listagilinu sjálfu, á hæðinni fyrir ofan Listasafnið á Akureyri.

Það er líka hægt að skoða þetta á facebook maður slær bara inn geimdósin. Maður sér myndir af sýningunum þar.

Hvað er á döfinni hjá þér?

Á döfinni er að keyra áfram bókina og þetta myndlistarverkefni.

geimdos1

Sara Björg Bjarnadóttir

Af hverju heitir þetta geimdósin?

Það er sem sagt ekki hægt að opna glugga þarna inni og það er ekki heldur hægt að opna glugga í geimskipum og svo er þetta pínulítið rými, svolítið eins og niðursuðudós. Geimskip eru líka bara dósir, sem fljúga.