AÐ SYNDA Í LOFTI

að elska þig er eins og að synda í lofti og ég veit ekki hvað… óskiljanlegar tilfinningar en þau komu til mín skýr þessi orð úr draumveröldum mínum   vissirðu að ég syndi oft í lofti í einföldum draumförum mínum? já ég flýg svo oft í draumum mínum, svíf að það er orðið mér eðlislæg, […]

Ljóð eftir Braga

Dag eftir dag eftir ferðast í leiðslu gegnum venjurnar Ef uppáhalds maturinn er ekki til þá bara það næstbesta og í kvöld ætla ég sko að fara fyrr að sofa. Held ég hafi aldrei verið svona þreyttur. Dag eftir dag eftir brjóta prinsippin fullkomnlega og lofa að standa við þau að nýju. Hafnaðar umsóknir, slitnar […]

Friðrik Sólnes

Snickers

Ég er að labba rétt hjá Holtinu Djöfull er ég ósáttur Ég hef skitið betri mat Ég hefði átt að segja eitthvað „Gætirðu sagt kokkinum að chilla aðeins á balsamiksírópinu?“ Djöfull hefðu strákarnir hlegið Djöfull getur þetta lið endurtekið sig samt Þeir voru alltaf ónýtir en hugmyndin um þá var góð Nú er hugmyndin um […]

Kári Páll Óskarsson

Starfsumsóknin

Háæruverðugu herrar! Ég er fátækur, ungur, atvinnulaus viðskiptaþjarkur, Wenzel að nafni, í leit að mér samboðinni stöðu og tek mér hérmeð það leyfi að spyrja yður, af fyllstu kurteisi og þægð, hvort nokkur slík sé laus í yðar rúmgóðu, björtu og vinalegu salarkynnum. Ég veit að yðar góða fyrirtæki er stórt, stolt, gamalt og ríkt […]

Úr Skollaeyrum

núðlusúpa líta inn í ísskáp leita að stæðilegum bitum kaupa gúrku og hummus láta mygla inni í ísskáp: grænan hummus brúna gúrku kaupa frosið spergilkál geyma lengi lengi, lengi fagurgrænt í frystinum kaupa poka af tuttugu litlum eplum fylgjast með þeim rotna í eldhúsglugganum og sötra núðlusúpu úr stórri skál orðin ég hlýt að hafa […]

Bláa Hawaii: Haukur

Dómar I. Kölnarvatn á maður ekki úr krananum drekka, segir Katharina á palli. Lestina setur hljóða, uns hún greikkar sporið og leggur München að baki. Ilmvatn, kvenmannsháls, sól leiða hugann til Hólmavíkur, þang, tíst, fjara vorið í Norðri hefur sinn sérstaka angan. II. Altari kirkjunnar í Köln þarf líka að þrífa. Svo Petra krýpur og […]

Bláa Hawaii: Bergþóra

Herr Fleischer vill vita meira um Flórída. Ég veit ekki hvað ég á að segja honum. Flórída heitir ekki Flórída í alvörunni. Flórída á of marga vini fyrir Facebook en enginn hringir í hana þegar hún á afmæli. Flórída varð fræg fyrir að hafa verið í rokkhljómsveit á áttunda áratugnum, fyrir að koma alltaf fram […]

Bláa Hawaii: Eiríkur Örn Norðdahl

Ástir og ananas Ástir og ananas og leðurjakkar og litlir gítarar og litlir strákar sem eiga að taka við fyrirtækjum feðra sinna þegar feðra sinna verða gamlir og bíta hendurnar sem éta börnin sín og skyldmenni barna sinna ræki þau ekki skyldur sínar og taki ofan virðingu sína við rotnaðar kynslóðir réttritunarreglubræðra (Rím sagði einhver, […]

Bláa Hawaii: Brynjar Jóhannesson

rúmið hennar er bara rúm og drasl, við sjáum smokka og óléttupróf, túrtappa og naríur og vodkaflöskur og vodkaflöskur og sígarettupakka tóma sígarettupakka og hvað og hvað með það ég sukka rúmið mitt daglega segir hann segir hún daglega ættuð bara að sjá landabrúsana og orkudrykkjadósirnar og ef þú vissir ef þú bara vissir hvað […]

úr Hinni svörtu útsendingu

EINURÐ Þegar þú stígur út um dyrnar og á efstu tröppuna missirðu andann og þú hrekst aftur inn. Þú stígur aftur út og sagan endurtekur sig. Þú reynir nokkrum sinnum til viðbótar en kemst aldrei lengra út en í þriðju tröppu að ofan og ert í kjölfarið úrvinda. Þú hvílist um hríð á forstofugólfinu og […]

Halinn og innrætið

Jöðrun og afmennskun í Tralla og Láka jarðálfi

Tralli er geysilega merkileg bók, einkum merkileg fyrir þær sakir að höfundi hennar Viktor Mall fannst hún eiga erindi við börn. Það fannst Vilbergi Júlíussyni þýðanda bókarinnar greinilega líka, en hann gerði sitt besta til að milda efnivið bókarinnar sem er heldur lítt dulbúinn rasismi. Þannig hefur Vilbergur til dæmis ákveðið að Tralli sé jarðálfur […]

Úr Flórída

Þegar ég kom heim frá Treptow, var maðurinn C. vaknaður og beið mín í eldhúsinu. Teiknaði hreindýr með lekandi skotsár á milli augnanna. Ég horfði á hann og hugsaði um hreindýrasár, kínetíska orku og frumur sem muna, stjarfa, mundi þá allt í einu textann, lagið um sakúru, sakúru og samúræ sem er andvaka, kirsuberjablóm. Ég […]

Samlokan

„Fljót, myndin hefst klukkan átta,“ ýlfraði Jónas stressaður. „Eða viltu kannski líka borða mexíkóska söluvagninn?“ „Ha ha.“ Sólveig var orðin svo pökkuð að hún gat varla hreyft sig. Fimm enchiladas! Hún lötraði af stað á eftir Jónasi, leiðin að kvikmyndahúsinu var ekki sú fallegasta í New York, ótal flautandi og reykspúandi bílar þeyttust með leifturhraða […]

Ilmurinn

Hvernig lykta framboðin til þingkosninganna 2017?

Þingkosningar nálgast óðfluga — aðrar á 364 dögum — þær þriðju innan rétt rúms tímaramma ótruflaðs kjörtímabils — og hefur upptaktur síðustu vikna tæplega farið framhjá flestum þokkalega sjáandi, heyrandi og lesandi slandíngum: framboðsfundir, fréttir og fréttaskýringar, lögbönn og langir athugasemdahalar, stöðugar áminningar um nöfn og andlit frambjóðenda, auglýsingaflóð í sjónvarpi, útvarpi, blöðum og á […]

Heimspeki eymdarinnar

tilvistarkreppa og jaðarsetning í Bláu könnunni

Síðast tók ég fyrir Græna hattinn, sem í raun er sjálfstætt framhald á fyrri bók Alice Williamson um Bláu könnuna. Eins skelfileg og Græni hatturinnn er, þá er ljóst að Williamson hefur þurft að draga af sér þar enda hefur fyrri bók hennar þótt einum of óhugnanleg. Í lok Græna hattsins hefur lesandanum verið fengin […]

Öll ljóð eiga klisju yfir höfði sér

Viðtal við Fríðu Ísberg

Föstudaginn 13. síðastliðinn kom út fyrsta ljóðabók Fríðu Ísberg, Slitförin. Um Fríðu segir á heimasíðu forlags hennar:

„Fríða Ísberg lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, og grunnprófi í heimspeki og meistaraprófi í ritlist frá Háskóla Íslands. Fríða hefur áður birt ljóð í bókinni Ég er ekki að rétta upp hönd og í Tímariti Máls og Menningar. Hún skrifar bókagagnrýni fyrir Times Literary Supplement og var einn af ritstjórum Meðgöngumála, smásagnaseríu Partusar. Árið 2017 hlaut Fríða nýræktarstyrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta og þriðju verðlaun í Ljóðstaf Jóns úr Vör.“

Stór olíuskip

Snjór gerir borgina að eyðimörk. Nokkur fótspor. Týndur hundur gengur á milli húsa. Veikur maður liggur í rúmi og drekkur vatn en lifrin ræður ekki við andstyggilegar tilfinningar. Hundur gengur um borg. Hún var byggð í landslagi þar sem sólin rís aldrei upp fyrir sjóndeildarhringinn. Í íbúð manns liggja föt í hrúgum eins og ættingjar […]

Jói og baunagrasið

Þetta er enskt ævintýri sem fyrst var fært í prent á átjándu öld en, eins og gjarnt er um ævintýri, er talið töluvert eldra. Freudísk/lacanísk greining á þessari sögu liggur svo lóðbeint við að ég er hissa á að Sigmund hafi ekki sjálfur skrifað heila bók um efnið (ef hann gerði það, vinsamlegast látið mig […]

Tvö ljóð eftir Fríðu Ísberg

AUGNSVIPUR augnsvipur reiddar til höggs og bráðum ætti að heyrast í þeim hviss hviss bíddu aðeins lengur það eru fjögur skref í kaffipásu fjögur skref fyrir mínútukarlinn tvö hundruð fyrir Sekúndu stofan er of björt fyrir janúarmorgun svefninn nuggast ekki úr kennaranum fyrr en hún áttar sig á stírunum pískur í lofti einhver hefur tússað […]

Skáldin eru ekkert að æpa á hvert annað

viðtal við Brynjar Jóhannesson

upp úr kjallara hleyp ég framhjá ljóslausum staurum, sinubruni í lungunum og alheimurinn riðar þótt ég viti ekki af því, kaffibragðið á tungunni er upprifju­n á kossi, hitna í andlitinu fyrir hornið hleyp ég niður barnlausan vagn hleyp upp upp götuna og hólinn læt mig falla og upp sólin kemur upp og ég riða með […]

Tímaglas og tíminn er

Tíminn er sandur í gleri og lekur í gegnum ofurmjótt mitti, eitt sandkorn í einu. Tímaglas og tíminn er vatn sem rennur frá munnholi í gegnum háls, gegnum barka, gegnum maga, gegnum garnir og út um þvagfæri, út í kosmósið. Tímaglas og tíminn er tími sem líður í gegnum óendanlega stutt augnablik nútíðar. Tímaglas og […]

Literatúr og laxeldi

Nú rífast menn um fiskeldi. Fyrir rúmum áratug var rifist um álver. Hvort tveggja átti að bjarga landsbyggðinni. Álverin björguðu engu og ég hef mínar efasemdir um að fiskeldið geri það. Álverin voru reist á Íslandi vegna þess að þau voru hætt að skila arði í Ameríku. Á Íslandi gátu auðmenn komist hjá allskyns kostnaði […]

Sigurður Pálsson

Smámunir III Nóttin er til þess að gráta í Til þess að brosa í Hnerra og hiksta í Til þess að slangra og dræv’ útí buskann í Nóttin er til þess að gráta í Til þess að röfla í Hakka í sig pulsur í Til þess að hugsa og speglast í rúðum í Nóttin er […]

,
Gísli Hvanndal

Hægt og rólega / Despacito

Æ Fonsi, DY Ó, ó, ó nei, ó nei, ó, já Diridiridiridaddy Af stað Já, þú veist að ég er búinn að vera að horfa á þig Ég verð að dansa við þig í lok dags DY: Ég sá augnatillit þitt vera að kalla á mig Vísaðu mér veginn til þín strax Ó þú, þú […]

Út fyrir rammann

Gyða Valtýsdóttir gaf út á síðasta ári geisladiskinn Epicycle sem hefur verið vel tekið. Hún vann íslensku tónlistarverðlaunin í opnum flokki fyrir vikið. Platan inniheldur nálganir Gyðu á níu verkum frá því sem mætti kalla hinn klassíska geira. Allt frá elstu skrifuðu laglínu sem þekkt er til framúrstefnu verka Harry Partch. Gyðu til aðstoðar er […]

Víst er Stofuhiti ljóðabók

Viðtal við Berg Ebba um Stofuhita

Það er fökkt að byrja viðtal á því að andmæla þér – en mér finnst ekki svo fráleitt að kalla þetta ljóðabók. Þetta er ekki hefðbundin ljóðabók en einhverskonar ljóðræn essaya, kannski? Ég held að munurinn á hefðbundnum ljóðum og þessari bók, sé að þér gefst meira rými til að segja hið augljósa. Einsog til […]

Hinir vanþakklátu maurar

Maurahjörðin (borgararnir) leggja sig líma við að þjónusta drottninguna (ríkistjórnina – handhafa VALDSINS) og eru nefndir HINIR ÞAKKLÁTIR NEYTENDUR. Í hjörðinni er þó líka að finna HINA VANÞAKKLÁTU. Það eru maurar sem hafna drottningunni sem æðsta valdi og vilja skipta henni út fyrir aðra drottningu, sem þeir telja mun hæfari. Þeir vinna leynt og ljóst […]

Í hverju ertu? – María Hjálmtýsdóttir

Heimanám Juan og Roberto eru á leið yfir Río Grande frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Þeir eru komnir 4 metra frá suðurbakkanum, þar sem landamæravörður A stendur. Fjarlægð þeirra frá norðurbakkanum, þar sem landamæravörður B stendur, eru 3,7 metrar. Þar af leiðandi tilheyra þeir hvorki svæði landamæravarðar A né B. Juan er 48 kíló en Roberto […]

Ljóð eftir Sverri Norland

GARÐURINN MANNS maður verður að rækta garðinn sinn hafa trén svo tignarleg að þau teygi sig yfir í næstu garða og skyggi á útsýni nágrannanna fá meindýraeyði (þann dýrasta = blóðþyrstasta) svo maður losni við rottur leigja út herbergið í kjallaranum til að safna fyrir heitum potti og trampólíni snöggslá grasið spreða þykkum áburði á […]

Frjómagn erginnar

‒ Um Greitt í liljum eftir Elías Knör

Greitt í liljum er önnur ljóðabók Elíasar Knörr (Knarrar?) sem út kemur á íslensku. Opinberlega mun Elías heita Portela að eftirnafni, upprunninn í Galisíu á Spáni þar sem hann hóf sinn skáldferil. Fyrri bók hans á íslensku, Sjóarann með morgunhestana undir kjólnum, frá árinu 2010, hefur undirritaður því miður ekki lesið en semsagt: hér höfum […]

Hvernig sjampó kaupa femínistar?

Við erum auglýsingar. Sjálf okkar samanstendur af texta, myndum, hugmyndum, orðræðum. Auglýsingar endurspegla drauma okkar og vonir sem þó eru ævinlega óaðgengilegar okkur. Við erum því neydd til að taka þátt í þessum raunveruleika, eins og asnar að eltast við gulrót; eilíft í samanburði, eilíft ófullnægð. Vald auglýsingabransans er óumdeilanlegt, og hefur lengi verið mikið […]

Þóra svikaskáld

  Minnið er svikul skepna Minn sannleikur er ekki lengur sá sami og þinn tíminn okkar markar svipuför á minni mínu ég valdi þig, vildi þig, tærðist upp með þér það hefði verið hraðvirkara að gleypa bláa og hvíta uppþvottavélartöflu Bölvun Ég fór um heimili þitt ber að neðan í karrýgulum ullarsokkum ég néri mér […]

Sunna svikaskáld

  Svik II Við gerum ekki mistök við svíkjum ættmæður okkar bylta sér í moldinni undir rótum furunnar hún skelfur í austanvindi nötrar af sorg og vanmáttugri reiði og við svíkjum villum á okkur heimildir gleymum að skafa moldina undan nöglunum við vöxum eins og furan erum jafnt ysta lagið sem innsta lágvaxin formóðir við […]

Ættjarðarljóð

Heimur sem ég átti skilmálalaust hér í útjaðri veraldar: fjaran angaði af bóluþangi klettarnir bergmáluðu leyndarmál hafsins túnin voru græn með gulum flekkjum húsin smá og bárujárnuð með pottablóm í gluggum strætisvagnar stuttir og kubbslegir með strjálum viðkomustöðum boddíbílar með hörðum bekkjum til berjaferða á haustin mamma við kolavélina að baka flatkökur á glóandi plötu […]

Eiríkur Örn Norðdahl

Derek Walcott

Derek Walcott fæddist 23. janúar árið 1930 á eyjunni Sankta Lúsíu í Karíbahafi. Hann er einn af mikilvægustu höfundum enskrar tungu á 20. öld og hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1992. Hann lést síðastliðinn föstudag.

Bara vinir

við vorum að ríða þegar hann stoppaði og horfði í augun á mér og sagði                 eigum við ekki bara að vera vinir? ég glotti og hugsaði                 en ekki hvað? og spurði                 þýðir það að þú viljir ekki sofa hjá mér? hann glotti og svaraði                 nei neinei og svo hringdi síminn og hann sagði                 bleeeeessaður setti […]

Ljóð úr Tólf

Tólf eru tólf ljóðabækur eftir Brynjar Jóhannesson, sem allar munu eða hafa komið út árið 2017. Nú þegar þetta er skrifað hafa þrjár bækur þegar komið út. [Úr bók tvö: Flugvél] beltin spennt og bökin rétt og tækin slökkt og ópíumfílingur í maganum í hækkuninni við sitjum saman og horfum á ljósin flökta í myrkrinu […]

Úr Gárum

Sér á báti lít niður a þokuna sem þrýstist upp á milli tánna seig muggan smýgur inn um eyrun gælir við heilahvelin deyfir í þörmunum hringa sig ormar nærast á sönsum kítla úfinn erting hvítt hold i tætara harmdöggin seig hlykkjast um hrukkur raust sem skellur útflatt andlit afmyndað andköf kraftmikil alda                  kúvending Lifnaður Skartar […]