Af spítt- og strætóskáldum

Ljóðaheimurinn er alls konar. Ljóðasenan er alls konar. Ljóð eru alls konar. Auðvitað. Skáld eru líka alls konar en oft eiga þau til að mynda fylkingar. Heildir sem hafa mismikinn heildarbrag. Heildir sem gefa út manífestó (eða ekki-manifestó), mynda eins konar vinahóp, gefa út hjá sama forlagi, eru saman í leynilegum facebook grúppum. Eins og […]

Klink & Bank

Atburðarás Timon er ríkur aþenskur aðalsmaður sem nýtur þess að halda vinum sínum veislur, gefa þeim rausnarlegar gjafir og leysa hvers manns vanda með peningum. En gjafmildi hans kostar sitt og hann hefur enga yfirsýn yfir skuldir sínar sem vaxa hratt og þegar lánadrottnar sækja að honum leitar hann til vinanna sem notið hafa gestrisni […]

Endurtekin viljaverk í Palestínu

Fleiri tugir Palestínumanna hafa látið lífið og mörg þúsund manns eru slasaðir eftir mótmælin gegn flutningi sendiráðs Bandaríkjamanna frá Tel Aviv til Jerúsalem í gær. Í dag eru síðan liðin 70 ár frá því hörmungarnar – al-nakba – hófust sem enduðu með því að stærstur hluti palestínsku þjóðarinnar hraktist í útlegð. Af því tilefni er […]

Óeirðir í leikfangalandi

um andsemítisma, Eurovision og Toy með Nettu Barzilai

Ísraelska söngkonan Netta vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva síðastliðin laugardag. Strax fyrir keppnina mátti skynja mikla og víðtæka andúð á þátttöku Ísraelsmanna – meiri en ég man eftir lengi, og skýrðist þá kannski af því að Netta þótti fljótlega sigurstrangleg. „Fíla lagið en fyrirlít landið“ skrifaði einn á Twitter. „Fuck Israel“, „Gangi öllum löndunum vel á […]

Er hann sá rétti?

Atburðarás: Læknisdóttirin Helena hefur alist upp í skjóli hertogaynjunnar af Rousillion og elskar Bertram son hennar í laumi þrátt fyrir stéttamuninn. Konungurinn er dauðvona og Helena fer á fund hans með meðöl sem faðir hennar ánafnaði henni. Hún læknar hann og fær að launum að velja sér eiginmann úr röðum hirðmanna hans og velur auðvitað […]

Vestrænt frjálslyndi þvær hendur sínar

Um harðstjórn: Tuttugu lærdómar sem draga má af tuttugustu öldinni

Mál og menning gefur út bókina Um harðstjórn: Tuttugu lærdómar sem draga má af tuttugustu öldinni eftir Timothy Snyder í íslenskri þýðingu Guðmundar Andra Thorssonar. Ritið er athyglisvert fyrir margra hluta sakir, þrátt fyrir að vera stutt í sniðum og hraðlesið – ekki nema 153 síður í litlu broti. Það vakti mikla athygli þegar það […]

Hatur, glundroði og Guð

Þessa bók ætti að þýða á íslensku

Aðeins um skáldsögu þýsk-austurríska rithöfundarins Daniels Kehlmanns, Tyll, með það að augnamiði að vekja athygli á athyglisverðri skáldsögu og hvetja til íslenskrar þýðingar. Rowohlt Verlag gefur út. Verkið kom út í október á síðasta ári. 473 síður. Tyll hefir hlotið mikið lof. Sú er allajafna raunin þegar kemur að verkum Kehlmanns. Volker Wiedermann, sem skrifar […]

Heimferðir

Christine de Luca ljóð Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson valdi og íslenskaði Þegar ég neyti menningar núorðið, þá verð ég oftar en ekki pínulítið áhyggjufullur. Kvíðinn jafnvel. Hverju ætli sé verið að pranga inná mig núna? Verður þetta eitthvað? Verð ég ekki bara enn einu sinni fyrir vonbrigðum? Er þetta ekki bara sama gamla fjöldaframleidda draslið og […]

I go out of my mind (but) for you

Áður en ég hóf þennan heildarlestur voru Sonnetturnar það af ódramatískum verkum Shakespeares sem ég komst næst því að hafa lesið.  Ég skal útskýra. Fyrir átta árum hafði Kristjana Arngrímsdóttir samband við mig og bað mig að semja lag fyrir sig. Ekki bara lag: tangó. Ég var auðvitað til í það, Kristjana er stórkostleg söngkona […]

Eins og glansandi kúreki

Ég hef gengið þessar götur svo oft syngjandi sama gamla lagið. Ég þekki hverja sprungu í þessum óhreinu gangstéttum, þar sem meðalmennskan er millinafnið, og góðir krakkar falla í fótsporin eins og fyrsta snjókoma hvers vetrar. Það hefur verið mikið af málamiðlunum, á leið að sjóndeildarhring mínum. En ég ætla að vera þar sem ljósin […]

Raunhagkerfi vampírusmokkfisksins

Á dögunum sá ég mann í matvörubúðinni Netto við lestastöð í Kaupmannahöfn. Hann stóð í langri biðröð að loknum enn lengri þriðjudegi, fremur íbygginn á svip, klæddur í hettupeysu og víðar vinnubuxur útataðar í sparslklessum og málningu. Færiband afgreiðslukassans silaðist áfram og vörur hlóðust í fangið á afgreiðslustúlku sem reyndi að brosa í gegnum þreytuna. […]

Fimm fiskisögur

1. mærþallarkomplex  Bernskan hefur brenglast, sagði verndarinn og þar sem þreyta er sérstakur sjúkdómur einkum ætlaður konum og álíka algengur kvilli og mígren og almennur kvíði er rétt að þú hallist að okkur um sinn, því ella verða ofskynjanir aðeins til vandræða. já. hjá okkur er miðað við aðstæður – hvers og eins.  þarf ég […]

1. maí

á meðan vel snyrta konan sem gengur ákveðið í krókódíl með beittum hæl yfir blaut gólfin í pels og prada og bara býsna pattaraleg en missir svo slönguveskið á göngunni og ræstitæknirinn er fyrri til að beygja sig svo brakar í lúnum hrygg og rétta henni brosandi breytist ekkert á meðan verkamaðurinn sem mokar fiski […]

„Þó ekki breytist hagur hins hrjáða verkamanns“ tveir baráttusöngvar rokksveitarinnar Mána

Árið 1971 gaf hljómsveitin Mánar frá Selfossi  út sína fyrstu breiðskífu sem iðulega er kölluð „Svarta platan“. Fjörtíu og fimm árum síðar gaf hljómsveitin svo út sína aðra breiðskífu, Nú er öldin önnur. Á báðum þessum plötum eru lög sem er vel við hæfi að rifja upp á baráttudegi verkalýðsins. „Svarta platan“ verður að teljast […]

Maðurinn, uppreisnarseggurinn, upplýsingaveran 

Þú horfir á skjáinn dæla inn myndum, litum og orðum. Rennir niður skjáinn og horfir. Hlaðborð stafrænnar tilveru. Allir geta flett upp öllu og allt er til. Þú rennir niður skjáinn og horfir. Allt er til; heimspeki, fræðirit, vísindi, sjálfshjálp, fréttir og veðurspá – stjörnuspá. Ítarlegar, ritrýndar greinar um skipulagsmál og skýrslur IPCC um loftslagsbreytingar. […]

P Í R A M Í D I

Það er svolítið sem djassarar gera sem vantar í fleiri þætti lífsins, það er að hleypa hverjum einstaklingi liðsheildarinnar í brennidepilinn og klappa eftir hvert sóló. Þetta þyrfti að sjást í matvöruverslun, við kassann þegar hinn ungi Hassan skannar með snilldarbrag, eins og Tom Cruise blandar drykk í Coctail. Það hafa fæstir þvílíkt starpower og […]

-án titils-

Er orðinn góður bara, svona um það bil einn og hálfur maður og tvær konur. Mér finnst þetta lofandi og þetta ískur er dáleiðandi. Enda ekkert sem flækir málin nema kannski tunglið sem malar í sífellu og sýgur upp í nefið, þunglynt tungl sem veit ekki hvað bíður þess við sólarupprás. En mér finnst þetta […]

Úr Bréfum, áeggjunum og hugleiðingum um lífsbrandarann

Kæru bræður í lífsbaráttunni, sannlega segi ég yður … síðustu ár hafa klárlega verið oss þung í skauti. Það er ekkert launungarmál. Sá hermennskuandi er vér stærðum oss af er í upplausn og æsingaeldurinn við magamál, bálköstur sálarinnar slokknaður, úrkulnaður – vér seiðum ekki saman seið í bráð. Ég gjöri heyrinkunnugt … Vér erum orðnir […]

„Heftugur andskoti má það vera“: Stórtíðindi í íslenskum bókmenntum

Magnaður andskoti má það vera hvað skáldskapur og veruleiki geta átt í margslungnu sambandi, furðulegu alltaf hreint, úr forneskjunni til nútímans, dulúðugu jafnvel. Því segi ég það að mér var að berast bréf að handan. Frá átjándu öld. Eða öllu heldur: Það var að finnast stórmerkilegt handrit. Kominn er í leitirnar eini ritaði textinn sem […]

Eiríkur Örn Norðdahl (úr enskri þýðingu Linh Dinh)

Yrkja þrotlaust

Góðar fréttir, mín kæra, ég hef náð mér sýttu ekki, huggaðu mig ekki deildu heldur gleðinni með mér því hvernig ég gladdist að vera lasinn gladdist að vera heill heilsu Ég verð að deila þessari gleði með þér veistu ekki hvernig ég lét þig deila með mér svo mikilli þjáningu og óréttlæti Nú er ég […]

Frjósemi á tímum loftslagsbreytinga

Er hægt að tala um framtíð á tímum loftslagsbreytinga? Má tala um frjósemi og má tala um barneignir? Í okkar menningu er sífellt verið að velta vöngum yfir getnaði manna og dýra. Sum dýr eru æskilegri en önnur og þá stjórnum við getnaði þeirra með skipulögðum landbúnaði. Kristin trú telur að líkami kvenna sé heilagir, […]

Byltingarþrá

Við lifum í byltingum fortíðar maurildi sem skipsskrúfur þyrla og sjást bara að næturlagi þar til við sökkvum til botns Við munum verða jarðlag milli annarra jarðlaga sum okkar steingervingar einhver olía eða gas Mun nokkur sýna okkur á safni eða orna sér við bruna okkar láta okkur lýsa sér leið um nótt þegar tunglið […]

Uppljómun Plónókratesar

1. Sigtryggur sat á klósettinu þegar hann fékk uppljómun: Yfirmaður hans var eðla í gervi manneskju. Það hlaut að vera. 2. Sigtryggur sat við skrifborðið sitt þegar hann fékk uppljómun: Eðlur ættu ekki að ráða yfir manneskjum. Það væri bara ekki rétt. 3. Sigtryggur var að ná sér í þriðja kaffibolla dagsins þegar hann fékk […]

Síðkapítalisminn á tilvist sína undir því að þegnar spyrji ekki spurninga

Eitt af því sem George Orwell skrif­aði í sinni fram­tíð­ar­dystóp­íu, skáld­sög­unni 1984, var að Stóri Bróðir átti allt nema kúbikksentí­metrana innan haus­kúpu borg­ar­anna, og átti við heil­ann. Sú spurn sem aðal­per­sónan Win­ston spyr sig framar öðru er hvort hann geti haft skoðun sem stríðir gegn Stóra Bróður og hvort sú skoðun geti verið rétt – […]

Titill: „algerlega óaðgengilegar“

Fyrir tónleika sína í Laugardalshöll 13. ágúst 2015 fóru meðlimir hljómsveitarinnar Kings of Leon fram á kókosvatn heimalagað íste (ekki of sætt) túnfisksalat kokk sem eldar á staðnum átta tegundir af hvítvíni níu tegundir af rauðvíni súkkulaðihúðuð goji-ber ferskan hummus fimm búningsherbergi fimm sófasett í stíl og Diet DR. Pepper, bæði með og án koffeins […]

Rýtingur (vinnuheiti)

hvar er sængin mín? kallaði barnið hvar er bangsinn? sagði barnið mamma mín! ég heyri ekki puttinn? hreyfist ekki hjartslátturinn sem ég heyrði svo sterkan þegar ég lá á bringu þinni pabbi andardrátturinn sem heyrðist í gær bróðir svo móður þegar við eltum kisu vaknaðu systir! vaknaðu bróðir! þið svarið engu! eruð þið að leika? […]

Sveinbjörn Sigurjónsson / Þorvaldur Þorvaldsson

Internationalinn

Fram þjáðir menn í þúsund löndum, Sem þekkið skortsins glímutök. Nú bárur frelsis brotna á ströndum, Boða kúgun ragnarök. Fúnar stoðir burtu vér brjótum. Bræður fylkjum liði í dag. Vér bárum fjötra en brátt nú hljótum að byggja réttlátt þjóðfélag. :,: Þó að framtíð sé falin grípum geirinn í hönd. Því Internationalinn mun tengja strönd […]

Eiríkur Örn Norðdahl

Að dreyma aldrei köngulær

Tíminn fellur saman milli vara ókunnugra dagar mínir falla saman ofan í hola pípu bráðum hrynur saman gegnt núna einsog járnmúr augu mín eru byrgð grjótrústum smáklessa af sjónarhornum máir út hvern sjóndeildarhring í andrúmslausri nákvæmni þagnar verður eitt orð til. Þegar óspektarholdið var horfið lá haustloftið að andliti mínu hvasst og blátt einsog nál […]

Glerþak stöðugleikans

  1 Arkítektinn Fótgönguliðar stjórnmála okkar og efnahags eru menn einsog arkítektinn Manolis Vournous. Hann er hávaxinn og grannur, með þykka bauga undir augunum. Honum finnst gott að hafa hluti í röð og reglu. „Ég vil að fólk láti hluti gerast og vil ekki beita þrýstingi, eða að aðrir beiti mig þrýstingi,“ sagði hann mér […]