Kvöldmáltíð verkalýðsins eftir Grétu Kristínu Ómarsdóttur

 

– 27 pastaskrúfur [restin úr pokanum]
– Vatn. Af alúð.
– Italian Seasoning frá Knorr [þetta sem var í skápnum þegar þú fluttir inn]

SJÓÐA ÞANGAÐ TIL ÞÚ NENNIR EKKI AÐ BÍÐA LENGUR
BORIÐ FRAM Í SKÁL [má sleppa]

– Rifnum osti sáldrað yfir [ekki stressa yfir lit/lykt , aldur er afstæður þegar hungur er annarsvegar]
– Síðustu slettu úr tómatsósuflösku skvett ofan á. Má blanda við sojasósu.

NJÓTIÐ VEL.
[Eiturefnamiðstöð Landsspítalans s. 543-2222]