Performans-námskeiðs-verkið Republic, eftir Kviss Búmm Bang, var hluti af seríunni The splendor and misery in the Schengen zone, sem var eitt margra verkefna í tengslum við Riga sem eina af menningarborgum Evrópu árið 2014. Hugmyndin að baki verkinu er einföld – Þrjú kvöld í röð er skapað nýtt ríki. Fyrst afsala allir þátttakendur verksins (og þar […]
Höfundur: ritstjórn
Raunveruleg fantasía eða bara skrambi góð bók
Um Öræfi, eftir Ófeig Sigurðsson
Það hefir löngum talist slæm latína að blanda sjálfum sér inn í ritrýni. Samt sem áður ætlar undirritaður að gerast sekur um það hér og nú. Árið 2005 fékk hann það verkefni að fjalla um skáldsögu Ófeigs Sigurðssonar, Áferð, fyrir miðil sem um þessar mundir er oft og tíðum spyrtur saman við fyrrverandi forsætisráðherra og […]
Nýjar setningar: Einræður Starkaðar N+7
Eitt brotthlaup – getur dingli í dáhrif breytt,
sem drottinsaftan breytir veilu heils skáldskapar.
Kári Páll Óskarsson yrkir upp Einræður Starkaðar via Nýjar setningar: Einræður Starkaðar N+7.
Silja Aðalsteins um Útlenska drenginn
Við erum öll skrýtin. Það er boðskapurinn. Enginn er eins og annar og þess vegna eigum við alltaf og ævinlega að sýna umburðarlyndi. Sá boðskapur er þó ekki rekinn ofan í kok á áhorfendum heldur verður hann til við umhugsun eftir á. Allur umbúnaður sýningarinnar var vel gerður, myndbönd Helenu Stefánsdóttur og Arnars Steins Friðbjarnarsonar sem bjuggu til og breyttu baksviði á augabragði voru fjölbreytt og skýr, búningar Evu Signýjar Berger vel valdir og tónlist Jónasar Sigurðssonar afar áheyrileg. Sýning fyrir öll hugsandi börn og aðstandendur þeirra.
Alsæla, grimmd og forvitni
Um Lolitu Nabokovs
Í Lolitu, sem er nýkomin út hjá Dimmu í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar, kynnumst við frægasta sköpunarverki Nabokovs og jafnframt einu alræmdasta illmenni bókmenntasögunnar, Humbert Humbert. Þrátt fyrir að vera óafsakanlegur barnaníðingur er hann mjög óhefðbundið illmenni. Hann er evrópskur herramaður, fræðimaður, ljóðskáld og fagurkeri sem hefur djúpa og mikla þekkingu á listum og bókmenntum […]
Steinunn hlaut verðlaun Jónasar Hallgríms | RÚV
Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í tilefni af degi íslenskrar tungu. Verðlaunin voru afhent í Iðnó í dag.
Steinunn hóf rithöfundaferilinn 19 ára gömul þegar ljóðabókin Sífellur kom út. Auk ljóðabóka hefur hún sent frá sér smásögur, skáldsögur, barnabók, viðtalsbók og leikrit bæði fyrir sjónvarp og útvarp. Steinunn hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins árið 1990 og fimm árum síðar féllu Íslensku bókmenntaverðlaunin henni í skaut fyrir skáldsöguna Hjartastað. Auk þess voru Síðasta orðið, Hugástir, Sólskinshestur, Góði elskhuginn og Jójó tilnefnd til sömu verðlauna. Tvær aðrar skáldsögur hennar, Hjartastaður og Tímaþjófurinn, voru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs af Íslands hálfu.
Í rökstuðningi ráðgjafarnefndar segir meðal annars: „Hugmyndaauðgi Steinunnar og vald hennar á íslensku máli hefur löngum vakið aðdáun eða eins og Jón Hallur Stefánsson komst að orði í gagnrýni um ljóðabókina Kúaskít og norðurljós kann hún „þá list að láta óvænt orð á réttum stað uppljóma heilu kvæðin“. Það er mikil gáfa að búa yfir slíkum hæfileika. Fáir skrifa líka af jafnmiklu næmi um ástina og Steinunn en sömuleiðis hefur togstreitan í samskiptum kynjanna verið áleitin í verkum hennar“.
Kristján Guðjónsson um Framsóknarmanninn: Afhjúpar valdníðsluna
Þetta er ekki fyrsta verk Snorra sem mér finnst aðlaðandi en ég hef á sama tíma umtalsverðar efasemdir um. Ónotatilfinningin kemur fyrst og fremst vegna einhvers sem ég hef túlkað sem hálffasískan undirtón. „Einhvern veginn er ég að nota þeirra eigin vopn, þennan rasisma. Snúa þeirra rasisma upp á þá sjálfa,“ segir hann. Stundum finnst mér eins og að í verkin skorti djúpstæðari pólitíska greiningu, sem myndu gera þeim kleift að varpa ljósi á samfélagið, en með reiðina og ósvífnina að vopni einfaldi þau viðfangsefnið um of. Og sá sem einfaldar orð viðmælanda síns gerir ekki tilraun til að skilja hann. Ef við ætlum að búa í samfélagi verðum við að reyna að skilja hvert annað, skilja skoðanir hvert annars og ræða þær frekar en að smætta og ráðast á manninnn. Framsóknarmaðurinn er ekki tilraun til skilnings heldur stríðsyfirlýsing – ad hominem-árás á þá sem eru og hafa verið í forsvari fyrir Framsóknarflokkinn, einhvers konar pólitískt þú-ert-bara-kúkalabbi!
Orð Snorra sjálfs ríma við þetta. Engin tilraun til greiningar, bara afdráttarlaus árás
Endurbókun – Sýning á bókverkum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi
Sjö listakonur sýna nú fjölbreytt bókverk unnin úr gömlum bókum undir yfirskriftinni Endurbókun í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Bókverk er samheiti yfir listaverk sem tengjast á einhvern hátt bókinni sem formi og hugtaki. Fjölbreytni bókverka er óendanleg enda hugmyndaflug listamannsins eina takmörkunin. Bókverk geta verið fjölfölduð eða einstæð, aðeins til í einu eintaki, með augljósu yfirbragði handverksins […]
Ari Matthíasson skipaður þjóðleikhússtjóri | Fréttir | Útgáfa |
Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði í dag Ara Matthíasson sem þjóðleikhússtjóra til fimm ára, frá 1. janúar 2015.
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Ara Matthíasson í embætti þjóðleikhússtjóra til næstu fimm ára, frá og með 1. janúar 2015. Við ákvörðunina var bæði tekið tillit til álits þjóðleikhúsráðs og viðtala við umsækjendur.
Ari Matthíasson hefur starfað við hlið fráfarandi þjóðleikhússtjóra, sem framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins, frá árinu 2010. Hann hefur að baki leikaramenntun frá Leiklistarskóla Íslands og háskólamenntun á meistarastigi í rekstrarhagfræði (MBA) og hagfræði. Hann starfaði sem leikari og leikstjóri frá árinu 1991 og einnig við stefnumótun, markaðsmál og framkvæmdastjórn.
via Ari Matthíasson skipaður þjóðleikhússtjóri | Fréttir | Útgáfa |.
Yahya Hassan: „Haldið kjafti, svona upplifi ég þetta“ | Sirkústjaldið
Hann sagði einnig fríformið sem hann notar vera frelsandi bragarhátt og að hann brúki rím einungis þegar honum hugnast og aldrei út heilt ljóð. Hassan hafði lag á að snúa léttilega út úr spurningunum sem honum bárust, enda orðinn þreyttur á misgáfulegum túlkunum almennings á skáldskapi sínum. Viðbrögð hans vöktu þó gjarnan mikla kátínu áhorfenda sem voru auðheyranlega ekki mótfallnir óvæntum svörum. Þegar hann var inntur eftir hvert markmiðið verksins væri sagði hann að það væri einfaldlega að skrifa ljóð – sem hann vonaði þó að veittu lesendum góða lestrarreynslu. Hann sagði sköpunarferlið og lestrarferlið bæði gefandi iðjur.
via Yahya Hassan: „Haldið kjafti, svona upplifi ég þetta“ | Sirkústjaldið.
Framtíðarsýn útvarpsstjóra kynnt | RÚV
Við viljum vera virkur þátttakandi í að byggja upp og styrkja samfélag okkar, styðja og auka þekkingu, hæfni og lífsgæði einstaklinga og þjóðfélagshópa. Við viljum sinna menningu þjóðarinnar enn betur en gert hefur verið, í útvarpi, sjónvarpi og á vef. Við erum staðráðin í að efla innlenda dagskrárgerð. Sér í lagi þarf að bæta framboð á íslensku leiknu efni og gæðaefni fyrir börn á íslensku enda verður á næstu árum gerð enn ríkari krafa um að Ríkisútvarpið bjóði nýjum kynslóðum Íslendinga upp á vandað íslenskt efni þegar erlent afþreyingarefni á erlendum tungumálum er á hverju strái. Einnig er nauðsynlegt að gera átak í varðveislu þjóðararfsins og miðlun hans úr gullkistu Ríkisútvarpins. Þar er samtímasaga Íslendinga skráð og að henni verður að hlúa. Við höfum þegar hafið undirbúning að úrbótum á þjónustu við landsbyggðina og stefnum að auknum fréttaflutningi og dagskrárgerð utan höfuðborgarsvæðisins samhliða öflugri svæðismiðlun. Þannig styrkjum við hlutverk RÚV sem útvarp allra landsmanna.
„Grafalvarleg“ staða í kjaradeilu kennara | RÚV
Staðan í kjaradeilu Tónlistarskólakennara og sveitarfélaga er grafalvarleg segir Þórður Árni Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi ekki gert neina alvörutilraun til að finna lausn á deilunni.
Félagsmenn í Félagi tónlistarskólakennara hafa nú verið í verkfalli í rúmar þrjár vikur. Samningafundi hjá ríkissáttasemjara var slitið á mánudag og nýr fundur hefur ekki verið boðaður.
Vísir – Formaður þjóðleikhúsráðs segir upp störfum
Ekkert liggur fyrir um ástæður þess að Ingimundur segir sig úr ráðinu, ekki hefur náðst í hann til að inna eftir því hvort hann sé ósáttur, þá með það hversu lengi hefur dregist að skipa Þjóðleikhússtjóra, hvort óánægja hans snúi að því hvern skal ráða og að ráðuneytið hafi þá ekki viljað taka tillit til […]
Fremjendur og njótendur mætast
Um Strengi Vinnslunnar
Listahópurinn Vinnslan samanstendur þegar hér er komið sögu af Völu Ómarsdóttur, Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur, Guðmundi Inga Þorvaldssyni, Bigga Hilmars, Maríu Kjartans, Arnari Ingvarssyni og Starra Haukssyni. Hópurinn kom fyrst fram þegar hann hélt Vinnslu #1 í Norðurpólnum í maí árið 2012. Þar ægði saman ýmsum listgreinum í krókum og kimum byggingarinnar og gengið var út […]
Druslubækur og doðrantar: Íslenski bókamarkaðurinn – ábati og umfang
Tölurnar tala sínu máli. Fram kemur að af 24 sérhæfðum bókaverslunum eru verslanir Pennans þrettán talsins. Annar áhugaverður punktur er að matvöruverslanir sem selja bækur eru fleiri en sérhæfðar bókaverslanir (25 á móti 24) og að 16 þessara matvöruverslana eru verslanir Haga eða Kaupáss. Verslun með bækur fer þar af leiðandi að stórum hluta fram utan sérhæfðra verslana. Söluprósentur bóka milli þessara ólíku tegunda verslana eru afar árstíðabundnar (sem kannski eru svosem engin ný sannindi) en matvöruverslanirnar eru með um 35% af sölu í mánuðunum fyrir jól en ekki nema um 5% á öðrum tímum ársins.
Talnaefnið verður ekki síður áhugavert þegar kemur að bókaútgefendunum sjálfum. En í svo gott sem öllum liðum þar trónir Forlagið á toppnum. Ekki bara að það tróni á toppnum heldur eru aðrir svo langt á eftir að það er eiginlega varla hægt að tala um „samkeppni“. Ef við tölum t.d. um heildartekjur bókaútgefenda árið 2011 (tafla 3) þá voru heildartekjur Forlagsins 1.246.765.268 íslenskar krónur. Það ár var Edda útgáfa með næsthæstu heildartekjurnar uppá 306.200.000. Ef eigið fé bókaútgefenda árið 2011 er skoðað þá er Forlagið enn á toppnum með 1.077.117.323 krónur og næsti á listanum BF-útgáfa með 21.800.633. Eigið fé Eddu útgáfu það árið var hinsvegar neikvætt um rúma 41 milljón króna.
via Druslubækur og doðrantar: Íslenski bókamarkaðurinn – ábati og umfang.
Ein-saga af einlægni sögð
- um Veraldarsögu mína, ævisögu hugmynda eftir Pétur Gunnarsson
Skáld og rithöfundar, listamenn og konur ganga að jafnaði með einhverskonar hugmynd um sig (rétt eins og aðrar opinberar persónur) og leggja margir nokkuð á sig við að skapa ímynd sína með verkum sínum eða gjörningum. Pétur Gunnarsson er íslenskum bókmenntaunnendum löngu kunnur og vinsældir verka hans nokkuð stöðugar að því að manni virðist. Pétur […]
Friðrika Benónýs: Sprettur tónlist upp af sjálfri sér?
Á sama tíma og hótel-, bar- og veitingahúsarekendur telja aurana sem hátíðin færði þeim fréttist ekki bofs af stöðunni í verkfalli tónlistarkennara. „Ha? Eru þeir ekki bara í verkfalli, er nokkuð nýtt að gerast í því?“ segir fólk steinhissa þegar spurt er um stöðuna á verkfallsmálum. Það virðist varla nokkur maður, nema tónlistarkennarar sjálfir og nemendur þeirra, hafa nokkurn áhuga á því að það verkfall leysist. Eins og það sé alfarið einkamál þeirra sem það snertir beint. Ekkert sem skipti máli í stóra gróðasamhenginu.
Allt breytist þegar horft er á það
Um kvikmyndina Salóme
Það er flókið að skrifa um myndina Salóme. Hún sýnir frá byrjun að hún ætlar sér ekki að fylgja hefðbundnum reglum kvikmyndagerðar, gefur lítið fyrir formúlur Hollywood og reglur um uppbyggingu. Í staðinn býr hún til lifandi málverk, stillir viðfangi sínu upp og myndar það við að mótmæla uppstillingunni, gerir sífellt spurningamerki við eigið form […]
Þórarinn Leifsson með tvennu « Forlagið – vefverslun
Á laugardaginn ætlar Þórarinn Leifsson að fagna útgáfu bókar sinnar Maðurinn sem hataði börn í Máli og Menningu á Laugavegi 18, kl 16.
Maðurinn sem hataði börn kom í allar betri bókabúðir fyrir nokkru síðan og hefur hlotið frábæra dóma hjá gagnrýnendum stórblaðanna. Því er fyllsta ástæða til að skála í útgáfuboðinu á laugardaginn. Það er höfundi mikil ánægja að blása til boðsins, loksins kominn heim í stutt stopp frá Berlín. Í tilefni dagsins verður bókin sérstöku kynningarverði og að sjálfsögðu verður hægt að fá áritun höfundar – sem er ólíkt félagslyndari en Maðurinn sem hataði börn.
Vídalín um Don Carlo: Opinmynntur af ánægju
heild verð ég að segja að fyrsta uppfærsla á Don Carlo á Íslandi er viss hápunktur í íslenskri óperusögu. Umfangsmesta verk Verdis hefur nú verið sett á svið hér og einskis annars að bíða en þess að fleiri stórvirki verði frumflutt hér á landi. Rýnir sat opinmynntur af ánægju allan tímann meðan á sýningu stóð og sæluhrollurinn hríslaðist um hann allan, og þrátt fyrir fáeina hnökra var sýningin sennilega eitt það allra áhrifaríkasta og besta sem rýnir hefur fengið að upplifa í íslenskum tónleikasal.
Beðið eftir ákvörðun Illuga | RÚV
Enn hefur ekki verið skipað í stöðu Þjóðleikhússtjóra en umsóknarfrestur rann út fyrsta september. Tíu sóttu um stöðuna, sem menntamálaráðherra skipar í til fimm ára frá fyrsta janúar á næsta ári.
Samkvæmt upplýsingum úr menntamálaráðuneytinu er Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra með öll gögn málsins og er beðið eftir því að hann taki ákvörðun.
Útgáfuhóf – Kátt skinn og gloría
Hjartanlega velkomin/n í fallega salinn í Mengi þar sem við fögnum útkomu ljóðabókarinnar Kátt skinn og gloría eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. Ef þú ert á rölti um miðbæinn geturðu kíkt kæruleysislega við – eða lagt leið þína lóðbeint og einvörðungu á Óðinsgötu til þess að hlusta smá, súpa smá og tékka á bókinni á vinaverði. Teikningar […]
Skáldskapur vikunnar: Kraftaverkið Tammy eftir Feliz Lucia Molina
í þýðingu Kristínar Svövu Tómasdóttur, sem einnig skrifar ferðasögu
Síðasta sumar lagði ég leið mína í fyrsta skipti til vesturstrandar Bandaríkjanna, ásamt vinkonu minni Guðrúnu Elsu Bragadóttur sem stúderar bókmenntafræði þar vestra. Við pöntuðum okkur flug til hinnar mjög svo fyrirheitnu borgar San Francisco og hugðumst dvelja þar í rúma viku. Þegar við höfðum samband við tengiliði okkar á svæðinu, ljóðskáldin Alli Warren og […]
Úr fyrirlestri Ágústs Einarssonar „Hagræn áhrif ritlistar“
Dr. Ágúst Einarsson talar um virðisaukaskatt á bækur. Þetta er stutt brot. Fyrirlesturinn allan má sjá á netsamfelag.is.
Flosmjúkt og nístingskalt: Um Velúr eftir Þórdísi Gísladóttur
Velúr er „flosofið efni, heldur grófgerðara og með þykkari loðnu en flauel,“ samkvæmt orðabókarskýringu á uppábroti bókarkápu annarrar ljóðabókar Þórdísar Gísladóttur. Auk hinnar fyrri, Leyndarmál annarra (2010), hefur Þórdís skrifað tvær glimrandi góðar barnabækur um skötuhjúin Randalín og Munda. Velúr. Mjúkt, hlýtt, kveikir tengingar við munúð og nautnir. Ljóðin hafa mjúka áferð á yfirborðinu, en […]
Kraftmikil skáldgerving – DV
Ég veit að þetta er leiðinleg athugasemd – flestir geta sjálfsagt skilið einstakling sem sér rautt og vill hefna fyrir ofbeldi í garð ástvinar – en sem einhvers konar heimspekileg kenning um hvað einstaklingnum ber að gera í slíkum aðstæðum þá er hún auðvitað óæskileg og ber alltaf að kveða hana í kútinn. Ríkisvaldið hefur einkarétt á að beita ofbeldi og nauðung í vissum kringumstæðum og það er sjálfsagt best að opna ekki á möguleika einstaklinga til að taka réttlætið í sínar hendur.
Snæbjörn Brynjarsson: Móðgum framsóknarmann
Að mínu mati ber listamönnum ekki skylda til að fjalla um samfélag sitt eða yfirhöfuð berjast gegn óréttlæti frekar en annað fólk. Listamenn ættu að fjalla um það sem liggur þeim á hjarta, fara þangað sem listræn vinna þeirra leiðir þau, hver sem útkoman verður. En við verðum að standa vörð um frelsi fólks til að skapa list og ef við viljum búa í raunverulegu lýðræði eigum við að sýna samstöðu gegn hvers kyns ritskoðun.
Þess vegna skrifa ég í dag: stöndum saman og móðgum framsóknarmann.
Málfundur um kynblint hlutverkaval
Leikhópurinn Brite Theater vinnur nú að aðlögun á Ríkharði III fyrir eina konu í vinnustofu sinni í Tjarnarbíói.
Af því tilefni efnir hópurinn til málfundar um kynblint hlutverkaval á bar Tjarnarbíós í dag klukkan 18.
Þar mun Kolbrún Björt Sigfúsdóttir leikstjóri fjalla um viðtökur við konum í karlhlutverkum í sýningu Brite Theatre á verkinu Shakespeare in Hell, sem sýnt hefur verið víða á Englandi, og vakningu um kynblint hlutverkaval í Bretlandi í dag.
Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Kristín og Þórarinn
Húsráð Gunnarshúss stendur fyrir vikulegum höfundakvöldum í Gunnarshúsi fram að jólum. Á hverju fimmtudagskvöldi mæta tveir höfundar og spjalla um bækur sínar, lesa aðeins úr þeim, og síðan gefst áhorfendum kostur á að spyrja líka. Meiningin er að lyfta jólabókavertíðinni aðeins upp úr fari hinna hefðbundnu upplestrarkvölda, og gefa hverri bók og hverjum höfundi meiri tíma.
Fimmtudaginn 13. nóvember mæta þau Kristín Eiríksdóttir og Þórarinn Leifsson, lesa upp og svara spurningum Elínar Bjarkar Jóhannsdóttur bókmenntafræðings um nýútkomnar bækur sínar. Allir velkomnir á meðan stólar leyfa, aðgangur 500 kr.
Af villiljósum, náðargáfu og endalausu stríði
Viðtal við Guðmund Brynjólfsson, höfund Gosbrunnsins
Mér hefur verið teflt fram algerlega að tilefnislausu til að þjóna físnum höfundarins, raunar myrtur til þess eins að örva lyktarskyn lesandans. En hvers á ég að gjalda þegar gagnrýnendurnir fara svo að auki að draga mig fram og ljúga því blákalt upp að ég hafi sagt það sem þeir eru að hugsa? – Lenor […]
Airwavesdagbók: Laugardagur
„Þú meinar klukkan átta? Salóme er ekki sýnd klukkan sex í dag.“ Ég er stödd í Bíó Paradís á vitlausum degi. Ókei. Nýtt plan. Sjá East India Youth á Kaffibarnum. Röðin er út fyrir horn Laugavegs og Bergstaðastrætis alla leið kringum Le Bistro. Ég reyni samt en stranda við innganginn, um 20 manneskjum frá því […]
Málþing um Tove Jansson 9. nóv. kl. 13-15
Málþing um finnska rithöfundinn Tove Jansson í Norræna húsinu sunnudaginn 9. nóvember kl. 13:00-15:00. Málþingið markar opnun Norrænu bókasafnavikunnar 10.-16. nóvember 2014. Dagskrá: Opnun Norrænu bókasafnavikunnar og tröllateikning Brian Pilkington kynnt. Stefán Pálsson veltir fyrir sér hverjar séu flottustu sögurpersónurnar í Múmíndal. Ragnheiður Gestsdóttir fjallar um Tove sem myndlistarmann. Salka Guðmundsdóttir fjallar um skáldverk sem […]
Heimurinn í hnotskurn
Eru þá allar hörmungar heimsins karlmönnum að kenna? „Ja, Gemma kennir gagnkynhneigðum karlmönnum um allar ófarir heimsins og talar um þá sem eyðileggjendur og nauðgara. Og það er auðvitað skelfilegt að nauðganir séu notaðar sem stríðstæki beinlínis. Ég las einu sinni viðtal við afríska konu sem lýsti löngum og erfiðum vinnudegi kvennanna í þorpinu, sem um leið og þær unnu öll störfin voru í stöðugri hættu að vera nauðgað, á meðan karlarnir sátu heima og töluðu um stjórnmál og hefndir. Er það kannski heimurinn í hnotskurn?“
Steinunn Sigurðardóttir ræðir við Friðrikku Benónýs via Vísir – Konur eru svo svakalega mikið upp á karlhöndina.
Airwavesdagbók: Föstudagur
Ég stíg út úr leigubílnum og hurðinni feykir upp um leið. Bílstjórinn hefur skilið mig eftir fyrir utan ranga blokk í Túnunum undir því yfirskyni að hann vilji ekki að ég labbi of mikið í þessu roki. Í mínum huga hefði þá verið betra að hlusta þegar ég sagði honum hvar ætti að stoppa þó […]
Vísir – Ég er tónlistarkennari i verkfalli
Síðan hló bara kæri borgarstjóri 4. nóvember 2014 og gantaðist þegar við sungum fyrir hann og afhentum ályktun! Gantaðist með okkar lifibrauð! Og margir aðrir ráðamenn sýna málinu engan skilning. Ég á varla heila sokka. Og það er spurning um hvort að ég eigi salt í grautinn um jólin.
Airwavesdagbók: Fimmtudagur
Á móti mér hjóla, um það bil á nákvæmlega sama stað og hvítvínsstelpurnar í gær, tveir menn á einu, tvöföldu, hjóli. Það eina sem ég heyri af samtali þeirra þegar þeir bruna framhjá er „Scheiße“. Ég held í nokkrar mínútur að ég sé í falinni myndavél. En að mörgu leyti er Airwaves ein stór falin […]
23 kenningar um Yahya Hassan
Síðasta vor fékk danska bókmenntatímaritið Kritik fjögur skáld til að rýna í bókina Yahya Hassan eftir Yahya Hassan, sem er nýkomin út á íslensku. Skáldin voru Ulf Karl Olov Nilsson, Athena Farrokhzad, Pedro Carmona-Alvarez og Eiríkur Örn Norðdahl. Dómur þess síðastnefnda, sem er einnig ritstjóri Starafugls, birtist hér einsog hann var prentaður, á ensku. Annar dómur – „frumsaminn á íslensku“ – mun birtast þegar líður á jólabókaflóðið.
Airwavesdagbók: Miðvikudagur
„Djöfull hata ég dyraverði!“ Tvær stúlkur í yngri djamm-kantinum arka á móti mér við hafnarbakkann. Ég kem því ekki fyrir mig hvort það er vindurinn eða Bakkus sem stýrir göngulaginu. „Nei nú gleymum við þessu og fáum okkur hvítvín!“ Klukkan er hálftólf á miðvikudegi og ég, sem er dottin út úr íslensku tónlistarlífi og nýt […]
Ögn af ógn: Um Kok eftir Kristínu Eiríksdóttur
Það er bannað að lokka mann inn med óljósu loforði um ofbeldi og enda svo á enn óljósari staðhæfingum um okkur og ykkur, „us against them“. Skamm. Ofbeldi segi ég. Tölum aðeins um ofbeldi. Eins og hvert annað smelluglatt gimpi laðaðist ég að Koki á forsendum þess að: a) ég þekki fyrri verk höfundar og […]
Kjánar á jaðrinum
Um Krummafót og Kisuna Leonardó
Mikil gróska er í ljóðabókaflórunni um þessar mundir en þó ekki þannig að á því beri hjá stóru forlögunum. Úr ranni ritlistardeildar Háskólans rennur nokkuð af ferskvatni í fljótið mikla sem flæðir yfir bakka sína fyrir þessi jól eins og önnur. Ekki er mikið um bækur skálda sem hafa markað sér sess í ljóðadeildinni en […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Ófeigur og Heiðrún
Húsráð Gunnarshúss stendur fyrir vikulegum höfundakvöldum í Gunnarshúsi fram að jólum. Á hverju fimmtudagskvöldi mæta tveir höfundar og spjalla um bækur sínar, lesa aðeins úr þeim, og síðan gefst áhorfendum kostur á að spyrja líka. Meiningin er að lyfta jólabókavertíðinni aðeins upp úr fari hinna hefðbundnu upplestrarkvölda, og gefa hverri bók og hverjum höfundi meiri tíma.
Fimmtudaginn 6. nóvember mæta þau Ófeigur Sigurðsson og Heiðrún Ólafsdóttir, lesa upp og svara spurningum Páls Valssonar um bækur sínar, Öræfi og Leið. Allir velkomnir á meðan stólar leyfa, aðgangur 500 kr.
Orð að sönnu: Um Hlýtt og satt eftir Davíð Stefánsson
Ég hef skrítna tilhneigingu til að lesa ekki smásögur. Fletti til dæmis hugsunarlaust yfir þær í Tímariti Máls og Menningar sem ég les annars upp til agna. Alice Munro varð að fá Nóbelsverðlaunin til að ég sýndi henni minnsta áhuga og það þurfti að setja mér Raymond Carver fyrir til að hann fengi inni á […]
Allt of margar bækur koma út | RÚV
Hið árlega jólabókaflóð er skollið á með fullum þunga en á þessum vikum kemur út langstærstur hluti bóka á Íslandi.
Kristján Freyr Halldórsson, bóksali í Máli og menningu við Laugaveg, sem segir að allt of mikið komi út af bókum hér á landi sem valdi því að höfundaverkið sé í drullupolli.
Að vera dansinn sjálfur
- Umfjöllun um dansverkin EMOTIONAL og MEADOW
Það var táknrænt að meira en helmingur dansarana hafi setið eins og áhorfendur í seinni hluta verksins Emotional og fylgst með sólói Brian Gerke þar sem hann afhjúpar sig gjörsamlega. Þetta sama kvöld var Brian einmitt að frumsýna verk eftir sjálfan sig. Sem var fyrra verk kvöldsins, Meadow.
Alma Mjöll: Vill að fleiri kvenkyns skáld taki upp pennann
„Mér finnst pínu merkilegt að til að byrja með fann ég fyrir ákveðinni pressu að mitt verk yrði að vera meistaraverk, svo ég myndi nú ekki klúðra þessu fyrir stelpum. Auðvitað ýtti ég þessari hugsun strax til hliðar en mér fannst samt merkilegt að taka eftir henni. Ég hef stundum hugsað þegar ég er að skrifa bækur: „Passaðu þig að skrifa ekki bara kvenlegt dót,“ því maður vill ekki að dótið sitt fái einhvern stimpil. Það er auðvitað fáránlegt því efnið sem ég skrifa er skrifað út frá sjálfri mér og auðvitað eiga raddir ungra stelpna að eiga sitt svæði í þessum bransa án þess að vera bækur um konur fyrir konur,“ segir hún.
Alma Mjöll Ólafsdóttir ræðir við Þórð Inga Jónsson via Vísir – Vill að fleiri kvenkyns skáld taki upp pennann.
Hermann Stefánsson: Að reikna sig til helvítis
Eða af hverju geta Spánverjar með öll sín hörmulegu vandamál, atvinnuleysi og efnahagsvanda, ekki aðeins rekið miklu betra heilbrigðiskerfi en Íslendingar heldur einnig mun öflugri almannafjölmiðla, útvarp og sjónvarp? Hví hengja Íslendingar haus og væla meðan slíkar þjóðir standa í lappirnar? Það er vegna þess að víðast hafa stjórnmálaflokkar einhverja reisn og láta ekki hvarfla að sér að hlusta á rausið úr reikningshausum. Af hverju var útvarpið ekki lagt niður árið 1950, 1936 eða 1993? Það er vegna þess að þá hvarflaði ekki að stjórnmálunum að selja sjálfsvirðingu sína.
Ég skrifa þess vegna er ég – um Bréfabók eftir Mikhaíl Shíshkín
Í Bréfabók eftir Míkhaíl Shíshkín (sem er nýkomin út hjá Bjarti í þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur) lesum við bréfaskipti Volodenka, hermanns sem berst í fjarlægu stríði, og Sashenka, elskhuga hans sem er heima fyrir. Bókin byrjar á hefðbundin hátt, bréfaskipti þeirra samanstanda mestmegnis af endurminningum og ástarjátningum ásamt ýmsum vangaveltum um heimspeki og vísindi. Fljótlega áttar […]