Úr Gárum

Sér á báti

lít niður a þokuna
sem þrýstist upp
á milli tánna

seig muggan
smýgur inn um eyrun
gælir við heilahvelin
deyfir

í þörmunum hringa sig ormar
nærast á sönsum
kítla úfinn

erting
hvítt hold
i tætara
harmdöggin
seig
hlykkjast um hrukkur

raust sem
skellur
útflatt andlit
afmyndað

andköf

kraftmikil alda
                 kúvending

Lifnaður

Skartar nögl.

Ekki hans eigin.
Kveinkar sér.

Eins og hálfmáni,
agnarlítill,
i skinninu,
út úr lærinu.

Verð að hætta
að klippa neglurnar i rúminu.