„Hello darkness my old friend“. Svona voru fyrstu kynni manna af Paul Simon og kveðskap hans. Síðan hefur Simon gefið út margar plötur bæði einn og með gamla félaga sínum Art Garfunkel. Það sem hefur helst einkennt feril hans er að oft hefur verið litið á hann sem léttvigtarmann í skáldskap og svo nokkuð stöðug […]
Vesenis tesenis vera – um Viðrini veit ég mig vera óskilgreinda tegund bókmennta eftir Óttar Guðmundsson, Skrudda 2015 Áhugaverð – en undarleg Það er vissulega satt og rétt sem Óttar Guðmundsson geðlæknir tekur fram í upphafi bókarinnar um frænda sinn, Magnús Þór Jónsson – Megas – að sitt sýnist hverjum um túlkanir á ljóðum/textum hans […]
1. Asia Argento Asia Argento er kona sem er margt til lista lagt. Hún hefur átt farsælan feril sem fyrirsæta, leikkona og leikstjóri og á ekki langt að sækja hæfileikana – foreldrar hennar, kvikmyndagerðarmaðurinn Dario Argento og leikkonan og handritahöfundurinn Daria Nicolodi eru þaulreynt kvikmyndagerðarfólk með meistaraverk eins og hrollvekjuna Suspiria á sameiginlegri ferilskrá. Meðfram […]
„Þú meinar klukkan átta? Salóme er ekki sýnd klukkan sex í dag.“ Ég er stödd í Bíó Paradís á vitlausum degi. Ókei. Nýtt plan. Sjá East India Youth á Kaffibarnum. Röðin er út fyrir horn Laugavegs og Bergstaðastrætis alla leið kringum Le Bistro. Ég reyni samt en stranda við innganginn, um 20 manneskjum frá því […]
Ég stíg út úr leigubílnum og hurðinni feykir upp um leið. Bílstjórinn hefur skilið mig eftir fyrir utan ranga blokk í Túnunum undir því yfirskyni að hann vilji ekki að ég labbi of mikið í þessu roki. Í mínum huga hefði þá verið betra að hlusta þegar ég sagði honum hvar ætti að stoppa þó […]
Á móti mér hjóla, um það bil á nákvæmlega sama stað og hvítvínsstelpurnar í gær, tveir menn á einu, tvöföldu, hjóli. Það eina sem ég heyri af samtali þeirra þegar þeir bruna framhjá er „Scheiße“. Ég held í nokkrar mínútur að ég sé í falinni myndavél. En að mörgu leyti er Airwaves ein stór falin […]
„Djöfull hata ég dyraverði!“ Tvær stúlkur í yngri djamm-kantinum arka á móti mér við hafnarbakkann. Ég kem því ekki fyrir mig hvort það er vindurinn eða Bakkus sem stýrir göngulaginu. „Nei nú gleymum við þessu og fáum okkur hvítvín!“ Klukkan er hálftólf á miðvikudegi og ég, sem er dottin út úr íslensku tónlistarlífi og nýt […]
Harvest var númer 78. Það er plata sem ég þekki miklu betur. Plata sem mér finnst frábær. Ég fór út að hlaupa með þessa í eyrunum áðan og hún fór að mestu framhjá mér – það er eitthvað hversdagslegt og þægilegt við hana, en ég get ekki sagt að hún hafi hreyft neitt við mér. […]
Purple Rain hefst á eins konar predikun sem bráðnar út í eitíssmellinn Let’s Go Crazy – svo allt verður eitt, einsog í babtistakirkjum bandaríkjanna (eða réttara sagt, einsog þær kirkjur koma manni fyrir sjónir í bíómyndum), sviti, stuð, trú, harmur heimsins og líbídó: Dearly beloved, we have gathered here today To get through this thing called […]
AC/DC er harðvíruð í sálina á mér. Ég veit ekki hvort það er nokkuð sem ég get að því gert. Þegar ég var svona átta-níu ára var sýnd auglýsing í sjónvarpinu – það var verið að auglýsa Bylgjuna – með upphafstónunum úr You Shook Me All Night Long. Ég man ekki hvað gerðist – það var áreiðanlega […]
Í rokkplötusafninu hans pabba voru Otis Redding, Wilson Pickett, Aretha Franklin og Ray Charles saman á tvöfaldri plötu. Gott ef Otis og Wilson voru ekki á sitthvorri hliðinni á einni. Ég er meiri Wilson maður, þótt ég kunni líka ágætlega við Otis. En það er kaldhæðnislegt að á Otis Blue séu áhugaverðustu lögin annars vegar […]
Ég held ég kunni öll lögin á þessari plötu á gítar. Eða hafi a.m.k. kunnað þau þegar ég var 19 ára. Allavega mörg. Kannski er það munurinn á Jimmy Page og Jimi Hendrix – með fullri virðingu fyrir þeim fyrrnefnda, sem er einn af allra bestu riffsmiðum 20. aldarinnar: Maður getur hermt eftir Jimmy Page. Endorfínskt […]
Yfirleitt næ ég ekki að klára heila plötu á hlaupunum – ekki nema platan sé óvenju stutt eða ég hlaupi óvenju langt. Flestar plötur fara yfir 40 mínútna múrinn og ég hleyp yfirleitt 30-40 mínútur. Þá hlusta ég á restina á meðan ég teygi mig og læt plötuna kannski ganga líka þegar ég kem úr […]
„Changes“ með sixtísbandinu The Zombies er eitt af þessum lögum sem ég man ekki hvernig enduðu á tölvunni minni. Kannski var það á einhverjum safndiski. Kannski halaði ég því niður af einhverri heimasíðu. Mig rekur óljóst minni til að hafa kannski fundið það á bloggi Dr. Gunna en það er sem sagt mjög óljóst. Fínt […]
Ég tengi sólóferil Pauls Simon allan við einhvers konar menningarstuld 1. Einsog hann hafi farið ránshendi um afrískan og afrísk-amerískan menningarheim. Sem hann auðvitað gerði. En það er líka ósanngjarnt – þetta er góð tónlist, frábær tónlist á köflum. Bræðingur á Paul Simon og suður-afrískri þjóðlagatónlist. Mér finnst leiðinlegt að vera fúll yfir þessu. Titillagið […]
Imagine er ekki á Spotify. Ég get ekki sagt að það hafi gert mig mjög leiðan. Þetta er ekki alveg sá Lennon sem ég hef í uppáhaldi á tyllidögum. Ekki það ég sé í kórnum sem telur Yoko Ono hafa skemmt hann – nema að svo miklu leyti sem þau skemmdu hvort annað. Grapefruit Yoko […]
Fáir nenna að standa í því að skrifa um tónlist á Íslandi í dag—og þeim fer fækkandi. Einn maður sem lengi lagði sig fram um að móðga tónlistarmenn og tónlistarhaldara með sitt oft á tíðum kaldranalega skoska skopskyn að vopni er Hjaltlandseyingurinn Bob Cluness. Hann segist vera hættur að skrifa um tónlist, allavega í bili, […]
Ég er á bókamessu í Gautaborg, á fínu þriggja turna fjögurra stjörnu hóteli hinumegin við götuna frá tívolíinu Liseberg í hverfi þar sem er varla hægt að fá matarbita fyrir minna en 180 SEK (3000 kall – matur á veitingastöðum í Svíþjóð er almennt miklu ódýrari en á Íslandi). Morgunverðurinn er dásamlegur – ég missti af honum […]
Græn og rauð blikkandi ljós, líkamspartar að skella á líkamspörtum, hárið gegndrepa af svita og óstjórnleg gleði. FM Belfast á sviðinu. Þegar allt er búið hefur inngöngustimpillinn máðst af í hamaganginum og vasarnir eru blautir. Þetta var stuð. Mesta stuðið sem ég hef upplifað í þessu rými að minnsta kosti. Þetta var á Húrra sem […]
Mig minnir að ég hafi lesið einhvers staðar að Neil Young hafi tekið upp þessa plötu í bakspelkum eftir mótorhjólaslys, útúrdópaður á verkjalyfjum, hallandi sér upp að magnaranum með lokuð augun og beðið þess að þetta helvíti væri búið og hann gæti snúið sér að batanum. Þessu get ég áreiðanlega slegið upp. Augnablik. Nei. Ég […]
Þar til ég var svona 18-19 ára ætlaði ég að verða gítarleikari. Það voru að vísu alltaf frekar „raunhæfir“ gítarleikaradraumar, snerust að mestu um að „eiga hljóðfærabúð og spila á gítar“ eða „kenna í tónlistarskóla og spila á gítar“. Ég var meira að segja að velta því fyrir mér á tímabili að gerast „fæðingarlæknir sem […]
Ég hef ekki gert margar athugasemdir við uppröðunina á lista Rolling Stone, sem ég nota fyrst og fremst til að velja hvaða plötu ég á að hlusta á næst. Þetta á ekki að vera krítík á listann sem slíkan, enda er hann auðvitað svo gott sem úreltur, heldur umfjöllun um plöturnar sem lentu á honum. […]
Ágæti lesandi, þú ættir að hafa í huga: nú er tónlist vikunnar ekki vikulega, heldur birtist hún aðra hvora viku. Þessi þróun er vitaskuld ákaflega jákvæð, enda tónlist sérlega mikilvæg og gott að geta tekið sér tvær vikur í að hugsa um hana milli útgáfna. Undanfarið hef ég verið að skiptast á bréfum við rapparann Emmsjé […]
Fyrir margt löngu veitti góður maður mér aðgang að tónlistarforritinu Reason. Ég gat aldrei lært almennilega á forritið og það eina sem ég gat gert ágætlega var að búa til trommur og takta. Ég útbjó því allmarga þétta takta í góðu samstarfi við eigið innsæi og hugmyndarflug. Og velti um leið fyrir mér hvort einhvers […]
Það verður ekki beinlínis sagt að Aretha Franklin sé með litla og brothætta rödd sem þurfi sérstaklega að halda uppi með nýjustu tækni og vísindum, en það er magnað að hlusta á muninn á upprunalegu útgáfunni á „Chain of Fools“ – sem opnar þessa plötu – og endurhljóðblönduðu og óklipptu útgáfuna sem kemur sem bónusefni […]
Ég var svolítið hikandi gagnvart þessari plötu. Annars vegar fíla ég ímynd Bruce Springsteens – fíla verkalýðsfílinginn. Sérstaklega á glamúrtímum. Við megum alveg við meiri rifnum gallabuxum, smurolíuputtum og heimaklippingum. Bruce Springsteen er einfaldlega legit, representing, keeping it real einsog það hét hjá tónlistarmönnum í geira þar sem slíkt skipti einu sinni máli. Hins vegar […]
Það myndast önnur tegund af venslum – sem verða vel að merkja ekki fölsuð – þegar þjóð tekur upp á að endurskíra borgir eða lönd upp á sína eigin tungu. Kaupmannahöfn og Árósar standa en Lundúnir og Kænugarður eru á undanhaldi. Ætli Nýja Jórvík hafi nokkurn tímann verið annað en rembingur? Þessi venslamyndun á sér […]
Nú hljóma ég áreiðanlega dálítið einsog Sindri Eldon en þessi plata er án minnsta hugsanlega vafa ofhlaðnasta flúrrúnk sem ég hef á ævinni hlustað á. Ég er hreinlega miður mín eftir hlustunina. The Wall með Pink Floyd er „verk“ – einhvers konar rokkópera á kókaínstílum – sem veit ekki hvort það vill heldur vera óður […]
Ég syng ekki alltaf opinberlega en þegar ég syng opinberlega þá syng ég Folsom Prison Blues. Það var eiginlega bara einu sinni, með Hallvarði Ásgeirssyni – sem söng að mig minnir San Quentin – á minningartónleikum um Johnny Cash rétt eftir að hann dó 2003. Aðrir sem komu fram voru Megas og Súkkat, Kimono, Rúnar […]
Dusty er fyrsta konan á topp 100 listanum. Fyrstu línurnar í fyrsta laginu eru því eðli málsins samkvæmt daðrandi: „Just a little lovin’ / early in the mornin’ / beats a cup of coffee / for startin’ off the day“ (raunar voru það vel að merkja hjón sem sömdu lagið og líklega ósanngjörn einföldun að popp kvenna snúist […]
Hæ, með því að smella hér (og hugsanlega gera eitthvað svona hægrismellsfiff) er hægt að sækja plötuna Trash from the Boys með hljómsveitinni Pink Street Boys. Það verður alveg hægt fram á næsta föstudag (eftir viku) – og það er heldur ekki þjófnaður eða neitt (umbeðnir gáfu þeir plötuna sjálfir til niðurhals, sem er lýsandi) – en ég myndi […]
Þessa á ég á vínyl. Eða mamma á hana en ég er með hana í gíslingu í kassa uppi á lofti á Ísafirði. Þegar ég var svona 16-17 ára spilaði ég tvö laganna á henni mjög mikið – talsvert meira en hin. Maybe Your Baby og Superstition eru flottustu fönklög sem ég þekki, án nokkurs […]
Það er undarlegt – eða kannski er það ekkert undarlegt – hversu mikið af persónulegum minningum koma upp í hugann þegar ég hlusta á þessar plötur. Hvernig ég er alltaf orðinn sex ára aftur. Fimm ára. Níu ára. Hvernig þetta voru allt einu sinni eftirlætis tónlistarmennirnir mínir. Elton John er engin undantekning – kannski var hann […]
Á listanum sem ég hef farið eftir stendur að þessi plata sé með Buddy Holly. En þegar ég sló henni upp gat ég í fyrstu ekki betur séð en að hún væri með The Hollies – engin plata með þessu nafni er skráð á Buddy Holly á Spotify. Vinnutilgáta mín var lengst af sem sagt […]
Já, já, já ég hata borgarastéttina.
Já, já, já ég hata alla konungsfjölskylduna.
Já við skulum vopnast,
já við skulum vopnast.
Svo söng sænska pönkhljómsveitin Ebba Grön árið 1979 og bætti við að aðallinn mætti vel þola „dálítið blý í hnakkann“. Lagið heyrir til sænskrar pönkklassíkur (kom meira að segja út á plötu sem hét „Svenska punkklassiker“) og hefur verið koverað af Gautaborgarhardkorsveitinni Skitsystem.
Fyrsta upplifun mín af tónlist var pólitísk, faksjónal, klíkumyndun, pólarísering, einhvers konar ímyndar- og sjálfsmyndarsköpun. Ég var líklega 6 eða 7 ára og stóra systir mín sannfærði mig um að halda með Wham. Ég komst svo að því seinna að allir vinir mínir héldu með Duran Duran, og skipti um lið og tók þátt í […]
Ég átti einu sinni tvíkynhneigða kærustu sem sagðist lesa Bukowski til að komast í samband við sinn innri kvenhatara. Mér verður stundum hugsað til þessa. Og þeirrar tilfinningalegu þarfar – hvort sem hún er ásköpuð eða eðli málsins samkvæm – að bölva heilu kynunum, og þá helst þeim sem maður laðast að kynferðislega, þeim kynjaverum […]
Ég gæti mjög auðveldlega átt eftir að verða svona pabbi sem fær sér vodka í kók og hlustar hátt á John Fogerty á leiðinni á árshátíð, dillar sér og pússar leðurskóna. Ég hefði í það minnsta ekkert á móti því. Þetta er voða þægilegt no bullshit rock’n’roll og Fogerty hefur þann galdur á valdi sínu […]
Lag sumarsins er svo sannarlega fundið. Ekki ætti að dyljast neinum að undirritaður er mikill aðdáandi Svavars Péturs Eysteinssonar og hans verka, bæði þeirra er Svavar gerir á eigin spýtur sem þeirra sem hann vinnur í samstarfi við ýmsa vini og kunningja; konu sína Berglindi Häsler, Árna Rúnar Hlöðversson úr FM Belfast og gítarleikarann knáa […]
Platan – óperan, verkið – Tommy með The Who er svínslega metnaðarfull tilraun Pete Townshend til þess að konfrontera kynferðisofbeldi sem hann varð (hugsanlega) 1 fyrir í æsku – eins konar metaævisaga í tónum og textum þar sem gítarleik er skipt út fyrir kúlnaspil og rokkheiminum fyrir einhvers konar Lísuíundralandískum sósíal-realisma – sem nær epískum […]
Tónlist vikunnar hér. Langt síðan við höfum sést. Eða sérðu mig kannski ekkert? Er eitthvað kám á linsunni? Jæja nema hvað, hér er ég allavega. Upprisin með Starafuglinum. Tónlist vikunnar. Hún lengi lifi.
Titillinn er svolítið einsog ef Jónsi í Sigur Rós gæfi út plötu sem héti Jónsi krúttar yfir sig. Platan er góð. Hvað á maður að segja? Þetta er Freewheelin’. How many roads og svona. Konan mín fékk lögin strax á heilann – mér er enn illt í hásininni og kemst ekki út að hlaupa, spilaði þetta […]
Ég hef aldrei hlustað á Elvis Costello og ekki fundið til neinnar sérstakrar löngunar til að temja mér þann sið – ekki fundist ég verri fyrir að skilja ekki snilldina. Ég hef útskýrt það fyrir sjálfum mér þannig að þótt ég fái fró úr rómantísku þunglyndi þá gildi hið sama ekki um raunsæislegra fúllyndi – […]
Groove er gróp og fönk er stankur. Stankmúsík er tónlist sem leitar sér að gróp til að setjast í – stankgrúppan vill hjakka í sama farinu, í besta skilningi þess orðtaks. Finna sér góða gróp og hreiðra um sig. Það er margt gott á plötunni There’s a Riot Goin’ On en líka ýmislegt sem er […]
Átakalaus. Litlaus. Ég spurði son minn í aftursætinu hvað honum þætti og hann sagði: þetta er ekki góð músík. Dóttir mín fór að gráta (það gerði hlustunina vel að merkja ekki bærilegri). Konan mín sagði að kannski þyrfti maður að sjá hann syngja þetta til að átta sig á sjarmanum. Horfa í þessi stóru bláu […]