Meira

Á mörkum mennskunnar   Skáldsögunni Meira eftir tyrkneska rithöfundinn Hakan Günday verður kannski best lýst með orðinu „linnulaus“. Hún byrjar sem ein allsherjar skelfing – hinn níu ára gamli Gaza aðstoðar föður sinn Ahad við að smygla flóttamönnum til vesturlanda og fer með þá einsog níu ára drengir annars staðar leika sér með mauraþúfur – og […]

Ingunn Ásdísardóttir

Martraðakennt hugarfóstur alræðisins

Hvaða ástæður sem liggja að baki útgáfu þessa verks, Sakfelling (2018), þá eru fyrstu viðbrögð efasemdir um tilverurétt þess. Ástæðan fyrir því að slíkar efasemdir koma upp er einföld: Með því að gefa verki sem þessu — áhugaverðri og ótrúlegri ádeilu á stjórnarhætti og vanhæfni N-Kóreysku ríkistjórnarinnar, sveipaðri átakanlegri raunasögu heillar þjóðar — hljómgrunn og […]

Uppgjöfin gegn hávaðanum

Milan Kundera, sá ágæti og eitursnjalli höfundur, varð níræður um daginn. Ég get lesið ritgerðarsöfnin hans aftur og aftur, það eru fjársjóðskistur, eldsneyti fyrir frjóar hugleiðingar í allar áttir, og við Íslendingar njótum þeirrar gæfu að Friðrik Rafnsson hefur þýtt nær allar bækurnar hans. Í einu ritgerðasafninu – og nú man ég skyndilega ekki hverju þeirra, […]

Skrif um skrif um skrif

Ég gerðist skáldsagnaritstjóri Starafugls síðasta haust. Óvart. Boðið kom óvænt eins og elding af himni. Elding er útrás af rafmagni úr skýi sem oft fylgir þruma. Eins og Tesla eldingar. Eða bassalínueldingar Bjarkar sem komu úr Tesla spólu í Silfurbergi Hörpu á Biophilia-túrnum og gáfu ekki bara undirstöðu tónlistinni, heldur líka hugmyndinni um töfrandi afsprengi […]

Barnsleg jólakæti lágmenningarinnar

Jólin eru fólki svo ótalmargt. Ýmist tími ljóss og friðar — orðatiltæki sem hlýtur að hafa verið sagt háðslega við fyrstu notkun, lýsandi stystu og myrkustu dögum ársins — eða tími samheldni. Sameiningarstund þar sem ástvinir koma saman og njóta samverunnar, hlýjunnar og þess að gleðja og gleðjast með ástvinum. Sumir fagna fæðingu Jesú Krists […]

Galdurinn að baki því hvað ég er ótrúlega afkastamikill 

Fólk spyr mig stundum hvernig ég fari að því að vera svona ótrúlega afkastamikill. Leyndarmálið er … nei, fólk spyr mig reyndar aldrei að þessu. Því miður. Mig dauðlangar að svara þessari spurningu. Og nú langar mig, vegna fjölda áskorana, að ljóstra upp galdrinum.  Ég styðst við tvær meginreglur. Það fyrra er lögmálið um lágmarksfyrirhöfn. […]

Af spítt- og strætóskáldum

Ljóðaheimurinn er alls konar. Ljóðasenan er alls konar. Ljóð eru alls konar. Auðvitað. Skáld eru líka alls konar en oft eiga þau til að mynda fylkingar. Heildir sem hafa mismikinn heildarbrag. Heildir sem gefa út manífestó (eða ekki-manifestó), mynda eins konar vinahóp, gefa út hjá sama forlagi, eru saman í leynilegum facebook grúppum. Eins og […]

Endurtekin viljaverk í Palestínu

Fleiri tugir Palestínumanna hafa látið lífið og mörg þúsund manns eru slasaðir eftir mótmælin gegn flutningi sendiráðs Bandaríkjamanna frá Tel Aviv til Jerúsalem í gær. Í dag eru síðan liðin 70 ár frá því hörmungarnar – al-nakba – hófust sem enduðu með því að stærstur hluti palestínsku þjóðarinnar hraktist í útlegð. Af því tilefni er […]

Óeirðir í leikfangalandi

um andsemítisma, Eurovision og Toy með Nettu Barzilai

Ísraelska söngkonan Netta vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva síðastliðin laugardag. Strax fyrir keppnina mátti skynja mikla og víðtæka andúð á þátttöku Ísraelsmanna – meiri en ég man eftir lengi, og skýrðist þá kannski af því að Netta þótti fljótlega sigurstrangleg. „Fíla lagið en fyrirlít landið“ skrifaði einn á Twitter. „Fuck Israel“, „Gangi öllum löndunum vel á […]

Raunhagkerfi vampírusmokkfisksins

Á dögunum sá ég mann í matvörubúðinni Netto við lestastöð í Kaupmannahöfn. Hann stóð í langri biðröð að loknum enn lengri þriðjudegi, fremur íbygginn á svip, klæddur í hettupeysu og víðar vinnubuxur útataðar í sparslklessum og málningu. Færiband afgreiðslukassans silaðist áfram og vörur hlóðust í fangið á afgreiðslustúlku sem reyndi að brosa í gegnum þreytuna. […]

„Heftugur andskoti má það vera“: Stórtíðindi í íslenskum bókmenntum

Magnaður andskoti má það vera hvað skáldskapur og veruleiki geta átt í margslungnu sambandi, furðulegu alltaf hreint, úr forneskjunni til nútímans, dulúðugu jafnvel. Því segi ég það að mér var að berast bréf að handan. Frá átjándu öld. Eða öllu heldur: Það var að finnast stórmerkilegt handrit. Kominn er í leitirnar eini ritaði textinn sem […]

Síðkapítalisminn á tilvist sína undir því að þegnar spyrji ekki spurninga

Eitt af því sem George Orwell skrif­aði í sinni fram­tíð­ar­dystóp­íu, skáld­sög­unni 1984, var að Stóri Bróðir átti allt nema kúbikksentí­metrana innan haus­kúpu borg­ar­anna, og átti við heil­ann. Sú spurn sem aðal­per­sónan Win­ston spyr sig framar öðru er hvort hann geti haft skoðun sem stríðir gegn Stóra Bróður og hvort sú skoðun geti verið rétt – […]

Glerþak stöðugleikans

  1 Arkítektinn Fótgönguliðar stjórnmála okkar og efnahags eru menn einsog arkítektinn Manolis Vournous. Hann er hávaxinn og grannur, með þykka bauga undir augunum. Honum finnst gott að hafa hluti í röð og reglu. „Ég vil að fólk láti hluti gerast og vil ekki beita þrýstingi, eða að aðrir beiti mig þrýstingi,“ sagði hann mér […]

Jóhann Helgi Heiðdal

Við erum samtímafólk maí ’68

Mig langar að byrja á að spyrja mjög einfaldrar spurningar: hvers vegna er allt þetta tilstand í kringum maí ’68 – greinar, útvarpsþættir, umræður og atburðir af öllu tagi – fjörutíu árum eftir atburðinn? Það var ekkert slíkt í kringum þrítugs- eða tvítugsafmælið. Fyrsta svarið er svartsýnt. Við getum nú minnst maí ’68 vegna þess […]

Síðkapítalisminn: Að endurheimta líf sitt – skynsemi og lógík

Mig langar hér að draga upp mynd af því hvernig síðkap­ít­al­ism­inn hefur áhrif á mál­far, hugsun og til­finn­ing­ar. Með­vit­und um þetta efni er nauð­syn­leg ekki aðeins vegna þess að lýð­ræðið er í hættu heldur einnig vel­ferð­ar­kerfið og grund­vallar mann­rétt­indi. Mik­il­vægt er að taka fram að hér er ekki verið að gagn­rýna kap­ít­al­isma – ein­ungis nýfrjálsa […]

Allt sama lagið

I’m singing a borrowed tune, that I took from The Rolling Stones söng Neil Young draugfullur á plötunni Tonight’s The Night. Lagið sem hann tók ófrjálsri hendi var lagið Lady Jane af plötunni Aftermath. Stónsararnir hafa aldrei sagt neitt um stuldinn og Neil sjálfur hefur ekki látið neitt uppi um af hverju hann gerði þetta […]

Októberbyltingin hundrað ára: túlkanir og þýðing í dag

Í tilefni hundrað ára afmælis rússnesku byltingarinnar hafa undanfarið, á heimsvísu, verið birtar greinar um þennan einstaka atburð mannkynssögunnar og mikilvægustu persónu hans: Lenín. Enda væri annað furðulegt, en hér er ekki einungis um að ræða fyrstu sósíalísku byltingu mannkynssögunnar heldur þann einstaka atburð sem hafði mest áhrif á gang tuttugustu aldarinnar – afleiðingar sem við finnum svo sannarlega fyrir og erum enn að vinna úr í dag. Á Íslandi hefur þó eitthvað minna farið fyrir umræðum um byltinguna, merkilega lítið að mati greinarhöfundar. Hver svo sem skýringin kann að vera á því þá ætla ég í eftirfarandi að minnast byltingarinnar á hundrað ára afmælinu með því að ræða hana, með sérstökum fókus á hinn umdeilda leiðtoga hennar Lenín.

Túristi innan veggja verslunar

Flotað gólfið hefur verið lakkað svo glampar á það. Eins og fólki finnst gaman að minna mig á, er ég ekki hár til lofts og líður óþægilega í háreistu iðnaðarhúsinu með tröllvaxna innkaupakerru í höndunum. Mér finnst ég einfaldlega dvergvaxinn. Sem betur fer eru þeir fæstir sem líta stórir út við stýrið á risavöxnum kerrunum. […]

Sviðsframkoma hversdagsins

um fegurðarsamkeppnir og ofurraunveruleikann

Núna þegar vertíð fegurðarsamkeppna á Íslandi er lokið, allavega í bili, og sigurvegarar hafa verið krýndir, sumir nýir – aðrir gamlir, þá sprettur ávallt upp sú spurning hvernig stendur á því að við í þessu samfélagi sífelldra framfara skulum ennþá halda slíkar keppnir sem stilla upp einstaklingum eftir ákveðinni formgerð. Tilgangur slíkra keppna er umdeildur […]

Tíminn drepinn

Hugleiðingar um bóksöluhrun, fantasíur, glæpasögur og fagurbókmenntir

Átök eru í aðsigi. Eða hvað? Undanfarnar vikur hef ég lesið hálfkveðnar vísur eftir íslenska rithöfunda og annað bókmenntafólk um hvað valdi hinu svokallaða hruni í bóksölu á Íslandi eftir að því var flaggað að hún hefur dregist saman um þriðjung. Höfundar úr ólíkum kreðsum hafa hnýtt hver í annan og gert tilraun til að […]

Hvað er gagnrýni?

Gagnrýni, í grunninn, hefur það að markmiði að gera úttekt á höfundarverki — ræða efnismál þess, boðskap, stíl o.fl. Oftar en ekki spilar álit gagnrýnanda, tilfinningar hans í garð verksins og reynsluheimur hans inn í. Að því sögðu kemur ekki á óvart að engar tvær gagnrýnir séu alveg eins, þær geta jafnvel verið svo frábrugðnar að lesandi […]

Fasistar á bókamessu

– Á annað hundrað sænskra rithöfunda sniðgengur Bókamessuna í Gautaborg

Á forsíðu sænska tímaritsins Nya Tider getur að líta (24. apríl, 2017) fréttir um sadisma og mannfyrirlitningu  á yfirlitssýningu Marinu Abramovic í Moderna Museet, um samsæri mannréttindasamtaka og „manneskjusmyglara“  um að koma flóttamönnum til Evrópu, viðtal við hægriöfgamanninn Geert Wilders með fyrirsögninni „Við höfum verið nýlenduvædd“ og frétt um að til að mæta Jarðarstundinni – Earth Hour, […]

Að gefast ekki upp. Gegn bönkunum.

Íslandsbanki átti internetið á mánudaginn síðasta – nánar tiltekið stóðu þeir að baki auglýsingaherferðinni sem allir voru að tala um. Þeir brýndu fyrir okkur að gefast ekki upp þótt það væri verið að mola velferðar- og húsnæðiskerfið að innan, heldur bara að herða okkur upp og búa í tjaldi í Öskjuhlíðinni í nokkur ár á […]

Óþelló 14–2 Jón Viðar

Ég fór bálreiður af Óþelló um daginn og alla leiðina heim kraumaði í mér löngun til að skrifa langa grein um þessa metnaðarfullu uppsetningu Vesturports – og um fordæmalausan, fáránlegan, kjánalegan, rætinn, tilgangslausan og innihaldsrýran pistil Jóns Viðars Jónssonar. Ég meina, Jón Viðar notar tækifærið í alllöngu ranti sínu til að takast persónulega á við […]

Tamningar

Guðfræðingar fást enn við klípu sem Tómas frá Akvínó glímdi við, síðar Leibniz og fjöldi annarra: ef Guð er algóður, og gerir þar með alltaf það sem er best, getur hann þá líka verið frjáls? Hefur algóð vera val um að gera nokkuð annað en það besta eða útrýmir algjör gæska öllu frelsi? Tómas komst […]

Net- og nátttröllin hans Guðbergs Bergssonar

Í hvert skipti sem snákurinn Guðbergur Bergsson skríður slímugur út úr helli sínum og engist um í illskiljanlegum orðakrampa sem eflaust er ætlað að hrista upp í staðnaðri og nautheimskri íslenskri þjóð – beitir til að mynda annálaðri orðsnilli sinni til að gera grín að fórnarlömbum kynferðislegrar misnotkunar, nú, eða þá bara konum sem heild – […]

Sundrung í smásjá

Innsetning Shia LaBeouf, HE WILL NOT DIVIDE US, hófst fyrir utan hreyfimyndasafnið, Museum of the Moving Image, í Queens, New York borg, á innsetningardegi nýs forseta, 20. janúar, og er ætlað að standa þar næstu fjögur ár. Ég veit ekki hvort moldarflagið sem virðist liggja yfir blettinum fylgir sýningunni eða var þarna fyrir – en […]

Yfir eiturgrænan Diskóflóann

Prófessorinn og Ljóti kallinn stóðu lafmóðir á dansgólfinu og það var ljóst að þeir yrðu að semja um jafntefli á meðan þeir enn stóðu í lappirnar. Þeir tókust því í hendur. Prófessorinn viðurkenndi að Ljóti kallinn væri kannski hreint ekki svo ljótur eftir allt. Og Ljóti kallinn játaði að kannski væri ekki sérlega góð hugmynd […]

Veislan

Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið, tvær gildar opinberar stofnanir, hafa tekið höndum saman um dagskrá um verstu daga lífs míns. Þjóðleikhúsið sviðsetur leikrit, um leið og Ríkisútvarpið tilkynnir þriggja þátta röð í samstarfi við leikhúsið, upp úr bók sem var skrifuð eftir bloggfærslum sem ég lét frá mér fyrir nokkrum árum. Höfundur bókarinnar færði til orð og […]

Forsetakosningar og hin langa niðursveifla

Nú um stundir beinast augu heimsbyggðarinnar að forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Tveir frambjóðendur hafa öðrum fremur skorið sig úr hópnum og vakið mikil viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð: Donald Trump og Bernie Sanders. Þeir tveir eru vissulega gjörólíkar persónur og ekki hægt að leggja þá að jöfnu, en þrátt fyrir það má greina viss líkindi í […]

Risið uppúr beyglinu

um Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar Höfundur: Kristín Eiríksdóttir Leikstjóri: Ólafur Egill Egilsson Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Birgitta Birgisdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Valdimar Jóhannsson Tónlist: Högni Egilsson og Valdimar Jóhannsson Hljóð: Baldvin Magnússon Sögur kvennanna þriggja sem við kynnumst á sviðinu í Borgarleikhúsinu, í leikritinu […]

Af röngunni í Ríó

Karnaval í Ríó, Kristur á Corcovado og Öskudagur í snjó Það ríkir yfir nóttinni vogskorin fjallalína, falleg og myndræn og söngurinn ómar í transkenndum rythma, sóttheit nótt og upplýstur Endurlausnarinn með faðm sinn eins og stjörnuþoka af táknum að brjóta sér leið inn um dáleidd augu fjöldans á Sambódróme þar sem sjötíu þúsund manns trampa […]

Má bjóða barninu þínu nammi? – um fantasíur; ævintýri og þvaður

Rýnirinn Arnaldur Máni Finnsson fjallar um handahafa Íslensku Barnabókaverðlaunanna, Leitina að Blóðey og Síðasta Galdrameistarann, sem tilnefnd er til íslensku Bókmenntaverðlaunanna í flokki barnabóka. Stimpillinn segir lítið til um gæðin  Það vill nú þannig til að við erum svag fyrir stimplum og dómum, stjörnum og gífuryrðum – þó sér í lagi um gæði bóka – og […]

Afdráttarlaust: Smartlandið

Fyrst kom eldgos. Eyjafjallajökull. Í framhaldi af þeim stundarpirringi sem eldgosið hafði á flugfarþega í Evrópu ákvað íslenska ríkið að hefja allsherjarauglýsingaherferð á Íslandi og Íslendingum. Að þeir væru svo fallegir og hipp og klikkaðir og léttskapandi. Ráðist var í gerð kynningarmyndbands sem þjóðin var hvött til að dreifa á samfélagsmiðlum til útlenskra vina sinna. […]