AC/DC er harðvíruð í sálina á mér. Ég veit ekki hvort það er nokkuð sem ég get að því gert. Þegar ég var svona átta-níu ára var sýnd auglýsing í sjónvarpinu – það var verið að auglýsa Bylgjuna – með upphafstónunum úr You Shook Me All Night Long. Ég man ekki hvað gerðist – það var áreiðanlega […]
Höfundur: Eiríkur Örn Norðdahl
74: Otis Blue með Otis Redding
Í rokkplötusafninu hans pabba voru Otis Redding, Wilson Pickett, Aretha Franklin og Ray Charles saman á tvöfaldri plötu. Gott ef Otis og Wilson voru ekki á sitthvorri hliðinni á einni. Ég er meiri Wilson maður, þótt ég kunni líka ágætlega við Otis. En það er kaldhæðnislegt að á Otis Blue séu áhugaverðustu lögin annars vegar […]
Ritstjórnarpistill: Að deila list og deila um list
Ég veit ekki hvort deildu.net eða Piratebay eru réttu aðilarnir til að útdeila – eða græða á 1 – ókeypis menningarafurðum, en mér finnst stundum einsog gagnrýnin á dreifinguna (eða þjófnaðinn) gangi meira og meira út á að menningarafurðir megi bara alls ekki vera ókeypis, og það sé einfaldlega frekja að krefjast aðgengis (altso: menningin tilheyrir […]
75: II með Led Zeppelin
Ég held ég kunni öll lögin á þessari plötu á gítar. Eða hafi a.m.k. kunnað þau þegar ég var 19 ára. Allavega mörg. Kannski er það munurinn á Jimmy Page og Jimi Hendrix – með fullri virðingu fyrir þeim fyrrnefnda, sem er einn af allra bestu riffsmiðum 20. aldarinnar: Maður getur hermt eftir Jimmy Page. Endorfínskt […]
Lyktin af blóði þess sem skrifar
– Viðtal við Soffíu Bjarnadóttur
Á heimasíðu Forlagsins segir um skáldsögu Soffíu Bjarnadóttur, Segulskekkju, að hún sé „saga um lífsviljann og þá krákustíga sem manneskjan fetar í leit að sátt við eigin tilvist.“ Hildur von Bingen er við uppgröft í Karijoki í Finnlandi þegar móðir hennar fellur frá og hún ferðast til Flateyjar um miðjan vetur til að mæta í […]
79: Star Time með James Brown
Yfirleitt næ ég ekki að klára heila plötu á hlaupunum – ekki nema platan sé óvenju stutt eða ég hlaupi óvenju langt. Flestar plötur fara yfir 40 mínútna múrinn og ég hleyp yfirleitt 30-40 mínútur. Þá hlusta ég á restina á meðan ég teygi mig og læt plötuna kannski ganga líka þegar ég kem úr […]
80: Odessey & Oracle með The Zombies
„Changes“ með sixtísbandinu The Zombies er eitt af þessum lögum sem ég man ekki hvernig enduðu á tölvunni minni. Kannski var það á einhverjum safndiski. Kannski halaði ég því niður af einhverri heimasíðu. Mig rekur óljóst minni til að hafa kannski fundið það á bloggi Dr. Gunna en það er sem sagt mjög óljóst. Fínt […]
81: Graceland með Paul Simon
Ég tengi sólóferil Pauls Simon allan við einhvers konar menningarstuld 1. Einsog hann hafi farið ránshendi um afrískan og afrísk-amerískan menningarheim. Sem hann auðvitað gerði. En það er líka ósanngjarnt – þetta er góð tónlist, frábær tónlist á köflum. Bræðingur á Paul Simon og suður-afrískri þjóðlagatónlist. Mér finnst leiðinlegt að vera fúll yfir þessu. Titillagið […]
76: Imagine með John Lennon
Imagine er ekki á Spotify. Ég get ekki sagt að það hafi gert mig mjög leiðan. Þetta er ekki alveg sá Lennon sem ég hef í uppáhaldi á tyllidögum. Ekki það ég sé í kórnum sem telur Yoko Ono hafa skemmt hann – nema að svo miklu leyti sem þau skemmdu hvort annað. Grapefruit Yoko […]
77: The Clash með The Clash
Ég er á bókamessu í Gautaborg, á fínu þriggja turna fjögurra stjörnu hóteli hinumegin við götuna frá tívolíinu Liseberg í hverfi þar sem er varla hægt að fá matarbita fyrir minna en 180 SEK (3000 kall – matur á veitingastöðum í Svíþjóð er almennt miklu ódýrari en á Íslandi). Morgunverðurinn er dásamlegur – ég missti af honum […]
78: Harvest með Neil Young
Mig minnir að ég hafi lesið einhvers staðar að Neil Young hafi tekið upp þessa plötu í bakspelkum eftir mótorhjólaslys, útúrdópaður á verkjalyfjum, hallandi sér upp að magnaranum með lokuð augun og beðið þess að þetta helvíti væri búið og hann gæti snúið sér að batanum. Þessu get ég áreiðanlega slegið upp. Augnablik. Nei. Ég […]
82: Axis: Bold As Love með Jimi Hendrix
Þar til ég var svona 18-19 ára ætlaði ég að verða gítarleikari. Það voru að vísu alltaf frekar „raunhæfir“ gítarleikaradraumar, snerust að mestu um að „eiga hljóðfærabúð og spila á gítar“ eða „kenna í tónlistarskóla og spila á gítar“. Ég var meira að segja að velta því fyrir mér á tímabili að gerast „fæðingarlæknir sem […]
Tilraunir í félagslegu krúttraunsæi
Viðtal við Sverri Norland, höfund Kvíðasnillinganna
Ég segi nokkrar sögur í Kvíðasnillingunum. Fyrsti hluti fjallar um vináttu drengjanna þriggja, „kvíðasnillinganna“. Þar eru þeir litlir og frekar saklausir strákar í leit að ævintýrum. Sá næsti lýsir því hvernig þeir reyna seinna á þrítugsaldri að slá í gegn í ferðamannabransanum með því að stofna farfuglaheimilið Hostel Torfbæ og síðan barinn Hipster Torfbar. Um leið klúðra þeir svo nokkrum ástarsamböndum við hæfileikaríkar og klárar stelpur. Þriðji og síðasti hluti fjallar um það þegar Steinar, aðalpersónan, gerist húsvörður í Íslendingakoti, eða „Aumingjahælinu“, heilsulind fyrir gjaldþrota og dapra Íslendinga sem rekin er af góðhjörtuðum útrásarvíkingi. Íslendingakot er eins konar ruslakista fyrir allt misheppnaðasta fólk þjóðarinnar.
83: I Never Loved a Man the Way I Loved You með Arethu Franklin
Ég hef ekki gert margar athugasemdir við uppröðunina á lista Rolling Stone, sem ég nota fyrst og fremst til að velja hvaða plötu ég á að hlusta á næst. Þetta á ekki að vera krítík á listann sem slíkan, enda er hann auðvitað svo gott sem úreltur, heldur umfjöllun um plöturnar sem lentu á honum. […]
84: Lady Soul með Arethu Franklin
Það verður ekki beinlínis sagt að Aretha Franklin sé með litla og brothætta rödd sem þurfi sérstaklega að halda uppi með nýjustu tækni og vísindum, en það er magnað að hlusta á muninn á upprunalegu útgáfunni á „Chain of Fools“ – sem opnar þessa plötu – og endurhljóðblönduðu og óklipptu útgáfuna sem kemur sem bónusefni […]
85: Born in the USA með Bruce Springsteen
Ég var svolítið hikandi gagnvart þessari plötu. Annars vegar fíla ég ímynd Bruce Springsteens – fíla verkalýðsfílinginn. Sérstaklega á glamúrtímum. Við megum alveg við meiri rifnum gallabuxum, smurolíuputtum og heimaklippingum. Bruce Springsteen er einfaldlega legit, representing, keeping it real einsog það hét hjá tónlistarmönnum í geira þar sem slíkt skipti einu sinni máli. Hins vegar […]
86: Let it Be með Bítlunum
Það myndast önnur tegund af venslum – sem verða vel að merkja ekki fölsuð – þegar þjóð tekur upp á að endurskíra borgir eða lönd upp á sína eigin tungu. Kaupmannahöfn og Árósar standa en Lundúnir og Kænugarður eru á undanhaldi. Ætli Nýja Jórvík hafi nokkurn tímann verið annað en rembingur? Þessi venslamyndun á sér […]
87: The Wall með Pink Floyd
Nú hljóma ég áreiðanlega dálítið einsog Sindri Eldon en þessi plata er án minnsta hugsanlega vafa ofhlaðnasta flúrrúnk sem ég hef á ævinni hlustað á. Ég er hreinlega miður mín eftir hlustunina. The Wall með Pink Floyd er „verk“ – einhvers konar rokkópera á kókaínstílum – sem veit ekki hvort það vill heldur vera óður […]
88: At Folsom Prison með Johnny Cash
Ég syng ekki alltaf opinberlega en þegar ég syng opinberlega þá syng ég Folsom Prison Blues. Það var eiginlega bara einu sinni, með Hallvarði Ásgeirssyni – sem söng að mig minnir San Quentin – á minningartónleikum um Johnny Cash rétt eftir að hann dó 2003. Aðrir sem komu fram voru Megas og Súkkat, Kimono, Rúnar […]
89: Dusty in Memphis með Dusty Springfield
Dusty er fyrsta konan á topp 100 listanum. Fyrstu línurnar í fyrsta laginu eru því eðli málsins samkvæmt daðrandi: „Just a little lovin’ / early in the mornin’ / beats a cup of coffee / for startin’ off the day“ (raunar voru það vel að merkja hjón sem sömdu lagið og líklega ósanngjörn einföldun að popp kvenna snúist […]
90: Talking Book með Stevie Wonder
Þessa á ég á vínyl. Eða mamma á hana en ég er með hana í gíslingu í kassa uppi á lofti á Ísafirði. Þegar ég var svona 16-17 ára spilaði ég tvö laganna á henni mjög mikið – talsvert meira en hin. Maybe Your Baby og Superstition eru flottustu fönklög sem ég þekki, án nokkurs […]
91: Goodbye Yellow Brick Road með Elton John
Það er undarlegt – eða kannski er það ekkert undarlegt – hversu mikið af persónulegum minningum koma upp í hugann þegar ég hlusta á þessar plötur. Hvernig ég er alltaf orðinn sex ára aftur. Fimm ára. Níu ára. Hvernig þetta voru allt einu sinni eftirlætis tónlistarmennirnir mínir. Elton John er engin undantekning – kannski var hann […]
Samband hljóðs og myndar: Wilhelm Scream
Stutt viðtal við dansarana Rósu Ómarsdóttur og Ingu Huld Hákonardóttur sem íslandsfrumsýna nýtt verk á Reykjavík Dancefestival.
Wilhelm Scream er hreyfitónleikur tveggja dansara og hlutasveitar, þar sem dansararnir stýra samtali milli myndar og hljóðs. Svo hófst fréttatilkynning sem Starafugli barst (á ensku) um dansverk þeirra Ingu Huldar Hákonardóttur og Rósu Ómarsdóttur sem flutt verður á Reykjavík Dancefestival þann 30. ágúst næstkomandi. Og hélt svo áfram:
92: 20 Golden Greats með Buddy Holly
Á listanum sem ég hef farið eftir stendur að þessi plata sé með Buddy Holly. En þegar ég sló henni upp gat ég í fyrstu ekki betur séð en að hún væri með The Hollies – engin plata með þessu nafni er skráð á Buddy Holly á Spotify. Vinnutilgáta mín var lengst af sem sagt […]
93: Sign ‘O’ the Times með Prince
Fyrsta upplifun mín af tónlist var pólitísk, faksjónal, klíkumyndun, pólarísering, einhvers konar ímyndar- og sjálfsmyndarsköpun. Ég var líklega 6 eða 7 ára og stóra systir mín sannfærði mig um að halda með Wham. Ég komst svo að því seinna að allir vinir mínir héldu með Duran Duran, og skipti um lið og tók þátt í […]
94: Bitches Brew með Miles Davis
Ég átti einu sinni tvíkynhneigða kærustu sem sagðist lesa Bukowski til að komast í samband við sinn innri kvenhatara. Mér verður stundum hugsað til þessa. Og þeirrar tilfinningalegu þarfar – hvort sem hún er ásköpuð eða eðli málsins samkvæm – að bölva heilu kynunum, og þá helst þeim sem maður laðast að kynferðislega, þeim kynjaverum […]
95: Green River með Creedence Clearwater Revival
Ég gæti mjög auðveldlega átt eftir að verða svona pabbi sem fær sér vodka í kók og hlustar hátt á John Fogerty á leiðinni á árshátíð, dillar sér og pússar leðurskóna. Ég hefði í það minnsta ekkert á móti því. Þetta er voða þægilegt no bullshit rock’n’roll og Fogerty hefur þann galdur á valdi sínu […]
96: Tommy með The Who
Platan – óperan, verkið – Tommy með The Who er svínslega metnaðarfull tilraun Pete Townshend til þess að konfrontera kynferðisofbeldi sem hann varð (hugsanlega) 1 fyrir í æsku – eins konar metaævisaga í tónum og textum þar sem gítarleik er skipt út fyrir kúlnaspil og rokkheiminum fyrir einhvers konar Lísuíundralandískum sósíal-realisma – sem nær epískum […]
97: The Freewheelin’ Bob Dylan með Bob Dylan
Titillinn er svolítið einsog ef Jónsi í Sigur Rós gæfi út plötu sem héti Jónsi krúttar yfir sig. Platan er góð. Hvað á maður að segja? Þetta er Freewheelin’. How many roads og svona. Konan mín fékk lögin strax á heilann – mér er enn illt í hásininni og kemst ekki út að hlaupa, spilaði þetta […]
98: This Year’s Model með Elvis Costello
Ég hef aldrei hlustað á Elvis Costello og ekki fundið til neinnar sérstakrar löngunar til að temja mér þann sið – ekki fundist ég verri fyrir að skilja ekki snilldina. Ég hef útskýrt það fyrir sjálfum mér þannig að þótt ég fái fró úr rómantísku þunglyndi þá gildi hið sama ekki um raunsæislegra fúllyndi – […]
99: There’s a Riot Goin’ On með Sly & The Family Stone
Groove er gróp og fönk er stankur. Stankmúsík er tónlist sem leitar sér að gróp til að setjast í – stankgrúppan vill hjakka í sama farinu, í besta skilningi þess orðtaks. Finna sér góða gróp og hreiðra um sig. Það er margt gott á plötunni There’s a Riot Goin’ On en líka ýmislegt sem er […]
100: In the Wee Small Hours með Frank Sinatra
Átakalaus. Litlaus. Ég spurði son minn í aftursætinu hvað honum þætti og hann sagði: þetta er ekki góð músík. Dóttir mín fór að gráta (það gerði hlustunina vel að merkja ekki bærilegri). Konan mín sagði að kannski þyrfti maður að sjá hann syngja þetta til að átta sig á sjarmanum. Horfa í þessi stóru bláu […]
Ritstjórnarpistill: Opnun
Höfundur hefur engan rétt, aðeins skyldur Jean-Luc Godard Líkt og allir vita sem á annað borð reka nefið hér inn var Starafugl nýlega kærður fyrir myndbirtingu án leyfis, þegar birt var mynd Ásgeirs Ásgeirssonar af athafnaskáldinu Sölva Fannari, sem áður hafði birst með ljóðum hans og fleiri myndum á félagsmiðlum, í gagnabönkum og fjölmiðlum. Um […]
Ritstjórnarpistill: Lokun
Á menningarvefum birtast myndir. Þessar myndir eru alla jafna af því tagi að telja megi til kynningarefnis listamanna eða liststofnana. Stundum eru það einfaldlega myndir af höfundum eða umfjöllunarefnum og stundum af listaverkum þeirra. Í gær barst Starafugli kröfubréf frá samtökunum Myndstef þar sem fullyrt var að ljósmynd hefði verið birt í leyfisleysi á vefnum […]
Ritstjórnarpistill: Upprisan er pósa
Á sama tíma og það þykir til marks um að manni hafi mistekist að „uppfylla sjálfan sig“ ef maður þiggur vinnur í frystihúsi eða bara „úti á landi“ – það sem einhvern tíma hét bara heiðvirð vinna og nógu góð fyrir margar kynslóðir íslenskra vertíðarbóhema – og eigi þar með ekkert skilið nema vorkunn, er […]
Æ! Vei! Vei!
– leyndardómurinn um Ai Weiwei og dularfullu vasana
Þann 3. apríl síðastliðinn opnaði yfirlitssýning á verkum kínverska andófsmannsins og listamannsins Ai Weiwei í Martin-Gropius-Bau í Berlín og stendur hún til 7. júlí næstkomandi. Í kynningartexta fyrir sýninguna, á heimasíðu Berliner Festspiele, segir meðal annars: „Þrátt fyrir alla þá ótrúlegu óvild sem honum hefur verið sýnd í heimalandi sínu ákvað Ai Weiwei að setja […]
Ritstjórnarpistill: Hin fordæmda grimmd
„Skáldsagnahöfundar og ljóðskáld mega vera viðkvæm“, skrifar bókmenntarýnirinn Michael Dirda í nýjasta tölublað TLS, „en flestum finnst að gagnrýnendur eigi að vera jafn kaldrifjaðir og Lafði Makbeð og jafn sadískir og Mike Hammer“. Í kjallarapistli útlistar hann síðan aum örlög dagblaðagagnrýnenda sem „alvöru“ blaðamenn líti niður á og séu illa launaðir, illa liðnir og húðstrýktir […]
Ofsi Hitlers og óforbetranleg stríðni
- um skáldsögurnar Look Who's Back eftir Timur Vermes og The Jewish Messiah eftir Arnon Grunberg
Skáldsagan Look Who’s Back (Er ist wieder da) eftir þýska rithöfundinn Timur Vermes hefst á því að Adolf Hitler vaknar í almenningsgarði í Berlín. Það er sumar og árið er 2011. Hann man síðast eftir sér í bönkernum. Í skamma stund er hann ringlaður yfir því hvað hafi gerst en kemst svo að þeirri niðurstöðu […]
Plokkfiskur er ekki bara nauðsynlegur hann er líka hættulegur
Fyrsti kafli í plokkfiskbókinni
Plokkfiskur er verkamannamatur og einsog allur slíkur matur er hann heilagur. Hann tekur endalaust við – einsog Kristur og einsog hafið. Hann tekur við afgöngum úr ísskápnum og það er hægt að plokka upp á nýtt úr leifunum af honum sjálfum. Það veit heldur enginn hvar hann hefst og hvar hann byrjar. Hann hafnar öllum […]
Ritstjórnarpistill: Maðurinn er alltaf drasl
Á Kraumsráðstefnu tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem haldin var síðastliðinn páskasunnudag var talsvert rætt um það hvernig hægt væri að gera tónlist (og aðra list) að vænlegri söluvöru – að fallegum hlut sem einhver vildi kaupa frekar en einhverju óefni, því fólk ber hvorki væntumþykju né virðingu fyrir mp3 og epub – hvort sem […]
Ritstjórnarpistill: Vill einhver elska … ?
Hvað gerir maður við leikara sem maður ætlar ekki að nota lengur? Í vikunni sagði Kristín Eysteinsdóttir, nýráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins, upp þremur leikurum – þar af tveimur á barmi eftirlaunaaldurs – og réði sex aðra til starfa. Í viðtali sagði Kristín að uppsagnirnar hefðu ekkert með aldur að gera heldur snerust um endurskipulagningu leikhópsins í […]
Ritstjórnarpistill: Með grátandi nasista á öxlinni
Það tekur á að upplifa misheppnað listaverk. Það er næstum vandræðalegt, tilfinningin er einsog að ganga inn á einhvern á klósettinu: Ó, varstu að gera vont listaverk hérna, afsakaðu. Svo lokar maður hurðinni og gengur út í hléi. Fer aftur fram í stofu og segir: Vitiði hvað hann er að gera þarna inni? Því maður […]
Tilurð Íslands og upphaf hins norræna
Viðtal við norska rithöfundinn Mette Karlsvik.
Mette Karlsvik er norskur rithöfundur sem borið hefur kraftmiklar tilfinningar í brjósti til Íslands frá því að hún kynntist íslenskri stúlku í menntaskóla. Hún hefur margoft komið til landsins og skrifað heilu bækurnar um land og þjóð, og kannski ekki síst náttúruna. Sú frægasta af þessum bókum er án efa Bli Björk („Að verða Björk“) […]
Ritstjórnarpistill: Að sitja fastur í streyminu
Ég hef átt kindil í fjögur ár. Það sér ekki á honum. Því miður, liggur mér við að segja, því ég er svoddan teknófíl að ég vildi gjarna fá að endurnýja hann bráðum. Skipta honum út fyrir nýjustu tækni. En hann eldist bara eiginlega ekki neitt, verður ekki seinvirkari einsog fartölvurnar mínar, spjaldtölvurnar og símarnir, […]
Ritstjórnarpistill: Eina ástin sem skiptir máli
Starafugl lauk sínu fyrsta heila vikuflugi á laugardag með birtingu á færslu í flokki „tónlistar vikunnar“ – þar sem Haukur S. Magnússon velti því fyrir sér hvort að poppmúsík væri búin að missa bitið, hvort hún hneykslaði engan lengur, og rifjaði upp dauðateygjurnar, svo að segja, The Downward Spiral með Nine Inch Nails og heimildarmyndina […]
„Allir eiga sannleikann skilið“ – viðtal við Sindra Eldon
Árið 2006 var ég beðinn um að hýsa mann sem ætlaði að koma á Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar, á Ísafirði. Líklega var það einhver í ritstjórn Reykjavík Grapevine sem spurði því maðurinn var tónlistargagnrýnandi á þeirra vegum, 23 ára strákur sem var þegar bæði „gamall í hettunni“ og alræmdur fyrir að segja skoðun […]
Ritstjórnarpistill: Opið bréf til gagnrýnenda
Kæru gagnrýnendur. Mig langar að biðja ykkur að vera afdráttarlaus í skrifum – ekki í þeim skilningi að þið eigið að vera dónaleg eða að allt þurfi annað hvort að hefja upp til skýjanna eða rakka niður í skítinn, heldur í þeim skilningi að þið gangist við hugsunum ykkar og tilfinningum gagnvart verkunum undanbragðalaust, sýnið […]