Tónlist
Frostrósamanifestó, 19/11/2017
[ógreinilegt] Frostið kemur. Frostið kemur, og étur þig. Frostið kemur. Frostið kemur. Frostið kemur, og ég… Haa Aaaaaa. Tsjíííú. Hvar er [ógreinilegt]? Ó, þraukum frostið [ógreinilegt] Föl yfir öllu á morgun Frosinn heimur, á morgun. Náttúran bíður, afþýðingar. Undir jöklum. [ógreinilegt]. Trén sofa. Dýrin […]
Bilað snjóruðningstæki?
Úti var nýfallin mjöll, ég setti Herbergingu í geislaspilarann og gekk inn í eldhús þar sem eiginkona mín var að undibúa kvöldmatinn. Hún spurði mig. Hvaða hávaði er þetta? Er snjóruðningstækið bilað? Ég útskýrði fyrir henni að þetta væri tónlist sem við værum að hlusta á. Bætti svo við að þetta gæti hugsanlega verið góð […]
Páll Ivan frá Eiðum – Atvinnuleysi fyrir alla
Lóa góða hundskastu upp við vegg
já nú verður þú loks skotin
því að þú hefur hallmælt letinni bitch
og þau orð þín voru rotin
allir vilja reis’ við fallbyssurnar
á meðan stend ég og stari
því úr verki verður harla margt
ef maður er aldrei latur
vinnan er mölur, já, vinnan er ryð
böl sem getur öllu grandað
mann fyrir mann og borg fyrir borg
en við viljum bara frið
lóa góða öll götuljósin eru rauð
og stimpilklukkan logar
mávurinn besti kemur snart
og étur hræið þitt góða
Opinberun persónulífsins í Afsökunum Auðar
AFSAKANIR er plata eftir tónlistarmanninn Auði sem kom út í lok ársins 2018. Í febrúar fylgdi hann plötunni eftir með tuttugu mínútna stuttmynd undir sama nafni, einskonar frásögn plötunnar á sjónrænu formi. Á plötunni fær Auður með sér í lið ýmis þekkt nöfn úr tónlistarheiminum, af yngri kynslóð rappsins, hip hops og r&b á Íslandi. […]
Er endalaust hægt að góla um ást eða ástleysi?
Þannig að við svörum spurningu yfirskiftar virðist sú sannlega vera raunin. Síbylja útvarpstöðvanna spilar í sífellu allslags ástaróða er fjalla um þá hamingju að vera ástfanginn eða sorgina sem sambandslitum og ástleysi kann að fylgja. Dægurlagatextarnir eru eins og gengur og gerist í mismunandi formi, söguformi, einhvers konar abstrakt formi, rímnaformi og þar fram eftir […]
Keith Flint – eftirmæli
Ég mölbraut gleraugun mín á Prodigy tónleikum 1998. Á þeim tíma sat ég á aftasta bekk í grunnskóla og sá ekkert í rúmlega mánuð eftir viðburðinn. Þetta voru góðir tónleikar en ég fann mig samt knúinn til að skippa yfir lagið Serial Thrilla af plötunni The Fat of the Land, næstu vikurnar á eftir. Það minnti […]
Ókindarlegar Evudætur og íslenskir strákstaular
Á því herrans ári 2017 bar sköpunargáfa tveggja ungra, frómra og íslenskra rappmenna ríkulegan ávöxt þegar dægurlagið B.O.B.A leit dagsins ljós. Naut það gífurlegrar lýðhylli og varð á snöggu augabragði vinsælla á Íslandi en Jesús Kristur, sonur Guðs nokkurs sem ku bera ábyrgð á jólasveininum, gúmmíinu, garðslöngunni og því að gera Ricky Gervais að trúleysingja. […]
Helgur blús fyrir innvígða
Síðasta haust kom út platan Sacred Blues með Tholly’s Sacred Blues Band. Í sveitinni eru Þollý Rósmunds söngkona, Friðrik Karlsson gítarleikari, Sigurður Ingimarsson söngvari og gítarleikari, Sigfús Óttarsson trommuleikari og Jonni Richter bassaleikari. Þeim til aðstoðar eru þeir Hjörtur Howser á Hammond, Jens Hansson á saxafón, Ívar Guðmundsson á trompet og Jón Arnar Einarsson á […]
Mun hatrið mun sigra í söngvakeppni ástarinnar?
Þegar kemur að umfjöllun um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er ráðlegt að byrja á klisjum. Þetta er keppnin sem allir elska að hata (en elska samt), þetta er keppnin sem allir Íslendingar fylgjast með hvort sem þeir viðurkenna það eður ei, þetta er keppnin þar sem lýsingarorðin hallærislegur, yfirdrifinn, öfgakenndur, undarlegur og afbrigðilegur eru ekki hnjóðsyrði. […]
Smáskífurýni: Gímaldin, Bubbi, Bagdad Brothers og Nýríki Nonni
Nýríki Nonni – Bláberja Tom Ég fór ekki fögrum orðum um Nýríka Nonna síðast þegar ég skrifaði um verk þeirra. Nýverið sendu þeir frá sér sitt fimmta lag, Bláberja Tom. Það verður að segjast sem er að hér má merkja þó nokkra framför. Lagið er skemmtilegra en fyrri lög og útsetningin er betur hugsuð og […]
Opinberun: Nýtt lag eftir Hermann Stefánsson
Það er febrúar. Eintómt myrkur og varla sólarglenna í augsýn, þótt ljósið komi langt og mjótt. Rithöfundarnir eru að jafna sig af jólaplögginu sínu, fjandann sem þeir voru að belgja sig, hugsa þeir, og farnir að sýsla við hitt og þetta, taka eiturlyf, rægja kollegana, leggja drög að nýjum og betri skáldverkum. Kiljan er í […]
„Mér finnst hún bara svo vond“: Um Fimm með Emmsjé Gauta
Kæri Eiríkur Eftir að hafa hlustað núna tvisvar á alla plötuna Fimm með Emmsé Gauta, og í hálft þriðja skiptið. Þá gefst ég upp, ég megna bara ekki meira. Mér finnst hún bara svo vond. Ef ég hefði fengið sent eintak af plötunni þá hefði ég nú þrælað mér í gegnum þetta samvisku minnar vegna. […]
Afslöppuð stemning
Önnur breiðskífa Teits Magnússonar er komin út á vegum Alda Music. Hún nefnist Orna. Sú fyrri, 27, kom út fyrir fjórum árum síðan. Á henni, sem og 27, eru átta lög, sjö þeirra eru ný og þá er ábreiða af þjóðlaginu Hringaná. Þrír gestir koma við sögu, Dj. Flugvél og Geimskip, Mr. Silla og Steingrímur […]
Fínt byrjendaverk
Ég get ekki sagt að ég hafi vitað nein deili á GDRN og tók að mér að skrifa um fyrstu plötu hennar Hvað ef til þess að ögra sjálfum mér. Neyða sjálfan mig til að víkka sjóndeildarhringinn og hlusta á tónlist sem ég hlusta ekki á að öllu jöfnu. Kannski heyra og kunna að meta […]
Ef þú bangar framan í heiminn þá bangar heimurinn framan í þig
Þar sem síðasta dægurlagatextaumfjöllun fékk enn betri undirtektir en sú þar á undan hefir verið ákveðið að láta ekki staðar numið heldur halda áfram að skoða texta íslenskra dægurlaga. Verst er að hólið fái hvorki metist til fjár né blings. En alltént má láta það stíga sér til höfuðs í anda rappsins og nota til […]
Sakti stendur fyrir sínu
Hér skal fjallað um nýjustu breiðskífu pönkhljómsveitarinnar Saktmóðigs. Áður hefur sveitin sent frá sér Ég á mér líf, Plötu og Guð, hann myndi gráta auk ýmissa styttri skífna. Hljómsveitina skipa þeir Daníel Viðar Elíasson trommuleikari, Davíð Ólafsson gítarleikari, Karl Óttar Pétursson söngvari, Ragnar Ríkharðsson gítarleikari og Stefán Jónsson bassaleikari. Þeir syngja allir kórinn í einu […]
Reykjavík halanna, heimkynni halanna
Þar sem einstaklega góður rómur var gerður að umfjölluninni um dægurlagatextann við lagið „Kling Kling“ um daginn er lífinu nauðsynlegra að halda áfram á þeirri braut og skoða fleiri texta. Einkum og sér í lagi féllu tíkur, mellur og aftaníossar í stafi yfir framtakinu. Er því eftirfarandi texti tileinkaður þeim, svo og auðvitað öllum þeim […]
Guð býr í góðærinu, gorgeirnum og gortinu, þú mellu- og tíkarsonur
Um Kling Kling eftir Herra Hnetusmjör og Joe Frazier
Rapptónlist ku vera vinsælasta tónlistarformið á Íslandi þessa dagana. Tónlistarstefnan sú sem á upphaf sitt á meðal blökkumanna á austurströnd Bandaríkjanna, nánar tiltekið í New York-borg hefir farið eins og eldur í sinu á Fróni síðustu ár. Hér verður þó saga rappsins á Íslandi ekki rakin heldur til gamans litið á einn texta þess listamanns […]
Ahoy-hoy!
Svavar Knútur sendi nýverið frá sér plötuna Ahoy! Side A og mun sú vera fyrsta platan í stærra verki kölluðu Ahoy. Samverkamenn Svavars Knúts hér eru helstir Bassi Ólafsson á slagverk, hljóðgervla, Örn Ýmir Arason á bassa, Daníel Helgaso á gítara og Steingrímur Teague á pínaó og hljóðgervla. Allir syngja þeir bakraddir. Auk þeirra er […]
Til heiðurs Gainsbourg
Út er komin platan Unnur Sara syngur Gainsbourg. Á henni syngur Unnur Sara, eins og titillinn gefur til kynna, lög eftir hinn franska Serge Gainsbourg. Henni til fulltingis eru Alexandra Kjeld á kontrabassa, Halldór Eldjárn á trommur og slagverk og Daníel Helgason á gítar og kúbanskt tres. Upptökur fóru fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði 1. desember […]
Smáskífurýni: Góðir seiðir og geldar ábreiður
Hjálmar – Hættur að anda Það er þó nokkuð um liðið síðan hljómsveitin Hjálmar hefur sent frá sér breiðskífu en þess í stað hafa strákarnir gefið út nokkur stök lög síðustu ár. Það nýjasta er lagið Hættur að anda. Hjálmar halda sig við reggaeið eins og er þeirra von og vísa. Lagið sjálft er […]
Hávaði, húmor og mýkt
Ég ætla ekki að þykjast vera sérfræðingur um pönk, hvað þá áhugamaður um pönk. Ég er varla áhugasöm um tónlist. Ég er hins vegar ung kona á Íslandi og því finnst mér ég eiga fullt erindi til að spá og spekúlera í nýútkominni plötu feminísku pönkhljómsveitarinnar Hórmóna „Nananana Búbú“. Ég hafði ekki heyrt eitt einasta […]
Óeirðir í leikfangalandi
um andsemítisma, Eurovision og Toy með Nettu Barzilai
Ísraelska söngkonan Netta vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva síðastliðin laugardag. Strax fyrir keppnina mátti skynja mikla og víðtæka andúð á þátttöku Ísraelsmanna – meiri en ég man eftir lengi, og skýrðist þá kannski af því að Netta þótti fljótlega sigurstrangleg. „Fíla lagið en fyrirlít landið“ skrifaði einn á Twitter. „Fuck Israel“, „Gangi öllum löndunum vel á […]
Starafugl þakkar fyrir sig á baráttudegi verkamanna, 2018. Samstaða eða dauði – lifi byltingin.
https://www.youtube.com/watch?v=PZlD5RXkeuA
„Þó ekki breytist hagur hins hrjáða verkamanns“ tveir baráttusöngvar rokksveitarinnar Mána
Árið 1971 gaf hljómsveitin Mánar frá Selfossi út sína fyrstu breiðskífu sem iðulega er kölluð „Svarta platan“. Fjörtíu og fimm árum síðar gaf hljómsveitin svo út sína aðra breiðskífu, Nú er öldin önnur. Á báðum þessum plötum eru lög sem er vel við hæfi að rifja upp á baráttudegi verkalýðsins. „Svarta platan“ verður að teljast […]
Titill: „algerlega óaðgengilegar“
Fyrir tónleika sína í Laugardalshöll 13. ágúst 2015 fóru meðlimir hljómsveitarinnar Kings of Leon fram á kókosvatn heimalagað íste (ekki of sætt) túnfisksalat kokk sem eldar á staðnum átta tegundir af hvítvíni níu tegundir af rauðvíni súkkulaðihúðuð goji-ber ferskan hummus fimm búningsherbergi fimm sófasett í stíl og Diet DR. Pepper, bæði með og án koffeins […]
Kona
Ég vil ekki þurfa að vera eins og karlmaður Til að fá sama rétt og hann Ég vil ekki þurfa að hugsa eins og karlmaður Til að vera ekki fyrirlitinn Ég vil ekki þurfa að tala eins og karlmaður Til að tekið sé mark á mér Nei, ég vil ekki þurfa að vera, hugsa og […]
Allt sama lagið
I’m singing a borrowed tune, that I took from The Rolling Stones söng Neil Young draugfullur á plötunni Tonight’s The Night. Lagið sem hann tók ófrjálsri hendi var lagið Lady Jane af plötunni Aftermath. Stónsararnir hafa aldrei sagt neitt um stuldinn og Neil sjálfur hefur ekki látið neitt uppi um af hverju hann gerði þetta […]
Afsakið, gert hefur verið hlé á allri dagskrá af því að núna er núna
Um nýjustu plötu Jóa Pé og Króla
ATH. Þessa plötu er best að hlusta á í blússandi botni í bílnum á leið þinni frá fyrra sjálfi og gömlu tímabili. Með öðrum orðum, frá öllu því sem gefur þér ekki neitt lengur í framtíð né nútíð. Það verður að segjast að listamennirnir Jói Pé og Króli eiga mikið lof skilið fyrir að vera […]
Bubbi á friðarstóli
Bubbi, Bubbi Morthens! Það er ekkert smá að taka að sér að skrifa um Bubba Morthens. Maðurinn er fyrsti uppáhaldstónlistarmaðurinn minn og um hríð var svefnherbergi æskuheimili míns betrekkt með úrklippum um Bubba úr dagblöðum landsins. Hver einasta ný plata var keypt um leið og maður náði að öngla saman aurnum til að kaupa hana. […]
Smáskífurýni: Gott, fínt, glatað og tilgangslaust
Golden Core – Baldurskviða/Blóð Út er komin ný smáskífa með norsk/íslenska dúóinu Golden Core. Á henni eru tvö lög. Annað er nýtt og nefnist Blóð. Hitt er endurvinnsla á Baldurskviðu, einu sterkasta lagi Norwegian Stoner Machine sem kom út í fyrra. Ólíkt breiðskífunni þá eru bæði lögin hér sungin af Jóhannesi Sandal trommara og útkoman […]
Ég þarf engan stjörnukíki
Ég held með söngvaskáldum. Fyrir mér er það göfugasta og fallegasta leiðin að tónlistarsköpun. Að semja sönglög og flytja þau sjálf(ur). Það kemst næst því að syngja eins og fuglarnir syngja. Og er það ekki viðmiðið: hin platónska frummynd (tón)listarinnar? Þetta er í grunninn rómantísk afstaða. Þetta er heldur ekkert svona einfalt. Þar sem ég […]
Fín skemmtun
Í fyrra kom út platan Hefnið okkar með rappdúóinu Úlfur Úlfur. Hljómsveitin er skipuð Arnari Frey Frostasyni og Helga Sæmundi Guðmundssyni. Á plötunni eru tólf lög. Kannski er ég ekki rétti maðurinn til þess að skrifa rýni um rapptónlist. Þó ég hafi hlustað eitthvað á rapp síðan ég heyrði fyrst í Beastie Boys og Run […]
„Peningalyktin mun gera þig háða – að peningasnáða“
Kópboi Herra Hnetusmjörs
Ég vil tala um orð og texta – merkingu, ætlaða eða ekki. Um tengingar sköpunar við samfélag. Byrjum á að nefna lexíu númer eitt: orð hafa mikið vald og þau eru gildishlaðin. Auðvitað eru einhverjir tónlistarmenn sem gefa frá sér tónlist sem þeir sérstaklega merkja sem pólitíska, á meðan aðrir vilja helst ekki heyra á […]
Þægileg og djúp
Út er komin ný plata með þeim Tómasi R. Einarssyni og Eyþóri Gunnarssyni. Gripinn kalla þeir Innst inni. Á plötunni er að finna 11 lög eftir Tómas, flest ný en önnur eru nýjar útgáfur af áður útgefnum lögum. Hún var tekin upp á þremur dögum, hljóðblönduð af Jóhanni Rúnari Þorgeirssyni og hljóðjöfnun var í höndum […]