Rifist um vísu (og sitthvað fleira) á Facebook

„Ef til vill er of tilgerðarlegt og menntamannslegt að kalla Facebook Snjáldru, en ég kann þó ekki betra nafn. Ég skrifa frekar sjaldan athugasemdir, en fróðlegt er að sjá viðbrögðin. Til dæmis skrifaði Guðmundur Andri Thorsson eftirfarandi hugleiðingu í gær, miðvikudaginn 26. mars:

Skáldastyttur bæjarins í Kiljunni – skemmtilegt sjónvarp. Steinn orti raunar um Tómas fimmtugan. Hripaði á miða og lét ganga til afmælisbarnsins, svo að allir gátu séð á miðann:

Hér situr Tómas skáld með bros á brá,

bjartur á svip sem fyrsta morgunsárið.

Ó hve mig vinur tekur sárt að sjá,

að sálin skyldi grána fyrr en hárið.

Ég gerði stutta athugasemd í mesta meinleysi …“

Hannes Hólmsteinn, Guðmundur Andri og fleiri rífast um vísu. Pressan.is.