1. maí


á meðan vel snyrta konan sem gengur ákveðið í krókódíl
með beittum hæl yfir blaut gólfin í pels og prada og bara
býsna pattaraleg en missir svo slönguveskið á göngunni og
ræstitæknirinn er fyrri til að beygja sig svo brakar í lúnum hrygg
og rétta henni brosandi

breytist ekkert

á meðan verkamaðurinn sem mokar fiski á dekk með sigg í
lófum brosir við útgerðinni sem rennir að bryggju á landkrúser
og veltir sér upp úr gróðanum í selskinnsjakkanum sérsaumaða
og er hjálpað úr slorinu

breytist ekkert