Viljaverk í Palestínu: Aðfararorð

Ljóðabókin Viljaverk í Palestínu er gefin út þann 22. júlí árið 2014. Sum ljóðanna í henni urðu til löngu fyrr og einhver þeirra hafa birst áður en flest þeirra eru þó ort fyrir þessa bók. Áskorunin sem skáldin fengu fyrir viku var að bregðast með einhverjum hætti við frægu ljóði Kristjáns frá Djúpalæk, Slysaskot í Palestínu. Tekið var fram að þau mættu sjálf túlka hvað fælist í „viðbragði“ – að það þyrfti ekki nauðsynlega að vera nýr texti og gæti þess vegna verið þýðing á hundgömlu kvæði, ef það passaði.

Skáldskapur vikunnar: Ljóðlist eftir Marianne Moore

Ég kann líka illa við hana: aðrir hlutir skipta meiru handan þessa fitls.
Þegar maður hins vegar les hana af fullkominni fyrirlitningu uppgötvar maður,
þrátt fyrir allt, stað þar sem hið ósvikna fær þrifist.
             Hendur sem geta náð taki, augu
             sem geta þanist, hár sem getur risið
             gerist þess þörf, þessir hlutir skipta máli og ekki vegna þess að

hægt sé að þröngva upp á þá hástemmdri túlkun

Hlýtt og satt – átján sögur af lífi og lygum eftir Davíð Stefánsson – Karolina Fund

Hlýtt og satt er langþráð bók sem hefur verið lengi í smíðum, þótt sannur skriðþungi hafi ekki farið af stað hjá mér fyrr en árið 2011. Þá settist ég niður í tvo kalda vetrarmánuði á Skriðuklaustri og tók saman hinar og þessar hugmyndir og hálftexta sem safnast höfðu upp á mörgum árum. Þar sá ég loksins skýrt hvaða þræðir lágu í gegnum textana og hvaða stefnu ég vildi taka sem höfundur annars konar texta en ljóða.   

Ég fann fjölina, eins og sagt er. 

Davíð Stefánsson fjármagnar bók á Karolina Fund via Hlýtt og satt – átján sögur af lífi og lygum eftir Davíð Stefánsson – Karolina Fund.

Þetta eru ljóð sem þarf að flytja- Vísir

Hún segist hafa skrifað ljóð frá því hún var unglingur en aldrei gefið neitt út. Hvers vegna valdi hún þá leið að gefa ljóðin út á plötu en ekki í hefðbundinni ljóðabók? „Ég hef alltaf notað texta mikið í performönsum og vídeóverkum en þetta er í fyrsta sinn sem ég gef út ljóð,“ segir hún. „Ég hef alltaf flutt textann minn sjálf sem performans og það er réttara fyrir verkið að það sé lesið upp en prentað á bók. Þetta eru ljóð sem þarf að flytja, ekki bara lesa, og svo á ég sjálf auðveldara með að hlusta á ljóð en lesa þau og geri ráð fyrir að hið sama gildi um marga aðra.“

Ásdís Sif Gunnarsdóttir í viðtali í Fréttablaðinu.

Vísir – Afmæli sonarins merkilegast af öllu

Fyrir utan bókina sem kom út í gær hefur Kristian nýlega gefið út bók með enskum þýðingum á ljóðum sem hafa komið út eftir hann á árunum 2007 til 2014.

Það tengist því að hann er að fara á fjögurra daga ljóðahátíð í borginni Trivandrum í Kerala á Suður-Indlandi og ætlar að gefa bækurnar á ferðum sínum. „Ég hef tvisvar áður farið út á ljóðahátíðir, til Makedóníu og El Salvador. Það er gaman að kynnast skáldum og áhugafólki og líka að skilja eitthvað eftir hjá því. Ég hef fengið gefins bækur á hátíðunum og ákvað að fara ekki tómhentur næst.“

En hver eru helstu yrkisefni skáldsins? „Ætli ég sé ekki að leita að sjálfum mér þegar ég yrki? Ljóðin mín fjalla um líf mitt og reynslu og það er einfalt að útskýra nýjustu bókina, hún geymir bara ástarljóð til hennar Siggu, unnustu minnar.“

Kristian Guttesen í viðtali um nýja ljóðabók via Vísir – Afmæli sonarins merkilegast af öllu.

Sumarslamm!

Sumarslamm Bókmenntaborgarinnar, Meðgönguljóða og ORT: Við slömmum inn sumarið í ljóðaslammkeppni á Loft hostel í dag laugardaginn 24. maí kl. 17:00. Reglurnar eru einfaldar: Hver slammari hefur þrjár mínútur til að heilla dómara og flytja þarf blaðalaust. Dæmt verður fyrir sviðsframkomu, skáldskap og frumleika. Skráning er hafin hjá ritstjorn@medgonguljod.com Pólski ljóðaslammarinn Wojciech Cichon verður yfirdómari […]

DNA-bankinn – Áhættulýsing vegna upplýsts samþykkis

(Höf. Lynn Kozlowski, Hjörvar Pétursson þýddi)

Ég er til vitnis.

Og einungis ég er hér einn,
í trúnaði,
til að fræða þig og upplýsa.

Mér er ætlað að skýra þér frá
þeim hættum sem þér eru fólgnar í bón okkar.
Ég mun lýsa þeim hreint út
svo sem mér var falið af Siðfræðinefnd
Rannsóknastofnana, því þú verður að skilja
hvaða hætta þér er búin með samþykki þínu
með undirskrift þinni og dagsetningu.

Skáldskapur vikunnar: Ljóðavéfréttin

Sachiko Murakami og angela rawlings segja frá FIGURE

Lesandinn mætir á FIGURE og er boðið að spyrja spurningar – það er að segja, að leggja til meðvitund um hugðarefni á gefinni stundu. Næst velur lesandinn einn af þremur stokkum. Í hverjum stokki eru frá 78 upp í 120 spil sem eru „stokkuð“ með slembiferli. Lesandinn velur síðan lögn – hvernig spilin eru lögð niður. Þegar hér er komið sögu eru spilin afhjúpuð. Upprunalegu spurninguna má nota sem titil á bókmenntaverk og spilin mynda í senn spádóm við spurningunni sem og tiltekin nýjan bókmenntatexta.

Vísir – Bók fyrir sjálfan mig tvítugan

„Til hvers vísar tvífarinn í titlinum? „Tvífarinn er kannski framandleikinn í manni sjálfum eða ýmislegt sem maður nær ekki sambandi við. Eða kannski er tvífarinn bara veruleikinn sjálfur. Mörg þessara ljóða fjalla um ákveðið sambandsleysi og einmana fólk og þar er ég kannski að miðla einhverri tilfinningu sem hefur hangið með mér lengi, en þetta er líka sýn mín á samfélagið og hvar við höfum verið stödd allmörg undanfarin ár.““

Anton Helgi Jónsson, ljóðskáld, í viðtali við Fréttablaðið via Vísir – Bók fyrir sjálfan mig tvítugan.

[nafnlaust] eftir Braga Pál Sigurðarson

  Í tóminu er sturlun. Rauðir ferlar hverfast um kúpuna. Hey sturlun! Hey random atburðir! Í kremju milli fjörugrjóts. Á leiðinni fram af hengifluginu, þessar ljúfu stundir í lausu lofti. Loksins frjáls. Ganga. Skríða. Hlaupa. Kóma. Hlusta. Hreinsa. Skríða. Bébébéráðum kákákájémur bébébétri tététéíð emmemmemmeð blóm í haga. Slúðurvélin gengur vel, dælir út hálfsannleik með klípu […]

Aflausnarseiður eftir Emil Hjörvar Petersen

  Samviskan rauðglóandi gegn samvistun kuldagadds og gildi höfuðstóla nær hámarki við suðumark. Kýldar voru sællífis vambir kýldir voru rakir kjálkar allar vertíðir allan ársins hring. Höggin fannst okkur gjarnan þægileg því við þrifumst í gufunni úr þeim suðupotti sem við kölluðum tilvist. En nú, í soðningu úthverfa sýna veggjakrotin handan suðumarks: Aðeins dynjandi trumbur […]

Kannski deyr hann í dag eftir Kristinn Sigurð Sigurðsson

  Það verða mikil leiðindi þegar hann deyr loksins útlendingastrákurinn sem svelti sig í hel. Fólk mun leggja blóm við leiði hans, skrifa nafnið sitt á lista um að reisa af honum styttu. Já, það verður mikil sorg, þegar hann deyr loksins útlendingastrákurinn sem svelti sig í hel. Innanríkisráðherra mun halda ræðu í beinni útsendingu, […]

Úr Neytendalögunum eftir Idu Börjel

  Verð 10a § Vara verður að kosta eitthvað á einhverju stigi framleiðsluferlisins. Hún má ekki kosta ekki neitt og verð hennar má ekki vera óendanlega hátt. Seljandinn á að geta svarað spurningum.   Seinkanir 18a § Valkvíði. 18b § Skyndileg fátækt. 18c § Ást við fyrstu sýn.   Villa þegar kemur að frelsi (í […]

Nýi Internasjónalinn eftir Jón Bjarka Magnússon

- Syngist hátt og fallega svo aðrir heyri

ENEL Ahold Petrobras Fram, þjáðir menn í þúsund löndum, Bayer Pfizer Goldman Sachs! sem þekkið skortsins glímutök! Suez ZEN-NOH Verizon Cargill Nú bárur frelsis brotna á ströndum, Nokia Nestlé Novartis boða kúgun ragnarök. VINCI Sojitz Credit Suisse Fúnar stoðir burtu vér brjótum! Metro AG TATA Group Bræður! Fylkjum liði í dag – Morgan Stanley SuperValu […]

Hádegisrapp úr viðskiptalífinu eftir Anton Helga Jónsson

  Þegar japanskar dömur kúka í vinnunni heyrist aldrei neitt það heyrist aldrei neitt sem minnir á fallandi kukk. Það heyrist aldrei plask. Það heyrist aldrei pling. Það heyrist hvorki plask né pling. Það er fátítt að dama kúki. Það gerir uppeldið. Það gerir aldagömul hefðin. Þetta má lesa í viðskiptablaðinu sem útlistar vandræði bossanna […]

Skyndilegt umsátur sem skiptir ekki nokkru máli eftir Evu Rún Snorradóttur

  Á gatnamótum stöndum við í hnapp, áhugalausir ferðamenn í skipulagðri göngu um sögulega staði þrælahalds í borginni. Sitjandi á ísskápum í gardínulausum gluggum báðum megin okkar svo langt sem augun eygja, sviplausar konur af asískum uppruna. Áfram gakk. Híf op. Allir mínir menn. Leiðtogi göngunnar rekur okkur áfram, það þarf að skoða gamalt hús […]

Rigningarvatn

List er kapítal. Tjáning, innra líf og sköpun er kapítal. Samfélagskipan eins og við þekkjum hana byggist á verkaskiptingu sem byggist á arðráni og misskiptingu. Sú verkaskipting þar sem sérstakir listamenn eru starfandi, framleiðandi tjáningu, innra líf og sköpun, á meðan hinir djöflast í verksmiðjunni – byggist á arðráni og misskiptingu. Mýtan um listamanninn þrífst […]

Skessan kyrjar mér rímu í París eftir Þórunni Erlu- Valdimarsdóttur

(maður losnar aldrei við sjálfan sig)

. Með sínu lagi skessuríma frekjast framm miðjumoð það mykjuskroð mussu klessu frussu soð nammi namm og krossa kramm kyngi pyngju klaufa dramm laufa lýkur loðnu fljótt skipast veður skipa skjótt lyngið á sinn laufa bing mikið er mín tunga sling mullið mjúkt í ljóða gring subbu krubbu krakka krúkt komdu að éta barnið mjúkt […]

Samlesnar predikanir – loftsöngur eftir Hauk Ingvarsson

  nothæf rothögg fyrir vanhæf fyrirtæki og þrothæf tækifæri fyrir litlar stórar og meðalstórar gjaldskyldur ráðstjórnin bindur vonir við að kjallaramellur gefi karamellur svo gjaldeyrin börn fái veð í stígvélum og pollagöllum handa samþrota félagi já nú þarf að slá um sig herra ráði svo ekki þurfi að gjaldborga lán slegna skjaldborg lánleysingja og hámark […]

Sönn íslenzk ástarmál (2 brot) eftir Grétu Kristínu Ómarsdóttur

  V Eftir matinn ystir mjólkina í kaffinu einhver gleymdi víst að fara í búð en suss-suss ekki gera veður sitt í hvorum enda sófans biðjum í hljóði fyrir ágætis kvöld-dagskrá því hvorugu langar í rúmið með allt þetta velmegunarspik sem sést svo bersýnilega núorðið með ljósin kveikt einsog við gerum það alltaf. Kannski lærist […]

Ástir hinna glaðlyndu verkamanna eftir Anne Boyer

  Í upphafi hefjum við leikinn með Woody og hugsjónakossi hans. Ég get ekki lagt frá mér Síberíu en get ekki sleppt að sleppa af henni hendinni. Varir hans voru hugleiðingar öreiganna í maí, orrusta sýklanna, þessi venjubundni ótti við nýbökuð brúðhjón, umbóta- eða byltingarsinnuð. Bjargað frá drukknun, settist ég klofvega á Woody á bolsévíska […]

Feyktu mér stormur – Karolina Fund

„Ljóðabókin Feyktu mér stormur hefur verið lengi í vinnslu enda var handritið að mestu leyti tilbúið árið 2011. Síðan þá hefur bókin tekið smávægilegum breytingum, og framförum, eins og vín sem hefur fengið að gerjast í góðan tíma. Nú er hún loksins tilbúin til útgáfu og inniheldur ljóð af ýmsum toga, bæði trúarlegum og veraldlegum, heimspekilegum og hugsunarlausum, en öll hafa þau eitthvað til brunns að bera.“

Hörður Steingrímsson fjármagnar nýja ljóðabók sína með hjálp Karolina Fund. Frekari upplýsingar: Feyktu mér stormur – Karolina Fund.

Eru skáldin virkilega „svokölluð“? « Eva Hauksdóttir

„Ég held nú reyndar að almenningur sé frekar jákvæður gagnvart hefðbundnum kveðskap og það séu einkum tveir mjög litlir hópar sem leggja lítið upp úr listrænu gildi bragformsins. Hugsanlega þrír hópar en ég held að sá þriðji sé ekki fordómafullur gagnvart forminu heldur bara bundinn af lögmálum markaðarins.

Mér virðast það einkum vera þeir, sem  hafa ekki þolinmæði til þess að læra þá undirstöðu sem þarf til að yrkja snoturlega, sem tala með fyrirlitningu um rím og stuðla. Hefðbundnir bragarhættir setja manni vitanlega ákveðnar skorður, rétt eins og tónlist lýtur ákveðnum reglum, en þeir sem líta á bragreglur sem vinnutæki, fremur en kúgandi kerfi, geta fundið öllu sem þeim liggur á hjarta hentugan bragarhátt.“

Eva Hauksdóttir skrifar um háttbundinn kveðskap: Eru skáldin virkilega „svokölluð“? « Eva Hauksdóttir.

ÓLAFUR BYRJAÐUR AÐ YRKJA | Eiríkur Jónsson

„Ég yrki töluvert þessa dagana því ég er í góðu formi. Þetta er mest náttúrudýrkun“, segir borgarstjórinn fyrrverandi sem nú hefur meiri tíma en oft áður til að sinna hugðarefnum sínum. „Ég er búinn að loka læknastofunni minni og það má segja að ég sé sestur í helgan stein þó ég sinni enn gömlum sjúklingum mínum og öðru sem þarf.“

Ekki er ólíklegt að Ólafur sendi frá sér ljóðabók innan tíðar ef andinn heldur áfram að heimsækja hann.

via ÓLAFUR BYRJAÐUR AÐ YRKJA | Eiríkur Jónsson.

Opnum fyrir athyglisbrestinn – Vildi verða ljóðskáld

Viðtal við myndlistarmanninn Leif Ými Eyjólfsson

Leifur Ýmir Eyjólfsson er 27 ára myndlistarmaður búsettur í Reykjavík. Hann útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2013 og hefur unnið að myndlist sinni samhliða ýmsum verkefnum síðan. Nýverið opnaði hann sýninguna Hvað finnst þér um Evrópusambandið í Gallerí Salerni sem er staðsett á salerni veitingastaðarins Bast að Hverfisgötu 20 en Leifur stofnsetti galleríið Gallerí Skítur […]

„Hin svokölluðu skáld“ endurtaka gjörning „Listaskáldanna vondu“

Laugardaginn 12. apríl næstkomandi stendur hópur skálda fyrir ljóðadagskrá í stóra salnum í Háskólabíó – þeim sama og „Listaskáldin vondu“ fylltu hér um árið. Yfirskriftin í þetta skiptið er „Hin svokölluðu skáld“ – sem eiga það öll sameiginlegt að yrkja háttbundin nútímaljóð. Sú nýbreytni er einnig höfð á uppákomunni að rukkaður verður aðgangseyrir, sem er […]

Rifist um vísu (og sitthvað fleira) á Facebook

„Ef til vill er of tilgerðarlegt og menntamannslegt að kalla Facebook Snjáldru, en ég kann þó ekki betra nafn. Ég skrifa frekar sjaldan athugasemdir, en fróðlegt er að sjá viðbrögðin. Til dæmis skrifaði Guðmundur Andri Thorsson eftirfarandi hugleiðingu í gær, miðvikudaginn 26. mars: Skáldastyttur bæjarins í Kiljunni – skemmtilegt sjónvarp. Steinn orti raunar um Tómas […]

Vísir – Ljóðlympíuleikar 2014

„Við vonumst til að þetta verði alvöruljóðaslamm með aktífum áhorfendum og vonandi verða mikil læti og mikið stuð,“ segir Megan Auður Grímsdóttir, einn skipuleggjanda Ljóðlympíuleika sem haldnir verða á Loft Hosteli í kvöld. Þar munu skáldsystur og skáldbræður Reykjavíkur keppa til sigurs og aðeins eitt þeirra standa uppi sem sigurvegari.

via Vísir – Ljóðlympíuleikar 2014.

Vísir – Menningarsjokkið sterkur þáttur

„Hún yrkir um upplifun sína af því að koma frá Vínarborg til Íslands fyrir miðja síðustu öld og því verður ekki neitað að sterkur þáttur í skáldskapnum er menningarsjokkið sem hún hefur orðið fyrir við þá flutninga. Hún var gyðingur og kom í rauninni nauðbeygð hingað á flótta undan nasistum þannig að það er margs konar tregi í þessum ljóðum, bæði söknuður eftir heimalandinu og þeirri menningu sem var búið að drepa úti í Evrópu og fólkinu sem hún þurfti að skilja við. Móðir hennar varð til dæmis eftir úti í Austurríki og var síðar flutt í fangabúðir nasista.“

Sölvi Björn Sigurðsson ræðir um Melittu Urbancic via Vísir – Menningarsjokkið sterkur þáttur.

Yahya Hassan

Yahya Hassan heitir danskt ljóðskáld, ríkisfangslaus palestínumaður fæddur 1995, og hefur sett landið (Danmörku) á annan endann með samnefndri ljóðabók (samnefndri honum, sem sagt, bókin heitir Yahya Hassan) sem hefur selst í yfir 100 þúsund eintökum – og er söluhæsta ljóðabók í sögu Danmerkur. Bókin er sjálfsævisöguleg fyrstu persónu frásögn, eins konar ákæra á hendur […]