Sönn íslenzk ástarmál (2 brot) eftir Grétu Kristínu Ómarsdóttur

 

V

Eftir matinn ystir mjólkina í kaffinu
einhver gleymdi víst að fara í búð en suss-suss ekki gera veður
sitt í hvorum enda sófans biðjum í hljóði fyrir ágætis kvöld-dagskrá því hvorugu langar í rúmið með allt þetta velmegunarspik sem sést svo bersýnilega núorðið með ljósin kveikt einsog við gerum það alltaf.
Kannski lærist okkur einhverntímann að elska það svart.

VII

Á vitlausri breiddargráðu
með allan þennan blóðhita
frýs í æðum
fölnar kinnaroði
undir rós úr fokking gróðurhúsi
og við kunnum ekkert tungumál
sem gæti látið það hljóma betur.